Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Qupperneq 14
14 ________MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 Menning — “ dv S Ilöngun og tregi Óforvarandis hellist ljósraynda- efni nú yfir íslenska listunnendur; sýning Ljósmyndafélagsins og blaðaljósmyndara í Gerðarsafni, sýning á verkum sex norrænna ljósmyndara í Norræna húsinu og samsýning þeirra Nökkva Elías- sonar og Brians Sweeney í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Markverðust þessara sýninga þykir mér sú í Norræna húsinu. Raunar þykir mér undarlegt að sýningarsalir Norræna hússins skuli ekki vera notaðir meira en raun ber vitni, nú þegar myndlist- armenn eiga ekki greiðan aðgang að stærri sölum á höfuðborgar- svæðinu. Ég á erfltt með að trúa því að fólk sem reglulega gerir sér ferð að Kjarvalsstöðum setji fyrir sig skreppitúr út í Vatnsmýrina. Það er Ljósmyndasafnið í Óðins- véum sem kom þessari sýningu á laggirnar fyrir sýningarsal Nor- rænu sendiráðanna í Berlín undir heitinu „Þrá eftir þrá“; þar var og gerð vönduð skrá sem fylgir því miður ekki með í kaupunum hér. Frásagnarlegar áherslur og hvers- dagslegur frásagnarmáti eru ein- kenni á verkum ílestra ljósmyndaranna. Marg- ar myndanna eru dulbúnar sem augnabliks- myndir, ég eða þú hefðum kannski getað tekið þær á góðum degi. En ef vel er að gáð luma þær á meiningum og vísunum sem kalla á endalaus- ar bollaleggingar. Frá sér numiö land Lars Tunbjörk frá Sviþjóð sýnir litríka myndröð sem hann nefnir „Landet utom sig“ - Frá sér numið land? - þar sem hann ljósmynd- ar landa sína við ýmsa aíþreyingu, bæði heima við og heiman. Allt umhverfið er sniðið að þörf- um þeirra, hvort sem um er að ræða drykkju- manninn sem kýs að fá sér öllara í grasgarðin- um eða ferðamenn að „upplifa náttúruna" á eyj- unni Öland. Samt eru allir eins og bugaðir af þessari velsæld: umkomulausir, einmana og lífsþreyttir. Löngunin er kannski fyrir hendi, Mynd: Pekka Turunen Fas fyrirsætanna einkennist af lífsfjöri, kankvísi og ríkulegu innra lífi. en menn vita ekki hvert þeir eiga að beina henni. Nökkvi Elíasson: Frá Borgarfiröi eystra Hvaö sega myndir hans um viöhorf okkar til fortíöarinnar? Myndlíst Það er sérstaklega lærdómsríkt að bera sam- an myndir Tunbjörks og myndir Pekka Turunens af alþýðufólki í norðausturhluta Finnlands, þaðan sem hann er sjálfur ættaður. Hann myndar fólkið í umhverfl sínu, ýmist heima í stofu eða úti á víðavangi, og þótt fyrir- sæturnar virðist ekki njóta sömu lífsgæða og sænskir nágrannar þeirra, einkennist fas þeirra af lífsflöri, kankvísi og ríkiúegu innra lífl. Áhorfandinn hefur á tilfinningunni að þessir horsku Finnar fái auðveldlega útrás fyrir lang- anir sínar á eigin forsendum. Norski Ijósmyndarinn Fin Serck-Hansen bregður ekki upp svipmyndum af heilu þjóðfé- lagi heldur af sérstökum hagsmunahópi á jaðri þess félags, nefni- lega eyðnismituð- um hommum, bæði einstakling- um og pörum. Einkennandi fyr- ir þessar áhrifa- ríku myndir er hófstilla þeirra. Sjúkdómurinn hefur ekki enn rist rúnir sínar í andlit fyrirsæt- anna; en við skynjum nærveru hans í fjarrænu og íhugulu yfir- bragði þeirra; mennirnir bíða þess sem verða vill. Hvergi er löngunin meiri en hér, jafnt lífslöngunin sem ástþorstinn. í bardagastuði Þeir sérkennilegu einstakling- ar sem ferðast á milli landa til að klæða sig upp og berjast að víkingasið eru einnig knúnir áfram af einhvers konar löngun; löngun eftir lífsfyllingu og ein- faldara lífsmynstri. Þessa garpa hefur Kristján Maack ljósmynd- að á víkingahátíðum í Hafnar- firði, ekki i bardagastuði, heldur sem uppábúna einstaklinga sem þykjast vera frjálsbornir höfð- ingjar og berserkir; írónísk flar- lægð er því alls staðar fyrir hendi í þessum ljósmyndum. Glæsilegustu myndirnar á sýningunni eru samt portrett- myndir Evu Merz af nokkrum Grænlendingum í Kaupmanna- höfn. Þessar dimmleitu myndir líta út eins og mannfræðistúdíur frá 19. öld, þar sem dókúm- enteraðir eru næstum útdauðir ættbálkar. Grænlendingarnir eru myndaðir þröngt, með ein- hvern Nýhafnarkanalinn í bak- grunni og út úr hverri mynd skín tregi og