Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 Skoðun I>V Sigurlagiö flutt Ekki er sopiö káliö... Þverpólitískt stjórnlyndi Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Birna Haraldsdóttir nemi: Skemmtilegast finnst mér aö fara á skíði í sól. Snorri Már Skúlason nemi: Feröast til útlanda. Ég væri til í að fara til Grikklands aftur. Elin Berg Sigmarsdóttir nemi: Prófa eitthvaö nýtt. Helst eitthvað sem eykur adrenalíniö. Sigríður Guðmundsdóttir nemi: Feröast og vera meö vinum mínum. María Magnúsdóttir nemi: Vera meö vinum mínum. Arnar Jónsson nemi: Sofa, þaö er allavega það þægileg- asta. Geir R. Andersen skrifar:___________ Tungumáladeild útvarpsráðsins í Efstaleiti hefur ákveðið að í söngvakeppni sjón- varpsstöðva skuli íslenska hljóma við íslenskt lag. Ákvörðunin er óhaggan- leg. Útvarpsráð hefur ekki gengið lengra að sinni. Það hefur t.d. ekki skikkað leikþáttahöfunda sem stíga sín fyrstu skref i Sjónvarpinu til þess að halda sig við íslensku, vilji þeir kynna verk sin erlendis. Það sýnir þó leiftrandi frjálslyndi útvarpsráðs. En þegar kemur að „poppinu", hinni létt- ari afþreyingu, í tónum og textum dægurtónlistar, þá setur útvarpsráð í brýrnar. Það skemmtilegasta við þessa ákvörðun útvarpsráðs er sú staðreynd að þar hafa náð saman tveir armar hins pólitíska konferensráðs, hinir andstæðustu af öllum andstæðingum: berjabláminn og austurroðinn. Þetta eru tímamót. Það er komið upp þverpólitískt stjórnlyndi í út- varpsráðinu sem sjaldnast hefur verið Þörður Sævarsson, nemi og áhugamaöur í hnefaleikum, sendi þessar línur:______________________ Nú liggur fyrir á Alþingi í annað sinn frumvarp um lögleiðingu hnefa- leika. Sem áhugamaður um hnefaleika og leikmaður í áhugamannahnefaleik- um í rúm tvö ár langar mig að leggja orð í belg. Almenningur og alþingismenn virð- ast eiga erfltt með að gera greinarmun á atvinnu- og áhugamannahnefaleik- um, en þar er stór munur á. Handbolti og körfubolti eru t.d. ekki sama iþrótt- in bara af því að menn kasta bolta á milli sin. Áhugamannahnefaleikar eru ein öruggasta íþróttagrein í heiminum „Þetta er auðvitað ekki stærsta mál þjóðarinnar fyrr né siðar, það er bara einn þátturinn í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi til sjálfs- ákvörðunar, jafnt fyrir lista- menn sem allan almenning.“ sammála um annað en að halda Ríkis- útvarpinu bara fyrir sig og treysta pólitísku böndin sem halda því saman. Og nú tók útvarpsráðið stórt stökk i átt til nýbreytni hér á Vesturlöndum: að skipa listamönnum að flytja verk sin eftir pólitískri forskrift. Það var raunar ekki fyrr en ungir framsóknarmenn tóku sig til og for- dæmdu opinberlega þessa einstreng- ingslegu forskrift útvarpsráðs að menn áttuðu sig á að hér er brotið blað í lýðræöissamfélagi. SUF hefur krafist þess að útvarpsráð dragi þessa ákvörðun sína til baka og leyfi ís- lensku keppendunum að njóta jafnrétt- is á við keppendur annarra þjóða. Það eru sem sé ungir framsóknarmenn sem verja frelsið, umfram aðra - ekki „Ég kæri mig ékki um að stunda knattspymu eða sund, en mér dytti ekki í hug að banna nokkrum manni að stunda þessar greinar þó að þær séu ekki að mínu skapi. “ og reglur, hlífðarbúnaður og ströng dómgæsla eru í fyrirrúmi. Agi og drengskapur er í hávegum hafður hjá þeim sem stunda þessa íþróttagrein, og þeir eru upp til hópa rólyndisfólk en ekki ofbeldisdýrkendur og slagsmálahundar eins og margir andstæðingar áhugamannahnefaleika þeir sem hingað til hafa sýnst vera frelsinu fegnastir. Það er ekki mikO reisn yfir útvarps- ráði í dag. Ráðið er hið argasta