Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Side 8
8_______
Fréttir
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
I>V
Þingmenn áttuðu sig ekki á þjóðlendufrumvarpinu:
Munum berjast til
Almennur fundur um þjóðlendu-
málin var haldinn sl. þriðjudags-
kvöld í Mánagarði og var Geir H.
Haarde fjármálaráðherra frummæl-
andi á fundinum. Fundinn sóttu 170
manns þar með taldir niu þingmenn
og tveir ráðherrar. Fjármálaráð-
herra sagði meðal annars að hepp-
legra hefði verið að úrskurður
óbyggðanefndar um þjóölendumörk-
in i Árnessýslu hefðu legið fyrir
áður en kröfum var lýst á öðrum
svæðum en hann vonast til að þær
öldur sem risið hafa lægi þegar
fyrsti úrskurðurinn liggi fyrir.
Allir þingmennirnir tóku til máls
á fundinum og vakti það mikla at-
hygli fundarmanna að fram kom hjá
þingmönnum að þeir hefðu ekki
gert sér grein fyrir að framkvæmd-
ir i þjóðlendumálinu yrðu með þess-
um hætti, en eins og fram hefur
komið var þjóðlendumálið sam-
þykkt í þinginu af öllum þingmönn-
um. Örn Bergsson, bóndi á Hofi, var
einn framsögumanna og var hann
ómyrkur i máli og sagðí að þetta
væri hrein aðför að eignarrétti land-
eigenda og sagöi að bændur mundu
berjast til síðasta blóðdropa fyrir
rétti sínum.
Fyrirspurnir komu til fjármála-
ráðherra um hverjir kæmu til með
að bera lögfræðikostnað og annan
Einvalaliö á fundi
Albert Eymundsson bæjarstjóri stjórnar fundlnum. Örn Bergsson bóndi, Ólaf-
ur Björnsson lögmaöur og Geir H. Haarde voru framsögumenn á fundinum.
Til fundar mættu tveir ráöherrar og níu þingmenn.
DV-MYNDIR JULIA IMSLAND.
Þungt hljóö
Fundarmenn fylgdust meö ræöum þingmanna með athygli. Talsvert þungt hljóö var í mörgum fundarmanna sem þykir
að veriö sé aö sviþta þá réttmætum eigum sínum.
kostnað sem málinu fylgir og hverju
menn mættu eiga von á í því sam-
bandi. Ráðherra sagðist ekki geta
svarað þessu því það væri alfarið
óbyggöanefnd sem heföi með þau
mál að gera .
Einn af mörgum landeigendum
sem fundinn sótti var Anna María
Ragnarsdóttir, sem ásamt móður
sinni er aðaleigandi Skaftafells, og
þegar DV hafði samband við hana
eftir fundinn til að fá skoðun henn-
ar á gangi mála sagði hún:
„Það sem að okkur snýr, þá ætla
þeir að hirða meirihluta jarðarinn-
ar þar með talinn Skeiðarársand út
að sjó og við erum óskaplega ósátt
og skiljum þetta ekki. Það kemur
fram í kröfulýsingunni að Skafta-
fellsbóndi kaupir jörðina af konungi
þann 16. maí 1836 og greiðir fyrir
hana 537 rikisdali. Þama kemur í
ljós að jörðin er keypt og greitt fyr-
ir hana með peningum og samt á að
taka hana,“ segir Anna María sem
var eins og aðrir mjög undrandi á
yfirlýsingum þingmanna og að þeir
skyldu ekki skilja betur hvað þeir
voru að samþykkja á Alþingi.
Júlia Imsland
síðasta blóðdropa
- segir Örn Bergsson, bóndi á Hofi, og talar um aöför að bændum
Vinnuhópur á vegum Samtaka verslunar og þjónustu:
Gagnrýnir nýtt tó-
baksvarnarfrumvarp
Vinnuhópur á vegum Samtaka
verslunar og þjónustu gagnrýnir að í
nýju frumvarpi til laga um tóbaks-
varnir sé yngra fólki en 18 ára ekki
heimilt að selja tóbak, nema með sér-
stakri tímabundinni undanþágu.
Hópurinn telur að ef ákvæðið nær
fram að ganga verði víða erfitt fyrir
verslunareigandur að manna sölu-
staði. Ljóst sé að fækkun starfsfólks
muni leiða til minni þjónustu í mat-
vöruverslunum og styttri afgreiðslu-
tíma almennt.
Samkvæmt hópnum er starfsfólk
undir 18 ára oft mjög mikilvægur
starfskraftur þegar skortur er á vinnu-
afli eins og nú er. Um að ræða fram-
haldsskólanema sem fjármagna skóla-
göngu sína að hluta með vinnu í fríum.
í greinargerð með frumvarpinu segir
að ástæðan fyrir þessu ákvæði sé sú að
afgreiðslumenn undir 18 ára treysti
sér ekki til að neita jafnöldrum sínum
um að fá keypt tóbak eins og gert er
ráð fyrir í núgildandi lögum.
