Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 DV Nick Brown, breski landbúnaðarráðherrann. Gin- og klaufa- veiki staðfest Bresk stjórnvöld staðfestu í gær að bráðsmitandi gin- og klaufaveiki væri fundin en að sögn dýralækna hefur hún þegar náð að dreifa sér um Bretlandseyjar. Landbúnaðarráðuneytið greindi frá því að tilfelli af veikinni hefðu fundist i búfénaði á bænum Beaworthy í Devon I suðvesturhluta Englands. Að sögn Jims Scuda- mores, yfirdýralæknis i Bretlandi, eru um 1500 kindur og 600 nautgrip- ir á þessu eina búi. Sagði Scudamore að helsta áhyggjuefnið væri nú að rekja slóð veikinnar en eigandi býlisins í Beaworthy er með aðstöðu á þrettán bæjum. Bannið hefur leitt til tafar- lauss útílutningsbanns á bresku kjöti og mjólkurvörum. Tíu handteknir á Spáni vegna aðildar að ETA Lögreglan í Madríd á Spáni hefur handtekið 10 manns sem grunaðir eru um að tilheyra aðskilnaðarsam- tökum ETA. Þetta er þriðja hóphandtakan á Spáni eftir að bíl- sprengja varð tveimur að bana í síð- ustu viku. Eru aðskilnaðarsamtök ETA grunuð um að standa að baki sprengjuárásinni. Tuttugu og sex manns hafa fallið í valinn á Spáni af völdum hryöju- verka frá því að ETA rauf vopnahlé í desembermánuði árið 1999. Talið er að sprengjuárásinni í síðustu viku hafi verið beint gegn ákveðn- um borgarráðsfulltrúa úr röðum sósíalista sem slasaðist í árásinni. Dragoljub Kunarac Fékk dóm í síðustu viku. Dæmir í máli Bosníu-Króata Stríðsglæpadómstóll Sameinuöu þjóðanna í Haag dæmir í dag í máli tveggja Bosníu-Króata sem eru sak- aðir um stríðsglæpi í Bosníustrið- inu 1992-1995. Hinir ákærðu eru Dario Kordic, fyrrum stjórnmálaleiðtogi Bosníu- Króata, og Mario Cerkez hershöfð- ingi. Ákæran á hendur mönnunum er í 22 liðum. Þar af eru fjórar um glæpi gegn mannkyni vegna árása á múslíma í miðhluta Bosníu á árun- um 1992 til 1995. Yfirheyrslur yfir Rade Markovic: Gætu varpað Ijósi á voðaverk Milosevics Yfirheyrslur yfir Rade Markovic, fyrrverandi yfirmanni leynilögregl- unnar í Serbíu, sem handtekinn var á laugardag, gætu orðið til þess að upplýsa örlög Ivans Stambolics, fyrrum forseta Serbíu, sem hvarf fyrir hálfu ári. Þetta er mat lögfræð- ings Stambolics. Markovic var handtekinn vegna rannsóknar á misheppnaðri morð- tilraun gegn Vuk Draskovic, leið- toga stjórnarandstöðunnar, en í þeirri árás létust fjórir. Sagði Niko- la Barovic, lögfræðingur Stam- bolics, að Markovic kynni einnig að vita um afdrif skjólstæðings síns. „Ég vona að hann og þeir sem standa honum nærri svari til saka. Það er útilokað annað en að hann hafi upplýsingar um málið,“ sagði lögfræðingur Stambolics um þátt Markovics í hvarfi hans. Stambolic, sem var forseti Serbíu í stjómartíð kommúnista, átt stóran þátt í að Milosevic komst til valda á Rade Markovic, hinn alræmdi yfírmaður leynilögreglunnar. níunda áratugnum. Hann varð þó að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir að flokksbræður hans snerust gegn honum. Stjórnarandstaðan hefur oftsinnis kennt leyniþjónustunni um morð og aðra glæpi sem voru einkennandi fyrir síðustu valdaár Milosevics. Markovic var yfirmaður leyniþjón- ustunnar i stjórnartíð Milosevics og dyggur stuðningsmaður hans. Er talið að hann hafl átt stóran þátt í hvarfi ýmissa andstæðinga forset- ans á liðnum árum. í Júgóslaviu er litið á handtöku Markovics sem merki um að stjórnvöld hyggist þrengja enn að Milosevic. í Belgrad Daily var greint frá því að Milosevic og Markovic hefðu verið nánir sam- starfsmenn. Þá var einnig greint frá þvi að Markovic hefði gætt sonar Milosevics, Markos, um tíma. Al- mennt er litið svo á að vitnisburður hans sé mikilvægur í hugsanlegum málaferlum gegn Milosevic. Hundasnyrtlng Eigandi þessa púöluhunds hefur brugðið á það ráð að skreyta hundinn sinn bleikum og gulum litum. Tilefnið er hundasýning sem