Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Síða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viöskiptablaðiö Verslunarráð telur samkeppnisyfirvöld hafa gengið of langt: Átelur starfshætti Samkeppnisstofnunar Verslunarráð telur að samkeppn- isyfirvöld hafi í ýmsum tilvikum gengið of langt við túlkun samruna- ákvæða eldri laga samkeppnislag- anna. Á það bæði við um skilyrði sem sett voru fyrir samruna, sem og úrskurði um að sameining tiltek- inna fyrirtækja væri óheimil. Var því hvatt til endurskoðunar á við- komandi ákvæöum en niðurstaða stjómvalda og Alþingis í þeim efn- um á síðasta ári var hins vegar ekki í samræmi viö sjónarmið ráðsins. Þvert á móti var valin sú leiö að auka heimildir samkeppnisyfir- valda til afskipta af samruna. Virð- ist því ljóst að ekki verði samstaða um þennan þátt löggjafarinnar á næstunni og er ekki að efa að ákvarðanir Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs í þessum efnum munu áfram valda ágreiningi í þjóð- félaginu. Þetta kemur fram í skýrslu til Viðskiptaþings Versluna- ráðs íslands sem fjallar um nokkur mikilvægustu þróunar- og nýsköp- unarmál í íslensku atvinnu- og við- skiptalífi um þessar mundir. Nafn skýrslunnar er „Að halda uppi hag- vexti“ og komu margir sérfræðing- ar í viðskipta- og efnahagslífmu að gerð hennar. Af hálfu Verslunarráðs verður áfram unnið aö tillögum um laga- breytingar á þessu sviði með það að markmiði að löggjafinn standi ekki í vegi eðlilegrar þróunar og að ákvarðanir opinberra aðila hindri ekki skynsamlegar ákvarðanir stjórnenda á markaðnum. Markaölr skilgreindir of þröngt Afstaða Verslunarráðs til sam- runaákvæða mótast af því að sam- keppnislöggjöfin og framkvæmd hennar eigi ekki að koma í veg fyr- ir það í sjálfu sér að fyrirtæki sam- einist, stækki eða nái á einhverjum tímapunkti aukinni hlutdeild á þeim markaði þar sem þau starfa. Slíkt er oft afleiðing góðs árangurs i rekstrinum og getur stuðlað að hag- ræðingu og aukinni arðsemi án þess að nokkurn tímann sé beitt eða standi til að beita samkeppnis- hamlandi aðgerðum. Almennt eru opinberar stofnanir, nefndir og ráð, ekki bestu aðilarnir til að meta forsendur og afleiðingar ákvarðana sem teknar eru í við- skiptalífmu. Reynslan virðist sýna að þessir aðilar hafi tilhneigingu til að líta á markaðsaðstæður sem kyrrstæðar en ekki síbreytilegar. Jafnframt hættir þeim til að skil- greina einstaka markaði of þröngt. Það er óviðunandi staða fyrir at- vinnulífið ef samkeppnisyfirvöld eða önnur stjórnvöld telja sig þess umkomin að velja úr þau fyrirtæki sem ná eiga árangri, refsa þeim sem vel gengur eða vernda þau sem stunda óhagkvæman rekstur. Nauð- synleg viðleitni til að stuðla að frjálsri og virkri samkeppni má ekki snúast upp í andhverfu sína með óhóflegum afskiptum af rekstri fyrirtækjanna i landinu. Skattalækkanir gætu bætt samkeppnisstööu Islands Hinn almenni tekjuskattur fyr- irtækja hefur verið lækkaður á undanfömum árum. Skatthlutfall- ið er nú 30% sem er nokkuð sam- bærilegt við það sem tíðkast víða í nágrannalöndunum. Halda má því fram með gildum rökum að þetta hlutfaU sé enn of hátt, enda er það í sjálfu sér ekki til þess fallið að halda í íslenska aðila sem eiga möguleika á að færa starfsemi sina úr landi og hefur ekki heldur þau áhrif aö laða hingað nýja starfsemi erlendra aðila. Svipuð sjónarmið eiga við um tekjuskatt einstaklinga. Tekju- skattshlutfallið var lækkað í nokkrum smáum áföngum á sið- ustu árum en var hækkað lítiUega aftur á siðasta ári vegna hækkun- ar á útsvari til sveitarfélaga og er nú 38,76%. Við þetta bætist svo sérstakur 7% skattur á tekjur um- fram 280.000 krónur á mánuði. Þetta svokallaða hátekjuþrep, ásamt miklum jaðaráhrifum flók- ins kerfis tekjuteninga, hefur nei- kvæð áhrif á samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja, ekki síst þegar horft er til samkeppni um vel