Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 18
18 DV MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jönas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Engar töfrálausnir Um þaö verður ekki deilt aö margar byggðir eiga við mikinn vanda að stríða og að óbreyttu eiga þær litla fram- tíð fyrir sér. Því miður eru engar töfralausnir til við vand- anum. Staða landsbyggðarinnar er harður dómur yfir þeirri byggðastefnu sem rekin hefur verið undanfarna ára- tugi og hefur litlu eða engu skilað. Ásgeir Jónsson hagfræðingur skrifaði athyglisverða grein um byggðamál í Viðskiptablaðið fyrir skömmu og sýnir þar fram á að byggðastefna eins og rekin hefur verið frá 1970 sé til lítilla nytja: „Á síðustu árum hafa hugtök eins og fullvinnsla, nýsköpun og vaxtarbroddar komist inn í ræður stjórnmálamanna. En í raun hefur hin svokallaða byggðastefna haft nokkuð aðrar forsendur og snúist um það frekar að endurvekja fortíðina fremur en sjá inn í framtíð- ina. Heildarárangur hinna svokölluðu byggðaaðgerða hefur verið lítill og ekki síst vegna þess hve litlar kröfur eru gerð- ar um arðsemi og skynsemi í rekstraráætlunum þegar op- inberir aðilar reyna að koma fyrirtækjum á fót úti á landi.“ Ásgeir Jónsson hafnar því að hægt sé að rekja vanda byggðanna til kvótakerfisins og kenna frjálsu framsali kvóta um það sem miður hefur farið. Aðeins sé verið að berja hausnum viö steininn. Hann bendir réttilega á að hnignun margra byggðarlaga hafi byrjað áður en frjálst framsal veiðiheimilda varð að veru- leika. „Kvótatilfærslur kunna að hafa komið einstökum byggðarlögum illa en því skal ekki gleymt að á sama tíma hefur tilverugrundvöllur annarra staða verið treystur. Þeg- ar litið er til landsbyggðarinnar í heild er kvótakerfið land- stólpi þar sem það stendur undir afkomu helstu sjávarút- vegsfyrirtækja landsins.“ Niðurstaða Ásgeirs Jónssonar er því einföld og skýr: „Án kvótakerfisins væri líklega ekki hægt að tala um hnignun heldur hrun og gjaldþrot, líkt og átti sér stað í Færeyjum og á Nýfundnalandi, þar sem tekist var á við svipaðan ytri vanda en án ábyrgðar og hagkvæmrar veiðistjórnunar.“ í þessu sambandi er vert að hafa í huga að ákvæði laga sem setja hámark á leyfilega aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila eiga eftir að verða ís- lensku þjóðarbúi dýrkeypt og þá ekki síst þeim byggðum sem sterkast standa vegna uppgangs í sjávarútvegi. Lögin hafa hneppt sjávarútveginn í spennitreyju og innan skamms verður komið í veg fyrir eðlilega þróun greinar- innar og fyrir aukna hagkvæmni. Og það verður lands- byggðin sem fær að borga reikninginn. Byggðastefna síðustu áratuga hefur ekki miðast við ann- að en að lengja í hengingaról landsbyggðarinnar. Skipulega hafa byggðagildrur verið lagðar til að halda fólki heima í héraði í stað þess að aðstoða það við að finna sér búsetu þar sem möguleikarnir eru meiri. Á það hefur verið bent hér á þessum stað að eina raun- hæfa byggðastefnan felist í því að koma í veg fyrir að höf- uðborgarsvæðið sogi lífskraftinn úr byggðarlögum sem eiga sér ágæta lífsmöguleika. Að lofa fólki að njóta þeirra verðmæta sem það skapar er besta tryggingin fyrir upp- gangi byggða, í stað þess að