Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Síða 15
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
x>v
15
Menning
MYNDIR: GUÐMUNDUR INGðLFSSON
Hápunktur fjörsins á kránni þegar Marcello kyssir Musettu
Viðar Gunnarsson, Hlín-Pétursdóttir, Bergþór Pálsson, Kolbeinn J. Ketilsson, Auður Gunnarsdóttir og fleiri.
Mikið fjör
Einhvern tíma var því fleygt að La Bohéme
eftir Puccini hlyti að vera grínópera, því ein
aðalsögupersónan þjáist af tæringu en syngur
samt fullum hálsi fram í andlátið. Vissulega
kemur margt skondið fyrir í óperunni, enda er
bakgrunnur hennar bóhemlíf listamanna í Lat-
ínuhverflnu í París. Þetta er þó fyrst og fremst
harmleikur sem fjallar um ástir skálds og
dauðvona stúlku og er ein vinsælasta ópera
allra tíma. Enda er tónlistin snilldarleg og eru
sum atriðanna með því fegursta sem heyrist.
La Bohéme var frumflutt í íslensku óperunni
á fostudagskvöldið og voru í aðalhlutverkum
þau Kolbeinn J. Ketilsson sem skáldið Rodolfo
og Auður Gunnarsdóttir sem hin dauðvona
Mimi. Kolbeinn hefur glæsilega tenórrödd, ein-
staklega þýða en hljómmikla, og sumt sem
hann söng var ákaflega fallegt, sérstaklega ást-
ardúett hans og Mimiar og hið harmi þrungna
lokaatriði. Kolbeinn býr yfir persónutöfrum
sem nýtast honum vel á sviði og er ljóst að hér
er á ferðinni magnaður tónlistarmaður sem á
eftir að kveða að.
Auður Gunnarsdóttir var einnig trúverðug í
sínu hlutverki, þó lélegur hljómburðurinn hafi
ekki skilað rödd hennar nægilega vel til áheyr-
enda. Hún hefur einkar vel mótaða og góða
rödd og frammistaða hennar var oft stórfeng-
leg. Sama má segja um alla
helstu leikarana. Bergþór Páls-
son var stórskemmtilegur sem
málarinn Marcello og Ólafur
Kjartan Sigurðarson var afar
sterkur í hlutverki tónlistar-
mannsins Schaunards, Hlín Pét-
ursdóttir var sannfærandi sem
daðurdrósin Musetta og Viðar
Gunnarsson og Sigurður Skag-
fjörð Steingrímsson skiluðu sín-
um hlutverkum ágætlega.
Glæsilegt atriði
Leikstjórn Jamie Hayes var ein-
staklega glæsileg, og hið litla rými
sem íslenska óperan hefur upp á að bjóða var full-
nýtt. Sviðið býr aðeins yfir tveimur víddum en
með því að láta leikinn berast um allan salinn oft-
ar en einu sinni skapaðist nægileg þrívídd til að
sýningin lifnaði við. Var þetta svo vel gert að
manni leið eins og þátttakanda i sögunni, og at-
riðið þegar trommuleikari og blásarar marseruðu
meðal áheyrenda í hápunkti annars þáttar var
eitt hið glæsilegasta sem sést hefur á óperusvið-
inu hérlendis.
Um hljóðfæraleikinn er það að segja að hann
var kraftmikill og hreinn, ennfremur blandaðist
Rodolfo og Mimi
Kolbeinn J. Ketilsson og
Auður Gunnarsdóttir.
hljómsveitin prýðilega við raddir söngvaranna og
var hljómsveitarstjórinn, Tugan Sokhiev, greini-
lega með allt sitt á hreinu. Eini gallinn var stund-
um óhreinn og viðvaningslegur söngur Kórs ís-
lensku óperunnar, en barnakór
Tónmenntaskóla Reykjavíkur vó
þar upp á móti.
Búningarnir sem Þórunn María
Jónsdóttir hannaði voru yfirleitt
sannfærandi og fallegir og féllu
vel að leikmynd Finns Arnars
Arnarsonar, sem var lífleg og
glæsileg í alla staði. Manni varð
starsýnt á þokukennda myndina
af veginum í kuldalegri byrjun-
inni á þriðja þætti, sem í samspili
við dularfulla og fjarræna tónlist-
in gaf ímyndumaraflinu byr undir
báða vængi. Sama má segja um at-
riðið á kaffihúsinu, leikmyndin
nánast bauð manni að vera með, og fjörið þar,
sem var undirstrikað með markvissri lýsingu
Björns Bergsteins Guðmundssonar, var ekkert
venjulegt. í stuttu máli var þetta frábær skemmt-
un og er La Bohéme sennilega ein allra besta sýn-
ing sem íslenska óperan hefur sett upp.
