Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 32
52 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 Tilvera Menningarárið 2000 - hvað ger- um við svo? Aldrei hefur meiri orku og íjármunum verið varið til menningar og lista á íslandi en árið 2000. íslenskir listamenn og aðrir atvinnumenn í menn- ingunni, sem eru vanastir því að hafa aldrei nógu mikla pen- [ inga til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, höfðu allt í í einu fullar hendur fjár og báru ábyrgð á því að árþús- undaskiptin á íslandi yrðu bæði hátíðleg og skemmtileg. Á málfundi í Leikhúskjallar- I anum, sem Sjónlistafélagið og | Listaklúbburinn gangast fyrir í I kvöld, verður fjallað um þessar I spurningar. Frummælendur verða Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíð- ar í Reykjavík og framkvæmda- stjóri verkefnisins Reykjavík menningarborg, Guðmmidur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla íslands, og Jón Proppé, myndlistargagn- rýnandi og sýningarstjóri, sem jafnframt er fundarstjóri. Leik- i húskjallarinn verður opnaður klukkan 19.30 en málfundurinn hefst klukkan 20.30. Kabarett ■ KARI MEÐ DAGLEG UOÐ A hverjum degi í heiit ár og einn dag mun eitt Ijóð birtast í Hinu húsinu eftir ungt skáld sem heitir Kári Tul- inius. Ljóöin veröa rituö á ritvél - sem er á borði út viö glugga. Ljóð dagsins verður hengt til aflestrar út í glugga og síöan safnað saman í möppu. Kári hefur verk sitt í dag, á tvítugsafmælisdeginum sínum, og lýkur ársverkinu því 26. febrúar 2002. Allir eru velkomnir að koma og lesa Ijóð. Síðustu forvöð Í RÚf REBÉKKA I HAFNARBORG í dag lýkur málverkasýningu Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur í Sverris- sal f Hafnarborg. Rut Rebekka sýn- ir þar stór olíumálverk. Sem fýrr er manneskjan í fýrirrúmi í myndum hennar. Uppsprettan í tjáningunni er líkaminn þar sem hún leitast við að túlka með hreyfingu og dansi einbeitni hans, fegurð og styrk. Frá- sögnin með þensildráttum er allt { 'jí senn, með hrynjandi línu og lita ásamt byggingu forma. Þetta er fimmtánda einkasýnig Rutar en áður hefur hún m.a. sýnt í Norræna húsinu, Kjarvalsstööum, Kauþ- mannahöfn, Svíþjóð og í Noregi. Hún stundaöi listnám sitt í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Skidmore Collage NY USA. Sýningin í Sverrissal í Hafnarborg er opin frá kl. 11-17 alla daga nema þriðju- daga. Bíó 1 POLANSKIHJÁ FILMÚNDI Í kvöld kl. 22.30 verður myndin „The Tenant" eða „Leigjandinn" sýnd í ' Háskólabíói á vegum Fiimundar. Þetta er ekki ein af frægustu mynd- um Polanski en óhætt er að mæla með henni fyrir alla unnendur spennu- og hryllingsmynda. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Sértu sáttur er kannski ástæðulaust að breyta - DV fór í heimsókn til ungra hjóna á Skúfsstöðum í Hjaltadal Skúfsstaðir í Hjaltadal Á Skúfsstööum hafa ættmenni Siguröar búiö í 130 ár og María á einnig ættir aö rekj'a í Hjaltadalinn. DV-MYNDIR ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Ung í búskap Þorsteinn Axelsson og María Hjaltadóttir í félagsskap kýrinnar Búkollu. Á síðasta vori hóf búskap á Skúfs- stöðum í Hjaltadal ungt sambýlisfólk, Þorsteinn Axelsson frá Litlu-Brekku á Höfðaströnd og María Hjaltadóttir frá Sauðárkróki. Þorsteinn er bróðurson- ur Sigurðar Þorsteinssonar, fyrrum bónda á Skúfsstöðum, sem reyndar býr enn í nágrenninu, stofnaði skógar- býlið Mela í jaðri Skúfsstaðalandsins. Á Skúfsstöðum hafa ættmenni Sigurð- ar búið í 130 ár og virðist því sem framhald verði á því um sinn. María á einnig ættir sínar að rekja í Hjaltadalinn og voru Hulda, fyrrum húsfreyja á Skúfsstöðum, sem lést skömmu fyrir siðustu jól, og Hjalti Pálsson frá Hofi, faðir Maríu, bræðra- börn. Þau Þorsteinn og María segjast hafa verið sérstaklega heppin með byrjun- ina að fá þetta einstaka sumar og svo veturinn eins og hann hefur verið. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Kýmar hafa mjólkað mjög vel og heil- brigði verið sérstaklega gott. Júgur- bólga hefur t.d. ekki sést í fjósinu og það er mikill spamaður ef maður sleppur við hana. Heyskapurinn gekk náttúrlega sérstaklega vel og við eig- um mikið af góðum heyjum. Ég held að megi segja að það sé ekki til neitt nema úrvalshey og svo var kornupp- skeran líka sú mesta sem við höfum séð,“ segir Þorsteinn. Búskapurinn hefur lengi blrmdað i Þorsteini enda al- inn upp í föðurhúsum á Höfðaströnd- inni. Leiðin lá í almennt búfræðinám á Hólum þaðan sem hann útskrifaðist 1990. Þorsteinn réðst til afleysinga á búum í fjóra vetur og brá sér svo á ver- tíðir til Grindavíkur flmm vetur, var þar til sjós á línu og netum. „Það var svo sem ágætt, þótt maður væri miklu spenntari fyrir búskapnum," segir Þor- steinn. Búskapur í stað efnafræði Það er hins vegar stutt síðan María lauk námi við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Hugur hennar stefndi til háskólanáms og var efnafræðin þar of- arlega á blaði. En þá tók líflð aðra steínu, ekkert hefur þó verið útilokað enn. „Ég ætla að láta veturinn og sumar- ið líða og sjá svo til. Mér er búið að líða mjög vel héma og þetta hefur gengið vel. Jú, það hefur togast svolít- ið á í mér að halda áfram námi en svo hef ég líka verið að hugsa að það sé hægt að gera svo margt annað. Ef þér líður einhvers staðar vel og þú ert sátt- ur við þitt hlutskipti þá er kannski engin ástæða til að breyta því. Sveita- lífið hefur marga kosti, þetta er heil- brigt líf. Mér finnst vera mikiil félags- skapur hjá sveitafólkinu. Það eru meiri samskipti milli fólks hér en er t.d. úti á Sauðárkróki. Það er ákaflega gott fólk héma í nágrenninu. Ókostirn- ir em hins vegar að það er bindandi að búa í sveit, sérstaklega með kýr.“ Nýi grundvöllurínn óraunhæfur Á Skúfsstöðum er aðallega mjólkur- bú, 28 básar í fiósinu og 130 kindur á fóðrum, auk nokkurra hrossa. Þor- steinn segist nýta plássið i fiósinu mjög vel og líklega verði mjólkin á þessu framleiðsluári nokkuð yfir kvót- Sviðsljós Cindy á von á barni á ný Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er aft- ur barnshafandi, samkvæmt frásögn bandaríska timaritsins People. Fyrir á Cindy 20 mánaða gamlan son með eigin- manni sínum, Rande Gerber. Cindy mun hafa fengið boð um 1 miiljarð íslenskra króna fyrir að kynna tískuhönnuðinn Ellen Tracy. Ef til vill verður fyrirtæki hönnuðarins að snúa sér að fatnaði fyrir bamshafandi mæður reynist fréttin rétt um von á fiölgun í fiölskyldu Cindy Crawford og eiginmanns hennar. anum sem er 127.000 lítrar. „Við þyrftum að bæta við okkur kvóta en hann er dýr núna, 200 til 210 krónur lítrinn. Síðan liggur fyrir að laga mjólkurhúsiö. Kröfumar em orðnar svo miklar og það verður að fylgja þeim, þó svo að mjólkin sem við framleiðum hafi verið alveg jafngóð og sú sem fer í gegnum nýju mjólkurhús- in.“ - Er ekki mjög erfitt aó kaupa bú í fullum rekstri í dag? „Jú, það er það, og ég hugsa að það eigi eftir að verða enn erfiðara á næstu árum ef ekki verða gerðar breytingar á lánakerfinu. Það er nýlega búið að hækka grundvallarbúið um helming, í rúmlega 180.000 lítra, sem mér finnst óraunhæf tala. Það þýðir að væntan- lega verður að laga lánakerfið að þess- ari breytingu ef ekki á illa að fara. Hjá okkur verður þetta strembið næstu sex árin, en á síðan að verða léttara. Við erum mjög bjartsýn á að þetta gangi upp og hefðum náttúrlega ekki farið út í þetta annars," segir Þor- steinn. „Já, ég held að megi segja að þetta hafi gengið mjög vel hingað til og lofi góðu,“ bætir María við, er greinilega vel inni í hlutunum. „Annars er ákveðin verkaskipting hjá okkur. Ég get náttúrlega ekki geng- ið i öll karlmannsstörf en hjálpa til við mjaltir og þau útiverk sem ég ræð vel við.