Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 36
1/ inarina bíll FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Bílhelmar FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 Jónína Siv Bjartmarz Friöleifsdóttir Varaformennska: Jónína sjóðheit - en Siv þögul Jónína Bjartmarz er sjóöheit fyrir framboði tU varaformennsku Fram- sóknarflokksins á flokksþingi í mars. Samkvæmt heimildum DV eru yfir- gnæfandi líkur á að af framboði verði þó endanleg ákvörðun liggi ekki íyrir. Jónína sagði fátt þegar DV ræddi við hana í gærkvöld. „Ég gef yfirlýsingu á næstu dögum,“ sagði hún. Aðeins Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur lýst framboði til embættis- ins en Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra er einnig talin veik fyrir framboði. Sjáif varðist hún allra frétta í gærkvöld. „Engar yfírlýsingar," sagði Siv. Hjálmar Árnason er enn sem komið er einn í framboði til ritara flokksins. Meðal tillagna fyrir flokksþing er að rit- ari megi ekki gegna ráðherradómi. Á miðstjórarfundi um helgina kom fram hörð gagnrýni á þá tilfögu og er talið lík- legt að hún verði ekki samþykkt. -rt Ingvar E. Sigurðsson: Líst vel á myndina „Ég hef ekkert hitt Harrison Ford en ég hitti Liam Neeson aðeins og það var ágætt,“ sagði Ingvar E. Sigurðsson kvik- myndaleikari sem er heima í fríi frá vinnu sinni í kvik- myndinni K 19 - The Widow Maker. „Þetta eru frábærir strákar sem eru með mér þama í áhöfn kaf- bátsins og leikstjórinn er líka ósköp yndisleg." Vinnan við myndina er í fullum gangi að sögn Ingvars og eru tökur hafnar í Rússlandi. Hann segir engan bilbug á mönnum að finna og sögur um kærumál hljóti að vera stórlega ýktar. „Þarna em allir að vinna sína vinnu alveg sallarólegir," segir Ingvar sem er glaður i bragði og horfír björtum augum á vinnuna sem fram undan er. Ingvar fer aftur utan á morgun og byrjar i tökum 6. mars. Myndin verður frumsýnd á árinu 2002. -ss DV-MYND INGÓ Hressir krakkar á frístælkeppni Kristín Ýr Sjgurðardóttir, Sigrún Tinna Gunnarsdóttir, Siguröur Rúnar Birgisson og Anna Gréta Oddsdóttir, sem öil eru nemendur í Fossvogsskóla, brostu til Ijósmyndara DV á Islandsmeistarakeppni Tónabæjar og ÍTR í frjálsum dönsum 10 til 12 ára á laugardaginn. Um 300 þátttakendur kepptu þar í hóp- og einstaklingsdansi. Eigandi einbýlishúss í Grafarvogi neitar aö fara út þrátt fyrir hæstaréttardóm: Farið fram á að seljandi verði borinn út í dag - samningaumleitanir lögmanna bera ekki árangur - flutningamenn tilbúnir Kaupándi einbýlishúss í Hverafold í Grafarvogi, sem ekki hefur fengið húsnæðið afhent þrátt fyrir að héraðsdómur og Hæstirétt- ur hafi þáðir úrskurðað að hann skuli fá eignina í samræmi við bind- andi kauptilboð frá í ágúst, gengur á fund sýslumanns í dag þar sem hann mun krefjast þess að embætti hans hlutist til um að bera seljand- ann út fari hann ekki sjálfviljugur. Óskað hefur verið eftir að flutninga- menn verði eftir hádegið i dag reiðubúnir að aðstoða við að% flytja húsmuni út í Grafarvoginum. Kaupandinn sagði i samtali við DV að útburðarkrafan væri algjört neyðarúrræði. Hins vegar liggi nú fyrir að seljandinn ætli ekki að af- . . DV-MYND PJETUR Flutningamenn klárir Um hádegi í dag mun „ seljandi “ þessa húss viö Hverafold veröa borinn út. henda eignina með eðlilegum hætti og því sé útburður eina úrræðið. Fyrir tveimur vikum var frestur gefinn til dagsins í dag aö íbúar hússins i Grafarvogi rýmdu það í samræmi við Hæstaréttardóminn. Eftir að eigandi einbýlishússins, þriggja barna móðir, gerði kaupandan- um gagntilboð í lok ágúst, sem hann svo samþykkti, seldu bæði hann og móðir hans ofan af sér minni eignir í því skyni að fjármagna kaupin á ein- býlishúsinu. Ákveðið haíði verið að móðirin keypti húsið með syninum ásamt fíölskyldu hans. Þegar að því kom að skrifa átti und- ir kaupsamning í október og afhenda tilgreinda flármuni kom á daginn að eigandi einbýlishússins, konan, var alls ekki á því að ganga frá kaupunum og því síður að afhenda. Hún hafði ætl- að að kaupa hús í Mosfellsbæ en ekki fengið. Kaupandinn sætti sig ekki við að konan hætti við - búinn að gera bindandi samning - og hann hafði selt bæði sina eign og móðir hans sína. Kaupandinn ákvað því að fara í út- burðarmál sem hann vann bæði í hér- aðsdómi og nú síðast í Hæstarétti. I raun átti fólkið að fá húsið afhent 1. desember en hefur frá þeim tíma búið annars staðar. Þegar lögmaður kaupandans gengur á fund sýslumanns í dag mun hann reiða fram 6,5 milljónir króna og fast- eignaveðbréf fyrir því sem eftir stend- ur af kaupverðinu sem var samtals 21,9 milljónir króna. Við svo búið mun sýslumaður væntanlega fara með lög- manni gerðarbeiðandans að Hverafold 34 og leitast við að fá útburðarkröfúnni framfylgt með tilheyrandi aðgerðum. Lögmaður konunnar sagði við DV að hann kysi að tjá sig ekki um málið. -Ótt Karlmaður um tvítugt stakk stórum búrhníf í bak annars manns: í gæsluvarðhald eftir lífs- hættulega hnífstungu Karlmaður um tvítugt var í gær úrskurðaður í gæsluvaröhald til 5. mars eftir að hafa orðið valdur að mjög hættulegri og djúpri hníf- stungu í bak þrítugs karlmanns í Kötlufelli, laust eftir miðnætti að- faranætur sunnudagsins. Sá sem fyrir stungunni varð liggur á gjör- gæsludeild en er ekki talinn í bráðri lífshættu. Eftir að lögreglu var tilkynnt um slagsmál í stigagangi fjölbýlishúss í Kötlufelli kom í ljós að maður hafði verið stunginn í bakið með stórum búrhníf. Sá sem fyrir árásinni varð hafði greinilega hlotið djúpa stungu og misst mikið blóð. Hann var strax fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Böndin beindust strax að tvítug- um karlmanni sem oft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hann var handtekinn og færður á lög- reglustöð. Þegar maðurinn var yfir- heyrður gekkst hann við verknaði sínum. Lögreglan taldi sig engu að síður verða að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald vegna rannsóknar- hagsmuna. Þegar maðurinn mætti fyrir dómara gekkst hann við hnífstungunni. Lögreglan yfirheyrir þann sem fyrir stungunni varð þeg- ar tækifæri gefst. -Ótt Gæði og glæsileiki smoft CsólbaðstofaJ Grensásvegi 7, sími 533 3350. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.