Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 17
17 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 DV_____________________________________________________________________________________________Menning Ahrifamikill söngur Köflótt upplifun Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands síð- astliðið flmmtudagskvöld voru haldnir fyrir fullu húsi. Hvort það var píanókonsert Moz- arts, Örlagasinfónía Beethovens eða píanó- leikarinn Miklós Dalmay sem mest hafði að- dráttaraflið er óljóst; efnisskrá á svo kunnug- legum nótum hefur örugglega vegið þungt hjá mörgum. En tónleikarnir hófust á sinfóníu eftir Haydn, þeirri 24. í röðinni af ríflega hundrað. Ef einhver furðar sig á þeim fjölda þá má bæta við að u.þ.b. þriðjungur þeirra var sam- inn á átta ára tímabili og því ljóst að maður- inn samdi hratt. Flutningurinn, undir stjórn Garys Brains frá Bretlandi, var skammlaus. Byrjunin ágæt, annar kaflinn ekki í þeim hæðum sem hægt er, fiðlur örlítið harðar í þeim þriðja og flórði kaflinn nánast eins og lesinn á staðnum. Efnið þar er þó ekki meðal þess besta frá tónskáldinu og kannski erfitt að smíða inn eitthvað sem ekki er þarna. Á fóstudagskvöldið var komið að Sólrúnu Bragadóttur og Þóru Einarsdóttur að taka við hlutverkum Mimi og Musettu i La Bohéme eftir Puccini, sem sýnd er í íslensku óperunni um þessar mundir. í öðrum hlutverkum voru sömu söngvarar, en Guðjón G. Óskarsson mun skipta við Viðar Gunnarsson sem heim- spekingurinn Colline um þarnæstu helgi. Ljúft er að segja frá því að sýningin á föstu- dagskvöldið var mun betri en frumsýningin, sem þó var hin besta skemmtun. Kórinn, sem var gagnrýndur fyrir slælega frammistöðu eft- ir frumsýninguna, var meira samtaka, til dæmis voru karlaraddirnar hreinni. Sama má segja um þá söngvara sem haldnir voru merkjanlegum taugaóstyrk á frumsýning- unni, þeir voru öruggari og afslappaðri. Rödd Viðars Gunnarssonar var t.d. eðlilegri og óheftari og frammistaða Kolbeins J. Ketilsson- ar var stórkostleg. Kolbeinn hefur ekki aðeins einstaklega fallega rödd heldur næman list- rænan skilning líka, og sum atriðin með hon- um voru svo áhrifamikil að maður lygndi aft- ur augunum og gleymdi stund og stað. Raddir þeirra Kolbeins og Sólrúnar Braga- dóttur, sem lék Mimi, blönduðust prýðilega saman, og betur en þegar Auður Gunnarsdótt- ir var í sama hlutverki. Sólrún söng afar vel, rödd hennar var hljómmikil og tær, og ólíkt Auði háði lélegur hljómburðurinn henni ekki neitt, a.m.k. heyrðist að öllu leyti jafn vel í henni og Kolbeini. Sólrún hefur starfað lengi sem óperusöngkona, hún hefur mikla reynslu og gat maður ekki fundið að sviðsskrekkur háði henni þarna um kvöldið. Hún á auðvelt með að leika, og var sérlega sannfærandi í hlutverki sínu. í stað Hlínar Pétursdóttur var Þóra Einars- dóttir í hlutverki Musettu, og stóð hún sig prýðilega. Þóra hefur mildari, lýrískari rödd en Hlín og hentar það hlutverkinu að mörgu leyti betur. Var samsöngur hennar og Berg- þórs Pálssonar sérlega skemmtilegur, lifandi og oft bráðfyndinn. Má segja að sýningin á fóstudagskvöldið hafi verið heildstæðari og jafnari en sú fyrsta. Skilst eitthvað hvort sem