Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 30
50
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
x>v
^Ættfræði_________________________________
Umsjön: Kjartan Gunnar Kjartansson
EB
90 ára_______________________________
Guöleif Einarsdóttir,
Víkurbraut 29, Höfn.
i
~85 ára________________________________ 5
Björg Jóhannsdóttir,
Bólstaðarhlíö 13, Reykjavík.
Gestur Guöjónsson,
Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði.
Sigurborg Ólafsdóttir,
Furugerði 1, Reykjavík.
75_ára_______________________________
Róslaug Þóröardóttir,
Mýrargötu 18, Neskaupstaö.
70 ára_______________________________ ;
Bjarni Jakobsson,
"Njálsgötu 106, Reykjavlk.
Engilráö Óskarsdóttir,
Suöurbraut 2, Hafnarfirði.
Erla Guömundsdóttir,
Þorsteinsstöðum, Eyjafjarðars.
Sigríöur Eiriksdóttir,
Heiöarvegi 1, Reyðarfirði.
60 ára_______________________________
Jónas Skaftason,
Blöndubyggð 9, Blönduósi.
50 ára_______________________________
Eövald H. Magnússon,
Garðavegi 23, Hvammstanga.
Elín Þóra Geirsdóttir,
Kirkjubraut 23, Akranesi.
Jón M. Benediktsson,
■ ■*Urriðakvísl 16, Reykjavík.
Ómar Þór Guömundsson,
Þórunnarstræti 104, Akureyri.
40 ára_______________________________
Börkur Gíslason,
Norðurvangi 7, Hafnarfirði.
Helgi Már Reynisson,
Eyrarholti 14, Hafnarfirði.
Hjördís Bergsdóttir,
Arnarhrauni 21, Hafnarfirði.
Jón Rúnar Gunnarsson,
Háaleitisbraut 47, Reykjavik.
Sigfús Aöalsteinsson,
^Miðhúsum 12, Reykjavík.
Steinvör Kristín Viggósdóttir,
Fífulind 13, Kópavogi.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen Sverrir Einarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlfö35 • Simi 581 3300
allan sólarhringinn. wv/w.utfararstofa.ehf.is/
s
IJrval
góður ferðafélagi
— til fróðleiks og
skemmtunar á ferðalagi
eða bara heima í sófa
Andlát
Guöný Magnúsdóttir Öfjörö, frá Skógs-
nesi er iátin.
Sigríöur Magöalena Jónsdóttir frá Úlf-
arsfelli, Skólastíg 14A, Stykkishólmi lést
á St. Fransiskuspítala þriðjudaginn 20.
febrúar.
Olga Fanney Konráösdóttir, Miðtúni 16,
Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítal-
ans við Hringbraut miðvikudaginn 21.
íebrúar.
Kristín Ágústsdóttir Houhoulis, 204
Snowden CT. S. W., Leesburg, Virginíu
20175 - 2542, lést aðfaranótt fimmtu-
dagsins 22. febrúar.
maEEsmmam
Jóhanna Sigurðardóttir,
alþingismaður
Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis-
maður og fyrrv. félagsmálaráð-
herra, hefur verið áberandi í frétt-
um að undanfórnu þar sem hún hef-
ur gagnrýnt bankakerfið vegna yfir-
dráttarlána.
Starfsferill
Jóhanna fæddist í Reykjavik 4.
október 1942 og ólst þar upp. Hún
lauk prófl frá VÍ 1960. Jóhanna var
ílugfreyja hjá Loftleiðum 1962-71,
stundaði skrifstofustörf 1971-78, hef-
ur verið alþingismaður frá 1978 og
var félagsmálaráðherra 1987-88,
1988-91 og 1991-94. Jóhanna var for-
maður Flugfreyjufélags íslands
1966-69, sat í stjórn Svalanna
1974-76 og formaður þar 1975, í
stjórn VR 1976-83, var formaður
stjórnarnefndar um málefni þroska-
heftra og öryrkja 1979-83, sat í
Tryggingaráði 1978-87 og formaður
þess 1979-80, var varaforseti neðri
deildar Alþingis 1979 og 1983-84 og
sat á þingi Alþjóðaþingmannasam-
bandsins 1980-85. Jóhanna sat i
flokksstjóm Alþýðuflokksins
1978-94, var varaformaður Alþýðu-
flokksins 1984-93 og var formaður
Þjóðvaka frá 1995.
