Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
DV
9
Fréttir
Samherji stuðlar að öflugu atvinnulífi í Grindavík:
Met á met ofan
- hjá Vilhelm Þorsteinssyni EA
Aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni.
gar
BM
Komdu með bílinn
-við græjum hann
Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík:
Áframhald á skjálft-
um í Vatnajökli
DV, DALVÍK:
Samkvæmt veðurspá Veður-
klúbbsins á Dalbæ er ekki mikilla
breytinga að vænta veðurfarslega á
næstunni. Allílestir klúbbfélagar
vilja halda sig við að þetta verði
svipað áfram og það snjói ekki mik-
ið, gæti samt orðið kaldara heldur
en verið hefur.
Klúbbfélaga hefur dreymt góða
drauma sem benda til góðs veðurs.
Sumum finnst að þetta góða veður
og þessi hlýindi séu lognið á undan
storminum, en sjáum nú til. Nokkr-
ir klúbbfélagar voru sammála Páli
Bergþórssyni er hann spáði því að
næstu 4-5 árin verði veðrið gott og
hlýtt, og vilja þeir meina að við
séum að ganga inn í einhvern kafla
sem sé í betri kantinum, þó svo að
inn á milli komi kaflar sem minni
okkur á hvar við eigum heima.
Veðurklúbbsmeðlimum þykir lík-
legt að ef hann snjói eitthvað þá
verði það ekki fyrr en í mars, eða þá
um eða upp úr 23. febrúar á nýju
tungli (góutungl). Kannski er það
tímapunkturinn sem sleða- og
skíðamenn biða eftir, en aðrir vilja
ekki heyra minnst á.
Við viljum minnast á hvassviðri
sem líklegt er að gangi yfir landið í
febrúar og viljum við gefa upp tvær
dagsetningar, 8.-9. febrúar eða
21.-23. febrúar, en við veðjum á þá
fyrri. Meiri líkur eru á að það verði
án snjókomu, en þetta er nú bara
spá. Oft er talað um að eftir því sem
viðrar á Pétursmessu 22. febrúar
muni viðra í 40 daga á eftir.
Klúbbfélagar telja líklegt að það
verði áframhald á skjálftum í
Vatnajökli og kannski einhver
stærri en var helgina 27.-29. janúar.
Pálsmessa 25. janúar spáði illa fyrir
árið. Við mælum með því að fólk
muni eftir veðrinu fóstudaginn 2.
febrúar (kyndilmessu) samkvæmt
vísunni: Ef í heiði sólin sést / á
sjálfa kyndilmessu / snjóa vænta
máttu mest / maður upp frá þessu.
Það gekk sem betur fer ekki eftir.
Og enn og aftur skal tekið fram
að spár Veðurklúbbsins á Dalbæ
gilda eingöngu um Norðurland,
nema annað sé tekið fram. -hiá
Almannavarnanefndir á höfuðborgarsvæðinu:
Vilji fyrir sameiningu
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti
á fundi sínum í siðustu viku að
leggja til við bæjarstjóm að hún
tæki jákvætt í hugmyndir um sam-
einingu almannavarnanefnda á höf-
uðborgarsvæðinu. Formaður al-
mannavamanefndar Hafnarfjarðar-
svæðis, sem Garðabær á aðild að,
hefur ásamt sýslumanni átt viðræð-
ur við formann Almannavarna-
nefndar Kópavogs og sýslumanninn
í Kópavogi.
Formenn þessara nefnda fóru síð-
an í sameiningu á fund almanna-
varnanefndar Kjósarhrepps, Mos-
fellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarn-
arness. í bréfi almannavamanefnd-
ar Hafnarfjarðarsvæðis til bæjar-
ráðs kemur fram að almennur vilji
virðist vera til þess að setja á stofn
eina sameiginlega almannavarna-
nefnd höfuðborgarsvæðisins.
Öll sveitarfélögin sem fyrr um
ræðir hafa tekið jákvætt í þessar
hugmyndir.
