Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Page 15
14
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformafiur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstofiarritstjóri: Jónas Haraldsson
Augtýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Traust rikir áfram
Stjórn Landssambands kúabænda lagöi til frestun á inn-
flutningi norskra fósturvísa í íslenskar kýr á fulltrúafundi í
gær og sú tillaga var samþykkt samhljóöa eftir miklar um-
ræður. Þar meö er frestað því tilraunaverkefni sem land-
búnaöarráðherra heimilaði 31. október sl. Innflutningur
fósturvísanna hefur veriö umdeildur meöal neytenda,
bænda og sérfræðinga. Umsókn um leyfi til tilraunainn-
flutnings var send í marslok 1998 eftir langa umfjöllun á
vegum bænda. Landbúnaðarráðuneytið tók sér langan um-
hugsunarfrest, eða 31 mánuð. Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra tók við málinu frá forvera sínum, Guðmundi
Bjarnasyni, og lá lengi undir feldi áður en hann tók ákvörð-
un sína.
Þótt málið væri umdeilt fyrir varð afgerandi breyting á
afstöðu til málsins skömmu eftir leyfisveitinguna vegna ótta
við kúariðu. Fjöldi bænda snerist öndverður gegn innflutn-
ingnum og í óformlegri könnun áhugamannasamtakanna
Búkollu kom fram að meirihluti bænda legðist gegn inn-
flutningi fósturvísanna. Eftir að DV birti niðurstöðu skoð-
anakönnunar um afstöðu til fósturvísainnflutningsins
þurfti ekki að fara í grafgötur um afstöðu almennings. Fram
kom að 92,1 prósent kjósenda lagðist gegn innflutningi
hinna norsku fósturvísa. Andstaðan var því afgerandi.
Þeir sem harðast hafa sótt eftir leyfi til þessara kynbóta
á kúakyninu vilja með þeim auka afköst stofnsins og segja
að NRF-kúakynið norska hafi verið valið að vandlega athug-
uðu máli. Þá sé heilbrigðisástand í nautgripum í Noregi gott
og sjúkdómagreining fullkomin. Ekki skal það dregið í efa
en hinu má ekki gleyma að sérfræðingar hafa ekki verið
sammála um leyfisveitinguna og við þær aðstæður sem nú
ríkja má ekki taka neina áhættu.
Höfuðmáli skiptir að traust ríki milli framleiðenda og
neytenda matvöru. Kúabændur eiga sitt undir því að varan
seljist. Slíkt traust rikir ekki lengur í nágrannalöndum okk-
ar vegna kúariðunnar. íslenskir neytendur hafa getað treyst
gæðum og heilbrigði íslenskra nautgripaafurða. Með
ákvöröun sinni í gær sást að kúabændur vilja halda við því
trausti enda kom fram í greinargerð með tillögu stjórnar
þeirra á fulltrúafundinum að umræðan að undanfórnu ætti
sér ekki hliðstæðu. í fyrsta skipti hefði það gerst að neyt-
endum hefði staðið til boða nautgripaafurðir sem þeir töldu
sig hafa ástæðu til að tortryggja. Þar var átt við innflutning
nautakjöts frá írlandi þar sem kúariða hefur verið alvarlegt
vandamál.
Þótt stjórn Félags kúabænda telji óttann vegna fósturvísa-
innflutningsins ástæðulausan viðurkennir hún að tor-
tryggni sé fyrir hendi. Þá kemur það og fram að þess hefur
gætt í umræðunni að bændur óttast að smitsjúkdómar geti
borist með þessum innflutningi.
Með þeim rökum, sem og að viðurkenna að gagnkvæmt
traust milli kúabænda og neytenda sé þeim lífsnauðsyn, var
ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en samþykkja
frestun á fósturvísainnflutningnum.
Það felast mikil verðmæti í íslenska kúastofninum.
Kúariða, sem valdið hefur bændum í Evrópu ómældu efna-
hagstjóni, hefur ekki greinst hér. Enn er vísindaleg óvissa
um sjúkdóminn og smitleiðir hans. Því kemur ekki til
greina að taka neina áhættu.
