Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 Fréttir r>v Stéttarfélögin Kirkjubraut 40 sf. á Akanesi: Engir aðalfundir haldnir í 10 ár - VLFA rukkar meðeigendur um 4 milljónir vegna launa starfsmanns Sandkorn DV, AKRANESI: Verkalýðsfélag Akraness telur sig eiga inni á fjórðu milljón hjá Sveinafélagi málmiðnaðarmanna á Akranesi og Verslunarmannafélagi Akraness frá 31.12. 1991-31.12. 1998 vegna launa starfsmanns vinnu- miðlunar og hafa félögin mótmælt þessu harðlega. I janúar 1991 var skrifað undir sameignarsamning á milli Verka- lýðsfélags Akraness, Sveinafélags málmiðnaðarmanna og Verslunar- mannafélags Akraness og fleiri fé- laga um stofnun á sameignarfélag- inu „Stéttarfélögin Kirkjubraut 40“ og tekur sá samningur til sameigin- legs reksturs vinnumiðlunarskrif- stofu, almennrar afgreiðsluskrift- stofu, svo og annars reksturs sem stéttarfélögin kunna að verða sam- mála um. Ekki hefur verið haldinn ársfundur félagsins síðan 1991. „Hervar boðaði okkur til fundar þegar greinargerðin barst til félags- ins. í lok janúar gátum við ekki mætt þar sem lykilmaður okkar var á sjó. Hann er kominn i land og við erum búin að ræða við hann og við ræddum saman óformlega við Her- var síðast í gær. Það virðist vera vilji til þess að ræða og leysa þau ágreiningsefni sem uppi eru. Bók- haldið er komið til endurskoðenda sem getur sennilega ekki byrjað að endurskoða það fyrr en í sumar þar sem mikill álagstími er fram undan hjá honum,“ segir Hermann Guð- mundsson, formaður Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi. „Verkalýðsfélagið telur að við skuldum þeim 2,5 milljónir. Við rengjum þá tölu og höfum ekki gert okkur grein fyrir því hvað upphæð- in er mikil þar sem við höfum ekki fengið að skoða bókhaldið. Þaö verð- ur að færa það eftir bókhaldsreglum til þess að það verði hægt. Skilgrein- ing þeirra á skuldinni er verulega ofmetin. Við vitum það fyrir víst að hún á örugglega eftir að lækka verulega. Skuldin er fyrst og fremst til komin vegna þess að á tímabili þá neituðu menn að greiða reikn- inga fyrir vinnulaunum í vinnu- miðluninni þegar við kröfðumst þess að fá að sjá bókhald á bak við þessa reikninga. Aðaldeilumálið snýr að því að Verkalýðsfélagið hef- ur haldið fyrir utan þetta samstarf greiðslur fyrir útborgun atvinnu- Flatir tölvuskjáir á kynningarverði kr. 96.000,- m/vsk be smart ehf. sími 699 5009 & 898 3738 DV-MYND DVÓ Húsið sem deilt er um Önnur og þriöja hæö í þessu húsnæöi er í eigu verkalýðsfélaganna. Þar var í nokkur ár rekin vinnumiðlun. Deilt er um rekstur hennar og rekstur sameign- arfélagsins Kirkjubraut 40. leysisbótanna. Við gerum kröfu um að þar verði bætt úr og við fáum hlutdeild í þeirri greiðslu. Það er í sjálfu sér ekki erfitt að leysa þann hluta sem snýr að vinnumiðluninni. Þegar búið er að færa bókhaldið þá greiða menn upp skuldir sem þar standa eftir,“ sagði Hermann við DV. Samkvæmt upplýsingum DV hef- ur verkalýðsfélagið skuldfært við- komandi félög í sínum ársreikning- um vegna vangoldinnar endur- greiðslu á launum starfsmanna Vinnumiðlunar sem rekin var til 31. október 1998. í bréfi félaganna frá 23.12. 2000 til stjórnar VLFA segir að nú sé loks komið í ljós að allan þennan tíma hafl VLFÁ fært allar tekjur af umsýslu með atvinnuleys- isbótum inn á sína reikninga en ekki skilað þeim í sameiginlegan rekstur stéttarfélaganna. Það hefur allan tímann verið skilningur félag- anna tveggja að að sá rekstur sem átti sér stað frammi í sameiginlegri afgreiðslu ætti að hafa sameiginleg- ar tekjur. Eignarhlutfóllin voru verkalýðs- félagið 30/60 hlutar, sveinafélagið 15/60 hlutar, verslunamannafélagið 5/60 hlutar, trésmíðafélagið 5/60 hlutar og rafiðnaðarsambandið 5/60 hlutar. Tekjur og kostnaðarliðir af sameiginlegum rekstri áttu að skipt- ast í sömu hlutföllum. Ekki reyndist vera grundvöllur fyrir að reka sam- eiginlega afgreiöslu. Aðalfundir sameignarfélagsins Kirkjubraut 40 vegna áranna 1991-2000 hafa ekki verið haldnir. Bókhald félagsins fyrir árin 1991-1998 og árin 1999 og 2000 hefur ekki verið endurskoðað. Enn frem- ur hafa ýmsar spurningar vaknað sem sveinafélagið og