Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Side 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 DV Gaddafi Líbíuleiðtogi Gaddafi á fundi meö frétta- mönnum í gær. Engar upplýsing- ar um Lockerbie í ræðu Gaddafis Gaddafi Líbíuleiðtogi sagði i margra klukkustunda langri ræðu í gær að heimurinn hefði verið blekktur í réttarhöldunum vegna Lockerbie-tilræðisins. Gaddafi vís- aði á bug kröfu Bandaríkjanna og Bretlands um að hann tæki á sig ábyrgð á sprengjutilræðinu sem kostaði 270 manns lífið þegar þota Pan American flugfélagsins hrapaði yfir skoska bænum Lockerbie í des- ember 1988. Gaddafi lofaði því í síð- ustu viku að skýra frá sönnunum fyrir sakleysi Líbíumannanna sem réttað var yfir. Hann greindi ekki frá neinum nýjum upplýsingum heldur fullyrti að dómstóllinn hefði verið undir pólitískum þrýstingi. Creutzfeldt-Jakob: Smitað blóð selt til fjölda landa Blóð úr breskum blóðgjafa, sem var smitaður af heilarýmunarsjúk- dómnum Creutzfeldt-Jakob, kúariðuafbrigði í mönnum, var selt til að minnsta kosti 11 landa. Þús- undir manna kunna að hafa fengið afuröir unnar úr blóðinu, að því er breska blaðið The Guardian greinir frá. Irland, Rússland og nokkur lönd í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku keyptu það sem framleitt hafði ver- ið úr blóðinu. Samkvæmt breskum yfirvöldum er afar lítil hætta á smiti. Creutzfeldt-Jakob-veikin greinist ekki fyrr en hún er komin á loka- stig. Unnið er að því að þróa aðferð- ir til að greina veikina fyrr. Fórnarlamb jaröskjálftans Grátandi kona bíöur aöhlynningar hjúkrunarfólks. Á lífi í rústunum eftir 10 daga Miðaldra systkini fundust í gær á lífi í rústunum i Bhuj, 10 dögum eft- ir að jarðskjálftinn reiö yfir á Ind- landi. Systkinin höfðu nærst á hrís- grjónum og vatni. Hjálpargögn hafa enn ekki borist til þorpa nálægt borg- inni Bhuj en um 600 þorp voru í grennd hennar. Sum þeirra jöfnuðust alveg við jörðu. Stjórnvöld í Gujarat- héraði hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki dreift nægilega vel þeim hjálpargögnum sem borist hafa. ísraelar kjósa sér nýjan forsætisráðherra í dag: Ehud Barak trúir enn á kraftaverk Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagðist í morgun vera þess fuflviss að kjósendur myndu skipta um skoðun á síðustu stundu og að hann myndi sigra hægriöfgamann- inn Ariel Sharon í forsætisráð- herrakosningunum í dag. „Við viljum ekki einu sinni hugsa til þess að hann sigri. Við teljum að við getum unnið,“ sagði Barak við fréttamenn úti á götu í Jerúsalem í morgun. Skoðanakannanir benda hins vegar til þess að Ariel Sharon, leiðtogi hins hægrisinnaða Likud- bandalags, muni sigra með miklum yfirburðum. Snúa aftur heim Barak sagði fréttamönnum að á síðasta sólarhring hefðu orðið mikil umskipti meðal kjósenda. Þeir sem hefðu orðið fyrir vonbrigðum með gang friðarviðræðnanna við Palest- ínumenn væru nú farnir að átta sig á því hver raunverulegur valkostur þeirra væri og því kæmu tugþús- undir manna aftur í raðir friðar- sinna á hverri klukkustund. Kjörstaðir í ísrael voru opnaðir klukkan fimm í morgun að íslensk- um tíma og verður lokað klukkan átta i kvöld. Þá mun ísraelska sjón- varpið birta útgönguspá. Búist er við að úrslit liggi að mestu fyrir um miðnættiö aö íslenskum tíma. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- uninni, sem birtist í gær, fær Shar- on 56 prósent atkvæða en Barak ekki nema 37 prósent. Sjö prósent kjósenda voru enn óákveðin. Kosningarnar í ísrael í dag eru haldnar í skugga blóðugra átaka undanfarinna fjögurra mánaða þar sem hundruð Palestínumanna hafa fallið fyrir kúlum ísraelskra her- manna. Átökin hófust í september- lok þegar Ariel Sharon heimsótti Musterishæð í Jerúsalem þar sem nokkrir helgustu dómar íslamstrú- armanna eru. Palestínsk leyniskytta skaut ísra- elskan hermann til bana á Gaza í gær. Þá heyrðust skothvellir víða á Vesturbakkanum og Gaza í nótt þar sem ísraelskir hermenn og Palest- ínumenn áttust við. Sharon hafði hægt um sig síðustu klukkustundir kosningabaráttunn- ar í gær en Barak svaraði spurning- um sjónvarpsfréttamanna um hvað hefði farið úrskeiðis á valdatíma hans. Hann sagði að kröftugri við- brögð ísraela við uppreisn Palest- ínumanna væri engin lausn. Landamæri rétta svarið „Aðskilnaður frá Palestínumönn- um og landamæri á milli okkar er rétta svarið,“ sagði Barak. ísraelski herinn setti Vesturbakk- ann og Gaza í einangrun í morgun, eins