í nýlegri samþykkt stjórnar Mjólkursamlagsins í Búðar-
dal sagði að mikilvægt væri að halda ímynd hreinleika og
hollustu i íslenskum landbúnaði. Öll vafamál beri að túlka
íslenskum landbúnaði og íslensku þjóðinni í hag. Það gerðu
kúabændur með ákvörðun sinni í gær.
Jónas Haraldsson
DV
Góður árangur í sorpmálum
Reykjavíkurborg hefur á
undanfornum misserum staðið
fyrir viðamiklum tilraunum
með breytta sorphirðu í Breið-
holti, Árbæ, Selási og Ártúns-
holti. Niðurstöður þessara til-
rauna geta ráðið miklu um
framtíðarskipan sorphirðu-
mála í borginni. í Breiðholti
hefur tilraunin verið tvíþætt. í
Seljahverfi, Skógum og hluta
af Bökkum hefur staðið yfir til-
raun með vigtun en tíðni/rúm-
málskerfi var notað í Fellum,
Bergum, Hólum og Stekkjum. í
Árbæ, Selási og Ártúnsholti
var breytt úr hirðu á 7 daga fresti í
hirðu að meðaltali á 10 daga fresti. í
byrjun júlí var innsöfnunarkerfi fyr-
ir dagblöð og fernur einnig breytt og
gámum fjölgað í allri borginni. Inn-
söfnunarkerfinu var breytt þannig
að í stað 1100 lítra kera voru settir
upp þriggja rúmmetra gámar og
þeim skipt i tvö hólf, annað fyrir dag-
blöð og hitt fyrir fernur. Eldri gámar
eru þó einnig á nokkrum stöðum i
borginni.
Niðurstöðutölur fram til árámóta
lofa afskaplega góðu um árangurinn
og eru um margt athyglisverðar.
Aukningin á tilrauna-
svæðinu er mikil í dag-
blaða- og fernusöfnun,
eða 61% á móti 4% í öðr-
um hverfum, borgarinn-
ar, og í Fellum, Bergum,
Hólum og Stekkjum hef-
ur sorpmagn minnkað
um tæp 4% sem nemur
u.þ.b. 10 tonnum að með-
altali á mánuði miðað
við sama tímabil 1999.
Aukin endurnýting
dagblaða og ferna
Síðan dagblaðasöfnun
hófst I Reykjavik hefur árangurinn
verið þokkalegur flest árin og aukn-
ing átt sér stað flest árin. Árangur
síðasta árs var þó óvenjugóður, eða
um 12,3% í borginni allri. Stórkost-
leg aukning varð hins vegar í Breið-
holti en þar söfnuðust um 241,2 tonn
árið 2000 en 152,6 tonn árið 1999 og er
aukningin því um 61%. Vegna þess
að innsöfnunarkerfinu var breytt er
hægt að segja með vissu hversu mik-
ið safnaðist af fernum. Frá því í byrj-
un júlí söfnuðust um 36 tonn af fern-
um í allri borginni. Þar af söfnuðust
í Breiðholti 31%, eða 11,2 tonn, sem
Hrannar Björn
Arnarsson
borgarfulltrúi og for-
mabur Umhverfis- og
hellbrigöisnefndar
gerir að meðaltali um 0,52 kg/íbúa,
en í öðrum borgarhlutum söfnuðust
samtals 24,8 tonn, eða um 0,28
kg/íbúa.
Minnkandi sorp
Þessi góði árangur í dagblaöa- og
fernusöfnun er ekki einu merkin um
þá ánægjulegu breytingu sem er að
verða í sorpmálum á tilraunasvæð-
unum. Samhliða aukinni flokkun og
endurnýtingu hefur nefnilega dregið
úr sorpmagni þvert á það sem gerist
í öðrum hverfum borgarinnar.
Minnkun á sorpmagni í Stekkja-,
Fella-, Hólahverfi og Bergum frá
ágúst til nóvember er 4% á milli ára.
Þessi minnkun samsvarar tæplega 10
tonnum af sorpi í hverjum mánuði
sem jafngildir ríflega 100 tonnum á
ári. Á sama tíma er aukningin á
sorpmagni í Reykjavík um 0,15%.
