Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 8
Nýtt símanúmer 562 1717 Peugeot 205, árg. '92,ek. aðeins 52 þús. km, grár, 5 d., 5 g. Verð 295 þús. Daihatsu Move '98, ek. 44 þús. km, rauður. Verð 480 þús. MMC Pajero TDi 2,5 (stuttur), '97, ek. 45 þús. km, rauður. Verð 1.680 þús. Opel Astra st. '96, ek. 77 þús. km, grár. Verð 550 þús. Volvo 460, árg. '96, ek. aðeins 43 þús. km, grænn, beinsk. Verð 680 þús. Fiat Punto, árg. '95, ek. 69 þús. km, grænn. Verð 460 þús. Ford KA, árg. '98, ek. 30 þús. km, rauður. Verð 690 þús. Nissan Terrano II 2,7 dísil '96, ek. 115 þús. km, hvítur. Verð 1.480 þús. Mazda 323 1,6 GLX '91, ek. aðeins 78 þús. km, hvítur, ssk. Verð 380 þús. Nýtt símanúmer 562 1717 "MATTHÍASAR V/MIKLATORG S. 562 1717 • Fax 511 4460 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 I>V Nýtt kjúklingabú íslandsfugls ehf. í Dalvíkurbyggð hefur starfsemi: Ætla sér stóran hlut á kjúklingamarkaði DV, DALVÍK? Formleg starfsemi kjúklingabús- ins íslandsfugls ehf. í Dalvíkur- byggð hófst nú í febrúar þegar 3000 hænur og 350 hanar voru tekin í varpstöð fyrirtækisins að Foss- brún 6 á Árskógsströnd. Húsið er eitt af mörgum sem íslandsfugl ehf. mun nota fyrir starfsemi sína og hefur það verið standsett með fullkomnustu tækni og sóttvarnir í huga. Auðbjöm Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að leiðarljósið í starfsemi íslands- fugls muni verða tæknivæðing og sóttvarnir til að tryggja heilbrigði framleiðslunnar. Starfsemin dreifist víða DV átti spjall við Auðbjöm og þar kom m.a. eftirfarandi fram. Undanfama mánuöi hefur verið unnið að því að leysa húsnæðis- mál fyrirtækisins og er það verk- efni langt komið. Að Fossbrún 6 á Ársskógsströnd verður varpstöð fyrirtækisins og verður byggt ann- að hliðstætt varphús innan árs við hlið þess sem nú er komið í notk- un. Útungunarstöð verður fundinn staður á Dalvík eða á Árskógs- strönd og verður tilbúin í maí. Eldishús fyrirtækisins, sem sam- tals er 3.500 fm að stærð og hið stærsta sinnar tegundar á Islandi, er að rísa í landi Ytra-Holts, skammt sunnan Dalvíkur og þang- að fara fuglamir úr útungunar- stöðinni. Búið er að steypa gmnn hússins og inn- an tíðar verður það reist og ein- angrað. Eldis- húsið verður til- búið í maímán- uði. Slátrun og vinnsla fer fram í vinnslustöð fyrirtækisins við Hafnarbraut á Dalvík. Fyrir liggur að byggja við húsið þannig að fullkomnum sláturlínum og vinnslutækjum verði sem best fyrir komið. Kjöt- vinnslustöðin verður tilbúin í júlí. Gert er ráð fyrir að varp hefjist fyrstu dagana í mai og i framhald- inu fara eggin i útungunarferlið sem tekur 21 sólarhring. Þar á eft- ir tekur eldistíminn við og eftir 38-42 sólarhringa verða kjúkling- amir komnir í sláturstærð. Fyrstu afurðir Islandsfugls eru því vænt- anlegar á neytendamarkað í júlí- mánuði. Áætlanir íslandsfugls ehf. miðast við um 600 tonna ársfram- leiðslu í byrjun en fyrirtækið ætl- ar í sókn á kjúklingamarkaðnum á næstu árum með það að markmiöi aö ná umtalsverðri markaðsstöðu. Nánast öll framleiðsla fyrirtækis- ins verður ferskvara og byggt verður á fjölbreytilegum afuröum. Markaður fyrir kjúklingakjöt hér Auðbjörn Krist- insson, fram- kvæmdastjóri ís- landsfugls. DV-MYND HIÁ DVJílYNDIR DANÍEL V. ÓLAFSS0N. Viöurkenningar Júlíus Jónsson, rekstrarstjóri Flutningamiðstöðvar Vesturlands, Stefán Logi Har- aldsson, framkvæmdastjóri Vírnets hf., Gísli Kjartansson, bankastjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, en fyrirtæki þeirra fengu viðurkenningar atvinnumálanefndar. Vírnet fýrirtæki ársins 2000 í Borgarbyggð DV. BORGARNESI: Tveimur fyrirtækjum var veitt viðurkenning og eitt valið fyrirtæki ársins af Atvinnumálanefnd Borgar- byggðar. Úrslitin voru kunngerð í Hymunni síðastliðinn miðvikudag. Flutningamiöstöð Vesturlands var veitt viðurkenning fyrir snyrtilegt Fyrirtæki ársins Ingimundur Ingimundarson afhendir hér Stefáni Loga Haraldssyni, fram- kvæmdastjóra Vírnets, verölaunagrip en Vírnet valiö fyrirtæki ársins 2000 í Borgarbyggö. umhverfi og