aftur- hald og nálgast í því efni mjög hinn fá- menna hóp sem menn reyta hár sitt hvað mest yfir þessa dagana, þjóðern- issinnunum sem vilja „hreinsa" land- ið af þeirri óværu sem þeir sjá í út- lendingum og „óvissum" kynstofnum. Islenskt mál og skjaldborg um það tengist á engan hátt ákvörðun útvarps- ráðs því innan RÚV hringsnúast þátta- stjómendur og flytjendur (Rás 1 und- anskilin að mestu) hver um annan þveran með ambögur og málvillur svo „unun er á að hlýða“, og hin besta skemmtun. Nú er ekki nema eitt fyrir útvarps- ráð að gera, vilji það halda andliti sínu áður en það gengur fram á pólitískan aftökupallinn: það er að draga tilskip- un sina tO baka svo að íslenskir kepp- endur um sigurlagið í evróvisíon geti gengið frjálsir tO leiks. Þetta er auðvit- að ekki stærsta mál þjóðarinnar fyrr né siðar, það er bara liður í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi tO ákvörðunar, jafnt fyrir listamenn sem aOan al- menning. hafa haldið fram. Það er ekkert siðferðOega rangt við það að stunda íþrótt sem manni fmnst skemmtOeg því þetta er mitt val og um það snýst málið. Þeir sem ekki vOja stunda áhugamannahnefaleika þurfa þess ekki. Ég kæri mig ekki um að stunda knattspymu eða sund en mér dytti ekki í hug að banna nokkrum manni að stunda þessar greinar þó að þær séu ekki að mínu skapi. Og þess vegna, góðir alþingismenn og aðrir sem kunna að vera andstæðingar áhugamannahnefaleika: Ég bið ykkur að leyfa mér að stunda mína íþrótt, hér í mínu heimalandi, þó að ykkur líki ekki vel áhugamannahnefaleikar. Önnur lota á Alþingi! Dagfari Úr fjósdyrunum Framsóknarflokkurinn er enginn bomsuflokk- ur. Hann er nútímalegur flokkur sem tekur mið af nauðsyn markaðssetningar og faglegri auglýs- ingamennsku. Framsóknarflokkurinn er stiginn út úr fjósdyrunum og er í óðaönn að afklæðast gúmmístígvélunum sem skOin verða eftir i fjós- haugnum. Meðlimir hins nýja Framsóknar- flokks eru búnir að fá nóg af flórmokstri og hyggjast eftirláta annarra flokka kvikindum að hreinsa upp ódaun afdalamennskunnar. Þetta er hin nýja ásýnd flokks framtíðarinn- ar. Meira að segja hefur einn af varaformanns- frambjóðendum flokksins viðrað hugmyndir um að kasta gömlu merkisdruslunni, sem reyndar er ekkert svo mjög gömul, en taka þess í stað upp merki hins hvíta fáks. Nýja merkiö á að undir- strika sakleysi og hreinleika Framsóknarflokks hins nýja. Hin nýja ásjóna Framsóknarflokksins mun valta yfir pólitíska andstæðinga í næstu kosningum og rúOa þeim upp í öOum skoðanakönnunum hér eftir. LykiOinn að þessu öUu saman er auglýsinga- mennskan. Þó framsóknarmenn hafi löngum þótt sveitalegir í sínum bomsum og gúmmískóm þá hafa þeir notað tímann vel. Þeir hafa lært það á löngum ferli að besta ráðið tO vinsælda sé að gera flokkinn sýnilegan. Hin nýja ásjóna Framsóknarflokks- ins mun valta yfir pólitíska and- stœðinga í nœstu kosningum og rúlla þeim upp í öllum skoðana- könnunum hér eftir. Nú er flokksþing fram undan og þegar má fmna hinn ferska andblæ. Varaformennska Framsóknar- flokksins þótti kjörið tækifæri tO að ryðja Fram- sóknarflokki hinum nýja brautargengi. Fyrsta út- spilið í þeim sálfræðileOí var framboð Guðna Ágústssonar. Hann er svona mátulega jarð- bundinn, með tengsl við fortíðina og þykir nokkuð skemmtOegur í háttum. Síðan er hug- myndin aö spOa jafnt og þétt út nýjum tromp- um til að halda þannig uppi dampi í auglýs- ingaherferðinni. Ólafur Örn Haraldsson var tromp númer tvö og var þannig mynduð spenna um næsta spO sem formaður flokksins, HaUdór Ásgrímsson, mun slengja á borðið. Þar sem of langt