Þessi ánægjulega þróun sem sýnir
svo ekki verður um villst að með
sameiginlegu átaki borgarbúa má ná
miklum árangri í aukinni endurnýt-
ingu og minnkun sorps. Hér er um
afar brýnt verkefni að ræða sem
samhliða bættri umgengni við nátt-
úruna getur sparað okkur umtals-
verð útgjöld. íbúar tilraunahverf-
„tbúar tilraunahverfanna hafa sýnt glœsilegan árang-
ur á stuttum tíma og nú œttum við hin að fara að
dœmi þeirra - auka flokkun og endurnýtingu og
minnka sorp. “
anna hafa sýnt glæsilegan árangur á endurnýtingu og minnka sorp. Vilji
stuttum tíma og nú ættum við hin að er allt sem þarf.
fara að dæmi þeirra, auka flokkun og Hrannar Bjöm Arnarsson
Það sem ber að gera
Það fer ekki á milli mála, að með
framgöngu sinni á undanförnum
mánuðum hefur ríkisstjórninni tek-
ist að ganga fullkomlega fram af
stórum hluta landsmanna. Hver
skoðanakönnunin eftir aðra sýnir
minnkandi fylgi stjórnarinnar og
aukið fylgi stjómarandstöðunnar.
Skoðanakönnun DV fyrir nokkrum
vikum sýndi meira að segja fram á
að Samfylkingin og Vinstri grænir
eiga góðan möguleika á að ná þing-
meirihluta í næstu kosningum, ef
rétt er á málum haldið. Vilji stuðn-
ingsmanna flokkanna er því skýr. -
Ein af ástæðunum fyrir þessu aukna
fylgi er án efa að flokkarnir hafa á
undanfórum vikum verið samstíga í
gagnrýni sinni á stjórnina en því
miður hefur verið misbrestur á því
þar til nú.
Skýran pólitískan valkost
og Vinstri grænna leggur
flokkunum ákveðnar skyldur
á herðar. Vandi þeirra er
fyrst og fremst sá að fylgi
þeirra er ekki tilkomið fyrir
verðleika þeirra sjálfra held-
ur vegna fautaskapar og van-
stillingar stjórnarherranna.
Það þarf því ekki mikið út af
að bera til að allt sigli í sama
farið, mehihluti landsmanna
styðji aftur stjórnina og Dav-
íð Oddsson verði ástsælasti
stjórnmálamaður þjóðarinn-
ar. Til að koma í veg fyrir
slíkt slys þurfa flokkarnir að
bjóða kjósendum upp á skýr-
an pólitískan valkost. Þeir þurfa að
samræma stefnu sina í þeim mála-
flokkum sem heitast brenna á öllum
almenningi, þ.e.a.s. endurreisn vel-
ferðar- og menntakerfisins.
í efnahagsmálum verða flokkamir
að sýna fram á með ótvhæðum hætti
að stefna þeirra taki mið af hags-
munum alls almennings en ekki
bara verðbréfasala, fjárfesta og
hlutabréfaeigenda, eins og verið hef-
ur á undanförnum árum. Á því sviði
er mikilvægast að endurskipuleggja
fiskveiðistjórnunarkerfið og ganga
þannig frá hnútum að það skilji ekki
eftir sviðna jörð utan höfuðborgar-
svæðisins. Utanríkismálin þar sem
ágreiningur flokkanna er hvað mest
áberandi verða að vera afgangs-
stærð, um stundar sakir að minnsta
kosti.
Ekki sameining, heldur
samvinna
Ef stjórnarandstöðuflokkarnir
ætla að vera trúverðugir
gagnvart • fylgismönnum
sínum verður þessi vinna
að fara í gang hið fyrsta.
Hér er ekki verið að
leggja til sameiningu af
neinu tagi heldur sam-
viimu. Sameining hefur
verið reynd og niðurstöð-
una þekkja allir. Fyrsta
skrefið í þessu ferli gæti
verið samráð og samræm-
ing á málflutningi í
ákveðnum málaflokkum
innan þings.
Ef vel tekst til á þeim
vígstöðvum væri hægt að
fara út í frekari málefnavinnu sem
síðan gæti, ef allt gengur að óskum,
leitt til þess að fyrir næstu þingkosn-
ingar yrði myndað kosningabanda-
lag sem hefði það meginmarkmið að
fella núverandi ríkisstjóm. Það auð-
veldar myndun slíks bandalags að
flokkamir mælast með svipað fylgi,
þeir ættu því að geta náð samkomu-
lagi um helmingaskipti á framboðs-
listum. Fyrh næstu kosningar þurfa
kjósendur að hafa frá hendi flokk-
anna ótvíræð fyrirheit um að nái
þeir meirihluta muni þeh mynda
ríkisstjórn.