soga allt fjármagn í sameigin- legan ríkiskassa til þess eins að úthluta því aftur eftir und- arlegum reglum. Byggðavandinn verður ekki leystur með töfrum eins og flutningi ríkisstofnana út á land eða fjáraustri í fyrirtæki sem eiga litla möguleika til að standa á eigin fótum. Með slíkum aðgerðum eru menn aðeins og blekkja sjálfa sig og kaupa sér skammvinnan frið. Óli Björn Kárason / Islensk tunga - og tungumálaár í Evrópu Evrópsku tungumálaári er ætlað að efla tungumála- nám og auka skilning á ólík- um menningarheimum. Gamalt máltæki segi að menn eignist nýja sál fyrir hvert tungumál sem þeir læra. Tungumál þjóðar end- urspeglar menningarheim hennar og er lykill að hugs- unarhætti hennar. Mér er sagt að Grænlendingar eigi um 20 ólík orð yfir snjó, mis- munandi snjó sem þeir greina í sundur. Sagt er að sígaunar eigi ekkert orð yfir sparsamur, bara orðið nískur, þeir greina ekki þar á milli. Þeir eiga heldur ekki orð yfir ríkur, bara orð yflr fólk sem hefur eytt miklu og bera mikla virðingu fyrir sliku fólki. Mér fannst merkilegt þegar Francois Haan- an sagði mér að hann væri að rita dokt- orsritgerð um óskhátt í sanskrít. ís- lenskan á ekki óskhátt, en sum eldri mál eins og grískan. Það vekur mér undrun að eldri málin skuli eiga blæ- brigðaríkari tæki til þess að lýsa hugs- unum en þau þróaðri. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Enskan sækir á Enginn vafi er að enskan sækir á sem alheimsmál, að minnsta kosti sem alheimsvið- skiptamál. Þó er sagt að ekki sé langt í þá tíma að spænska verði aðalmál Bandaríkjanna, þ.e. að fleiri íbúar Bandarikj- anna tali spænsku en ensku. Auðvitað auðveldar það sam- skipti milli þjóða að eiga tungumál sem allir tala, sam- eiginlegt samskiptatæki, esper- antó náði því ekki. En hættan er líka til staðar. Sú hætta að flölbreytileiki mismunandi menningar- heima verði flattur út. Heimurinn minnkar, samgöngur verða auðveldari, Sarskiptin tengja flarlægar þjóðir, allir læra það sama, allir fara að hugsa líkt. 1 þessu felst hætta. Samræm- ing menningarheima og tungumála gerir mannliflð i vissum skilningi fátæklegra. Þýski rithöfundurinn Johann Gottfried Herder, guðfræðingur og heimspekingur, var einna fyrstur til þess að vekja athygli á auðlegð mismunandi menningarheima, leggja áherslu á hið upprunalega og sér- kennilega í menningunni. „Ef Islendingar hœtta að leggja rœkt við tungu sína missa þeir tengsl við uppruna sinn, sögu sína og fornar bókmenntir. Þeir slitna af rótum sínum, verða sem rót- laust þangið í hafi þjóðanna. “ Tungumál þjóðar er þannig saga henn- ar. Islendingar hafa löngum vakið at- hygh á samhenginu i menningu sinni og tungu. Við getum enn lesið elstu bók- menntir okkar, 900 ára gamlar, tungan hefúr varðveist. Mikilvægi íslenskrar tungu Þó menn tali íslensku er mikill mun- ur á því hvemig þeir tala hana. Kunn er upphrópun Halldórs Laxness þegar hann sem ungur maður sagði frá kynn- um sínum af skrifum Sigurðar Nordals Almenningar og auðlindin: Sameign þjóðarinnar Það má minna á það í upphafi þessarar greinar að ákvöröun Al- þingis um að hefja tilraunir með kvótakerfi var tekin, eins og svo afltof margar ákvarðanir, í miklum flýti og undir pressu. Menn töldu að hrun fiskistofnanna blasti við og sumir þingmenn töluðu um að fram- tíð byggða 1 landinu væri í hættu. Sérstaklega hinna dreifðu sjávar- byggða. Allsherjar syndaaflausn? Talsmenn einkavæðingarinnar höfðu fundið töfralausnina: „Höldum landinu í byggð með kvótakerfi.