Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 26
46
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Tilvera I>V
Julia ad
springa úr
hamingju
Kvikmyndastjarnan Julia Ro-
berts hefur lýst því yfir að samband
hennar og sjónvarpsleikarans
Benjamins Bratts hafi fært henni
mikla hamingju. „Við erum að
springa úr hamingju allar 24
klukkustundir sólarhringsins. Ég er
hamingjusamari en ég hef nokkru
sinni verið,“ segir Julia í viðtali við
breska blaðið Mirror. Að sögn Juliu
var það sameiginlegur vinur þeirra
sem kynnti þau Bratt fyrir fjórum
árum. Hún segir að það hafi verið
eins og að vera barin með hafna-
boltakylfu að hitta Bratt.
Samband Juliu og Bratts er
lengsta ástarsamband sem kvik-
myndaleikkonan hefur átt í. Hún
var ekki nema ár í hjónabandi með
Lyle Lovett. Sambönd Juliu og Ki-
efers Sutherlands, Liams Neesons
og Jason Patrics vöruðu ekki lengi.
HÁRTOPPAR
Frá| BERGMANN?
og HERKULES
Margir
verðflokkar í a,
Rakarastofán
Klapparstíg
exxxotica
www.exxx.is
GERUM GOTT
KYNLÍF BETRA!
LANDSINS MESTA ÚRVAl AF
UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS
Barónsstíg 27 - S: 562 7400
LYFTUIEIGAN ehf
■VESTOR V Ö R 9 *
• S í M I : 5 6 4 3 5 2 0 *
LEIGA-SAIA
ÁVINNULYFTUM
• Skæralyftur
« Körfulyftur
* Mastur fyrir einn mann
* www.lyftuleigan.is •
Fyrsta lamb aldarinnar?
Sauðburður á röngum tíma
- lömbunum rignir yfir Þorbjörn bónda á Ósi í Arnarfirði
„Það eru alls staðar hrútar, bæði
hjá mér og annars staðar hjá bænd-
um. Þetta er eitthvað óeðlilegt,
hormónakerfið í þeim vinnur eitt-
hvað öfugt, það segir sig sjálft.
„Tíminn fyrir jól og fram á þennan
tíma er ekki rétti árstíminn fyrir
sauðburð eins og hér hefur gerst,“
segir Þorbjörn Pétursson, bóndi á Ósi
í Amarfirði, sem býr einn á bænum.
Hjá Þorbimi hefur það gerst að
hluti ánna fór að bera um jólin og á
miðvikudag voru 32 búnar að bera
en á Ósi eru 270 hausar 1 fjárhúsinu.
Þessi snemmbæri sauðburður hófst
13. desember. Siðan liðu þrír dagar
og þá bar hver ærin af annarri.
„Það er feiknalega erfitt að
standa í burði á þessum tíma en nú
held ég að þessu linni þangað til um
miðjan maí þegar eðlilegur sauð-
burður hefst,“ sagði Þorbjörn.
Tíðin í vetur hefur verið með ein-
dæmum góð og mild og snjólaust að
heita má fram undir þetta. Þorbjörn
sagðist hræddur um að of góð tíð og
rosi síðustu dagana færi illa með
grasrótina.
Snjólaust
Skálahlíöarfjall var njólaust aö kalla þegar myndin var tekin á Ósi en síöustu
dagana hefur snjóaö í fjalliö og talsvert í dalinn upp af fjallinu.
Fyrsta lamb aldarinnar.
Gráhyrna með fyrsta lambiö á öldinni sem hún bar um tíuleytið
aö kvöldi nýársdags.
„Hótelbarinn“ frumsýndur fyrir fullu húsi
Bjórauglýsing fékk stórt hlutverk
DV-MYND INGVELDUR EYÞÓRSDÓTTIR.
Hvað er í töskunni?
Eitthvaö ógurlegt er á seyöi eöa hvaö er í töskunni? Þaö má náttúrlega ekki upplýsa. En hér er atriði úr leikrit-
inu „Hótelbarnum“ sem sýnt er ígamla bíóhúsinu þessa dagana.