Ef stjómarandstöðuflokkarnir
koma ekki einhveijum skilaboðum
af þessu tagi til kjósenda á næstu
vikum er ekki hægt að draga af því
aðra ályktun en þá að keppikefli
þeirra, hvors um sig, sé að verða
næsta ríkisstjórnarhækja Davíðs
Oddssonar þegar hann er búinn að
klára Framsóknarflokkinn.
Guðmundur J. Guðmundsson
Vaxandi fylgi Samfylkingarinnar
„Sameining hefur verið reynd og niðurstöðuna þekkja
allir. Fyrsta skrefið í þessu ferli gæti verið samráð og
samrœming á málflutningi í ákveðnum málaflokkum
innan þings.“
Guðmundur J.
Guðmundsson
sagnfræbingur
Með og á móti
lóti Reykjavíkuiýlugvelli?
Atkvæðagreiðslan er flótti
Meirihlutinn á að ráða
„Mér fmnst að
það eigi að fara
sparlega með alls-
herjaratkvæða-
greiðslur," sagði
Friðrik Pálsson, talsmaður
Hollvina Reykjavíkurflugvall-
ar. „Þær eiga að fjalla um af-
markaðar og skýrar spurning-
ar. í þessu tilviki er um að
ræða flugvöll sem er aðalsam-
gönguæð landsmanna í lofti.
Hér er því spurt um sam-
göngumál, öryggismál, ferða-
mál, samskipti íþróttafélaga, skólamál
og atvinnumál fyrh utan að völlurinn
er í höfuðborg landsins þar sem er
miðstöð allrar stjómsýslunn-
ar. Þetta er þess vegna langt
frá þvi að vera einfalt eða af-
markað mál.
Þegar fyrir liggur að lítill
hluti landsmanna sem býr rétt
við völlinn, sem allir eiga,
skal greiða atkvæði um það
hvort hann eigi að fara eða
vera þá er ákvörðun reyk-
viskra borgaryfirvalda alger-
lega óskiljanleg. Þetta getur
ekki verið annað er flótti lög-
legra kjörinna fullhúa frá því
að takast á við þau verkefni sem þeir
eru kjörnir af okkur til þess að leysa
og við trúum þeim fyrir.“
Friðrik
Pálsson.
Talsmaöur samtak-
anna Hollvinir
Reykjavíkurflugvallar.
„Ég trúi ekki
öðru en að meiri-
hluti atkvæða
muni hafa áhrif á
staðsetningu flug-
vallar á höfuðborgarsvæðinu,
í lýðræðisríkjum fær meiri-
hlutinn ráðið,“ sagði Bryndís
Loftsdóttir en hún er i for-
svari fyrir nýstofnuð samtök
sem heita 102 Reykjavík og Taismabur samtak-
hafa það markmið helst á ^nna 102 Reykjavík
stefnuskra sinni að berjast höfubs fiugveiiinum.
gegn því að Reykjavíkurflug- ————
völlur verði kyrr í Vatnsmýrinni þar
sem hann er.
„Þetta er stórt og flókið mál sem
Bryndís
Loftsdóttir.
stjórnmálamenn hafa veigrað
sér við að taka á í mörg ár,
m.a. vegna hagsmuna emb-
ættismanna.
Þetta mál klýfur alla flokka
og betra er að beita lýðræðis-
legum vinnubrögðum og
bjóða til atkvæðagreiðslu
heldur en að gera ekki neitt.
Reykvíkingar hafa valið að
búa í borginni og því skyldu
þeir ekki líka hafa val um
það hvemig borgin býr að
þeim?“
Fram undan er allsherjaratkvæfiagreifisla mefial borgarbúa um framtífi Reykjavíkurfiugvallar. Á mlðju sifiasta árl voru stofnufi samtök sem berjast fyrlr því afi flugvöllurinn verðl kyrr.
Um síöustu helgl voru stofnufi samtök sem hafa það eltt á stefnuskrá sinnl að losna vlfi flugvölllnn úr Vatnsmýrlnnl. Dellt eru hvort atkvæöagreiðsla um málifi eigi rétt á sér.