Jónas Sen
íslenska óperan sýnir: La Bohéme eftir Giaoomo
Puccini. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar:
Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Bjöm Bergsteinn
Guömundsson. Hljómsveitarstjóri: Tugan Sokhiev.
Leikstjóri: Jamie Hayes.
Myndlist
Hlj ómur
I eðli sínu eru einsmannssöfn nitjándu aldar
fyrirbæri; eftirhreytur rómantískrar aðdáunar á
stórsnillingum í myndlist, hverra sköpunargáfa
var talin yfirskyggja aðra listamenn. í seinni tíð
hefur trúin á stórsnillingana lotið i lægra haldi
fyrir lýðræðishugmyndinni og pólitískum rétt-
trúnaði, svo ekki sé minnst á póstmóderníska efa-
hyggju. Því eiga einsmannssöfn víða um heim í
erfiðleikum með að réttlæta tilveru sína. Sum
hafa verið aflögð og önnur sameinuð stærri söfn-
um, en nokkrum hefur tekist að víkka starfs-
grundvöll sinn án þess að glata sjálfstæði sínu.
Tvö íslensk einsmannssöfn eru meðal þeirra síð-
astnefndu, listasöfn myndhöggvaranna Ásmund-
ar Sveinssonar og Sigurjóns Ólafssonar.
Mig minnir að hið síðarnefnda hafi átt frum-
kvæði að vel heppnuðum „samræðum" núlifandi
þrívíddarlistamanna við arfleifð Sigurjóns, og um
nokkurt skeið hefur safn Ásmundar staðið fyrir
ámóta stefnumótum í ranni myndhöggvarans við
Sigtún.
1 heildina séð hafa þessar sýningar verið af-
drifamiklar og gagnlegar aðdáendum listamann-
anna. Beinn samanburður nýrra verka og gam-
alla hefur aukið á skilning okkar á eðlisþáttum
þeirra, hafa oftlega tæpt á nýjum skilningi á verk-
um Ásmundar og um leið auðveldað áhorfendum
aðgengi að verkum yngri starfsbræðra hans.
Sömuleiðis hafa yngri listamenn stundum verið
fundvísir á athyglisverð verk eftir Ásmund sem
sjaldan eða aldrei hafa verið sýnd, þar sem þau
hafa verið á skjön við viðtekna ímynd hans.
Grjót Páls
Núverandi samræður þeirra Páls Guðmunds-
landsins
sonar frá Húsafelli og Ásmundar Sveinssonar eru
einkar vel heppnaður „framníngur", jafnvel þótt
beinn samanburður á verkum beggja sé þar í lág-
marki. Sömuleiðis fer litríkt grjót Páls betur í
björtum salarkynnum safnsins en flest annað sem
þar hefur veriö sýnt.
Það sem Páll gerir hér framar öðru - og hefur
sennOega alltaf gert - er að kallast á við sömu öfl
og Ásmundur: náttúruna, náttúruvætti og nátt-
úrutengdar þjóðsögur, og bera útkomuna saman
við nokkur vel valin verk Ásmundar. Þannig
gefur hann tóninn með eins konar baktjaldi, ógn-
arlangri vatnslitamynd af fjallahringnum uppi i
Borgarfirði, sem liggur eftir hvelfdum veggnum
í meginsalnum; þar er komin uppsprettan.
Sömuleiðis hnykkir Páll á náttúrutengslum
beggja með því að sýna nokkra steina sem Ás-
mundur sankaði að sér og lagaði til, ásamt með
grjóti sem hann sjálfur raðar saman í hljómborð;
í báðum tilfellum á sér stað umbreyting efnis í
eins konar andans smíð, hljóm landsins. Út af
fyrir sig er þetta ekki nýr skilningur á verkum
Ásmundar, en verður stundum út undan í um-
fjöllun um helstu áhrifavalda í list hans.
Áhrifamestir eru „hljómleikar" þessara starfs-
bræðra í kúlunni uppi, ekki síst vegna þess hve
bergmálið er þar einkennilegt. Hvert skref
myndar hljóð sem minnir á vængjablak, og sjálf
verkin eru eins og minnisvarðar um forna helgi-
athöfn, ritúal, sem yfirgefin hefur verið í miðju
kafi.
Aðalsteinn Ingólfsson
Fjöll rímar við tröll stendur til 29. apríl. Safniö er opið
kl. 13-16 alla daga.
Páli Guðmundsson: Flautuleikarinn
/ verkum sínum kallast hann á við sömu öfl
og Ásmundur.