“ I því sambandi má minna á gagnrýnis- rödd Karls Steinars Guðnasonar þeg- ar hann sagði að nú gengju alls kon- ar menn um eins og frelsaðir væru, það væru útgerðarmenn, stjómmála- menn og spekúlantar. Einnig sagði hann að þessir menn gengju um eins og að annað eins hefði ekki átt sér stað frá kristnitöku í landinu. Karl benti einnig á að þessir menn stöngl- uðust sífellt á kvóta og kvóta og aft- ur kvóta, sem allshepjar syndaaf- lausn liðinna ára. Á þessu má sjá að Karl Steinar, eins og svo oft áður, sá og hafði tilfinningu fyrir því að gjörðin þjónaði ákveðnum pólitískum tilgangi eins og hjá þeim sem frelsaðir eru. Kvótakerfið var lausnarorð alls. Er fiskveiðistjórnunar- kerfið að eyða byggð? Það má til sanns vegar færa. En þó hef ég þann fyr- irvara á að það sé fyrst og fremst framkvæmd þess. Ágallar framkvæmdarinnar eru alvarlegir. Verst er braskheim- ildin, þar sem vitað er að menn sem hafá' úthlutun í hendi sér, veiða að- eins helming hennar og leigja síðan afganginn og hafa fundið hagræðing- una í því að hafa skip sitt bundið við bryggju. Ágallinn sem felst í því að brott- kast á sér sennilega stað í verulegu mæli gerir það að verkum að menn vita ekki hversu mikið er veitt úr stofnunum. Það að enginn fær ráðið við hvernig og hvert aflaheimildir eru seldar innan kerfisins slær svo botninn í framkvæmdina. Þetta hef- ur fengið að þróast og gerast án af- skipta stjómvalda. Þetta eru verstu gallarnir og verður líklega til aö rústa kerfinu. Stórkvótahafarnir leigja frá sér kvóta á grimmdarlegan hátt fyrir ótrúlegar upphæðir en semja svo viö eigin sjómenn um hlutaskipti sem nemur 70-90 kr. á kíló (miðað við þorsk). Þeir hafa til þess getu að í stað þess að veiða úthlutaðan afla leigja þeir frá sér heimildir í hagræðingarskyni og binda jafnvel skipin og segja upp áhöfnum eftir geðþótta, vegna þess að veiðiskyldan er ekki nema 50% af úthlutaðri heimild. Þessir sömu stórútgerð- araðilar hafa náð til sín auknum hluta aflaheimild- anna sem sjá má og sanna með gögnum frá Fiski- stofu. Þeim smáu og ör- smáu báta- og trilluútgerð- um fækkar og þeirra út- hlutun minnkar (þó þeir veiði aukið magn vegna leigðra heimilda). En tröllin bæta við sig aflaheimildum samkvæmt sömu gögnum og vitnað er til um handhafa veiðiheimilda í botnflski. Aðgerðir strax Mér er það vel ljóst að það er vandasamt verk að búa til kerfi sem sátt getur verið um og ekki er unnt að gera öllum til geðs því að þarflrn- ar og skoðanir eru ólikar en kerfiö verður að vera hagkvæmt og réttlátt. í frumvarpi Samfylkingarinnar, sem Jóhann Ársælsson er fyrsti flutn- ingsmaður að, fer þetta saman og að auki verður jafnræði varðandi að- gang að auðlindinni og þjóðin öll fær að njóta arðsins. En frumvarpið fel- ur ekki í sér auðvelda lausn né ein- föld svör við öllum spurningum og lausnin er ekki ódýr. En hún felur í sér jafnræði, og það getur meirihluti þjóðarinnar örugglega sætt sig við. Gísli