-DVÓ
Loðnuvertíðin:
Örn KE er
aflahæstur
DV, AKUREYRI:_____________
Nótaskipin Örk KE frá Keflavík
og Víkingur AK frá Akranesi eru
langaflahæstu skipin á loðnuvertíð-
inni. Örn er með 18.218 tonn og Vik-
ingur með 17.457 tonn.
í næstu sætum koma Grindvík-
ingur GK með 12.582 tonn, Sigurður
VE 11.2263 tonn, Júpiter ÞH 11.109
tonn, Súlan EA 9.553 tonn, Birtingur
NK 9.110 tonn, Börkur NK 9.039
tonn, Hólmaborg SU 8.648 tonn og
Jón Kjartansson NK 8.386 tonn. -gk
Samþykkt aö
sameina veiturnar
DV, SAUÐÁRKRÓKI:
I sveitarstjórn Skagafjarðar hefur
verið samþykkt að rafveita, hitaveita
og vatnsveita verði sameinaðar í eitt
fyrirtæki. Sameiningin á að eiga sér
stað 1. júní. Með henni er stefnt að
því að ná fram eins mikilli hagræð-
ingu í rekstri og kostur er, bæði hvað
varðar mannahald, húsnæðismál og
annan rekstrarkostnað. ÞÁ
Líttu við íglæsilegri hljómtækjaverslun
okkar og upplifðu stemmninguna
B R Æ Ð U R N
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
DV, GRINDAVÍK:
Mikilvægi dýpkunar hafnarinnar
í Grindavík er enn að sanna sig því
nú í janúar hefur Vilhelm Þor-
steinsson EA tvívegis slegið það
aflamet sem landað hefur verið upp
úr einu skipi. Fyrst kom hann með
rúm 2000 tonn og svo gær með um
2500 tonn sem er líklega mesti afli
upp úr einu skipi á Vesturlandi.
Á síðasta ári var landað hjá Fiski-
mjöli og lýsi 93 þúsund tonnum af
hráefni til verksmiðjunnar sem er
10 þúsund tonnum meira en á síð-
asta ári. Eru allar líkur á því að það
met verði slegið á þessu ári ef fram
heldur sem horflr. Talið er að Vil-
helm geti borið alls 2800 tonn og er
þá alveg á mörkunum að hann geti
athafnað sig í höfninni og verður
það ekki gert nema við bestu að-
stæður, í blíðviðri og stórstreymi,
því mönnum þykir nógu tæpt siglt,
en síðast þurfti Vilhelm að bíða í 12
tima eftir að komast út vegna þess
að of hvasst var.
Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri
hjá Fiskimjöli og lýsi, sagði að það
væri strembið að taka á móti Vil-
helm þegar svo litlu má muna en
það væri mikil bót fyrir verksmiðj-
una hafa skip með svo mikla burð-
argetu því yfirleitt þyrfti að sigla
langt með aflann. Óskar sagði það
vera mjög jákvætt fyrir verksmiðj-
una að fá svona öflugt skip og núna
myndi svo Þorsteinn EA bætast við
en hann er nýkominn úr lengingu
og ber nú um 2000 tonn.
Miklar framkvæmdir
Miklar framkvæmdir og endur-
bætur hafa staðið yfir í verksmiðj-
unni undanfarið og nú er nýlokið
Setjum tækið i bílinn
þér að kostnaðar/ausu
Aflaskip
Áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni sló eigiö löndunarmet í gær.
Verð frá 19.900,-
við að leggja mikla og volduga röra-
lögn frá löndunarbryggju að vigtar-
húsi og sagði Óskar að núna væri
allt að fara á fullt með að undirbúa
loðnufrystingu en töluverð óvissa er
varöandi hve fljótt verður hægt að
hefja frystingu úr þessari óvæntu
loðnugöngu. Þegar síðast fréttist var
of mikil áta í loðnunni en komin
ágæt hrognafylling. Óhætt er að
segja að með yfirtöku Fiskimjöls og
lýsis á Samherja, eins og Grindvík-
ingar orða það, hafi atvinnulíf eflst sínum tíma að innan árs yrði öll
í Grindavík. Það er þvert á spár starfsemi F&L farin úr bænum.
svartsýnustu manna sem fullyrtu á -ÞGK