DV, STYKKISHÓLMI:
„Þetta er flott plott en það má
ekkert segja og leyndarmál hvað er
í töskunni," segir nýr islenskur
leikritahöfundur, Sigríður Gísla-
dóttir í Stykkishólmi. Hótelbarinn,
fyrsta leikrit hennar, var frumsýnt
á dögunum í leikstjóm Þrastar
Guðbjartssonar og var verkinu
geysivel tekið í X-inu þar sem 50
manns njóta sýningarinnar hverju
sinni því leikritið fer út á gólflð.
Sigríður fékk ekki hlutverk í eigin
verki. „Ég er bara hvíslari," sagði
hún við DV. Hún sagðist ekki geta
sagt um hvort annað verk hefði
fæðst í huga hennar. Leikritið er
frumraun höfundar og varð kveikj-
an að því til á þann skemmtilega
hátt að Siggu áskotnaðist vegg-
platti með bjórauglýsingu sem
henni fannst vera ágætis leikmun-
ur. Þar sem ekki stóð til að setja
upp leikverk hjá Leikfélaginu
Grímni þar sem plattinn kæmi að
notum skrifaði hún leikrit með
auglýsinguna í stóru hlutverki.
Geri aðrir betur.
Leikendur eru tólf og allir bú-
settir í Stykkishólmi. Eins og svo
oft áður kemur í ljós að i bænum
búa hæfileikaríkir einstaklingar
og njóta þeir sín þarna ekki síður
en þar sem við erum vön að sjá þá,
eins og við kennslu, afgreiðslu á
kaffihúsi og sem verkstjórar og svo
mætti áfram telja. Uppselt var á
frumsýningu og tóku gestir leikrit-
inu ákaflega vel. Á laugardag varð
að fella niður sýningar vegna veik-
inda en næstu tvær sýningar eru á
laugardag og tvær á sunnudag.
-DVÓ/ÓJ
Breytt námstilhögun á hrossabrautinni á Hólum í Hjaltadal:
23 hestfræðingar útskrifast í vor
DV. SKAGAFIRÐI: ~
„Við breyttum
námskerfinu á
hrossabrautinni í
haust þannig að
nú tekur allt
námið þrjú ár
eða fimm annir.
Nemendur út-
skrifast með Valgeir
ákveðnar gráður Bjarnason
eftir hvern vetur. yfirkennari viö
Það byrjuðu Bændaskóiann á
hérna tuttugu og Hólum.
þrír nemendur á ——
hrossabraut i haust og í vor munu
þeir brautskrást með ákveðna
námsgráðu sem heitir hestfræðing-
ur og leiðbeinandi. Þá eiga þeir að
geta unnið með hross og veitt byrj-
endum tilsögn í hestamennsku, t.d.
leiðbeint unglingum. Þeir sem vilja
halda áfram koma svo aftur næsta
haust og verða hér á Hólum fram að
áramótum. Þá verður m.a. lögð
áhersla á frumtamningar og þjálfun
hrossa. Eftir áramót fara nemendur
svo í verknám hjá bændum eða
tamningastöðvum sem stendur fram
í maí er þeir útskrifast sem tamn-
ingamenn," sagði Valgeir Bjarna-
son, yfirkennari við Bændaskólann
á Hólum í Hjaltadal, þegar frétta-
maður kom við hjá honum á dögun-
um.
Valgeir segir að eftir tamninga-
próf geti nemendur svo, eins og
áður, haldið áfram i þjálfara- og C-
reiðkennaranámi á Hólum og eru
einmitt sjö nemendur í slíku námi í
vetur. Það nám tekur eina fimm
mánaða önn og fæst hún metin sem
ein önn til BS-prófs í búvísindum á
Hvanneyri.
Valgeir segir að með þessari nýju
tilhögun geti verið um 50 manns i
námi tengdu hrossum og hesta-
mennsku samtímis á Hólum. Þá ger-
ir hann ráð fyrir liðlega tuttugu
fyrsta árs nemum og svipuðum
fjölda á öðru ári og 7-8 í reiðkenn-
aranámi. Því til viðbótar er svo
starfrækt nám í ferðaþjónustu við
Bændaskólann og enn fremur i íisk-
eldi, þó svo að sú braut starfi ekki í
vetur. -ÖÞ
DV-MYNDIR ÖRN ÞÖRARINSSON
Mette Mannseth
og Anton Níelsson