þrá eftir hafinu heima. Pia Arke er einn af örfáum starfandi ljós- myndurum frá Grænlandi; hér sýnir hún bæði áhrifamiklar „pinhole" myndir og venjulegar ljósmyndir þar sem hún brýtur til mergjar tengsl sín við uppruna sinn og grænlenskt landslag. Auglýsingamyndir Oft hafa sýningar íslensku ljósmyndarafélag- anna verið misjafnar, en sjaldan eins mislukk- aðar og nú. I Gerðarsafni lýtur nánast allt sem heitir skapandi ljósmyndun lægra haldi fyrir stúdíómyndatökunum, og er þá sama hvort litið er til „venjulegra" ljósmyndara eða blaðaljós- myndara. Ruglingurinn er algjör, sem sést best á þvi að til „bestu ljósmyndar" er útnefnd hrein og klár auglýsingamynd sem þar að auki hefur óþægilega skírskotun til nasistatímabilsins. Og hálf ógeðfellt er einnig það „kikk“ sem íslensk- ir fréttaljósmyndarar fá út úr því að mynda hörmungar þjóða hinum megin á hnettinum. Hér þurfa menn að taka sig saman í andlitinu. Mér tókst ekki að sjá áðurnefnda samsýningu þeirra Nökkva og Brians, hins vegar hef ég fylgst með vefsíðunni (www.is- landia.is/~nokkvi) þar sem sá fyrrnefndi kynn- ir myndir sínar. Myndir Nökkva af eyðibýlum eru hversdagsleikinn uppmálaður, en í þeim vega einnig salt ílöngun og tregi, engu síður en í myndunum í Norræna húsinu. Hvað sem það svo segir um viðhorf nútíma ísiendinga til for- tíðar sinnar. Aðalsteinn Ingólfsson Þrá eftir þrá stendur til 18. mars I Norræna húsinu. Opiö kl. 12-17 nema mán. Eyöibýli stendur til 1. mars í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 (sami inngangur og i Borgarbókasafniö nýja). Opið virka daga kl. 10-16 en kl. 13-17 um helgar. Tónlist Ærandi lúðraþytur Blásarasveit Reykjavíkur, undir stjórn Kjart- ans Óskarssonar, hóf tónleika sína í Langholts- kirkju á laugardagskvöldið með rúmlega sextíu ára gömlu verki eftir Þórarin Jónsson (1900-1974), Fanfare. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar, en samt var ekkert drungalegt við tónsmíð Þórarins, þvert á móti var hún glaðleg og glæsileg, hressi- leg byrjun á tónleikunum. Ekki ósvipað andrúmsloft rlkti í tónverki Páls Pampichler Pálssonar, Preludio sinfonico, sem hér var frumflutt. Eins og í Fanfare eru tónhugmyndirnar auðskildar, framvindan for- múlukennd og stemningin eins og verkið hafi verið samið á sterum. Maður sá auðveldlega fyr- ir sér riddara á hvítum gæðingum geysast fram til orrustu, kannski var þetta tónlistin sem hefði átt að vera i kvikmyndinni Braveheart. Tónmál Páls kæmi vel út í bíómynd, en eitt og sér er það ekki sannfærandi. Annað tónlistaratriði sem einnig hefði sómt sér ágætlega í stórmynd var Postludium eftir Tryggva M. Baldvinsson. Þar var ekkert geflð eftir, og var lúðrablásturinn svo sterkur að maður óttaðist hálfpartinn að stjómandinn fyki burt. Postludium var samið í tilefni Kristnihá- tíðarinnar í sumar og er lokaþáttur hátiðar- messunnar, en er ekki eins markvert sem sjálf- stæð tónsmíð. Frumstæð hrynjandi Mun magnaðra er hitt verk Tryggva sem flutt var á tónleikunum, Tvö hugtök, sem eru merkt með stöfunum M og T. Þar er formgerðin stU- hrein og samanstendur verkið af afmörkuðum þáttum sem framstæð hrynjandi heldur að hluta til saman. Mikið er um langa tóna sem gefa manni ráðrúm til að meðtaka tónlistina, og er ferli hennar í stórum dráttum frá krafti, þunga og átökum niður í ró og kyrrstöðu. Tryggvi útskýrir í tónleikaskránni að M og T séu hugtök í eðlisfræði, M tákni massa og T hitastig, þess vegna sé fyrri kaflinn þungur og massífur í byrjun en köld tónbil ráðandi í upp- hafi hins þáttarins. Við þetta má bæta að MT les maður á ensku sem „empty“, eða „tómur“, og andlega sinnaður áheyrandi er reynir að öðlast „tóman“ huga sem er opinn fyrir æðri máttar- völdum gæti fundið í verki Tryggva hina gagn- legustu hugleiðslutónlist. Tvær aðrar tónsmíðar voru leiknar á tónleik- unum, Moto perpetuo eftir Einar Jónsson, hér frumflutt, og Myrkraverk eftir Oliver Kentish. Sú síðarnefnda er síður en svo eitthvert satanistagól, þó titillinn sé nokkuð grunsamleg- ur, heldur fínlega ofln tónsmíð sem mörkuð er skýrum andstæðum og öll hin áheyrilegasta. Verk Einars