markvissa gæðastefnu. Sparisjóði Mýrasýslu var veitt við- urkenning fyrir frumkvæði, virkni og jákvæða aðkomu að atvinnulíf- inu en Sparisjóðurinn hefur tekið þátt í endurskipulagningu margra fyrirtækja í Borgarbyggð og á í dag hlut í nokkrum þeirra, þátttaka Sparisjóðsins í endurskipulagningu og innkoma hans í fyrirtækin hefur virkað sem vitamínsprauta fyrir at- vinnulífið í Borgarbyggö. Þá var Vimet hf. valið fyrirtæki ársins 2000 í Borgarbyggð en þar starfa um 40 manns. Meðal for- sendna nefndarinnar fyrir valinu er að fyrirtækið hefur tekið þátt í að- gerðum sem með beinum hætti hafa stuðlaö að vexti þess og fjölgun nýrra starfa, það hefur tekið þátt í nýsköpun, komið með nýjungar i framleiöslu og farið inn á nýja markaöi. Þá eru umhverfismálin og aðbúnaður starfsfólks með þvi besta sem gerist hér á landi. -DVÓ á landi er um 3.500 tonn á ári og spáð er um 20% árlegri aukningu í sölu kjúklingakjöts næstu árin. @.mfyr:Sóttvarnir í besta lagi Allt frá því grunnur var lagður að fyrirtækinu hefur verið unnið að mótun vinnureglna í sóttvöm- um og þannig em allir verkferlar mótaðir og yfirfamir út frá því sjónarmiði. Varpstofninn kemur frá sóttvarnarbúi í Svíþjóð og var eggjunum ungað út í einangrun á Hvanneyri. Þeirri einangrun er fram haldið í varpstöð íslandsfugls á Ársskógsströnd, þó svo að þess sé ekki krafist af heilbrigðisyfir- völdum. Á öllum stigum fram- leiðsluferilsins er sérstaklega tek- ið á áhættuþáttum hvað smithættu varðar, t.d. verður úrgangur frá eldishúsunum meðhöndlaður áður en honum verður dreift á tún. Slát- urúrgangur og blóövatn í kjöt- vinnslustöðinni verður einnig meðhöndlað og unnið í refafóður, og ekkert af því fer með affalli til sjávar. Þau vinnubrögö sem hér er lýst eru hvergi tíðkuð í kjúklinga- rækt hér á landi en ljóst er að fyr- irtækið á auðveldara með að byggja upp vandað heilbrigðiseft- irlit vegna þess hversu tæknivætt búið er. íslandsfugl ehf. var stofn- að á síðasta ári og eru eigendur þess, Auðbjöm Kristinsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, Dalvíkurbyggð, Samherji hf., Heimir Guðlaugsson, Jóhannes Torfi Sumarliðason, Guðlaugur Arason, Árni Bergmann Pétursson og Eiríkur Sigfússon. Hlutafé fé- lagsins er 80 milljónir króna en áætlanir gera ráð fyrir að kostnað- ur við uppbyggingu fyrirtækisins nemi í heild 250-300 milljónum króna. Miðað er við að starfsmenn fyrirtækisins verði um 30 þegar kjötvinnsla verður komin á fulla ferö síðla sumars, en áætlanir gera ráð fyrir að þeim geti fjölgað veru- lega þegar farið verður að huga frekar að fullvinnslu afurða. -hiá DVJYIYND ÞÓRHALLUR ASMUNDSSON Boltar og Ijósker Ingófur Sveinsson í Lágmúla kominn í kaupstaðinn meö boltana tvo og Ijóskeriö góöa sem rak á fjörur hans. Boltarnir tveir veröa senn komnir til eigendanna. Hér rekur allt nema þurrar eldspýtur - segir Ingólfur í DV. SAUDÁRKR0KI: „Maður var spurður frétta og í framhaldi af því hvort ekki ræki ým- islegt á Skaga. Jú, biddu fyrir þér, sagði maðurinn, hér rekur allt nema þurrar eldspýtur, og ég held að það sé hægt að taka undir það,“ segir Ingólf- ur Sveinsson, útgerðarmaður og bóndi á Lágmúla á Skaga. Á fjörur hans undanfarið hefur rekið ýmsa hluti, þar á meðal tvo bolta, sem báð- ir voru merktir, og mjög gott ljósker sem er í fullkomnu lagi, en þaö var ómerkt. Merking á öðrum boltanum var greinileg og en hann reyndist í eigu Lágmúla á Skaga ungra systkina frá bænum Árhóli við Dalvík. Boltinn sá fannst í desember og var þrjár vikur á leiðinni milli þessara tveggja fjarða. Á hinum bolt- anum, sem var frá Saltangará á Aust- urey í Færeyjum, var líka símanúm- er og á því númeri mátti merkja að minnst tvö ár eru siðan boltinn fór í sjó þar sem þá var bætt við tveim tölustöfum framan við símanúmerin í Færeyjum, en þeir voru ekki á bolt- anum. Eigandi boltans mundi ekki hvenær hann hafði glatast en aö sjálf- sögðu haíði Ingólfur samband við báða eigenduma og verða boltarnir komnir til þeirra innan skamms. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.