S. Einarsson „Verst er braskheimildin, þar sem vitað er að menn sem hafa úthlutun í hendi sér veiða aðeins helming hennar og leigja síðan afganginn og hafa fundið hag- rœðinguna í því að hafa skip sitt bundið við bryggju. “ Með og á móti Einfaldlega langklárastir ramhaldsskólanna 9. árið í röð? Dramb er falli næst t Það verður víst JgL ekki af okkur lat- I ínugúrúunum og 11» stærðfræðinörd- unum skafið að við erum einfaldlega lang- klárastir. Það þarf ekki ann- að en að horfa agnarstund á þá staðreynd að við höfum unnið þessa keppni átta ár í röð og því miður verður eng- in breyting á því í vetur. Lið- ið er óbreytt síðan í fyrra og manna leiörétti dómara gBjfjmmn Oll stórveldi w** *> ► keppninnar. Vissulega eru mörg önnur lið í keppninni mjög frambærileg. En það er ólíku saman að jafna, yfir- buröir MR-inga í þessari keppni eru slikir að vart finnast hliðstæður þess í öðr- um keDDnisereinum. Veldið | enda með hnign- isSjBr^ un. MR hefur f skákað öllum öðr- um liðum í Gettu betur síðustu átta árin en sagan kennir okkur aö ekkert er eilíft í þessum heimi - ekki einu sinni vfirhnrðir ri A 1 forseti Málfundafé- lagsins Framtíöar- innar í Menntaskól- anum í Reykjavik. þá þótti vafamál hvort væri betur að sér, liöið eða dómarinn, og endaði sá ágreiningur með því að einn liðs- hefur verið byggt markvisst upp ár frá ári, liðsmenn hafa lagt hart að sér og uppskorið samkvæmt því. MR tapar spurningakeppni? Rangt - gettu bet- ur. MR-inga í Gettu betur. MR- ingar eru famir að lita á sig- ur sem eitthvert náttúrulög- mál en dramb er falli næst eins og máltækið segir. Fleiri lið eru farin að renna hýrum augum til hljóðnemans fræga og er það trú Flygenring formaöur Málfunda- félags Verslunar- skóla Islands. dæmis mín að baráttuandi þessara liða eigi eftir að skila sér í sigri - ef ekki í ár þá á næsta ári. Verzlunarskólinn og fleiri senda geysigóð lið til leiks í ár og hafa Verzlingar meðal annars það fram yflr MR-inga að þeir þurfa að tefla algjörlega óreyndu liöi fram á næsta ári. Þeir munu því ekki ná að vinna Gettu betur tíunda árið í röð þó þeir eigi góða möguleika í ár - en það eiga líka fleiri lið’ til Verzló. Menntaskólinn í Reykjavík hefur undanfarin 9 ár farið með sigur af hólmi í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Nú er keppnin hafin á ný í Ríkissjónvarpinu þar sem þriggja manna lið úr flestum mennta- og fjölbrautaskólum landsins takast á. 39 í- Skoðun um Álf frá Vindhæli. Halidóri opnaðist nýr heimur, hann hafði ekki áttað sig á að þannig væri unnt að skrifa á ís- lensku. Enginn vafi er að tungan agar notendur sina og kennir þeim að meitla hugsun sína. Hugsum til baka. Fyrstu landnámsmenn námu land með augum, huga og tungu. Þeir nefndu staði Svörtuloft, Hengifoss, Svalþúfu, Unaðs- dal o.s.frv. Orðin lýsa - segja okkur sögu. Ef íslendingar hætta að leggja rækt við tungu sína missa þeir tengsl við uppruna sinn, sögu sína og fomar bók- menntir. Þeir slitna af rótum sínum, verða sem rótlaust þangið í hafi þjóð- anna. Undarlegt er til þess að hugsa í þessu sambandi að íslenska orðið menning er víðtækt og má lita á það sem merkingu ensku orðanna cultur og civilization sem þó merkja engan veg- inn það sama. Ræktun