Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 Fréttir DV Bjartsýni ríkjandi á Hótel Framtíð Fyrir rúmu ári var lokið miklum endurbótum og stækkun á Hótel Framtíð á Djúpavogi og er stækkun- in 740 fermetrar. í henni eru 18 her- bergi með baði og 250 fermetra sam- komusalur. Yfír sumarið hefur hót- elið yfir að ráða 82 gistirúmum en þau eru aðeins færri yfir veturinn. „Það er búið að ganga alveg ljóm- andi vel hjá okkur í vetur, allt ann- að en undanfarna vetur,“ segir Þór- ir Stefánsson hótelstjóri og bætir við að meira hafi verið um fundi og ráðstefnur í vetur en áöur. Einnig hafi viðgerðarmenn og sölumenn verið tíðir gestir i vetur enda hægt að fara alla vegi sem á sumri væri. Að sögn Þóris breytti miklu fyrir heimamenn að fá þarna stóran sal til samkomuhalds enda eru ýmsar samkomur orðnar viss þáttur i fé- lagslíflnu, til að mynda þorrablót, góuhóf, hagyrðingamót og hrekkja- vakan. Á hennir séu borðaðar sviða- lappir ásamt tilheyrandi meðlæti og allt umhverfi gert sem draugalegast. „Við hér á Djúpavogi lítum björtum augum til framtíðar því hér er að byrja mikil uppbygging í sambandi við laxeldi og hafnarframkvæmdir og bindum við miklar vonir við þessar framkvæmdir," segir Þórir. Hann segir að atvinnuástand hafi verið mjög gott og létt sé yfir fólk- inu hér á staðnum. Þórir segir að miklu máli skipti að Stóraukið af ftefestm!r5ír®m£ .. Stó vidS f jöltoreytitsr® tSirwál Plaust^areiats. Æ: " . -r' - , .r T: 1 Uttoá ftnaB»ilwwntoii oMaraðlimMbiZ slKSÍíSi? Rekstrarvörur - vinna með þér MttmWé2 » HBS RefljpMi • Sarii 528) SSS& « mtasími 588» GS&S I Rj Smáau, glýsi ngar atvinna L 550 5000 þeir sem eru í ferðaþjónustu átti sig á því að samvinna þessara aðila er núm- er eitt og sem betur fer séu margir famir að fmna að gott samstarf í þess- ari þjónustu er nauðsynlegt ef vel á að ganga. „Ferðaþjónusta í sveitunum hér í kring er til mikillar fyrirmyndar og vel að henni staðið og góð aðstaða fyrir fólk að njóta útivistar og göngu- DV-MYNDIR JÚLÍA Sonurinn sér um reksturinn Stefán og Ágústa segjast láta soninn alveg um hótelreksturinn. Hótelstjórinn bjartsýni Þórir Stefánsson, hótelstjóri á Hótel Framtíö, er bjartsýnn á framtíö Djúpavogs. ferða enda hefur mikið verið unnið að gerð göngustíga með upplýsingum um svæðið,“ segir Þórir. Þeir sem um landið aka hafa eflaust tekið eflir því hversu litlar og nánast upplýsingalausar merkingar eru við vegamót að fjölmörgum þéttbýlisstöð- um á landinu sem verður til þess að viðkomandi staður missir af heimsókn íjölda ferðamanna. Þessu hafa Djúpa- vogsbúar brugðist við með því að setja upp stórt skilti með fallegri loftmynd af Djúpavogi ásamt skrá yfir stofnanir og fyrirtæki á staðnum. Eigendur hótelsins frá 1990 eru Þór- ir og eiginkona hans, Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, ásamt foreldrum Þóris, Stefáni Amórssyni og Ágústu Garðars- dóttur. Áður höfðu Stefán og Ágústa rekið hótelið ásamt öðrum meðeig- anda frá 1987. -Júlía Imsland ;x.. "p-> fjf Hóteliö Hótel Framtíö á Djúpavogi Flugleiðir selja síðasta hótelið Gengið hefur verið frá sölu á Hótel Höfn sem verið hefur í eigu Flugleiða og áður Flugfélags íslands frá 1996. Kaupendur hótelsins eru Gísli Már Vilhjálmsson, Þórdís Einarsdóttir, Óðinn Eymundsson og Elísabet Jó- hannesdóttir, eigendur veitingastað- arins Ósinn á Höfn. Hótel Höfn var eina hótelfasteignin sem eftir var í eigu Flugleiða. Gísli og Óðinn hafa ásamt eigin- konum sínum rekið veitingastaðinn Ósinn í tíu ár og ætla að halda því áfram ásamt hótelrekstrinum. Rekst- ur hótelsins verður með svipuðu sniði í sumar og verið hefur að sögn nýju eigendanna en með haustinu má vænta breytinga og nýjunga. Nýju eigendumir tóku við hótelinu nú í vikunni. -Júlía Imsland DV-MYND JÚLIA Nýju eigendurnir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótels, ásamt nýjum eigendum hótelsins, Gísli Már, Þórdís, Elísabet og Óöinn. MMC 3000 GT 4x4 twin turbo, 2 d„ árg. 1992, ek. 127 þ. km, bsk., leður, 320 hö. o.tl. V. 1.390 þ. TILBOÐ: 990 þ. stgr. Suzuki Vitara 4x4 2000 dísil turbo int., 5 d., skr. 7/97, grænn, ek. 91 þ. km, ssk., upph., álf. V.1.390 þ. Honda CRV 4x4 2000, 5 d„ skr. 7/98, hvítur, ek. 52 þ. km, bsk., hlaðinn aukabún. V. 1.700 þ. Subaru Impreza 4x4 2000, 5 d., skr. 5/97, blár, ek. 77 þ. km, bsk. V. 990 þ. MMC Lancer 4x4 1600, 5 d., skr. 1/97, vínr., ek. 66 þ. km, bsk. V. 980 þ. BRJÁLAÐ ÚRVAL AF FLOTTUM SLEÐUM Á SKRÁ OG Á STAÐNUM. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18. LAUGARDAGA FRÁ KL.10-14. M B I L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 MMC Pajero 2800 dísil turbo int., 3 d„ skr„ beis, bsk., 31“ álf„ aukaf. V. 1.890 þ. Góð kjör. Toyota Land Cruiser 100 VX, 5 d., skr. 1/99, grænn, ek. 41 þ. km, ssk., M/ÖLLU. V. 5.150 þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.