Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 16
16 Menning Myndin í stássstofunni Áhorfskannanir eru fyrirbrigði sem sjón- varpsstöðvamar hleypa af stokkunum með reglulegu millibili, bæði til að þóknast aug- lýsendum og mæla eig- in vinsældir. Um leið veita þær nokkra inn- sýn í það sem kalla mætti „almennan smekk“ sjónvarps- áhorfenda á hverjum tíma. En mér vitanlega hefur ekki verið kann- að af fræðilegri ná- kvæmni hvaða augum íslendingar líta mynd- listarlegt umhverfi sitt, hvers vegna þeir kaupa myndir, hvaða við- fangsefni höfða mest til þeirra, hvað ráði upp- hengingu myndanna á heimilum þeirra og svo framvegis. Fræðimenn meðal annarra þjóða hafa lagt sig eftir upp- lýsingum um myndlist- aráhuga fólks. M.a. hef- ur listasögudeild háskólans í Lundi í hartnær aldarfjórðung fylgst skipulega með myndlist- arsmekk íbúa i þremur flölbýlishúsum í Málmey í Svíþjóð. Því er „Sófamálverkið", uppákoma Önnu Jóa og Ólafar Oddgeirsdóttur í Hafnarhúsinu, skemmtileg nýbreytni, jafnvel þótt hún gefi sig ekki út fyrir að vera strangvísindaleg við- horfskönnun. Raunar virðast þær sjálfar líta á verkefnið sem myndlistargjörning, sambland af innsetningum, litskyggnum og textum. Skyggnur í síbylju Áhugaverðasti hluti þessa gjörnings, a.m.k. fyrir þann sem velt hefur fyrir sér viðhorfum íslendinga til myndlistar, eru skyggnur af „sófamálverkum" í u.þ.b. 100 heimahúsum sem sýndar eru í síbylju í fundarsal hússins ásamt athugasemdum sem hafðar eru eftir eigendum þeirra. Þær stöllur virðast ganga út frá því að í hugmyndinni um sófamálverkið kristallist viðhorf íslendinga til myndlistar: að í öndvegi á hverju heimili, yfir sófanum í „bestu stof- unni“, sé alltaf að finna þau málverk sem hafi mesta þýðingu fyrir íbúana. Þær gefa sér líka að þetta sófamálverk eigi lítið sem ekkert skylt við fyrirbæri með sama nafni sem aðrir Norðurlandabúar tala um á niðrandi hátt - sem ég held að sé rétt hjá þeim. Og að með þvi að einblína á þetta listræna altari hvers ís- lensks heimilis megi komast næst fegurð- arsmekk eigenda. Ekki ætti að koma neinum á óvart að eldri kynslóð íslendinga skuli bæna sig við ölturu þeirra Kjarvals, Jóns Stefánssonar eða Gunn- laugs Blöndals, eða að eftirstríðskynslóðin skuli hengja málverk eftir Kristján Davíðsson eða Þorvald Skúlason yfir dönsku sófana sína, og að allra yngstu íbúðareigendur séu spennt- astir fyrir ítölskum mublum frá Casa eða Epal og málverkum eftir Georg Guðna eða Helga Þorgils. Einkarými og opinbert rými Eiginlega vekja skyggnurnar fleiri spurningar en þær svara. í skránni er að finna drög að hugleiðingu um elstu gerð íslenska sófamálverksins,. landslagsmyndina, þar sem m.a. er velt upp hugmyndinni um eftirsjá nútíma- íslendingsins eftir heimahögum og fortíð. Sú hugmynd er þó ekki brotin til mergjar. Auk þess vantar tilfinnan- lega einhvers konar úttekt á viðhorfs- breytingum yngri kynslóða, eins og þær birtast i sófa- málverkum þeirra, t.a.m. hugmyndinni um hina „heild- rænu innréttingu" og „innréttinguna sem tískuyfirlýsingu“, sjá Innlit/útlit þættina á Skjá einum. Helsti galli á sjálfri aðferðafræðinni sem hér er viðhöfð er að skipuleggjendur gera ekki kláran greinarmun á einkarými, þ.e. stássstof- um á einkaheimilum, og opinberu rými, því inn á milli birtast skyggnur af málverkum á opinberum stöðum, Hótel Holti, Alþingi o.fl. Þetta rýrir gildi könnunar á einstaklingsvið- horfum. Sömuleiðis finnst mér út í hött að bregða athugasemdum húseigenda upp með næstum tilviljunarkenndum hætti, í stað þess aö láta þær fylgja myndunum af sófamálverk- um