Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Side 7
7 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Viö undirritun Samninginn undirrituðu Gísli Sverrir Árnason, forstööumaöur Sýslusafns- ins, og Guömundur Ingi Sigbjörns- son skóiastjóri, umvafðir af góöum bókum. Gera samstarfssamning: Betra aðgengi að bóka- kostinum DV, HORNAFIRDI:_____________ Heppuskóli og Sýslusafn Austur- Skaftafellssýslu hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að héraðsbókasafnið sé skilgreint sem skólabókasafn Heppuskóla og tekur safnið að sér þjónustu við nemend- ur og kennara Heppuskóla á marg- víslegan hátt. 1 skólanum eru um 100 nemendur í 8.-10. bekk úr öllu sveitarfélaginu. Nemendum er nú veittur rýmri aðgangur að bóka- safninu á skólatíma og utan hans og aðstaða og þjónusta verður tO stað- ar á safninu vegna vinnu nemenda, kennslu og kynninga. Allir nemend- ur og kennarar fá frí skírteini í safninu. í samningnum er einnig kveðiö á um að önnur söfn Sýslusafns Austur- Skaftafellssýslu séu opin nemendum og kennurum til notkunar í tengslum við námið. Héraðsbókasafnið flytur í nýtt húsnæði, Nýheima, á næsta ári en þar veröa einnig til húsa Fram- haldsskólinn, Nýherjabúðir og fleiri stofnanir. -JI DVJAYND JÚLÍA IMSLAND Tryggvi Gunnlaugsson og Agúst Guöjónsson - á Vigra eru bjartsýnir á að veiöi sé aö glæöast. Einn og einn rauðmagi með þorskinum DV, HORNARRDI: „Það hefur verið litil veiði hjá okkur það sem af er vertíðinni en ég held að þetta sé að glæðast," sagði Tryggvi Gunnlaugsson, eigandi Vig- urs SU á Djúpavogi, þegar hann var að koma úr róðri nú í vikunni en hann er á netaveiðum. Þetta hefur verið alveg sæmilega stór fiskur sem veiðst hefur í vetur og núna slæðist einn og einn rauð- magi með i netin. Tryggvi rekur ásamt öðrum saltfiskverkunina Ós- nes þar sem starfsmenn eru frá þrem upp í átta eftir því hvað mikill afli kemur inn. -JI - IJrval —960 síður á ári— fróðleikur og skemmtun semlifirmánuðumog árumsaman Særún hf. á Blönduósi: Þrjú fyrirtæki verða eitt — um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu PV, BLÖNDUÖSI: A dögunum var formlega gengið frá sameiningu þriggja fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja á Blönduósi, rækjuvinnslunnar Særúnar og út- gerðarfyrirtækjanna Nökkva og Þórdísar, undir hatt Særúnar hf. Langstærsti eigandi Særúnar er Kári Snorrason og fjölskylda sem á rúmlega 70% eignarhlut og er Kári stjómarformaður og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Sem kunnugt er keyptu Kári og fjölskylda íslensku útflutningsmið- stöðina og Óttar Ingvarsson út úr rekstrinum á liðnu hausti, enda höfðu sunnanmenn uppi áform um að flytja starfsemina úr bænum, aðallega til Sauðárkróks. Kári og fjölskylda áttu einnig eftir þessa breytingu stærstan eignarhlut í Nökkva og Þórdísi þannig að þessi sameining lá beint við. í Særúnu hf. eru 35 hluthafar. Blönduósbær og Skagstrendingur koma næstir Kára hvað hlutafjár- eign varðar en einnig eiga hlut í fyrirtækinu Engihliðarhreppur, Vindhælishreppur, Bólstaðahlíðar- hreppur og Áshreppur, auk nokk- urra einstaklinga. Særún gerir nú aðeins út Nökkva. Gissur hvíti, sem fyrir- tækið á einnig, hefur legið við bryggju frá því í lok september og er jafnvel í bígerð að selja skipið þar sem ekki er til nægjanlegur kvóti til að gera það út. Aðspurður segir Kári í Særúnu að hráefnisöflun hafi gengið vel með innfluttri frosinni rækju og einnig gangi vel að selja afurðirnar og þakkar Kári það því aö nú er selt í gegnum fleiri aðila en áður. Hjá Særúnu starfa um 40 manns í dag, 25 í vinnslunni og 15 á Nökkv- anum. -ÞÁ. 2ja - 11 ára í 2 vtKur. OQ aUir fjugvallarskauar. /Q\ Marm AfJÍn , . --"nSssrUri Pla'a í fyrsta sinn frá islandi, ^ k.. beint teiguflug til Marmaris Krft “ hótel Antonis, Skala og fleiri góðir gististaðir. Benidorm “ glænýtt hótel í hjarta Benidorm. Porto m, ■ OQ þu Þú getur fengið nýja sumarbækling Plúsferða á sölustað S24 i Kringlunni og tekið þátt i léttum leik. Bíönduót Borgames isstjörður Seuðirkrökur Akureyrí Egilssteölr Selfoss Vestmeimaeyjsr Keflevik Grindevtk S:4524168 S:4371040 S:45651H S:453 6262 S:5864200 S:471 2000 S:4821666 S:481 1450 S:585 4250 S:4268060 Soluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavik orj Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang plusf@plusfcrdir.is • Veffang www.plusferdir.is Bókað og&taðfest samtimis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.