og jafnan er gert þegar gengið er til kosninga í ísrael. Sharon, sem arabar hafa illan bif- ur á vegna árásanna sem hann hef- ur stjómað gegn þeim, reyndi að hrista af sér stríðsmannsímyndina i kosningabaráttunni. Hann hefur sagt að samningaviðræður komi ekki til greina fyrr en ofbeldisverk- unum linni. Ehud Barak enn fullur bjartsýni Ehud Barak, forsætisráöherra ísraels, var kampakátur í gær þegar hann lét taka mynd afsér meö ungum stuöningsmanni sínum skammt frá Jerúsalem. ísraelar kjósa sér forsætisráöherra í dag og þrátt fyrir aö skoöanakannanir bendi til annars, telur Barak aö hann geti sigraö hægrimanninn Ariel Sharon. Fimm létust í skotárás í verksmiðju við Chicago: Ódæðismaðurinn hafði verið rekinn fyrir þjófnað Hálfsjötugur maður sem var um það bil aö fara í fangelsi fyrir að stela vélarhlutum úr verksmiðjunni þar sem hann vann í nærri fjörutíu ár ruddist inn á gamla vinnustað- inn sinn nærri Chicago í gær og skaut fjóra starfsmenn til bana, áð- ur en hann svipti sig lífi. Fjórir til viðbótar særðust í skotárásinni, þar af tveir alvarlega. Lögreglan sagði að hinn 66 ára gamli William Baker hefði birst við verksmiðjuhliðið með AK-47 árásar- riffil, haglabyssu, veiðiriffil og skammbyssu í golfpoka. Hann rudd- ist fram hjá öryggisverði og fór inn í verksmiðjusalinn þar sem hann skaut úr byssum sinum af handa- hófi. Ferðalaginu lauk inni á skrif- stofu verksmiðjunnar þar sem Morðárás í verksmiöju Starfsmenn verksmiöju skammt frá Chicago ræöa voðaverkiö sem þeir uröu vitni aö í gær þegar vopnaöur fyrrum samstarfsmaöur þeirra skaut fjóra til bana og svo sjálfan sig. Baker skaut síðasta fórnarlamb sitt og svo sjálfan sig. „Þetta hefði getað verið miklu verra,“ sagði Vito Scavo, lögreglu- stjóri í Melrose Park, vestur af Chicago, við fréttamenn og benti á að Baker hefði haft mikið af skot- færum meðferðis. Baker vann á lyftara í verksmiðj- unni frá árinu 1955 þar til hann var rekinn árið 1995 eftir að alríkislög- reglan FBI kom upp um þjófaflokk. Baker var ákærður fyrir þjófnað, ásamt fimm mönnum öörum, í sept- ember 1999, að sögn talsmanns sak- sóknaraskrifstofunnar í Chicago. Baker var dæmdur í fimm mán- aða fangelsi fyrir þjófnaðinn og átti hann að hefja afplánun dómsins í dag, að sögn yfirvalda. m Orkumálaráðherra rekinn Orkukreppan í vetrarkuldanum í Rússlandi krafðist fyrsta pólitíska fómarlambs síns í gær þegar Vladimir Pútín forseti rak Alexander Gavrin orkumálaráðherrá. íbúar í Vladiovstok og nágrenni eru vanir rafmagns- leysi en í vetur hafa um 60 þúsund manns verið í kulda innandyra samtímis því sem sem frostið hefur verið 30 til 40 stig. Létust í óveðri Þrír menn létust i gær af völdum óveðurs í Bretlandi. Rafmagnslaust varð víða og röskun á umferð. Vandarhögg vegna gemsa Sádi-arabískur liðsforingi hefur verið dæmdur til að sæta 70 vandar- höggum fyrir að neita að slökkva á farsíma í flugvél. Sprengt í Moskvu Níu manns særðust þegar sprengja sprakk á háannatíma á neðanjarðarlestarstöð í Moskvu í gær. Tugir slasast í lestarslysi 68 manns slösuðust er farþegalest ók á vöruflutningalest í Syracusa í New York-ríki í gær. Snjókoma var er áreksturinn varð. Búinn að afskrifa Bush Leiðtogi World- Watch-samtakanna, Christopher Flavin, segir ekki lengur hægt að reikna með aðild Bandaríkj- anna að Kyoto-sam- komulaginu. Segir Flavin að með emb- ættistöku George W. Bush hafi olíuþrýstihóparnir tekið sér stöðu í Hvíta húsinu. Tölvuþrjótar að verki Tölvuþrjótar hafa stolið leynileg- um upplýsingum um nokkra þátt- takendur á Alþjóðaefnahagsráð- stefnunni í Davos sem haldin var um daginn. Komust þrjótarnir yfir krítarkortanúmer og einkasíma- númer Clintons, Arafats og Gates, svo einhverjir séu nefndir. Upplýs- ingamar voru afhentar svissneska blaðinu Sonntags Zeitung á geisla- diski á laugardaginn. Viðurkennir ágreining Jacques Chirac Frakklandsforseti viðurkenndi í við- tali í gær að spenna hefði verið í loftinu á milli Frakklands og Þýskalands á leiðtogafundi Evr- ópusambandsins í Nice. Austurríski þjóðemissinninn Jörg Haider segir fundinn í Nice hafa farið út um þúf- ur vegna Napóleonsstæla Chiracs. Clinton skilar gjöfum Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, lofaöi í gær að skila öll- um gjöfum sem af misgáningi voru flokkaðar sem persónulegar gjafir til forsetahjónanna en ekki gjafir til Hvíta hússins í Washington.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.