þeirra. En tilraunin er áhugaverð og getur vonandi af sér alvörurannsóknir á myndlistarsmekk Islendinga. Aðalsteinn Ingólfsson Sófamálverkið veröur til sýnis í Hafnarhúsinu út marsmánuö. Opiö daglega kl. 11-18 en til kl. 19 fimmtudaga. Tónlist Jónas Ingimundarson og Ólafur Kjartan Siguröarson DV-MYND EÓL. Nákvæmlega helmingur laganna á efnisskrá Ljóðatónleika Gerðubergs þann 21. febrúar síðastliðinn var frumfluttur þetta kvöld. Öll voru lög- in skrifuð fyrir einsöngsrödd og pí- anó. Þrettán íslenskir höfundar áttu þama á bilinu 1-3 lög hver og gæti þá einhver haldið að flest þeirra tón- skálda sem lægi eitthvað á hjarta á þessu sviði hefðu þarna komið að sínum nýjustu verkum. En svo er ekki. Þau eru ótrúlega mörg, ís- lensku einsöngslögin sem bíða flutn- ings, og svona í framhjáhlaupi er rétt að nefna óperurnar sem rykfalla meðan gömul, erlend verk rata ítrek- að á svið hér. íslenskir söngvarar eru margir ekki duglegir við að æfa og flytja nýja íslenska tónlist og í fljótu bragði finnst ekki í minningasafni nýliðinna ára dæmi um annað eins grettistak á þessu sviði og Ólafur Kjartan Sigurðsson lyfti á þessum tónleikum með meðleikara sínum, Jónasi Ingimundarsyni. Hér verður að nægja að nefna það sem stendur upp úr í huganum nú þó að endurtekin áheym gæti breytt þar einhverju. Lögin vom mörg og ólík og útilokað að bera þau saman. Tryggvi M. Baldvinsson notaði óhræddur hið þekkta á skemmtilegan hátt í lög- úm sínum, Hvar ertu? og Völuspá. Tónlistin er gegnsýrð húmor sem fellur vel að skondnum ljóðum Þórarins Eldjárns. Flytjendur sýndu til- þrif og leikgleði sem smitaði salinn. Eftir John A. Speight var frumflutt mjög fal- leg Sjóferðabæn við texta Steinunnar Sigurðar- dóttur. Lagið myndar sterka heild, senu, þar sem þó er finna fjölbreytta áferð. Bæði rödd og píanó fá augnablik án hins, viðkvæm augnablik og falleg. Þetta er óvenjulega tilgerðarlaust lag og einlægt, góð smíð og var vel flutt. Flug Þorkels Sigurbjörnssonar var tært og einfalt eins og þeir einir gera sem kunna; Mar- íubæn Skúla Halldórssonar í gömlum stíl en fal- leg og Til hinnar heittelskuðu eftir Jón Ásgeirs- son alveg bráðskemmtilegt og sérlega leikandi skrifað. Þrjú lög eftir Oliver Kentish vom á efnis- skránni og voru tvö þeirra greinilega samin með það í huga að hljóma íslensk og jafnvel forn. Þetta eru góð dæmi um vel heppnaða nálg- un íslenskra einkenna og hljómuðu þau líkleg til að verða sungin áfram. Eitt af fallegustu lögum tónleikanna var lag Mistar Þorkelsdóttur, Þú ert átján. Spunakennd- ur rytmi í línum, vel mótuð þrástef og almennt falleg meðferð á texta er meðal þess sem er eft- irminnilegt við þetta lag. Þeir Jónas og Ólafur voru mjög samstiga í vönduðum flutningi. En það var Gunnar Reynir Sveinsson sem átti þau verk sem dýpst brenndu sig í hugann þetta kvöld - og ekki vegna þess að þau væru svo þægileg. Skarphéðinn í brennunni, við ljóð Steins Steinarrs, er mögnuð sena, sönn augna- bliksópera eins flytjendur komust að orði fyrir tónleikana. EftirspUið þarf þó að hljóma öðru- vísi en það gerði þarna til að halda uppi þeirri spennu sem fólgin er i laginu. Og svo er það hún Elín Helena sem, eins og fleiri þetta kvöld, er orðin átján ára. Ólafur Kjartan túlkaði þetta ljóð með þeim hætti að það verður aldrei samt aftur. Hann fletti utan af ruddaskapnum, beraði gróf- leikann og lagði á borðið allar þær fýsnir og þenkingar sem fólgnar eru í bæði texta og lagi. Þetta var frábær flutningur og sýndi líka vel þá útgeislun og vald sem Ólafur Kjartan hefur á sviði. í heildina voru þetta