er ekki eins spennandi þó hand- bragðið beri vott um hæfileika, tónsmíðaaðferð- in er gamalkunn og auðvelt að detta í klisjurn- ar. Einar er að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi og á greinilega enn eftir að móta sinn stíl sem tónsmiður. Að öðru leyti voru þetta skemmtilegir tón- leikar, hljóðfæraleikurinn glæsilegur og frammistaða stjórnandans til fyrirmyndar, helst mátti flnna að hinni miklu endurómun kirkjunnar, sem magnaði svo lúðraþytinn að eyrnatappar hefðu átt að fylgja hverjum miða. Jónas Sen. Umsjón; Silja Aöalsteinsdóttir Hálendið vinsælt Hátt á annað hundrað manns hafa skráð sig á kvöldnámskeið um Hálendi íslands hjá Endurmenntun- arstofhun HÍ. Umsjónarmað- ur og fyrirlesari er Guð- mundur Páll Ólafsson, höf- undur bókarinnar Hálendið í náttúru íslands og handhafi íslensku bókmenntaverð- launanna. Námskeiðið hefst 19. febrúar og er liður í námskeiðaröðinni ísland fyrir íslenska ferðamenn sem hefur notið mikilla vinsælda. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið. Ný heimasíða Bandalag sjálfstæðra leikhúsa hefur opnað nýja heimasíðu sem ætlað er að vera upplýs- ingaveita og umræðuvettvangur. Slóðin er: www.centrum.is/iceart og verður vonandi fjöl- farin. Rúrí og Harpa Myndlistarmennirnir Rúri og Harpa Björnsdóttir halda fyrirlestra á vegum Opna Listaháskólans í vik- unni. Rúrí talar í dag kl. 12.30 í stofu 024 í Listahá- skóla íslands á Laugarnes- vegi 91 um eigin listaverk sem flalla um tíma og tíma- hugtakið. Meðal annars verður flallað um innsetn- ingar, gjörninga, mynd- bandsverk og útiverk. Á Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á verki henn- ar Glerregni sem gert var árið 1983 og hefur vakið mikla athygli. Harpa heldur sinn fyrirlest- ur í stofu 113 í LHÍ, Skipholti 1, á miðvikudaginn kemm- kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnir hún „Afrísk áhrif á myndlist 20. aldar'1 og þar fjallar hún um í þau áhrif sem afrísk listsköpim hafði á þróun módemismans og hvemig vestrænir myndlistar- menn nýttu þessi áhrif í verkum sínum. Bækur og bókverk Á námskeiðinu Bækur og bókverk, sem hefst í Listaháskóla íslands í Skipholti 1, stofu 112, 19. febrúar, verður farið lauslega yfir sögu ís- lenskra bókverka. Kenndar verða einfaldar bókbandsaðferðir en aðaláhersla lögð á að búa til bók sem myndverk. Kennari er Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarmaður. Á námskeiði I í módelteikningu verður lögð áhersla á stöðu, hlutfóll og líkamsuppbyggingu. Unnið verður með blýanti, krítum og bleki. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er góður undirbúningur und- ir myndlistarnám. Kennari er Hafdís Ólafsdótt- ir myndlistarmaður og kennt verður í Listahá- skóla íslands að Laugarnesvegi 91, stofu 022, frá 19. febrúar. Söngleikurinn í tilefni af sýningu Þjóð- leikhússins á söngleiknum Singin’ in the Rain í vor standa leikhúsið og Endur- menntunarstofnun HÍ fyrir námskeiði fyrir almenning um söngleiki sem hefst 20. febrúar. Þar verður farið yfir sögu söngleikja á tuttug- ustu öldinni og söngleikur- inn skoðaður sem leiklistarform. Þátttakendur fara í heimsókn á æfingu á Singin’ in the Rain og fá líka að sjá sýninguna fullbúna. Umsjónarmaður er Melkorka Tekla Ólafs- dóttir leiklistarráðunautur. Frekari upplýsing- ar eru á vefsíðunum www.endurmenntun.is. Möguleikar útvarpsins Jón Hallur Stefánsson út- varpsmaður verður með nám- skeið í útvarpsþáttagerð fyrir byrjendur í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla frá 1. mars. Skráning í síma 581 4022 kl. 11.00-15.00 og á vefsíðunni www.fa.is/simenntun. Námskeiðið er kynning á möguleikum útvarpsins og um leið tækifæri fyrir nemendur að spreyta sig á að búa til samsett útvarpsefni. Fjallað verður um þá grunnþætti sem unnið er með í útvarpi, texta, viðtöl, vettvangsupptökur, hljóð og tón- j list, og sagt frá helstu tegundum af unnu út- varpsefni með dæmum. Möguleikar útvarps sem tjáningarmiðils eru ótæmandi og það er | auðvelt og gaman að byrja. En athuga ber að það getur verið erfitt að hætta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.