Fjölskylda
Fyrrv. eiginmaður Jóhönnu er
Þorvaldur Steinar Jóhannesson, f.
3.3. 1944. Þau skildu. Foreldrar Þor-
valds: Jóhannes Eggertsson, hljóð-
færaleikari i Reykjavik, og k.h.,
Steinunn G. Kristinsdóttir húsmóð-
ir sem er látin.
Böm Jóhönnu og Þorvalds Stein-
ars eru Sigurður Egill, f. 31.5. 1972,
en kona hans er Ragnheiður Elías-
dóttir og eiga þau tvo syni, Elias
Björgvin, f. 19.1. 1997, og Kristófer
Dag, f. 19.7. 1998; Davíð Steinar, f.
22.3.1977, í sambúð með Önnu Örnu
Oddgeirsdóttur og eiga þau einn
son, Markús Steinar f. 26.8. 2000.
Systkini Jóhönnu eru Anna María,
f. 4.10. 1942, gift Bemhard Petersen;
Hildigunnur, f. 19.5.1950, gift Lárusi
Ögmundssyni lögfræðingi; Gunnar
Egill, f. 19.5. 1950, hagfræðingur í
Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Theó-
dórsdóttur. Foreldrar Jóhönnu: Sig-
urður Egill Ingimundarson, f. 10.7.
1913, d. 12.10.1978, alþingismaður og
forstjóri Tryggingastofnunar ríkis-
ins, og k.h., Karitas Guðmundsdótt-
ir, f. 19.12. 1917, d. 26.8. 1997, hús-
móðir.
Ætt
Sigurður var sonur Ingimundar,
daglaunamanns í Reykjavik, Ein-
arssonar, b. á Egilsstöðum í Ölfusi,
Jónssonar. Móðir Einars var Sól-
veig Þorvarðardóttir, b. á Vötnum i
Ölfusi, bróður Þorbjörns Garðars,
föður Guðmundar H., fyrrv. alþm.,
og langafa Vals leikara, fóður Vals
bankastjóra. Þorvarður var sonur
Jóns, silfursmiðs og ættföður Bílds-
dalsættar, Sigurðssonar. Móðir Sól-
veigar var Guðbjörg Eyjólfsdóttir, b.
á Kröggólfsstöðum i Ölfusi, Jóns-
sonar. Móðir Ingimundar var Vil-
borg Jónsdóttir, systir Jóns á Þor-
grímsstöðum, langafa Hannesar
Jónssonar sendiherra, föður Hjálm-
ars, skrifstofustjóra alþjóðadeildar
utanríkisráðuneytisins.
Móðir Sigurðar var Jóhanna
verkakvennaforingi Egilsdóttir, b. í
Hörgslandskoti á Síðu, Guðmunds-
sonar. Móðir Egils var Sigríður Eg-
ilsdóttir, b. í Jórvík í Álftaveri,
Gunnsteinssonar, bróður Runólfs,
langafa Margrétar, ömmu alþingis-
mannanna Jóns Helgasonar og
Hjörleifs Guttormssonar. Karítas er
dóttir Guðmundar, kaupmanns í
Reykjavík, Guðjónssonar, sjómanns
i Reykjavík, Björnssonar, bróður
Guðrúnar, ömmu Alberts Guð-
mundssonar ráðherra. Móðir Guð-
mundar var Steinunn Þorsteinsdótt-
ir, b. í Breiðamýrarholti, Þorsteins-
sonar, garðyrkjumanns í Úthlíð í
Biskupstungum, Þorsteinssonar, b.
á Hvoli í Mýrdal, hálfbróður Bjarna
Thorsteinssonar amtmanns, föður
Steingríms skálds. Þorsteinn var
sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal,
Steingrímssonar, bróður Jóns „eld-
prests". Móðir Þorsteins í Úthlíð
var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. á
Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyj-
ólfssonar. Móðir Steinunnar var
Guðlaug Stefánsdóttir, b. á Brekku í
Biskupstungum, Gunnarssonar, af
Víkingslækjarætt ráðherranna Dav-
íðs Oddssonar, Ingólfs Jónssonar,
Eggerts G. Þorsteinssonar, og Guð-
laugs Tryggva Karlssonar hagfræð-
ings, Guðrúnar Helgadóttur rithöf-
undar og Jóns Helgasonar skálds.