DV-höfundar
Það er merki um fáfræði hjá „pottverja“
Dags á föstudaginn (sem ekki lætur nafns
síns getið) að gefa í skyn að Vilborg Dag-
bjartsdóttir skáld, Gunnar Hersveinn,
heimspekingur og blaðamaður á Morgun-
blaðinu, og Jón Yngvi Jóhannsson bók-
menntafræðingur hafi til-
nefnt skáldsögu Mikaels
Torfasonar, Heimsins
heimskasti pabbi, vegna
þess að hann skrifi þar
um DV (heldur illa raun-
ar!) og hafi verið innan-
búðarmaður á blaðinu.
DV hefur þriggja manna
dómnefndir, að öllu eða mestu leyti skipað-
ar utanblaðsfólki, einmitt til að gera svona
dylgjur marklausar.
En ef við vildum hygla
okkar fólki þá hefðu
fimm tilnefningar varla
nægt í ár því auk Mikaels
gáfu ýmsir fyrrverandi
starfsmenn DV út bækur,
m.a. Auður Jónsdóttir,
Vilborg Davíðsdóttir,
Ólafur Gunnar Guðlaugs-
son og sjálfur ritstjóri Dags, Elías Snæland
Jónsson. Meðal núverandi og fyrrverandi
gagnrýnenda og pistlahöfunda blaðsins eru
líka góðir höfundar með nýjar bækur, til
dæmis Birgir Sigurðsson, Rúnar Helgi
Vignisson, Þorsteinn Guðmundsson, Pétur
Gunnarsson og Guðbergur Bergsson. Og
hver veit nema fröken Stella Blómkvist
leynist meðal fyrrverandi eða núverandi
starfsmanna DV...
„Scandinavia
on Stage“
Það á að efna til mikillar kynningar á
norrænni leikritun í Scandinavia House i
New York 19. og 20. apríl næstkomandi og
rausnarskapurinn er
slíkur að þangað er boðið
20 leikskáldum, Qórum
frá hverju Norðurland-
anna - nema fimm frá ís-
landi vegna þess að fyrir-
lesarinn islenski, Hávar
Sigurjónsson, er bæði
ieikhúsfræðingur og leik-
skáld. Einnig er boðið einum leik-
stjóra/leikhússtjóra og varð Guðjón Peder-
sen fyrir valinu. Leik-
skáldin sem héðan fara
eru Hrafnhildur Hagalín
Guðmundsdóttir, Ólafur
Haukur Símonarson, Þor-
valdur Þorsteinsson,
Ólafur Jóhann Ólafsson
og Árni Ihsen.
Fjölda bandarískra
leikhúsmanna verður boðið á kynning-
una, leikstjórum, leikurum, dramatúrg-
um, framleiðendum og gagnrýnendum, og
þarna verða fyrirlestrar, umræður og pall-
borð þar sem leikskáldin sitja fyrir svör-
um, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður u.þ.b.
10 mínútna leiklestur eða upplestur úr
fjórum leikritum frá hverju landi. Binda
menn talsverðar vonir við að áhugi vakni
á norrænni samtímaleikritun við þessa
aðgerð.
Þjónusta
Jafnvel leiðarahöfundi Morgunblaðsins
blöskrar umræðan um listrýni sem blossað
hefur upp þessa útmánaðadaga, og í gær
sér hann ástæðu til að taka fram að öll list-
rýni sé þjónusta við lesendur blaðsins og
ekki ætluð listamönnunum sjálfum frekar
en verkast vilí. List sem borin er á borð op-
inberlega er ætluð almenningi (öfugt viö
það sem fólk gerir í heimahúsum eða felur
ofan í skúffu) og ef það er frétt í viðburðin-
um þá segja fréttamiðlar frá honum. Með
leiklist er þetta augljós þjónusta líka: leik-
sýningarnar halda áfram og lesendur blaðs-
ins vilja gjarnan fá viðbrögð til þess val-
inna einstaklinga svo að þeir geti betur séð
hvort þetta sé eitthvað fyrir sig eða ekki.
Myndlistarsýningar standa líka í nokkum
tíma, en tónleikar eru oftast aðeins haldnir
einu sinni þannig að ekki telst það bein
þjónusta við lesendur að fjalla um þá. En
vissulega geta þeir verið fréttnæmir fyrir
því.
Öllum er frjálst að lesa eða lesa ekki það
sem blöðin birta. Ég les til dæmis aldrei
nokkum tíma fréttir af verðbréfamörkuð-
um. Fréttir af listviðburðum koma líka
fram í tilkynningum og viðtölum við lista-
menn sem eru að undirbúa listviðburð svo
vel má sleppa að lesa gagnrýnina ef manni
leiðist hún.