Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Page 12
12
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
Skoðun DV
Spurning dagsins
Ertu rómantísk/ur?
Ragnhildur Guðmundsdóttir nemi:
Eins mikiö og hægt er. Ég elska
kertaljós og notalegar stundir.
Birgir Imsland nemi:
Nei, ég hef lítiö látiö reyna á
þaö hingaö til.
Garpur Ingason nemi:
Já, ég get veriö þaö. Menn eiga aö
vera góöir viö konuna sína.
Pétur Om Pétursson nemi:
Alveg rosalega. Gaman aö vera góö-
ur viö góöa konu.
Þórarinn Þrándarson nemi:
Nei, og ég veit ekki af hverju,
■ kannski breytist þaö meö tímanum.
Arnar Siguröur Ellertsson nemi:
Já, gífurlega, ég elska náttúruna og
fallegar konur.
Byggðavandinn er
óleysanlegur
Frá Vestmannaeyjum
- Á annaö hundrað atvinnuleysingja í vanda.
Er hægt aö ætl-
ast til aö byggða-
þróun hér á landi
geti orðið öðru-
visi en gerist í
öðrum löndum?
Er til „neikvæö"
byggðaþróun
eða „jákvæð"?
Hvers vegna ættu
stjómvöld að
stýra byggðaþró-
un? Auðvitað er
byggðaþróun hvorki neikvæð né já-
kvæð. Hún fer einfaldlega eftir því
hvar fólkið sjálft vill vera. Séu t.d.
atvinnutækifæri ekki til staðar, at-
vinnuleysi vaxandi og eignir verð-
litlar eða verðlausar, þá er ekki eft-
ir neinu að bíða; fólkið leitar þang-
að sem lífvænlegra er. Stjórnvöld
geta ekki, og eiga ekki að reyna að
koma í veg fyrir brottflutnings fólks
frá slíkum stöðum.
Pólitísk úthlutun atvinnutækja
eða fjárstyrkja er vítaverð og mis-
munar íbúum herfilega. Skýrslu-
gerðir, nefndaskipanir og heim-
sóknir þingmanna, ráðherra, og
hins mistæka bákns, Byggðastofn-
unar, eru einfaldlega dragbítur á
sjálfsbjargarviðleitni íbúa í dreifð-
um byggðum landsins.
Vissulega er um vanda að ræða.
Og þegar bæjarfélög eins og Bolung-
arvík, og minni staðir eins og á
Norðausturlandi, þar sem fólk hafði
viðurværi sitt af fiskveiðum og
tengdum störfum, verða aö kyngja
þeirri staðreynd að ekki er lífvæn-
legt fyrir stóran hluta íbúanna öafn-
vel ekki nein verslun á staðnum
lengur) þá er engin von til þess að
ríkisvaldið komi með úrræði sem
„Því fyrr sem ráðamenn átta
sig á (og auðvitað vita þeir
betur) að byggðavandinn er
óleysanlegur, þeim mun fyrr
lýícur þessari hrinu, þessari
sýndarmennsku sem byggða-
aðstoð nefnist. “
reyndar verða alltaf sýndarúrræði
og aðeins til bráðabirgða.
Þegar kaupstaður eins og Vest-
mannaeyjar, ein helsta verstöð
landsins og gjaldeyrisskapandi
forðabúr, stendur uppi með hátt á
annað hundrað atvinnuleysingja þá
er útlitið svart hvað varðar áfram-
haldandi búsetu fólks og fjöl-
skyldna.
Er þá ekkert til ráða? Auðvitað
það eitt aö leyfa fólkinu að ákveða
sjálfu hvort það vUl bíða betri tíma
eða flytja brott. Þá, og einungis þá,
getur ríkisvaldið komið til aðstoðar,
með því að kaupa upp húseignir
fólksins og aðstoða það við brott-
flutning. - Engin önnur aðstoð er
ásættanleg, og ætti ekki að vera
leyfileg.
Því fyrr sem ráðamenn átta sig á
(og auðvitað vita þeir betur) að
byggðavandinn er óleysanlegur,
þeim mun fyrr lýkur þessari hrinu,
þessari sýndarmennsku sem
byggðaaðstoð nefnist. Það kann að
vera þörf fyrir breytingu á kerfi
fiskveiðistjórnunar, en hún leysir
ekki byggðavandann, og eyðir ekki
þeirri tilhneigingu fólks að leita til
þéttbýlisins þar sem einangrunin
virðist enda og úrræðin blasa við.
Þetta er sjálfstæð þróun, hin eina
„sjálfbæra" þróun, eins og farið er
að kaba það sem lýtur lögmálum
náttúrunnar. - Er ekki mál að linni
hinni gagnslausu umræðu um
byggðavandann?
Geir R.