Vinnuhópur SVÞ bendir á að beita
þurfi jafhræðisreglu í þessu tilviki. í
því sambandi má benda á að á kaffi- og
veitingahúsum þar sem selt er áfengi
eru starfsmenn oft á tíðum undir 20
ára aldri sem er lágmarksaldur þeirra
sem mega kaupa áfengi. Verslunarrek-
endur sem selja tóbak telja sig hafa átt
mjög gott samstarf við heilbrigðis-
nefndir um að framfylgja reglum varð-
andi bann við sölu tóbaks til þeirra
sem eru yngri en 18 ára. Virkt eftirlit
er með þessum hlutum og átaksverk-
efni sem í gangi hefur verið er unnið í
góðri og árangursríkri samvinnu
verslana og eftirlitsstofnana.
Aðrar athugasemdir sem vinnuhóp-
urinn gerir við frumvarpið er að versl-
unareigendur þurfi að sækja um sér-
stakt leyfi til að fá að selja tóbak og að
sveitarfélögum sé heimilt að inn-
heimta leyfisgjald af verslunum fyrir
það. Þá er vinnuhópur SVÞ ósammála
því ákvæði sem segir að uppstilling á
tóbaki á sölustöðum verði bönnuð.
Slíkt heföi í fór með sér mikinn hönn-
unar- og breytingarkostnað í verslun-
um og vandséð að þessi aðgerð leiði til
þess að fullnægja markmiðum frum-
varpsins, þ.e. að draga úr heilsutjóni
og dauðsföllum af völdum tóbaks.
-DVÓ
Steinullarverksmiðj an Sauðárkróki:
Meiri sala en nokkru sinni
- 88 milljóna hagnaður í fyrra
Um 88 milljóna króna hagnaður
varö af rekstri Steinullarverksmiðj-
unnar hf. á síðasta ári en var 108,8
milljónir árið áður. Minni hagnað
má að mestu rekja til þess að upp-
safnað rekstrartap fyrri ára er nú
að fullu nýtt og hækka skattar fyrir-
tækisins því um 15,4 milljónir og
nema nú 42,6 milljónum króna.
Heildarsala fyrirtækisins varð
um 182.000 rúmmetrar sem er um
6% meira en árið áður og er þetta
mesta sala frá upphafi rekstrar árið
1985. Sala á innanlandsmarkaði
nam um 121.000. rúmmetrum, sem
er um 4,5% aukning frá fyrra ári, og
út voru fluttir um 61.000 rúmmetrar
sem er u.þ.b. 11% aukning milli ára.
Rekstrartekjur á siðasta ári voru
693,9 milljónir en 671,8 miljónir áriö
á undan, rekstrargjöld 555,5 milljón-
ir en 532,2 árið 1999. Veltufé frá
rekstri var 141,2 milljónir en 167,9
milljónir árið á undan. Skammtíma-
skuldir jukust á árinu í 180,9 millj-
ónir úr 153,6 milljónum en lang-
tímalán lækkuðu um svipaða tölu, í
60,9 milljónir úr 85,7 milljónum.
Veltufjárhlutfall var á síðasta ári
1,98 en árið áður 1,82. Eiginfjárhlut-
fall var 66,0 í stað 63,2 og arðsemi
eigin fjár 19,8 í stað 23,7 árið 1999.
Aðalfundur Steinullarverksmiðjunn-
ar verður haldinn í lok mars og legg-
ur stjórn fyrirtækisins til að greiddur
verði 10% arður til hluthafa. -ÞÁ
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON.
Drjúgur blóðgjafi
Bára Jósefsdóttir hjúkrunarkona eftir þrettándu blóögjöfina meö ávaxtasafa
og heldur í hendina á öörum blóögjafa, honum til uþþörvunar,
ekkert aö óttast.
Gaf blóð í 13. sinn
í DV. AKRANESI: __________________
Akurnesingar brugðust vel við
þegar Blóðbankinn var staddur á
Akranesi nýlega. Heilu fyrirtækin
sendu starfsmenn sína til blóðgjafar
i og voru starfsstúlkur Blóðbankans
mjög ánægðar með viðtökurnar.
Hvort sem það var tilviljun eða ekki
þá var Bára Jósefsdóttir, hjúkrunar-
kona á Sjúkrahúsi Akraness og
Heilsugæslustöð, að gefa blóð í 13.
sinn. -DVÓ
Vegagerðin:
Hafnar beiðninni
- um að byggja upp gamla þjóðveginn
DV. AKRANESI'
Vegagerðin vill ekki byggja upp
gamla þjóðveginn við Akranes eins og
bæjarstjóm Akraness hefur farið fram
á. „Fyrstu svör Vegagerðarinnar vora
þá að það væri í höndum þingmanna
kjördæmisins að ákveða framkvæmdir
sem þessar en þegar gengið var eftir
nákvæmari svörum kom það fram hjá
Vegagerðinni að á áttunda áratugnum
heföi veriö samþykkt í samræmi við
aðalskipulag kaupstaðarins að byggja
innkeyrslu í bæinn upp á þeim stað
þar sem hún er nú,“ sagði Gísli Gísla-
son, bæjarstjóri á Akranesi, við DV.
Hann segir að þess vegna geti Vega-
gerðin ekki mælt með því að ný inn-
keyrsla verði gerð um Þjóðbraut sem
reyndar var áður aðalinnkeyrslan í bæ-
inn. Að sögn Gísla er bæjarstjórn
almennt þeirrar skoðunar að nauðsynlegt
sé að færa þungaflutninga inn og út úr
bænum þannig að ekki verði ekið um
verslunar- og íbúðargötur. Máliö verður í
framhaldi af þessari niðurstöðu rætt við
þingmenn kjördæmisins. -DVÓ