þykir til flokksþings þótti ekki rétt að spila út öllu sem á hendi er og því var tilvalið að efna tO smá- sjónleiks með Ólafi Erni o_g Valgerði Sverris- dóttur í aðalhlutverkum. Á mdli þess sem þau spOa rommí í stóra þingflokksherberginu í Alþingi þá hringja þau í fjölmiðla sem gleypa við gífuryrð- um og öðrum skemmtilegheitum. Kristinn H. Gunn- arsson fékk líka smáruHu á dögunum er hann upp- lýsti um kúvendingu Framsóknar í kvótamálinu. Meðan á öUu þessu stendur undirbýr formaður- inn kandídat sinn sem er Jónína Bjartmarz. Sam- kvæmt planinu slær HaUdór fram þessu síðasta trompi í leikfléttunni rétt fyrir flokksþing. Þannig helst athygli fjölmiðla upp á hvern einasta dag. •DaíjWi Frábærir þættir Klemenzar Ragnar skrifar: Frásagan um Reynistaðarbræð- ur, sem er nú nefnd fléttuþáttur og er eftir Klemenz Jónsson, leOcara og Mkstjóra, og fiaUar um tUdrög, atburði og eftirmál þess þegar bræðurnir Bjami og Einar frá Reynistað urðu úti á KOi við fjárrekstur norður í land fyr- ir meira en 200 ámm, er einn besti - og jafnframt eftirminnUegasti útvarpsþátt- urinn af þessum toga. Klemenz hefur unnið þarna stórvirki. En ekki má gleyma lesurum og leikurum. Þótt þetta sé nú endurUutt efni á það sífeUt erindi, einkum fyrir margt ungt fólk sem ekki þekkir mUdð tO þessara tíma. Atburður- inn er hörmulegur og oft grípandi, ekki síst þáttur Einars litla sem neyðist tU að fara i ferðina og veit að hann á ekki aft- urkvæmt. Gaman að heyra rödd Stein- unnar Ólínu Þorsteinsdóttur i þessu hlutverki. - Frábært útvarpsefni. Okurlán alls staðar Magnús Sigurðsson skrifar: íslendingar era með því marki brenndir að telja það sitt mesta lán í lífinu að geta fengið lán á lán ofan. Fáir leggja fyrir þótt þeir geti það auð- veldlega. AUir gína við lánunum, sem eru í raun ekkert annað en okurlán í hvaða formi sem er. Vextir skipta ekki máli fyrir íslendinga, heldur ekki verð- bótaþátturinn sem hifir upp afborgan- imar. Og síðan fara menn fram á yfir- drátt, þar tO þeir rekast á þá staðreynd að aUt stendur fast, ekki hægt að borga. Það sem á að gera nú er að koma á sérstökum kerfisbundnum spamaði sem aUir landsmenn era skyldugir tU að virða. Rétt eins og var með skylduspamaðinn sáluga. Hann hjálpaði mörgu ungu parinu sem var að koma yfir sig húsnæði. Skyldu- spamaður er nauðsyn, einmitt nú. Framsókn inn í 21. öldina Kðpavogsbúi skrifar Nú er tækifæri fyrir Framsóknar- flokkinn Ul að stökkva inn í 21. öldina. Ef flokkur- inn viU eiga fram- tíð fyrir sér verður hann að skapa sér trúverðugleika á höfúðborgarsvæð- inu lika. Vandi flokksins er að for- maður flokksins kemur af landsbyggð- inni, einnig Guðni Ágústsson, sem nú sækist eftir varaformennsku. Afar mikilvægt er fyrir flokkinn að næsti varaformaður hafi itök og fylgi á höf- uðborgarsvæðinu. Þar ber Siv Frið- leifsdóttir höfuð og herðar yfir aðra sem nefndir hafa verið tU sögunnar og i reynd sú eina sem á einhvem mögu- leika í Guðna. Framsóknarflokkurinn verður að hugsa tO framtíðar æfii hann að ná varanlegri fótfestu á höfúð- borgarsvæðinu. Eða ætlar hann að geimegla landsbyggðarímynd sína? Bless Búðir! Hildur skrifar: Það var ömurlegt að nánast horfa upp á Hótel Búðir brenna. Frá Búðum eiga margir góðar og ljúfar minningar. Einu sinni sem oftar gisti ég þama þegar Lóa á Búðum, eins og hún er enn köUuð, réð ríkjum á staðnum og greiddi götu okkar og veitti víðfræga þjónustu. Ég segi bara: Bless Búðir og takk fyrir aUar gömlu stundimar. Klemenz Jónsson leikstjóri - þættir hans sígilt stórvirki. dv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.