Lest til Keflavíkur
'"!iÆsur| „Er kannski kom-
/3% % inn sá tími að við eig-
1 j um að skoða af fullri
[* ’' m. lj alvöru möguleika á
^ f lest milli Reykjavíkur
® "C ÍJ og Keflavíkur? Getur
» veri® Þnö sé sú
K; •É.jeWBasia framtfðarmúsik sem
ber að huga að? Mér þætti afar fróð-
legt að sjá arðsemismat af slíkri
framkvæmd og hún myndi ekki ein-
ungis nýtast þeim sem ætla í flug,
heldur og þeim sem keyra daglega
milli Suðumesja og höfuðborgar-
svæðis. Kannski væri ekki úr vegi að
gera könnun meðal flugfarþega um
það hvert leiðir þeirra liggi þegar
komið er til Reykjavikur."
Guörún Ögmundsdóttir alþm.
í Mbl. 6. febrúar.
Reagan og vinstri
„intelligensían<c
„Ronald Reagan varð einn ágætasti
og vanmetnasti forseti sem Banda-
ríkjamenn hafa eignast. Víða um
heim þykir ennþá sjálfsagt mál og
samkvæmisleikur að gera sem minnst
úr Reagan og lifsstarfi hans. Vinstri
intelligensían hefur auðvitað aldrei
getað séð hann í friði og vandfundinn
er sa
sSÍ ^e-Þjóðviljinnj
menningarviti sem ekki er reiðubú-
inn til að lýsa því yflr að Reagan hafi
verið stríðsóður auli... Intelligensían
veit sem er að Reagan hvorki til-
heyrði henni né kærði sig á nokkurn
hátt um hana eða hennar álit. Og það
sem meha var, Reagan var áratugum
saman nokkurn veginn sá eini í hópi
stjómmálamanna sem ógnaði veldi
hennar og benti á hve sjálfbirgingur
hennar var innstæðulaus."
Úr Vef-Þjóöviljanum 6. febrúar.
Mergsjúga fólk og
fyrirtæki
„Vextir á innlend-
um lánamarkaði era
einfaldlega allt of
háir. Þeir era hægt og
bftandi aö mergsjúga
bæði fólkið og fyrir-
tækin í þessu landi.
Seðlabankinn er sagð-
ur vera undir miklum þrýstingi að
lækka hjá sér stýrivexti. Forkólfar
þar á bæ berja þó höfðinu við stein-
inn og segja ekkert tilefni til vaxta-
lækkunar. Á meðan beðið er eftir því
að slakni á einhverri efnahagslegri
spennu sem tvær til þrjár stórfram-
kvæmdir á byggingamarkaðnum
virðist valda, blæðh atvinnulífmu
hægt og bítandi út.“
Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi í
Garöabæ. i Mbl. 6. febrúar.
Skoðun
Kjósum flug-
völlinn burt
Breski herinn hertók
Vatnsmýrina fyrh nálega
sextíu árum og malbikaði
yfh hana flugvöll sem hefur
skilið efth sig sár í síðu mið-
borgarinnar. Á næstunni
munu Reykvíkingar náðar-
samlegast fá að kjósa um
framtfð svæðisins og eygja
þaimig möguleika að endur-
heimta herfangið Til að fá
skýrar niðurstöður væri auð-
vitað best að spyrja aðeins
um tvo kosti: Á flugvöllurinn
að vera í Vatsmýrinni eða
ekki? En hvernig sem því verður
háttað vhðist það morgunljóst að
Reykvíkingar munu kjósa flugvöllur-
inn burt af núverandi landsvæði. Þá
verður eftir því tekið hvort borgaryf-
irvöld hafa þann dug í sér til moka
honum burt sem allra fyrst.
Að öðrum kosti verður borgar-
stjórnarmeirihlutanum einfaldlega
mokað burt í kosningum. Ekki svo
að skilja að hinir séu hótinu skárri -
þvert á móti - heldur er hér einfald-
lega um það mikilvægt mál að ræða
að borgarstjórnarmeirihluti sem
heykist á því nú, honum verður ekki
vært.
