Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
I>V
Söruh minnst
Mynd af Söruh umkringd leikföng-
um. Hvarf hennar vakti mikinn óhug
um allt Bretland.
Ákærður fyrir
morðið á Söruh
Fjörutíu og tveggja ára vélvirki
frá Littlehampton í Sussex var í gær
ákærður fyrir morðið á Söruh
Payne, átta ára breskri telpu sem
rænt var skammt frá húsi afa síns og
ömmu 1. júlí síðastliöinn. Hinn
ákærði, Roy Whiting, hafði tvisvar
áður verið handtekinn vegna hvarfs
litlu stúlkunnar en var sleppt aftur í
bæði skiptin án þess að vera kærður.
Lík telpunnar fannst nakið og
hálfgrafið á akri í um 20 km fjarlægð
frá húsi afans og ömmunnar tveimur
vikum eftir að hún hvarf. Lögreglan
telur að hún hafi verið kyrkt. Sarah
hafði verið að leik með systkinum
sínum og var á leið heim þegar
henni var rænt.
Rússland:
160 látnir af
völdum kulda
Um 160 manns hafa látist í vetrar-
hörkunum i Rússlandi að undan-
fornu. Kuldakastið hefur varað í
Rússlandi í þrjá mánuði og hefur
frostið víða farið niður i 50 gráður
austan Úralfjalla. Samtímis hefur
orkukreppan verið sú versta frá lok-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
Orka er framleidd en flyst ekki
vegna lélegra leiðslna. í bænum
Artjom, þar sem um 40 þúsund búa,
fengu menn loks nóg og lokuðu
þjóðveginum til Vladivostok í mót-
mælaskyni. íbúarnir höfðu ekki
fengið heitt vatn síðan í maí.
Fugla- og dýralíf hefur beðið mik-
inn skaða vegna kuldanna. í Mongól-
íu frusu 600 þúsund kindur í hel.
&
Dómi mótmælt
Líbíumenn reyndu í gær að ráöast
inn í breska sendiráöiö í Trípólí.
Mótmæli vegna
Lockerbie-dóms
Lögreglan í Trípólí í Líbíu beitti í
gær táragasi gegn æstum mann-
fjölda sem reyndi að ráðast inn í
breska sendiráðið. Þúsundir manna
tóku þátt 1 mótmælagöngu í Trípólí
í gær vegna dómsins yfir Líbíu-
manninnum Megrahi. Skoskir dóm-
arar dæmdu hann í lífstíðarfangelsi
fyrir að hafa komið fyrir sprengju
um borð í farþegaþotu Pan Americ-
an flugfélagsins. Þotan hrapaði yfir
Lockerbie í Skotlandi 1988 með
þeim afleiðingum að 270 létu lífið.
Hægrisinninn Ariel Sharon næsti forsætisráðherra ísraels:
Skorar á Palest-
ínumenn að semja
Hægrisinninn Ariel Sharon sigr-
aði Ehud Barak, fráfarandi forsætis-
ráðherra, með miklum yfirburðum i
forsætisráðherrakosningunum í Isr-
ael í gær. Friðarferlið í Mið-Austur-
löndum er í miklu uppnámi af þeim
sökum, enda fyrirlíta arabar Shar-
on.
Sharon hvatti hins vegar Palest-
ínumenn í sigurræðu sinni til að
binda enda á fjögurra mánaða upp-
reisn sina og semja við hann um
„raunhæfan frið“.
Vill þjóðstjórn
Sharon, sem er orðinn 72 ára,
hvatti enn fremur andstæðinga sina
á ísraelska þinginu til að taka þátt í
þjóðstjórn.
Þegar nær öll atkvæði höfðu ver-
iö talin hafði Sharon fengið 62,5 pró-
sent en Barak aðeins 37,4 prósent.
Barak sagði að í kosningunum,
sem haldnar voru í skugga ofbeldis-
verka á heimastjórnarsvæðum
Palestínumanna, stæði valið milli
stríðs og friðar.
