Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 Fréttir I>V Sjónvarpið að fyllast af erótík: Klámi dreift á Breiðbandinu - ágætis efni sem engan svíkur, segir forstöðumaðurinn Breiðband Landsímans hóf fyrir síðustu helgi dreifingu á alþjóðlegu klámefni sem endurvarpað er víða um heim. Með dreifingu efnisins er Landsíminn að þjónustu sjónvarps- stöðina Skjá einn sem hyggst selja áskrift að efninu sem sent er út fjór- ar klukkustundir á sólarhring. Sjón- varpsstöðin Stöð 1, sem hyggst hefja útsendingar innan skamms, er einnig með klámrás á teikniborðinu en efni hennar verður dreift í gegn- um kerfi Línu-Nets. Islenska út- varpsfélagið, sem rekur Stöð 2 og Sýn, ætlar sér hins vegar ekki frek- ari landvinninga á þessu sviði en léttu klámefni hefur verið sjónvarp- að síðla kvölds á Sýn við ágætar undirtektir undanfarin misseri. „Með þessu erum við aðeins að veita sjónvarpsstöð ákveðna þjón- ustu. Erótískt efni sem þetta er þeg- ar á þýskri sjónvarpsstöð á Breið- bandinu hjá okkur og þetta verður vafalaust vin- sælt efni hér á landi eins og annars staðar. Þetta er ágætis efni sem svíkur Friðriksson. engan, segir Friðrik Frið- riksson, forstöðumaður Breiðbands Landsímans sem hefur kynnt sér efnið sem í boði er. „Erótík er hluti af því sem fólk vill sjá í sjónvarpi. En þetta getur enginn séð nema hann kaupi sér áskrift hjá Skjá ein- um.“ Hólmgeir Baldursson hjá Stöð eitt segir klámefni sitt verða komið í loftið fyrir vorið: „Við verðum að hafa lokið allri undirbúningsvinnu Jónasson. Hólmgeir Baldursson. fyrir sumar- ið því þá horfir eng- inn á sjón- varp. Þáð er of seint fyrir okkur að byrja í haust.“ Hólmgeir og félagar ætla einnig að setja aðra stöð i loftið undir nafni Stöðvar eitt en hún mun sýna spennumyndir og vinsæla fram- haldsmyndaþætti. Hjá íslenska útvarpsfélaginu ætla menn ekki að taka þátt í klámynda- kapphlaupi sjónvarpsstöðvanna enda telja þeir nóg að gert með sýn- ingum á ljósbláum myndum á Sýn. Þá má telja víst að Ríkissjónvarpið aðhafist ekki í þessu efni. Erótík í sjónvarpinu Stóraukiö framboö á næstu vikum. „Við erum ekkert að gefa í varð- andi erótíkina. Hér er allt með kyrrum kjörum,“ segir Heimir Jón- asson, aðstoðardagskrárstjóri Stöðvar 2. -EIR Sævar Birgisson í Guangzhou í Kína: Skelfingu lostinn að sjá Ófeig sökkva Óstööug nýsmíöi Ófeigur VE hálfsokkinn í höfninni í Guangzhou í Kína. „Ég ætlaði að fara að kíkja á strákana um borð í Ófeigi þegar ég sá allt í einu ys og þys á bryggjunni, menn að príla frá borði. Þetta voru mikil læti, ótal menn að hlaupa út og suður og skipið að síga niöur. Þetta gerðist mjög snöggt. Skipið var nánast að fara á hliðina þegar ég kom á staðinn," sagði Sævar Birgisson skipatæknifræðingur sem stadd- ur er i Guangzhou í Kína. Hann horfði á Ófeig VE, sem er í smíð- um ásamt 5 öðrum íslenskum skipum, hálfsökkva í höfninni í Kína í gær. Einn maður, sem hafði verið að vinna um borð, fórst. Engan ís- lending sakaði. Samkvæmt upplýsingum DV varð slysið með þeim hætti að vandkvæðum hafði verið