er? Á síðunni hér á móti er birt ályktun Bandalags islenskra listamanna um að leyfa skuli listamönnum að syngja á erlendri tungu í Júróvisjón. Því er menningarsíðan sammála. Ef lagið sem umsjónarmaður greiddi sitt atkvæði kvöldið góða, Röddin þin eftir Möggu Stínu, hefði sigrað hefði til dæmis verið alveg út í hött að syngja það á óskiljanlegu tungumáli því þar voru texti og lag ein heild sem missti marks ef annað vantaði. En Birta - skiptir máli á hvaða tungu hún er sungin? Skildi einhver textann hjá söngv- aranum hvort eð var? Mér heyrðist hann endilega syngja þetta á ensku þangað til kom að viðlaginu en þá heyrði ég hann all- greinilega segja „Birta - bídd’eftir mér“, og það er íslenska. Margir popparar (einkum hinir ungu) fara með íslensku eins og þeir væru að tala á ensku, að minnsta kosti í söng, fletja út sérhljóðin, lina lokuð samhljóð og klessa t-ið þannig að það færist ískyggilega nærri s-i. Kannski bera þeir ensku ekkert betur fram og þá getur vel verið að erlendir áheyrend- ur haldi að þeir séu að syngja á íslensku... Aðdáunarverð tök Píanókonsertinn nr. 21 í C-dúr eftir Mozart er eitt af þekktustu verkum sinnar tegundar. Þrátt fyrir hinar miklu vinsældir hæga kafl- ans er sá fyrsti kóróna verksins: Qölbreyttur og þéttur kafli þar sem yfirfljótandi hug- myndaauðgi tónskáldsins og snilli hans i með- ferð efnisins nýtur sín til fullnustu. Mozart er erfiður í flutningi og ekki tilviljun hvað við heyrum hann í raun sjaldan. Það þarf mikla fimi, tærleika og tónlistarlegt innsæi til að túlka verk hans. Allt er gegnsætt og ekkert má bregða út af, allt heyrist. Guðdómlegur einfaldleiki sumra stefjanna er ólýsanlegur og hraðinn þess á milli í litbrigðaríkum vefnum ekki síðri. Miklos Dalmay lék af miklu list- fengi á fimmtudagskvöld. Túlkun hans var ör- ugg og lifandi en hafði þetta pínulítið fjar- ræna yfirbragð hinnar klassísku hugsunar sem hæfir þessu efni svo ótrúlega vel. Hvergi örlaði á tilfinningasemi sem hjá mörgum pí- anóleikaranum gefur væmið jTirbragð í stað fegurðar. Tök hans á hinum fræga hæga kafla verksins voru aðdáunarverð. Þar sannaðist ekki síst hve nálgun hans á verkið var vel og djúpt unnin, samræmi við litbrigði hinna kaflanna mjög gott. Leikur hans var í heildina tær og öruggur og örfáir hnökrar spilltu þar engu. Hljómsveitin lék vel og lagði allt það til Ekki endilega vegna þes að betri söngkonur séu á ferðinni, heldur er þetta bara svona á frumsýningum, fólk er hryllilega taugaspennt og höndlar það misvel, auk þess sem reynslan skiptir miklu máli. Nú eru allir komnir í topp- form og er La Bohéme glæsileg sýning sem flestir eiga vonandi eftir að sjá. Jónas Sen Ævintýrin aftur inn í barnaherbergið Tölu- verðar um- ræður hafa orðið um nýja útgáfu á nokkrum ævintýrum H.C. Ánder- sens í Dan- mörku. Ekki er það hinn ást- sæli ævin- týrahöf- undur sem deilur vek- ur heldur það að sög- urnar hans eru endur- sagðar í bókinni - af ekki minni manni en rithöfundinum Villy Sorensen. Margir mæt- ir skólamenn og rithöfundar hafa kvatt sér híjóðs út af þessu og finnst þetta álíka guö- last og okkur fannst lengi um endursagðar útgáfur af Islendingasögum. Er þó ólíku saman