íslenskrar tungu er með mikilvægustu málum þessarar þjóðar. Ef hún glatast er vandsnúið til baka þó dæmi séu um slíkt sbr. gyðingana og hebreskuna. Guðmimdur G. Þórarinsson Ummæli Upphafin menningarþjóð „Þekkja menn annað tungumál sem hefur að geyma orðið „landkynn- ing“? Verða menn varir við að erlendar þjóðir séu að efna til „menn- ingarkynninga" á ís- landi? Fá menn ekki greint þann sjálfhverfa hroka sem felst í þeirri viðteknu speki að sjálfgefið sé að íslendingar „kynni menningu sína“ fyrir öðrum þjóðum? Hér áður fyrr gátu menn ef til vill hlegið að þjóð- rembunni og þeirri opinberu yfirburða- hyggju sem haldið er úti á íslandi, en flest bendir til að þeir tímar séu nú liðnir." Ásgeir Sverrisson blm. í pistli sínum í Mbl. Borgarfulltrúarnir af landsbyggðinni „Liði er nú fylkt i Vatnsmýrinni og aðrir draga sig í hlé. í þeim hópi eru þrír kunnir nýbúar utan af landi sem setið hafa í borgar- stjórn Reykjavíkur: borgarfulltrúanir Inga Jóna Þórðardóttir frá Akranesi og Guð- laugur Þór Þórðarson, granni hennar úr Borgamesi, hafa bæði lofað því að kjósa ekki um flugvöllinn á kjördag ... Vissulega er það lofsverð viðleitni hjá þessum tveim Borgfirðingum að láta þá fáu Reykvíkinga sem enn eru á kreiki í höfuðborginni í friði og lofa þeim að velja sjálfir sínar samgöngur. Enda hafa þessir borgarfulltrúar aldrei notað þessa þjónustu Reykjavíkurflugvallar á leið til og frá sinni heimabyggð í Borg- arfirði heldur ýmist ekið suður til Reykjavíkur um Hvalfjörð og sjávar- göng eða siglt í höfn með flaggskipinu Akraborg." Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarm. í Degi 22. febrúar. verður þá hlut- Reykjavíkur? „Stjómsýsla okkar, menningarstofnanir sem byrja á þjóð-, mennta- stofnanir og flest það sem allir landsmenn eiga sameiginlega hefur verið byggt upp í Reykjavík. Nánast öllu því fé sem varið er tii menningarmála af hálfu ríkisvaldsins er ráðstafað í höfuðborginni... Nú hins vegar vex þeirri hugmynd ásmegin að Reykjavík þurfi ekki að gegna því hlut- verki að vera samgöngumiðstöð. Sú hugsun leiðir þá óhjákvæmilega tfl þeirrar spurningar hvernig fari þá með aðra þætti sem vaxið hafa og orðið til vegna samgangna og hvert verði þá hlutskipti Reykjavíkur." Svanfríöur Jónasdóttir alþm. í Mbl. 23. febrúar. Hvert skipti ^ % ■... Ferðaþjónustu aflýst á Grænlandi Suður-Grænland hefur mikla töfra vegna náttúru- fegurðar, veiði, fomra ís- lendingabyggða, gönguleiða og fólksins sem þar býr. í bókinni Seiöur Grænlands eftir Reyni Traustason er afar vel lýst högum íslend- inga, búsettra á Grænlandi. Þar á meðal er Helgi Jónas- son sem búsettur er í Nar- saq, 2000 manna bæ við Ei- riksfjörð. Helgi hefur náð skemmtilegri ferðaþjónustu á yfirgefnu refabúi innan við bæinn þar sem ýmsir hópar ís- lendinga hafa gist, bæði veiðimenn, göngufólk og fleiri. Landsvæðið er 300 km sunnar en Island og veður- sæld mikil. Þessa þjónustu hefur hann byggt upp m.a. í samráði viö Bjarna Olesen, farastjóra frá Selfossi, Flug- félag íslands, Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar, Jörgen Olesen, útgerðarmann og skipstjóra í Nar- saq, Stefán Magnússon hreindýra- bónda og fleiri aðila. Flugfélag ís- lands hefur flogið tvisvar