Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 Fréttir DV Miklir hagsmunir í húfi fyrir innanlandsflugið: Vill kaupa við Arnarnesvog Pétur Björnsson, sem stundum er kenndur við Kók, hefur beðið um að fá að kaupa eða leigja stórt landsvæði við Arnarnesvog. Með þessu er talið að hann vilji reyna að koma í veg fyrir að þar rísi íbúðar- hverfi. Stöð 2 sagði frá. Ristilkrabbi eykst Fjöldi karla sem fékk ristilkrabba- mein nær þrefaldaðist á síðari hebn- ingi 20. aldar og tvöfaldaðist hjá kon- um. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn íslenskra vísindamanna. Um 100 Islendingar greinast með ristil- og endaþarmskrabbamein á hverju ári. Yfirleitt greinist krabbameinið á síð- ari stigum og batahorfur eru því ekki miklar og deyja 40-50 íslendingar ár- lega úr ristilkrabba. RÚV sagði frá. Buena Vista til islands Buena Vistá Social Club hljómsveit- in er væntanleg til landsins og heldur tónleika í Laugardalshöll 30. apríl. í hljómsveit þessari eru aldraðir Kúbverjar sem lítið hafði borið á í langan tíma þegar þeir voru uppgötv- aðir, gefin út plata með þeim sem seldist í milljónaupplagi og kvikmynd gerð sem farið hefur sigurfór um heiminn og var sýnd hér á síðustu kvikmyndahátíð. Mbl. sagði frá. Veðurstofustjóri óánægður Magnús Jónsson veöurstofustjóri er ekki ánægður með þá ákvörðun Sjón- varpsins að birta auglýsingu frá Spari- sjóðunum fyrir og eftir veðurfréttir í kvölddagskránni. Hann segir að þessi auglýsing komi út eins og vörumerki eða lógó veðurfrétt- anna. Morgunblaðið sagði frá. Fleiri konur í læknanám Síðustu fjögur árin hafa fleiri kon- ur en karlar innritast í læknadeild Háskóla íslands og á síðasta hausti voru þær tvöfalt fleiri en karlarnir. Brautskráðir læknar hafa aftur á móti verið fleiri úr hópi karla flest árin. Of mikil skriffinska Of mikil skriffmnska felst í því að halda uppi skyldubundnu innra eftir- liti hjá minni matvælafyrirtækjum, segir formaður Matvæla- og veitinga- sambands íslands, en heilbrigðiseftir- lit hefur gért athugasemdir við innra eftirlit hjá 70% matvælafyrirtækja. Kindakjötiö selst Sala á kindakjöti jókst um 4,4% á síðasta ári. Sala á svínakjöti jókst hins vegar aðeins um 2,2% en síð- astliðin ár hefur sala á svinakjöti að jafnaði aukist mun meira en á kindakjöti. Sala á nautakjöti dróst saman um 1,2% og sala á hrossa- kjöti jókst um 22,8%, en sala á því sveiflast yflrleitt mikiö á milli ára. Morgunblaðið greindi frá. Ormar og veirur liðín tíð? Tölvufyrirtækið Friðrik Skúlason ehf. hyggst koma upp tölvupóstsíu þar sem síaður verður frá allur póstur með tölvu- veirum og tölvu- ormum. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að þetta eigi að koma í veg fyrir að tölvunotendur verði fyrir barðinu á veirum eða ormum sem berast með tölvupósti. Kerfið verður þannig byggt upp að netþjónustufyrirtæki tengist tölvu á vegum Friðriks sem hreinsar allan póst gegn vægu gjaldi. RÚV sagði frá. -HK Beðiö fyrir landsmönnum Gunnar Þorsteinsson í Krossinum, fyrir miöri mynd, leiöir þátttakendur í bænastund á Vatnsendahæö á laugardaginn þar sem beöiö var fyrir landsmönnum. Var þetta liöur í bænaátaki sem hefur yfirskriftina í bæn fyrir þér. Um kvöldiö var svo samkoma í Fíladelfíu. Tilbúinn að minnka flugvallarsvæðið - segir ráðherra og segir mikilli atvinnu stefnt í Leifsstöð ef völlurinn fer „Mér flnnst fullkomlega eðlilegt að flugmálayfirvöld taki tiliit til þeirra óska sem fram hafa komið um að verði að draga saman seglin þama á svæðinu og skipu- leggja það þannig að meira náist út út því, fyrir íbúða- byggð og athafna- svæði. Ég er reiðu- búinn að ganga til móts við þá sem telja rétt að flugvall- arsvæðið minnki. Ég tel að