mjög skemmtilegir tón- leikar, verkefnin vel valin og flutningurinn lif- andi. Sigfrlður Björnsdóttir MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 DV Umsjón: Silja Aðalstelnsdóttir Útlendingar skilja hana ekki íslensk tunga er einn af hornsteinum menningar okkar og hefur ómetanlegt gildi fyrir sjálfsvitund þjóðarinnar, segir í ályktun sem Bandalag íslenskra listamanna hefur sent frá sér um tungumálið á framlagi íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. En Bandalagið telur að stuðla beri að út- breiðslu íslenskrar menningar og framgangi íslenskra listamanna erlendis, og staðreyndin sé því miður sú að í eyrum útlendinga sé is- lensk tunga óskiljanleg. Listamenn sem eru í aðstöðu til að koma verkum sínum á framfæri erlendis að tilstuðlan opinberra aðila, svo sem Ríkisútvarpsins, hljóta að gera þá sjálf- sögðu kröfu að hömlur séu ekki settar á tján- ingarfrelsi þeirra með einhliða ákvörðun út- varpsráðs sem beinlínis meinar þeim að gera sig skiljaniega og koma listaverkum sínum á framfæri þannig að innihald þeirra skili sér. Þær reglubreytingar sem stjórn Söngvakeppninnar gerði fyrir þremur árum til að stuðla að því að þátttakendur smærri þjóða eigi greiðari aðgang að eyrum áhorf- enda, með því að heimila þeim að syngja á tungumáli sem meirihluti sjónvarpsáhorf- enda skilur, ættu að mati stjórnar BÍL að eiga við um íslenska keppendur. Gengið í barndóm Myndlistarmenn sem hafa sótt sér fram- haldsmenntun til Japans eru teljandi á flngr- um annarrar handar enda landið langt í burtu og menning ólík, en Þóroddur Jóhanns- son komst að því að Japan allt er einn risa- stór skóli fyrir íslenskan myndlistarmann. Þóroddur heldur fyrirlestur um málið í dag, kl. 12.30, í stofu 024 í Listaháskólanum Laug- arnesvegi 91, og nefnir hann: „Gengið í barn- dóm - að læra myndlist í Japan og fleira skemmtilegt." Þar íjallar hann um myndlist- arnám sitt þar eystra og segir lítillega frá eig- in verkum. Leiktúlkun Áhugafólk athugi að 5. mars hefst nám- skeið í leiktúlkun við Opna listaháskólann undir stjórn Þórs Tulinius leikara. Markmið námskeiðsins er að opna fyrir fólki heim sviðs- og leiktúlkunar. Fjallað verður um það hvernig leikarar nálgast nýtt hlutverk, farið í ýmsar æfmgar og leiki, unnið með spuna og senur. Kennt verður í Leiklistadeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13. Leikmynd og búningar Þeir sem hafa meiri áhuga á útliti leiksýn- inga en túlkun leikara athugi að 6. mars hefst námskeið í leikmyndahönnun í Skipholti 1. Tilgangur námskeiðsins er að veita innsýn í heim hönnuðar. Lesið verður leikrit og mögu- leikar á útfærslu leikmyndar ræddir, skoðað bak við tjöldin, rætt um hvernig leiksýning verður til og kannski farið í heimsókn í leik- hús. Gestir koma í heimsókn (t.d. leikari, leik- stjóri, ljósahönnuður, búningahönnuður) og reynt verður að gera grein fyrir samspili ólíkra þátta í sköpun leiksýningar. Kennari er Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður. Daginn eftir, 7. mars, hefst svo námskeið í búningahönnun í Skipholti 1. Lesið verður handritið að Blúndum og blásýru eftir Joseph Kesselring og hugmyndir þátttakenda skoðað- ar og ræddar. Farið verður baksviðs þar sem verið er að undirbúa uppfærslu á verkinu í Borgarleikhúsinu, litið inn á æfingu, spjallað viö leikstjórann og fylgst með persónum verða til í leik, búningum og gervi. Að lokum verður farið á sýningu á verkinu. Kennari er Þórunn María Jónsdóttir búningahönnuður sem sér einmitt um leikmynd og búninga á sýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.