fram fór í Bangkok á laugardag þar sem keppt var um frumlegasta hundinn og þann loðnasta. Mikil hætta á að flóðin í Mósambik færist í aukana Sjötíu og sjö þúsund manns eru á heimilislaus vegna mikilla flóða í miðhéruðum Mósambík og ná- grennis að undanförnu. Ekkert lát er á flóðunum og hafa yfirvöld farið fram á aðstoð annarra ríkja við að flytja fólk burt af hættusvæðum þar sem viðbúið er að flóðin færist i aukana á næstu dögum. Yfirvöld í Mósambík sögðu í gær að þau hefðu hafist handa við að flytja 80 þúsund manns af flóða- svæðunum vegna hættu á nýjum flóðum. Alþjóðamatvælastofnunin sagði' enn fremur að 30 þúsund manns til viðbótar væru í hættu sunnar í landinu þar sem áin Save væri farin að flæða yfir bakka sína. I fyrra létust 700 manns og rúm- lega hálf milljón manna missti heimili sín í flóðum i sunnanverðri Afríku. Silvano Langa, fram- I kafi Um 70 þúsund manns hafa þegar kvæmdastjóri almannavarna í Mó- sambík, sagði að björgunarmenn hefðu 4-5 daga frest áður ný flóö, sem eiga upptök sín við Cahorra Bassa-stífluna, skyllu á borgunum Marromeu og Luabo. „Okkar helsta áhyggjuefni núna eru Marromeu og Luabo þar sem um 80 þúsund manns búa,“ sagði Langa. Cahorra Bassa er stærsta stíflan í Mósambik en hún er við Zambezi-ána. Veggir hennar eru 326 metrar á hæð og er vatnshæðin ofan við stífluna þegar komin yfir hættu- mörk. Stjórnvöld í Suður-Afríku greindu frá því í gær að þau myndu senda þyrlur og flutningavélar til Mósambíks til að aðstoða við fólks- flutningana. Þá hyggjast stjórnvöld í Suður-Afríku einnig senda björg- unarsveitir á vettvang. Bætt samskipti Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur i opinbera heimsókn til Suður- Kóreu i dag. Forset- inn mun eiga við- ræður við Kim Dae Jung, forseta S- Kóreu. Búist er við að samskipti Norður- og Suður- Kóreu verði ofarlega á baugi í við- ræðum þeirra. Skorar á Arabaráðiö Forseti Sýrlands, Bashar al- Assad, og forseti Líbíu, Múammar Gaddafi, ræddust við í Trípólí um helgina. Gaddafi hefur skorað á Arabaráðið að beita sér fyrir því að viðskiptabanni SÞ á Líbíu verði aflétt í kjölfar þess að dómur er genginn í Lockerbie-málinu. Einn mánuður liðinn Einn mánuður er nú liðinn siðan jarðskjálfti reið yfir Gujarat-riki á Indlandi. Þrjátíu þúsund manns létu lífið í skjálftanum sem mældist 7,7 á Richter. Þúsundir eru enn án heimilis en talið er að mánuðir muni líða þar til tekst að útvega húsaskjól handa öllum. 40 skotnir til bana Öryggissveitir i Alsír skutu 40 manns til bana í bardögum við her- skáa múslíma um helgina. Um 180 manns hafa látist í bardögum stjórnvalda og múslíma í Alsír það sem af er árinu. Á leið til glötunar Um leið og þess er minnst að 10 ár eru liðin frá frelsun Kúveits er ósigur íraskra hersveita litinn öðrum aug- um i íröskum íjöl- miðlum. í nýlegu fréttaskeyti írösku fréttastofunnar INA segir að Kúveit- ar séu á leið til glötunar. Konur þar í landi klæðist nú kjólum að vest- rænum sið og valdastéttin í landinu geri ekkert til að spoma við þróun- inni. Jarðskjálfti í Kína Tuttugu þúsund hús hrundu til grunna og þrír létust er öflugur jarðskjálfti reið yfir Sichuan-hérað í Kína á föstudag. Trúa ekki orðum Hillary Samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var í gær trúir mikill meirihluti íbúa New York ekki orðum Hillary Clinton er hún neit- aði orðrómi um að bróðir hennar hefði þegið fé frá sakamönnum fyrir að beita sér fyrir náðun tveggja fanga. Aldrei of seint Breska lögreglan ákærði í gær 67 ára gamlan mann fyrir morð sem hann framdi fyrir 32 árum. Lofar umbótum Forsætisráðherra Tyrklands hef- ur heitið því að birta í dag drög að efnahagsaðgerðum sem eiga að stemma stigu við fjármálakrepp- unni þar í landi. Ekki stendur til að stokka upp i ríkisstjórninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.