miklir hagsmunir séu í húfi og að leita þurfi leiða til að ná sátt í þessu máli,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra eftir að hafa setið fjölmennan fund áhugafólks um flugvallarmál í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær, en andstæð- ingum gamla herflugvallarins sem og fylgjendum hans fjölgar stöðugt og all- ir hafa vit á flugvallarmálum. „Þarna em miklir hagsmunir í Sturla Böðvarsson. húfi, fyrir innanlandsflugið, ferða þjónustuna og atvinnulífið á höfuð borgarsvæðinu," sagði Sturla Böðv arsson. „Þama em talin á tóifta hund rað störf á flugvallarsvæðinu. Fari flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni fer innanlandsflugið í Leifsstöð og at- vinnustarfsemin færist sjálfkrafa þangað, einnig ýmislegt sem er háð því að nýta völlinn, eins og almanna- vamakerfið, flugrekstur Landhelgis- gæslunnar og þá styttist í að Gæslan flytti suður eftir. Nærri flugvellinum þyrfti án efa að byggja upp sjúkrahús- þjónustu. Höfuðborgin sæi því á eftir mörgum störfum, ekki það að ég harmi það að fjölgi störfum á Suöur- nesjum, en svona lítur dæmið út í dag og á því vakti ég athygli," sagði sam- gönguráðherra. Sturla segir að þetta hafi verið góð- ur fundur og að hann hafi fundið að hann sé ekki einn á báti að verja hinn 60 ára gamla Reykjavíkurflugvöll. -JBP DV-MYND HILMAR PÓR Flugvallarfundur Júlíus Vífill Ingvarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Steinunn Vatdis Óskars- dóttir og Árni Þór Sigurösson, borgarfulltrúar, tóku þátt í þallborösumræöum á fjölmennum fundi áhugafólks um flugvallarmál í Ráöhúsi Reykjavíkur í gær. 46 nemendur útskrifaðir frá fjölbrautaskólanum á Selfossi Ótti við slæma útreið Reiða sig á kvótakaup og hagstætt verð DV, GRINDAVÍK: Nýlega var Reynir GK seldur og þegar DV átti leið um bryggjuna í Grindavík vom nýir eigendur í óða- önn að gera klárt til að leggja netin og máttu varla vera að því að líta upp og stilla sér upp fyrir myndatöku. Það eru feðgarnir Ólafur Sigurðsson og Bergsteinn Ólafsson og fleiri sem hafa keypt bátinn sem er 80 tonna eikar- bátur, smíðaður í Danmörku 1958 og var til langs tíma i eigu Fiskaness hf. en í kjölfar sameiningar Fiskaness, Þorbjarnar og Valdimars hefur orðið að selja báta til að hagræða í nýja fyr- irtækinu. Ákváðu þeir feðgar að slá til og reyna fyrir sér í útgerð og fékkst báturinn á hagstæðu verði en enginn kvóti fylgdi og verða þeir því að reiða sig á kvótakaup og hagstætt verð fyr- ir aflann. Báturinn hefur þegar fengið nafnið Siggi Magg GK 355. eftir verkfall ástæðulaus - sagði Örlygur Karlsson aðstoðarskólameistari 46 nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á laugar- daginn, þar af 25 með stúdentspróf. Tveir nemendur brautskráðust af tveim brautum. t máli örlygs Karls- sonar aðstoðarskólameistara við at- höfnina kom fram að í haust hefðu 765 nemendur hafið nám, eða fleiri en nokkru sinni. 56 nemendur hættu námi á önninni, þar af 24 eftir að verkfail framhaldsskólakennara skall á. Þetta er nokkru meira brottfall en undanfarin ár og sagði Örlygur að kenna yrði verkfallinu um. Örlygur sagði að námsárangur þessa önn hefði veriö heldur lakari en undanfarnar annir en ótti manna við mjög slæma útreið nemenda í prófum eftir verk- fallið hefði ekki verið á rökum reist- ur. Vorönnin er nú hafin í íjölbrauta- skólanum á Selfossi. Óvenjulegur bragur á skólastarfinu er að önnin sé hafín þegar útskrift af næstliðinni önn er ólokið. -NH DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Hvítlr kollar á Selfossi Útskriftarnemendur FjölbrautaskólaSuöurlands á Selfossi ásamt Siguröi Sigursveinssyni skólameistara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.