Móðir Karítasar var Anna María
Gisladóttir sjómanns Jónssonar frá
írafelli í Kjós. Móðir Önnu Maríu
var Vilborg, systir Salvarar,
langömmu Sigurðar Sigurjónssonar
leikara. Vilborg var dóttir Frí-
manns, b. að Kirkjuvogi, Gíslason-
ar. Móðir Vilborgar var Margrét
Þórðardóttir, b. á Bakka í Höfnum,
Þorkelssonar, bróður Ögmundar,
afa Tómasar Guðmundssonar
skálds.
Sextugur
Jónas Skaftason
bifreiðarstjóri
Jónas Skaftason, bifreiðarstjóri,
Veghúsum 1, Reykjavik, er sextugur
i dag.
Starfsferill
Jónas fæddist á Fjalli í Skaga-
hreppi á Skagaströnd. Hann fór til
sjós 16 ára gamall og var lengst af
sem kokkur. 1970 byrjaði hann í
vörubílarekstri sem stóð í 25 ár og
var hann jafnframt á sjó. Jónas rak
líka gistiheimilið Blönduból á
Blönduósi í 4 ár. Einnig átti hann og
rak hópferðabíla og var aðallega í
hálendisferðum. Jónas starfar núna
sem bifreiðarstjóri hjá Teiti
Jónassyni ehf. Einnig starfar hann
sem leigubílstjóri.
Fjölskylda
Jónas kvæntist írisi Sveinbjörns-
dóttur og eiga þau saman fjögur
börn. Þau er Jóna Sveinbjörg, Elín
íris, Skafti Fanndal og Magnús.
Jónas og íris skildu. Sonur Jónasar
með Helgu Sigurjónsdóttur er Sig-
urður Jóhann. Önnur eiginkona
Jónasar var Guðbjörg Björgvins-
dóttir. Þau skildu. Þriðja kona
Jónasar var Ingunn Guðmundsdótt-
ir og eiga þau tvo syni, Róbert Vigni
og Jónas Inga. Jónas og Ingunn
skildu.
Systkini Jónasar eru: Hjalti, bú-
settur í Hafnarfirði; Vilhjálmur
Kristinn, búsettur á Skagaströnd;
Anna Eygló, búsett í Reykjanesbæ
og Þorvaldur Hreinn, búsettui* í
Hafnarfirði.
Foreldrar Jónasar eru Skafti
Fanndal Jónasson sjómaður og k.h.,
Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir hús-
móðir. Þau er búsett á Skagaströnd.
Merkír íslendingar
Björn Kristjánsson, ráðherra og alþingis-
maður, var fæddur á Hreiðurborg í Flóa
26. febrúar 1858. Hann var sonur hjón-
anna Kristjáns Vernharðssonar, bónda
á Hreiðurborg, og k.h., Þórunnar Hall-
dórsdóttur.
Bjöm nam skósmíði og stundaði
hana á árunum 1876 til 1882. Á árun-
um 1878 til 1879 og 1888 til 1910 dvald-
ist hann í Kaupmannahöfn þar sem
hann stundaði meðal annars nám í
tónfræði. Bjöm var einnig bókhald-
ari, kaupmaður og bæjargjaldkeri i
Reykjavík. Þann 1. október 1909 varð
hann bankastjóri Landsbankans og
gegndi því starfi til ársins 1918. Frá 4. jan.
til 28. ágúst 1917 var hann fjármálaráðherra og
hafði síðan ævilangt sérstök eftirlaun.
Bjöm átti einnig sæti í nokkrum nefnd-
um og má þar nefna velferðarnefnd,
orðunefnd, matsnefnd íslandsbanka og
árið 1928 var hann kosinn í lands-
bankanefhd en sagði af sér á miðju
sumri það ár.
Bjöm ritaði marga ritlinga og rit-
gerðir um bankamál, viðskipti, járn-
brautarmál og verslunarmál. Hann
var mikill áhugamaður um efna-
fræði og stundaði sjálfsnám i þeim
fræðum. Auk gerði hann efnarann-
sóknir á steintegundum og fleiru um
langt skeið.
Bjöm lést í Reykjavík 13. ágúst árið
1939.
Björn Kristjánsson
DV
©
550 5000
visir.is
FAX
550 5727
Þverholt 11,
105 Reykjavík