Andersen
skrifar:
Hjálmlaus á skautum
Agústa
skrifar:
Ég var stödd í Skautahöllinni ný-
lega og hafði gaman af. En það sem
stakk mig var það að ekkert er lagt
upp úr því að fólk noti hjálma. Ég
innti mann í afgreiðslunni eftir því
hvers vegna það væri ekki.
Hann brást hálfókvæða við sagði
að algerlega ógerlegt væri að fylgj-
ast með því að fólk væri með
hjálm.
Ég læt vera sé um að ræða full-
orðið fólk, orðið sjálfráða, sem tek-
ur þá ákvörðun að vera ekki með
hjálm. En að ung böm eins og ég sá
þama, kl. 21 að kvöldi, þetta 4-6
ára (sá allavega tvö á þeim aldri)
„Hvers vegna er ekki hægt að
afhenda þessa hjálma þegar
krakkamir koma og greiða
aðgangseyrinn í höllina? Og
vilji þau ekki nota hjálmana
þá yrði, því miður, að vísa
þeim út af svellinu. “
séu ekki látin vera með hjálm
finnst mér alveg fáránlegt.
Á stóru spjaldi þegar maður er
kominn fram hjá gjaldkera og bú-
inn að fá skautana í hendurnar
stendur: „Börn eru á ábyrgð full-
orðinna". Gott og vel, en ef bömin
eru með bömum, hver er þá ábyrg-
ur fyrir því ef slys verða? Er það
„bamið“ sem er með „baminu“ eða
eru það forsvarsmenn skautahall-
arinnar? Og aö halda því fram að
ógerlegt sé að fylgja því eftir að
hjálmar séu notaðir er ég ósam-
mála.
Hvers vegna er ekki hægt að af-
henda þessa hjálma þegar krakk-
arnir koma og greiða aðgangseyr-
inn í höllina? Og vilji þau ekki nota
hjálmana þá yrði, þvi miður, að
vísa þeim út af svellinu. Getur ver-
ið að hér sé um hreint og klárt pen-
ingaspursmál að ræða? - Persónu-
lega mun ég gera athugasemdir við
þetta á fleiri stöðum og kanna
hvort þetta sé löglegt.
Dagfari
ÍákÆiráí'
Ekki kosið um nokkurn skapaðan hlut
Það er öll vitleysan eins. Þetta hefur Dagfari
sannfærst um síðustu daga í öllum þeim flaumi
orða sem dunið hafa yfir landsmenn í formi um-
fjöllunar um einhvem béfavaðan flugvöll í Vatns-
mýrinni.
Svo á að kjósa um það í þokkabót hvort flug-
völlurinn á að fara eða vera. Ekki virðist skipta
máli í téðri þrjátíu milljóna króna kosningu
borgarstjómarmeirihlutans hvert flugvöllurinn á
að fara ef fólk kýs svo, bara eitthvað burt.
Dagfari er nú ekki oft sammála samgönguráð-
herra vorum, Sturlu Böðvarssyni, en hann getur
ekki annað nú. Reyndar er ekki furða að meira
að segja þessi hæglætismaður hristi haus yfir vit-
leysunni. Ekki er langt síðan hann sat með borg-
aryfírvöldum yflr skipulagsmálum flugvallar-
svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem samþykkt var að
veita milijóna hundmðum og gott ef ekki milljörðum í
endurbætur á flugvellinum sem þá var orðinn þjóðinni
til háborinnar skammar. Loksins sáu menn sóma sinn
í því að múra í holur og gjótur á flugbrautum sem
búnar voru að tæta í sundur hjólastell á þotum auðkýf-
inga og erlendra fyrirmenna árum saman. Svo ekki sé
talað um tjón á aragrúa annarra flugvéla minni spá-
manna. Þessi framkvæmd komst á koppinn og varla
var fyrr búið að ljúka henni með húrrahrópum og
samþykkt borgarstjóra, R-lista og alls heila gengisins,
/ fyrsta lagi er búið að ákveða veru
vallarins í mýrinni til 2016. í öðru
lagi er ekki kosið um hvað á að gera
við miðstöð innanlandsflugsins. í
þriðja lagi er það mat lagaprófessora
að kosningin bindi aðeins hendur
þeirra sem stóðu fyrir kosningunni.
er sami kór upphóf bölv og ragn yfir fjandans
vellinum. Það var svona rétt mátulega búið að
moka drullunni úr mýrinni burt, skipta um jarð-
veg og malbika þegar menn vildu óhnir snúa við
blaðinu, strika yfir milljarðana í mýrinni, svona
rétt eins og peningar skiptu akkúrat engu máh.
Til að kóróna vitleysuna var ákveðið að efna
tfl kosninga. Já, lýðræðið skyldi fá að gilda og
borgarbúar fá að kjósa um tilveru Reykjav&ur-
flugvaUar, en aUs ekki þeir sem nota vöUinn dags
daglega, fólkið utan af landi.