í viku til Narsarssuaq, alþjóðlegs flugvallar við Eiríksfjörð, yfir sumartímann, en nú hefur það flug verið aflagt. munu vera Ferðamálaráð Grænlands og grænlenska samgönguráðuneytið. Óvissa í flugi, dönsk stefna Birgir Þorgilsson tók á þessu máli nýlega og kvað miklum fjármunum hafa verið eytt í kynningu á ferðaþjónustu Suður-Græn- lands sem hefði verið studd af fyrrv. samgönguráð- herra, Halldóri Blöndal. Það sker einnig í augu að sjá frétt frá íslenska samgönguráðuneytinu um að 15 milljónum króna af fjárlögum siðasta árs hafi verið varið til bygg- ingu flugvallar við þorpiö Ittoqqor- toormiut á Austur-Grænlandi, en þá var reyndar ekki vitað um aflagt flug til Narsarssuaq í Eiríksfirði. Ætli fólk frá Islandi að fara til Eiríks- fjarðar þarf að fara í flug til Kulusuk, þaðan til Nuuk, sem kostar um 200.000 ísl. kr„ og síðan til Ei- ríksfjarðar. Heimastjómin hefur hækkað flug- vallarskatta og þarf að greiða skatt í Gylfi Guðjónsson kennari hvert skipti sem skipt er um flugfar, sem er í hæsta máta óeðlilegt. Ný- lega pantaði íslendingur far til Kulusuk á laugardegi en flugið var ■* fellt niður vegna snjókomu á Græn- landi. Honum var sagt að athuga mætti um nýtt flug á mánudag; flug- turninn væri lokaður á sunnudög- um. Þessi maður gat sent út 50.000 ísl. kr. og látið opna flugvöllinn þar með. Þessi óvissa og taktleysið í ferðamálunum mun ganga af ferðum íslendinga til Grænlands dauðum, nema breyting verði. Samgönguráðherrar íslands og Grænlands hafa gert samkomulag um auknar samgöngur milli land- anna en þessi er raunin. Fram- kvæmdastjóri grænlenska ferða- málaráðsins er Dani og hann hefur engan áhuga á samstarfi við íslensk- ar ferðaskrifstofur. Hann tengir sig við danskar. Islenskar ferðaskrifstof- ur þurfa að hafa hönd í bagga með flugi til Eiríksfjarðar, bæði með ís- lendinga og útlendinga sem hingað koma í stórhópum. Gylfl Guðjónsson Landafundahátíð Á sama tíma og flug er aflagt milli íslands og Eiríksfjarðar er flug milli íslands og Kulusuk á Austur-Græn- landi styrkt með 100 milljónum króna en þetta fé kemur frá heima- stjórn Grænlands. Þessi ráðstöfun er vægast sagt mjög undarleg í augum ferðamanna, sem flogið hafa frá ís- landi til Eiríksfjarðar undanfarin sumur, og ekki síður fyrir þá sem hafa lagt mikið fé og tíma í uppbygg- ingu á ferðaþjónustu á þessu svæði. Miklir fjármunir voru lagðir nú sl. sumar í Landafundahátíö í Eiríks- firði, þar sem ég var staddur þá, og var þessi hátíð stórkostleg á allan hátt. Þarna kom íslenska víkinga- skipið íslendingur á leið sinni til Vesturheims. Þessi hátíðarhöld voru einnig haldin til kynningar á þessu svæði Grænlands sem hefur verið mörgum Islendingum afar hjartfólgið vegna sögu íslensku landnámsmannanna, Eiríks rauða og hans fólks. íslensku ráðherrarnir og þingmennirnir voru varla komnir upp í flugvél sína á leið til íslands þegar hurðunum var skellt og flugið aflagt. Þeir sem bera stærsta ábyrgð á þessu ferðarofi Flugfélag íslands hefur flogið tvisvar í viku til Narsars- suaq, alþjóðlegs flugvallar við Eiríksfjörð, yfir sumar- tímann, en nú hefur það flug verið aflagt. - Þyrla lend- ir með ferðamenn á Grœnlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.