að jafna því Andersen er „nútímahöf- undur“, aðeins tvö hundruð ára gamall, en sögurnar margfalt eldri. Endursögnin útvatnar textann, segja margir, góð og gegn orð glatast en i staðinn koma flöt tískuorð. En tilgangurinn er göf- ugur: að færa Andersen nær þjóð sinni aft- ur. „Börnin eiga að geta lesið sögumar sjálf án skýringa og neðanmálsgreina," segir Villy Sorensen i nýlegu viðtali í Politiken. „En því fer fjarri að þetta sé nein léttlestrar- útgáfa. Ég hef ekki hróflað við kjarna verk- anna eöa stíl, innihaldi eða formi þótt skipt sé um einstaka orð. Fólk á almennt erfitt með að lesa þessi ævintýri óbreytt nú orðið, enda hefur danskan breyst æði mikið frá dögum Hans Kristjáns. Einkenni á texta hans þegar hann var nýr var hvað stíllinn var munnlegur og einmitt þess vegna er slæmt að hann skuli nú vera orðinn svo bóklegur að enginn skilji hann nema ein- hverjir fræðingar." Það er auðvitað fáránlegt þegar einfaldar hindranir eins og stafsetning og úrelt orð og orðasambönd fæla almenna lesendur frá góðum sögum og segja má að endurnýjun ákveðinna orða í texta sé lítil breyting mið- að við meðferð Disney-apparatsins á snilld- arverkum Andersens, eins og Litlu hafmeyj- unni. Því fjarlægari sem textinn verður al- menningi því auðveldara verður að skrum- skæla hann í aíleiddu efni eins og kvik- myndum. Miklós Dalmay píanóleikari Leikur harts var í heildina tær og öruggur. DV-MYND E.ÖL. MYND: GUÐMUNDUR INGÓLFSSON Kolbeinn J. Ketilsson og Sólrún Bragadóttir sem Rodolfo og Mimi. Raddir þeirra blönduðust prýðilega saman. flutningsins sem var í hennar valdi en það var hljómsveitarstjórinn sem ekki mótaði hlutina nógu vel. Sem dæmi um það er hversu ítrek- að honum tókst að koma inn eftir kadensur á óvandaðan hátt. Tónlíst En það sló fyrst verulega út í fyrir hljóm- sveitarstjóranum í síðasta verkinu á efnis- skránni, Örlagasinfóníu Beethovens. Þar kom berlega í Ijós hve illa hann stjórnaði hlutföll- um í styrk, sem er eitthvað sem hljóðfæraleik- ararnir sjálfir eiga bágt með að meta, staddir inni í miðjum hópnum. Flautur, pákur og horn voru látin skera sig í gegnum vefinn og groddagangur einkenndi flutninginn allan. Ljóst er að þetta verk lifir þrátt fyrir annan kaflann en ekki vegna hans og var þessi hæpni kafli leiðinlegri en nokkru sinni í illa útfærðum leik undir stjórn Mr. Brains. Þriðji kaflinn er hins vegar innihaldsríkur og lifði af þrátt fyrir slátrunartilraunir hljómsveitar- stjórans. Verkið var í heild klunnalega flutt, þungt en ekki þrungið - uppdubbað og útblás- ið en ekki djúpt. Það skal viðurkennast að það er samt lúmskt gaman að heyra svona lélegan flutning þvi það gefur manni svo áþreifanleg- an og endurnýjaðan skilning á hlutverki hljómsveitarstjórans sem listamanns. Hlut- verk sem aldrei verður ofmetið. Sigfríður Björnsdóttir Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói 22.2. 2001: Sinfónía nr. 24 eftir Josef Haydn. Pianó- konsert nr. 21 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sin- fónía nr. 5 eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari: Miklós Dalmay. Hljómsveitarstjóri: Gary Brain.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.