menntaö og hæft starfsfólk sem möguleika hefur á að starfa hvar sem er í heiminum. Bjarni Jónasson hættir sem fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar Bjarni Jónasson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf. og mun hann láta af störfum hjá félaginu þann 30. apríl nk. Bjarni hefur verið fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaöar hf. frá stofnun félagsins árið 1993. Hann hóf störf hjá forverum fé- lagsins á Gleráreyrum árið 1980 og var framkvæmdastjóri þeirra frá árinu 1988. Hann hefur því starfað fyrir Skinnaiðnað hf. og forvera þess í rúma tvo áratugi. Bjarni segir að það hafi svo sannarlega skipst á skin og skúr- ir i þessari atvinnugrein á starfs- tíma sínum, enda séu sveiflurnar á þessum markaði jafnan miklar. „Eftir erfiðleikatímabil undanfar- inna missera er nú farið rofa til. Við sjáum hilla undir betri tíð fyrir félagið og þar með finnst mér tímabært að breyta til. Þetta er búinn að vera mjög ánægjuleg- ur tími en hins vegar eru 20 ár langur tími á einni starfsævi og þvi vil ég nú kveðja þennan vett- vang og snúa mér að öðrum verk- efnum,“ segir Bjarni. Stjórn Skinnaiðnaðar hefur gert samkomulag við Bjama um að hann gegni áfram starfi fram- kvæmdastjóra næstu þrjá mánuði en hann mun, sem fyrr segir, láta af störfum í apríllok. Stjórnin vinnur að því að finna eftirmann Bjarna og munu þau mál skýrast á næstu vikum. Stjóm Skinnaiðn- aðar vill nota þetta tækifæri til að þakka Bjama Jónassyni farsæl störf í þágu félagsins á liðnum árum og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn breytir um rekstrarfýrirkomulag Á aðalfundi íslenska hugbúnaðar- sjóðsins hf. í gær kom fram að félag- ið mun á næstunni taka við eigin rekstri í stað þess að vera rekið samkvæmt rekstrarsamningi við fjármálafyrirtæki eins og verið hef- ur undanfarin tvö ár. í frétt frá íslenska hugbúnaðar- sjóðnum segir að það sé mat forvíg- ismanna sjóðsins að ein helsta for- senda fyrir frekari vexti sé að félag- ið hefji eigin rekstur en verði ekki rekið samkvæmt rekstrarsamningi við fjármálafyrirtæki eins og verið hefur undanfarin tvö ár. Með því vill sjóðurinn byggja upp eigin þekkingar- og reynslugrunn til framtíðar. Á fundinum kom einnig fram að félagið hyggst kanna með markviss- um hætti vaxtarmöguleika sem fel- ast í samstarfí við innlenda aðila sem fjárfest hafa i upplýsingatækni- fyrirtækjum. í síðustu viku var undirritaður samningur viö Búnað- arbanka íslands um kaup á safni hlutabréfa bankans í hugbúnaðar- fyrirtækjum og um leið lagður grunnur að auknu samstarfi milli bankans og félagsins í fjárfestingum á þessu sviði. Þá eru áform um að skoöa möguleika á auknu samstarfi við erlenda aðila. Alls bárust sjóðnum 216 fjárfest- ingartækifæri á árinu sem leið. Af þeim 39 málum sem tekin voru fyr- ir á stjórnarfundum var í 9 tilvikum ákveðið að fjárfesta í nýjum félög- um. Alls fjárfesti sjóðurinn í 15 fé- lögum fyrir rúmar 1.246 milljónir króna. Þar af voru 6 félög sem sjóð- urinn átti í fyrir. Heildareignir sjóðsins í árslok jafhgilda 2,5 millj- örðum og þar af eru innlend hluta- bréf um 2 milljarð- ar. Þetta jafngildir um 500 milljón króna fjárfestingu aö meðaltali á ári frá því félagið var stofnað. Kosin var ný stjóm félagsins á aðalfundinum. Stjórnin er talsvert breytt frá fyrra ári þar sem Agnar Már Jónsson og Ólafur Daðason gengu úr stjórn. Hina nýju stjóm skipa Sigurður Smári Gylfason, sem jafnframt var kjörinn formaður á stjórnarfundi í kjölfar aðalfundar- ins, Bjarni Júlíusson, Guðmundur Guðmundsson, Hörður Arnarson og Stefán H. Stefánsson. I varastjórn voru kjömir Ólafur S. Kristmunds- son og Bjarni Karl Guðlaugsson. Seðlabankinn seldi gjaldeyri fýrir 4,1 milljarð í janúar Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 0,8 milljarða króna í janú- ar og nam 35 milljörðum króna i lok mánaðarins (jafnvirði 410 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðar- lok). Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráning- ar, lækkaði í mánuðinum um 0,98%. Seðlabankinn seldi gjaldeyri á milli- bankamarkaði fyrir 4,1 milljarð króna. Þetta kemur fram í frétt frá Seðla- bankanum um helstu liði úr efna- hagsreikningi bankans í lok janúar 2001. Erlend skammtimalán bankans hækkuðu um 5,8 milljarða króna í mánuðinum og námu 21,6 milljörö- um króna í janúarlok. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 6,4 milljörðum króna í janúarlok miðað við mark- aðsverð; drógust saman um um 0,1 milljarð króna í mánuðinum. Mark- aðsskráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 3,6 milljörðum króna i lok janúar. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir lækkuðu um 2 milljarða króna í janúar og námu 37 milljörðum i lok mánaðarins. Kröf- ur á aðrar fjármála- stofnanir jukust um 4,8 milljarða og voru 17,9 milljarðar króna í lok mánaðarins. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofn- anir lækkuðu um 2,2 milljarða króna í janúar og voru neikvæðar um 14,3 milljarða í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs námu 14,3 ma.kr. Grunnfé bankans dróst saman um 4,8 milljarða króna í mánuðin- um og nam 27,6 milljörðum í lok hans. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 2243 m.kr. - Hlutabréf 487 m.kr. - Ríkisbréf 564 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q Húsasmiðjan 136 m.kr. Q Eimskip 114 m.kr. 0Össur 45 m.kr. MESTA HÆKKUN O Delta 3,5% Q Skýrr 2,4% Q SH 2,3% MESTA LÆKKUN Q Flugleiöir 3,3% © Opin kerfi 2,6% Q Nýherji 2,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1223 stig - Breyting O -0,05% Toshiba með af- komuviðvörun Toshiba, sem er einn af stærstu fartölvuframleiðendum í heiminum, tilkynnti að vegna mikils samdrátt- ar i eftirspurn eftir vörum fyrirtæk- isins mundi hagnaður verða 30% minni á síðasta ári en væntingar höfðu verið um. Toshiba væntir þess að hagnaður- inn muni verða 96 milljarðar jena en reikningsár fyrirtækisins endar í mars næstkomandi. Gert er ráð fyr- ir að salan muni nema tæpum 6000 milljörðum jena. Fyrri væntingar hljóðuðu upp á 137 milljarða jena hagnað og sölu upp á 6220 milljarða jena. Afkomuviðvörunin er enn ein af- komuviðvörunin úr tölvuframleið- endageiranum. Sony, Apple Computer, Hewlett-Packard, DeU Computer og Intel eru á meðal fyrir- tækja sem hafa gefið út afkomuvið- varanir upp á síðkastið. Methagnaður hjá Ryanair Ryanair, sem er stærsta lágfar- gjaldaflugfélag Evrópu, skilaði met- hagnaði á þriðja ársfjórðungi reikn- ingsársins, en fjórðungnum lauk 31. desember. Hagnaður tímabilsins var 21,3 milljónir evra og er það 34% aukning frá sama tíma árið áður. Farþegum fjölgaði um 28%. Ryanair þakkar góðan rekstrarár- angur meðal annars því að sifellt stærri hluti bókana kemur í gegn- um Internetið en um 65% bókana koma í gegnum heimasíðu félagsins. Aðeins um 8% bókana koma í gegn- um ferðaskrifstofur. Samhliða tilkynningu um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi greindi flugfélagið frá því að fram undan væri 123 milljóna evra hluta- fjárútboð til þess að fjármagna stækkun flugflota félagsins. _ 07.02.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Bsj Dollar 85,400 85,840 1515 Pund 124,270 124,900 g*#Kan. dollar 56,470 56,820 Dönskkr. 10,6080 10,6660 t~Norskkr 9,6940 9,7470 CSsœnsk kr. 8,8990 8,9480 R- mark 13,3096 13,3896 i jFra. franki 12,0641 12,1366 |~i Belg. frankl 1,9617 1,9735 ; Sviss. franki 51,4600 51,7500 tjHoll. gyilini 35,9100 36,1258 ”i Þýskt mark 40,4612 40,7044 ! ijít. líra 0,04087 0,04112 jjt jAust. sch. 5,7510 5,7855 íl Port. cscudo 0,3947 0,3971 ["* iSpá. pcsetí 0,4756 0,4785 | ® jjap. yen 0,73970 0,74420 | | írskt pund 100,481 101,084 SDR 110,7000 111,3700 [|Jecu 79,1353 79,6108

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.