Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Page 11
.„aNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 DV Utlönd 11 Barnaníðingsmál skekur Frakkland: Kynferðisleg áreitni í kennslustofunni íbúarnir í bænum Cormeilles í Frakklandi, sem liggur 100 km vest- ur af París, urðu slegnir óhug þegar 47 ára gamall kennari var kærður fyrir nauðgun og kynferðislegt of- beidi gagnvart börnum sem verið höfðu nemendur hans í fyrsta bekk frá árinu 1989 þar til nú. Lagðar hafa verið fram 18 kærur. Átta rannsóknarmenn yfirheyra nú nær 300 börn sem verið hafa nemendur kennarans á þessu árabili. Búist er við yfir 100 nýjum kærum. Það hefur einnig vakið skelfmgu að skólastjórinn í skólanum og kennslumálayílrvöld í Eure-hérað- inu vissu um að nemendur hefðu kvartað undan kynferðislegri áreitni. Móðir drengs að nafni Dimitri hefur greint frönskum íjölmiðlum frá því að hún hafi þegar árið 1996 farið á fund skólastjórans, sem er kona, eftir að sonur hennar hafi greint frá því að kennarinn hafi neytt hann til að þreifa á sér. Skóla- Menntamálaráðherra Frakklands Jac Lang skrifaði sjálfur fjölskyldu fórnarlamba barnaníðingsins bréf. Rithöfundurinn Jean-Yves Cendrey etfhjúpaði málið í Cormeilles. stjórinn á að hafa beðið kennarann um að hætta að taka bömin í fang- ið. Sautján ára gömul stúlka, Elodie, segir kennarann hafa nauðgað sér á skólaárinu 1989 til 90 og að kynferð- islegt ofbeldi hafi átt sér stað undir kennaraborðinu í kennslustundum. Skólastjórinn hafl eitt sinn staðið kennarann að verki en ekki hafi verið brugðist viö. „Kennarinn klæddi sig í skyndi en skólastjórinn lét sem hún sæi ekkert," segir Elodie sem tvisvar hefur reynt að svipta sig lífl. Rektorinn hefur nú verið kærður vegna málsins. Jack Lang, mennta- málaráðherra Frakklands, hefur ritað viðkomandi fjölskyldu bréf. Rithöfundurinn Jean-Yves Cendrey aíhjúpaði málið í Cormeilles. Hann fór sjálfur í skólann og tók kennarann með sér til lögreglunnar. Kennarinn viðurkenndi kynferðislegt ofbeldi gagnvart nemendum sínum. Við Markúsartorg í Feneyjum Blómum skreyttur gestur á kjötkveðjuhátíðinni í Feneyjum. Hátíöin, sem stendur til 27. febrúar, laðar aö sér fjölda feröamanna á hverju ári. Borgaryfirvöld í New York: Þrefa við leigusala um skrifstofu fyrir Clinton Borgarstjóri New York, Rudolph Giuliani, kveðst ekki vera að reyna að skapa vandamál fyrir Bill Clint- on, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna þrefs um verð á skrifstofu- húsnæði í Harlem. Giuliani hefur greint frá því að embættismenn í New York hafl hafnað tveimur eða þremur tilboöum leigusalans sem vill leigja Clinton skrifstofur sem þegar hafa verið leigðar barna- vemdarstofnun borgarinnar. Giuliani bendir á að öryggis- gæsla verði nauðsynleg og að borg- aryfirvöld vilji tryggja að starfsfólk og ungir skjólstæðingar þess hafi greiðan aðgang að byggingunni. Clinton skoðaði skrifstofuhús- næðið í Harlem eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa hugleitt að taka á leigu rándýra Rudolph Giuliani Borgarstjórinn /' New York kveðst ekki vera að skapa vandamál fyrir Bill Clinton. skrifstofu i skýjakljúf á Manhattan á kostnað skattgreiðenda. Samningaviðræður um skrif- stofuhúsnæðið sigldu í strand vegna skilyrða sem borgaryfirvöld settu leigusalanum áður en þau af- hentu Clinton 14. hæðina i skipt- um fyrir annað rými í bygging- unni undir bamaverndarstofnun- ina. „Ég veit að þetta lítur út fyrir að vera sniðugt og fyndið og allt það en við erum ekki að gera Clinton erfitt fyrir,“ tók Giuliani fram á fundi með fréttamönnum. Giuliani, sem er repúblikani, bauð sig fram til þingsetu í öld- ungadeildinni fyrir New York á móti Hillary Clinton. Hann dró sig í hlé eftir að hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. útsala verðhrun \ Opnunartími: Mán.-fim. og lau. kl. 10-18 Fös. kl.10-19. Sun. kl.12-17 VÖRUHUSIÐ Kai Satay Kolagrillaðir kryddaðir kjúklingateinar með hnetusósu og steiktum hrísgrjónum. Ekkert MSG!!! Umboösaöiii: Tómas & Dúna ehf. Bergholt 2, 270 Mosfellsbær Sími 896 3536 • Fax.566 8978 E-mail. tomasb@simnet.is 1/2 kíló hver réttur Kai Pad Kra-Prow Steiktur kjúklingur með fersku chili, hvítlauk og basillaufum. Kio Wan Kai Kjúklingur í hefðbundinni taílenskri grænni karrísósu, með kókosmjólk, ferskri myntu og eggaldin. Pad thai Steiktar taílenskar hrísnúðlur með rækjum og smokkfiski, eggi og söltuðum hreðkum, blaðlauk og hnetum. Tom yam koong Rækjur með sítrónugrasi og sveppum í sterkri súpu. Tom Kha Kai Kjúklingur með sítrónugrasi, sveppum og kókosmjólk í sterkri og súrri súpu. Pad Ped Kai Nor-Mai Steiktur kjúklingur með fersku chili, bambusrótum, hvítlauk og basillaufum. Nýtt á íslandi Beint frá Thailandi I Nýkaup Loksins getur þú borðað thailenskan mat heima eins og Thailendingar matreiða hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.