verslunar- mannafélagið vill fá útskýringar á enda um að ræða grófleg brot á lög- um um bókhald. -DVÓ DV-MYNDIR EINAR J. Mi&borgarprestur Séra Jón Dalbú Hróbjartsson seturJónu Hrönn Bolladóttur í embætti miöborgarprests. Þótti vel viö hæfí aö velja kaffihús Kolaportsins til aö framkvæma athöfnina. - sjá bls. 45. Formaður Verkalýðsfélags Akraness: Enginn ágreiningur „Sannleikurinn er sá að það var ágreiningur uppi en hann er ekki lengur til staöar," sagði Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, vegna þeirrar fjárhæðar sem félagið telur sig eiga inni hjá Sveinafélagi málm- iðnaðarmanna á Akranesi og Verslunarmannafélagi Akraness vegna reksturs vinnumiðlunar sem félögin tóku sameiginlega á sig fyrir bæjarfélagið á sínum tíma. Hervar sagði að menn væru sam- mála um að klára málið og loka því. Þá kæmi í ljós hver staðan væri. Verkalýðsfé- lagið teldi sig eiga peninga hjá félögunum. Sam- komulag hefði orðið um að fara i gegnum málið í heild sinni og klára það. Aðspurður um hvers vegna ekki Hervar Gunnarsson hefði verið haldinn ársfundur hjá sameignarfélaginu siðan 1991 sagði Hervar að ekki hefði verið hægt að halda slíkan fund þar sem ágrein- ingur hefði veriö um hver ætti að vinna uppgjörið. Síðan hefði náðst samkomulag um það og uppgjöri væri lokið. Það væri nú í vinnslu hjá löggiltum endurskoðanda. Þegar hann hefði lokið þeirri vinnslu sæju menn örugglega hver staðan væri. Málið væri nú í farvegi og því væri enginn ágreiningur milli félaganna. -JSS Íií' ýrnsjón: Cyifi Krístjánsson netfang: sandkorn@ff.is Bakarinn mættur Málefni knattspyrnu- manna á Akra- nesi hafa verið í brennidepli að undanfornu, enda skuldaði ÍA tæplega 70 milljónir króna fyrir nokkrum dög- um. Mikið uppnám varð í kjölfar þessara fregna og menn eygðu enga lausn fyrr en þeim datt í hug að kalla til Gturnar Sigurðsson sem betur er þekktur sem Gunni bakari en hann hefur verið krafta- verkamaður á Skaganum varðandi fótboltann og stýrði skútunni um langt árabfl. Skuldirnar voru lækkaðar á einu bretti með samn- ingum um 35 milljónir króna, bak- arinn tók við meistaraflokknum og nú brosa þeir breiöar á Skipa- skaga. Guðni reiður Guðni I Ágústsson landbúnaðarráð-1 herra mætti í I sjónvarpsviðtal I með Bubba í Morthens til að ræða um ' fyrirhugað milljarðaeldi á | norskum laxi hér við land. Bubbi vakti athygli á því hvernig „eldissóöar" hafa hag- að sér í Helguvík að undanfömu en þangað drógu þeir kvíar sínar fuilar af fiski eftir að þeir áttu að vera búnir að drepa allan fisk, hluti fisksins slapp úr kvíunum, einhver hluti hans drapst og rak á fjörur en hver veit nema einhver hluti fisksins skili sér í íslenskar veiðiár í sumar. Þama kom Bubbi illa við ráðherrann sem brást við með að berja fast á læri sér og segja hárri röddu að þeir menn sem þama voru að verki væru lög- brjótar og þeir fegju ekki áfram- haldandi leyfi til fiskeldis. Góður í körfunni Meira um Guðna Ágústsson sem hefur nú sett stefnuna á varaformanns- sætið í Fram- sóknarflokkn- [ um. Langflest- ir þingmenn flokksins eru reyndar orðaðir við varaformanns- sætið og ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Einn þeirra sem hafa tilkynnt um framboð er Ólafur Öm Haraldsson þingmað- ur og sagði Guðni um þennan mót- frambjóðanda sinn að hann væri drengur góður og góður í körfu- bolta. Rétt hjá Guðna, a.m.k. að hluta til, Ólafur Örn var þótt stutt- ur sé í annan endann mjög skemmtilegur bakvörður í körfu- boltanum á síðari hluta síðustu aldar, snöggur og snar i snúning- um, og með mjög skemmtilega boltameðferð og sendingar. Dýrt ferðalag Karl Sigur- björnsson, biskup íslands, er nú á ferð í Indlandi ásamt tveimur ferða- félögum en ferðalangarnir eru m.a. að kynna sér hvemig söfn- unarfé frá Hjálparstofn- un kirkjunnar hér á landi sé varið þar í landi. Menn hafa séð ástæðu til að taka fram að ferðalagið sé ekki greitt með söfnunarfé heldur „með öðrum tekjum" eins og það var orðað. Ferðalagið er talið kosta um 600 þúsund krónur en það er litlu lægri upphæð en náðist inn í siðustu söfnun Hjálparstofnunar- innar meðal almennings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.