Skipulagsmorð
Reykjavík er klassískt dæmi um
fórnarlamb fúnksjónalismans. Á
borginni hefur í raun verið framið
skipulagsmorð. Fyrir utan hinn ör-
smáa, en ágæta, miðbæ er Reykjavík
öfl heldur austantjaldsleg. Skipulags-
hugsunin nær ekki lengra en til þess
að hola fólki niður í hentugt hús-
næði í hentugum hverfum. Og helst
Eiríkur Bergmann
Einarsson
stjórnmálafræöingur
þannig að enginn þurfi að
eiga í samskiptum við
nokkurn mann. Allt er
miðað við bílinn og skipu-
lagið er beinlfnis fjandsam-
legt gangandi fólki.
Nokkrir góðir menn,
með Trausta Valsson skipu-
lagsfræðing fremstan í
flokki, hafa þó haldið þeim
hugmyndum á lofti að
heillavænlegra sé að skipu-
leggja hverfin í kringum
gangandi fólk með því að
þétta byggðina og blanda
saman atvinnu- og íbúðabyggð. Með
því vilja þeir skapa grundvöll fyrir
aukið samneyti íbúanna og stuðla
þannig að betra mannlifl. Hingað til
hafa þessar raddir því miður talað
fyrir daufum eyrum, en á síðustu
misserum hefur umræðan um skipu-
lagsmál í þéttbýli blessunarlega verið
að vakna til lífsins.
Reykvíkingar standa nú frammi
fyrir einstöku tækifæri. Með því að
byggja upp í Vatnsmýrinni íbúa-
byggð með veitingahúsum, verslun-
um og annarri miðborgarstarfsemi
getum við veitt miðbænum nauðsyn-
legan stuðning til að stuðla að blóm-
strandi mannlífi. í nýlegri sjónvarps-
mynd sýndi Hrafn Gunnlaugsson til
að mynda fram á hvernig svæðið
gæti nýst til að bæta mannlífið í
borginni. Sú sýn sem þar var sett
fram á svo sannarlega erindi við
skipulag Reykjavíkur.
Áróðursbragðiö
Á síðari árum hafa þröngir hags-
munir flugmálayfirvalda og manna
sem kalla sig hollvini flugvallarms,
hvað svo sem það nú merkir, barist
hatrammlega gegn flutningi hans og
þar með gegn hagsmunum okkar
ibúanna. Þessir svokölluðu hollvinir
hafa haldið að fólki þeim bjánalega
málflutningi að flugvöflurinn geti
hvergi annars staðar verið en í
sjálfri miðborginni. Að öðrum kosti
fari hann til Keflavíkur. Þeir halda
því blákalt fram að utan Vatnsmýr-
arinnar sé það eina mögulega stað-
setningin fyrir innanlandsflugið.
Þetta er auðvitað ekkert annað en
lævíst áróðursbragð - sett fram í
þeirri von að það muni drepa um-
ræðunni á dreif.
Vitaskuld eru margvíslegir aðrir
kostir í stöðunni, ef menn bara vilja
leysa málið. Til að mynda hefur ver-
ið nefnd sú stórsnjalla leið að flytja
hann bara út í Skerjafjörðinn. í •
vandaðri skýrslu prófessors Stefáns
Ólafssonar er farið kerfisbundið í
gegnum kosti og galla fimm mögu-
legra flugvallarstæða. Þar kemur í
ljós að núverandi staðsetning er lök-
ust allra.
Ég er þó ansi hræddur um að mál-
ið leysist ekki fyrr en þessum mönn-
um verður gert það ljóst að ef þeh
ekki geta komið sér niður á annað
flugvallarstæði en sjálfan miðbæinn
þá verði flugvöflurinn einfaldlega
færður tfl Keflavíkur. Ég þori að
veðja að þá verður komið annað hljóð
í strokkinn hjá flugmálayfirvöldum
og samgönguráðherra, - þá loksins
munu koma upp ýmsir möguleikar
sem allir verða taldir álitlegri en að -
færa flugið til Keflavíkur.
Eiríkur Bergmann Einarsson
„Reykjavík er klassískt dœmi um fórnarlamb fúnksjónalismans. Á borginni hefur í
raun verið framið skipulagsmorð. Fyrir utan hinn örsmáa en ágœta miðbœ er
Reykjavík öll heldur austantjaldsleg. “