Barak viðurkenndi ósigur sinn í
gærkvöld og lét af embætti leiðtoga
Verkamannaflokksins. Hann sagði
einnig að hann ætlaði að segja af sér
þingmennsku eftir þennan mesta
ósigur sem sést hefur í kosningum
um forsætisráðherra í ísrael.
Ósigurinn var því meiri niður-
læging þar sem ekki er liðinn nema
21 mánuður síðan Barak sjálfur
sigraði forvera sinn í embætti,
hægrisinnann Benjamin Netan-
yahu, með yfirburðum.
„Ég hvet nágranna okkar, Palest-
ínumenn, til að láta af ofbeldisverk-
um og taka upp viðræður um frið-
samlega lausn deilna okkar," sagði
Sharon á fundi kátra stuðnings-
manna sinna sem púuðu þegar
hann tók sér nafn Palestínumanna í
munn.
Arafat virðir úrslitin
Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, sagði að hann myndi virða
niðurstöðu kosninganna og að hann
vonaðist til að friðarferlið myndi
halda áfram. Sharon hefur þó neitað
að taka í höndina á Arafat og sagt
að friðarviðræðum verði ekki hald-
ið áfram fyrr en átökunum linni.
Aðrir leiðtogar Palestínumanna
sögðu að sigur hershöfðingjans fyrr-
verandi væri mikið áfall fyrir
friðarumleitanir.
„Áform Sharons leiða til styrjald-
ar og til fleiri ólöglegra landnema-
byggða og afstaða hans til Palestínu-
manna ber keim kynþáttahaturs.
Stefna hans mun ganga af friðarferl-
inu dauðu,“ sagði Yasser Abed
Rabbo, upplýsingaráðherra Palest-
ínumanna.
Varfærin viöbrögö
Viðbrögð við sigri Sharons er-
lendis voru varfærin en jafnframt
gætti reiði meðal arabaþjóða sem
minnast blóðugrar innrásar ísra-
elska hersins i Líbanon árið 1982
sem Sharon stjómaði og hafði þær
afleiðingar að kristnir bandamenn
ísraela í Líbanon myrtu mikinn
fjölda palestinskra flóttamanna.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti talaði við Sharon í síma í fimm
mínútur og óskaði honum til ham-
ingju með sigurinn. Bush sagði að
bandarísk stjórnvöld myndu vinna
með Sharon að friðarmálum.
Sharon fagnar sigri
Ariel Sharon, leiötogi hins hægrisinnaöa Likud-bandalags í ísrael, veifar til stuöningsmanna sinna eftir aö Ijóst varö
aö hann sigraöi Ehud Barak, fráfarandi forsætisráöherra, meö miklum yfirburöum í kosningunum um forsætisráö-
herraembættiö sem haldnar voru í gær. Kjörsókn var ekki nema 62 prósent sem þykir lítiö í ísrael.
Poul Nyrup Rasmussen afdráttarlaus:
Danski ríkisstyrkurinn burt
kjósi Færeyingar sjálfstæði
Danski ríkisstyrkurinn verður
tekinn af Færeyingum kjósi þeir að
verða sjálfstæðir, eins og land-
stjórnin hefur uppi áætlanir um.
Ríkisstyrkurinn, sem nemur um tíu
milljörðum íslenskra króna á ári,
verður tekinn af á fjórum árum.
Þetta sagði Poul Nyrup Rasmus-
sen, forsætisráðherra Danmerkur,
eftir fund með Færeyjanefnd
danska þingsins i gær.
Færeyingar hafa boðað til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um sjálfstæðis-
áform landstjórnarinnar þann 26.
maí í vor. Þeir vilja að ríkisstyrkur-
inn verði afnuminn á allt að ellefu
ára aðlögunartímabili.