“ @.mfyr:Vinnuhagræðing skilar sér fljótt - En þetta er óskaplega mikil vinrn d blönduóu búi eins og hér er? „Jú, það má reikna með alveg fóst- um fimm tímum í gegningar og mjalt- ir á hverjum degi, ef ekki er gert neitt annað, náð í rúllubagga eða losað hey og ýmislegt annað sem oft þarf að gera. Annars er þetta í sjálfu sér ekki mikill aukatími sem fer í kindurnar. Við erum hvort eð er bundin yfir kúnum. Tilkostnaðurinn við kindurnar er heldur ekki mikill og þær gefa líka af sér tekjur,“ segir Þorsteinn. „Við fáum gott verð fyrir mjólkina en tiikostnaðurinn þar er mikill," skýt- ur María inn í. - Er mikill hagur af kornrœktinni? „Ég veit það nú ekki. Þetta hefur komið ágætlega út þegcir uppskeran er svona góð eins og hún hefur verið und- anfarið. Mér líkar þetta vel og kýmar em náttúrlega vitlausar í byggið og Robbie hrint út af sviðinu Poppstjörnunni Robbie Williams brá á tónleikum í Stuttgart i Þýskalandi þegar honum var hrint út af sviðinu fyrir framan þúsundir áhorfenda. Einn úr áhorfendahópnum mun hafa stokk- ið upp á sviðið og ráðist á Robbie sem ekki varð meint af. Popparinn hélt bara áfram að syngja eins og ekkert hefði komið fyrir. Að sögn talsmanns Robbies er talið að áhorfandinn hafi ekki verið i andlegu jafnvægi. Yfirvöld eru með málið í rannsókn. þrífast vel af því.“ - En svo vió tölum um vinnuna aft- ur. Það hlýtur aö vera mikið aö gera yfir hábjargrœðistimann? „Já, það verður að skipuleggja tím- ann vel og öll vinnuhagræðing i sveita- verkum er fljót að skila sér. Ég prófaði núna að stilla saman kindumar, „svampa" þær eins og kallað er, og stíla á að þær beri á einum fimm dög- um frekar seint næsta vor þannig að hægt verði að sleppa þeim út að mestu. Ef þær bera á stuttum tima verður drýgri timi í önnur verk, eins og t.d. viðhald girðinga, jarðvinnu, áburðar- dreifmgu og fleira. Síðan er heyskap- urinn mikiil annatími. Mér líkar best að geta þurrkað heyið og flytja það heim á vagni en bind svona þriðjung- inn í rúllubagga. Það er nauðsynlegt að vera með fiölbreytt fóður en þrátt fyrir að rúllubaggaaðferðin sé fljótvirk finnst mér ókosturinn við hana að það er seinlegra að gefa úr böggunum. Svo er það náttúrlega fiárragið á haustin sem tekur sinn tima þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Þorsteinn. „Við stílum á að fá eitthvað af að- stoðarfólki yfir sumarið, vorum með það síðasta sumar. Við komumst ekki yfir þetta allt tvö ein,“ segir María og kötturinn Salome er ásækinn. Maria segir að stór hluti af því að hún kunni svo vel við sveitalífið sé vitaskuld það að henni þyki ákaflega vænt um dýrin sín. Þorsteinn tekur í sama streng en segir að það verði þó stundum að horfa til þess að þetta sé atvinna manns, annars mundi bara ofgölgunarvanda- mál blasa við. Það hefur reyndar verið að fiölga i fiósinu á Skúfsstöðum undanfarið. Þar eru komnir fimm fallegir kálfar en daginn áður en DV-maður var á ferð komu tveir þeirra í heiminn. Það er smábaul í kúnum sem fylgja komu- manni á braut en í hundunum tveim- ur heyrist ekkert enda eru þetta fiár- hundar sem hlaupa Mjóðlaust fyrir kindahópinn og safna honum saman. Þessa kosti munu þeir hafa sýnt ótví- rætt við smölun á liðnu hausti. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.