Um hvað er svo kosið? - EKKERT!
Það er ekki kosið um nokkum skapaðan hlut.
Hins vegar er búin tU konsingamaskína fyrh tugi
mUljóna um ekki neitt. Hver svo sem niðurstaða
þessara ekki kosninga verður, þá skiptir hún
hreint engu máli. í fyrsta lagi er búið að ákveða veru
vaUarins í mýrinni tU 2016.1 öðru lagi er ekki kosið
um hvað á að gera við miðstöð innanlandsflugsins. 1
þriðja lagi er það mat lagaprófessora að kosningin gfldi
aðeins í fáeina mánuði og bindi þá aðeins hendur
þeirra sem stóðu fyrir kosningunni. Hún skipti framtíð
flugvaUarins og rekstur hans akkúrat engu máli. Kosn-
ingin getur þar að auki aldrei brmdið hendur næstu
borgarstjórnar. Sem sagt aUt heUa gfllið er tómt buU
Mögnuð eru fjallagrösin
og fullkomnust á íslandi.
Heilsu- og
lækningajurtir
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Það hefur vart farið fram hjá nein-
um hversu mikið er auglýst af aUs
konar heUsuefnum tU neyslu eða fyr-
ir skyndikúra. Jurtalækningar ber
að virða, og reynslan er fyrir hendi,
samanber slíkar lækningar Kínverja
í meira en 5000 ár. En við skulum
ekki gleyma baráttu fólks eins og
Ástu Erlingsdóttur grasalæknis og
hennar fjölskyldu fyrr og síðar, eða
dr. Jónasar Kristjánssonar. Þær jurt-
ir sem finnast á íslandi eru þær fúU-
komnustu í heiminum, að mínu
mati. Ástæðan er staðsetning lands-
ins á heimskortinu. I þessum efnum
segi ég: íslandi aUt, og af landinu
fáum við gæðin.
Bágur hagur
íþróttafélaga
Krlstinn Sigurðsson skrifar:
íþróttafélög eru iUa stödd fjárhags-
lega, einkum úti á landsbyggðinni.
Mikið er t.d. talað um ÍA sem skuld-
aði miUi 50 og 60 miUjónir króna. En
það er ekki eitt á báti í þessum efn-
um og félögin í Reykjavik ekki und-
anskUin eða á Suðurnesjum. En hver
er ástæðan? Flest félaganna fá styrki,
en þau vUja ná árangri í boltaíþrótt-
um og þá dugar ekkert minna en að
kaupa erlenda liðsmenn, sem sumir
reynast góðir en aðrir lítið betri en
okkar menn. Þessir menn eru dýrir
og lítið bæjarfélag á landsbyggðinni
er ekki í stakk búið tU að greiða fyr-
ir mennina tfl langframa. Útkoman
verður því mínus. Við hátíðleg tæki-
færi er talað um að styrkja unglinga-
starf, en það dugar oft ekki lengur en
daginn. Eitt lítið félag var t.d. að
kaupa erlendan markmann, þrátt fyr-
ir að nægur efniviður væri meðal
ungra stráka heima. Og þeir hætta
því þeir fá ekki tækifæri. Lélegir
þjálfarar sjá ekkert nema erlenda
leikmenn. Fjárhagslega útkoman hjá
félögunum endar því oftar en ekki í
fjárhagskröggum.
Frábærir þættir
Halldór Ólafsson skrifar:
Sjónvarpsþáttur-
inn Fólk, á Skjá
einum, með Sigríði
Arnardóttur er
besti innlendi sjón-
varpsþátturinn
sem í boði er á
sjónvarpsstöðvun-
um. Fleiri þættir á
Skjá einum eru
einnig mjög góðir,
svo sem þátturinn
Innlit með Val-
gerði Matthísadótt-
ur. Mér finnst þáttur Sigríðar ein-
stakur að þvi leyti að henni tekst að
finna áhugavert fólk, venjulegt fólk,
sem hefur þó frá ýmsu að segja, og
hún raðar efnisþáttum þannig upp að
þátturinn er ekki einhæfur, eins og
þessu hættir til að verða, bæði hjá
Sjónvarpinu og Stöð 2 (ég tek nú sem
dæmi Maður er nefndur og þessi is-
lensku leikrit). Þáttur Sigríðar er
líka lifandi vegna þess að hann er
ekki þessi sérkennilegi „sófaþáttur"
heldur almennt spjall með mörgum
þátttakendum, sem virðast mjög
áhugasamir - eins og Sigríður er
sjálf, frjálsleg og lifandi.
Sigríöur
Arnardöttir
Stjórnar áhuga-
veröum þætti,
meö fólk.
ÍRSIBM
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.