Mikill meirihluti dönsku stjórn-
málaflokkanna í Færeyjanefndinni
studdi forsætisráðherrann. Danska
þingið mun skýra afstöðu sína frek-
Færeyjaskelfir
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráöherra Danmerkur, er sakaöur um
aö reyna aö hræöa Færeyinga meö
yfirlýsingum sínum um ríkisstyrkinn.
ar í mars eða apríl eftir að það hef-
ur tekið Færeyjamálið á dagskrá.
„Ég er alveg miður mín,“ var það
fyrsta sem Anfinn Kallsberg. lög-
maður Færeyja, sagði eftir yfirlýs-
ingu Pouls Nyrups í gær.
Þá var lögmaðurinn ekki í vafa
um hver tilgangur yfirlýsingar
danska forsætisráðherrans væri:
„Að hræða Færeyinga og fá þá til að
segja nei í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni,“ sagði Kallsberg og líkti stöð-
unni nú við þá sem kom upp við
fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna í
Færeyjum um sjálfstæði á árinu
1946. „Þá var þjóðaratkvæðagreiðsl-
an einnig sett þannig upp að Færey-
ingar gátu valið á milli danskrar til-
lögu eða sjálfstæðis. Og tilgangur-
inn var þá sem nú að reyna að
hræða okkur,“ sagði Kallsberg.
Óeirðir í indónesíu
Indóneslu. Goúíar^
flokksins. Um 50 þúsund stuðnings-
menn Wahids forseta efndu til
göngu til stuðnings honum í bænum
Surabaya. Golkarflokkurinn studdi
í síðustu viku ávítur á hendur Wa-
hid vegna meintrar spillingar.
Ráðherra fannst látinn
Fyrrverandi innanríkisráðherra
Júgóslavíu, Zoran Sokolovic, fannst
látinn í bíl sínum í gærkvöld. Sam-
kvæmt fréttum var hann með byssu
í hendi.
Með matarleifarnar heim
Leiguflugvél frá Danmörku
neyddist til að taka meö sér matar-
leifar heim eftir flugferð til
Dóminíska lýðveldisins í síðustu
viku. Yfirvöld þar óttuðust
kúariðusmit.
Skotið á diplómata
Albanskir skæruliðar í suður-
hluta Serbíu skutu í gær að flutn-
ingalest með bandarískum stjórnar-
erindrekum og yfirmönnum friðar-
gæslusveita.
Alnæmisfaraldur
Um 30 prósent samkynhneigðra
og tvíkynhneigðra í sex stórborgum
í Bandaríkjunum eru með alnæmi.
Nefnd skipar nefnd
Nefndin, sem
skipuð var til að
ákveða hvar setja
ætti upp gosbrunn
til minningar um
Díönu prinsessu,
skipaði í gær aðra
nefnd. Bróðir
prinsessunnar,
Spencer jarl, er sagður óánægður
með seinaganginn.
Kouchner á ráðherrastól
Bernamd Kouchner, sem var yfir-
maður stjórnar Sameinuðu þjóð-
anna í Kosovo, var í gær skipaður
heilbrigðisráðherra Frakklands.
Myndband í baráttuna
Nýtt myndband,
sem sýnir fyrrver-
andi njósnaforingj-
ann Montesinos
greiða fyrrverandi
flokksfélaga Alans
Garcia, fyrrverandi
Perúforseta, mútur
hefur hleypt illu
blóði í kosningabaráttuna. Garcia
sækist eftir endurkjöri og er mynd-
bandið mikið áfall fyrir hann í
kosningabaráttunni.
Kanína fitusogin
Bresk kanína, sem var svo feit að
hún gat ekki þvegið sér og varla
hreyft sig og alls ekki notið ástar-
lífs, var skorin upp og fitan fjar-
lægð.
Látinna minnst í Bhuj
Minningarathöfn var haldin í
borginni Bhuj á Indlandi í morgun
um fórnarlömb jarðskjálftans.
Nokkrar verslanir voru opnaðar í
morgun.