bundið að halda stöðugleika skipsins. Var þá pramma lagt við síðu skipsins. Þegar hann var tekinn tók skipið skyndilega að halla og sjór flæddi inn um hliðarlúgu á stjórnborðssíðu. Svipaö og Ýmisslysið Sævar sagði að Ófeigur hefði hallast svo hratt að hann hefði óttast mjög um afdrif íslenskra kunningja sinna um borð. „Ég hitti fyrst Kristján Guðmundsson vélstjóra. Hann var nýstokkinn af brúnni upp á bryggju. Kristján, sem var um borð ásamt fleiri Vestmannaeyingum, sagðist strax telja að manntjón hefði orðið. „Danirnir frá vélaframleiðand- anum Alfa áttu fótum fjör að launa þegar þeir komust upp úr vélarrúminu. Þetta gerðist ótrú- lega snöggt - svipað og þegar Ýmir sökk í Hafnarfjarðarhöfn á sinum tíma. Ég varð alveg skelf- ingu lostinn að sjá þetta.“ Fyrirtæki Sævars heitir Skipa- sýn. Hann hefur eftirlit með syst- urskipunum Helgu og Birni sem eru í smíðum ytra. Verið er að smíða þrjú önnur skip fyrir ís- lendinga í Guangzhou, þau heita Guðni Ólafsson, Guðrún Gísla- dóttir og Happasæll. „Islensku skipin hafa legið þarna öll í röð - sex. Það er mik- ið verið að gera í Kina þessa stundina fyrir íslendinga," sagði Sævar. -Ótt Peningaþvætti Stóra fíkniefnamálsins: Tannlæknir sakfelldur, lögmaður sýkn - öldruð kona sakfelld en skal ekki sæta refsingu Dómur féll í tveimur ákærum á hendur tíu aðil- um sem ákærðir voru fyrir peningaþvætti og minni háttar fíkniefhamisferli í tengslum við stóra flkni- efnamálið svokallaða sem upp komst í september 1999. Meðal ákærðu í þessum síð- ari hluta málsins voru sjö- tug kona, sambýliskona eins höfuðpaursins, tann- læknir og lögfræðingur. Forsprakkar smyglsins not- uðust við gáma íslensks skipafélags til þess að koma gífurlegu magni flkniefna til íslands frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum á tveggja ára tímabili. Þrir hinna ákærðu voru starfs- menn skipafélagsins. For- sprakkamir voru dæmdir í allt að níu ára fangelsi fyrir flkniefnabrask sitt. Ákærurnar, sem héraðsdómur hafði til meðferðar í gær, voru til að- almeðferðar í janúar en endurupp- teknar í lok febrúar. Hjördís Hákon- ardóttir héraðsdómari og tveir með- dómendur hennar biðu eftir hæsta- réttardómi í fyrri hluta málsins en fimm af þeim 14 sem dæmdir voru til refsingar þá áfrýjuðu til Hæstaréttar. Dómur Hæstaréttar féll í siðasta mán- uði og mildaði rétturinn dóm héraðs- dóms yflr einungis einum þessara fimm manna. Úr dómsal Sjö manns voru dæmdir til refsingar fyrir peningaþvætti í Héraösdómi Reykjavíkur í gær. var sakfelld en ekki dæmd til refsingar og tveir voru sýknaöir. Upptaka á 9 milljónum Tannlæknirinn, Egill Ragnars Guðjohnsen, og Geir Hlöðver Er- icsson áttu fyrirtæki með Sverri Þór Gunnarssyni sem Hæstiréttur dæmdi í sjö og hálfs árs fangelsi. Egill var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, að frádregnu átta daga gæsluvarðhaldi hans, og upptöku á einni milljón. Geir Hlöðver var dæmdur til upptöku á 200.000 krónum eða 35 daga fangelsi ella. Jafnframt voru heimilistæki Geirs gerð upptæk. Fyrirtæki þeirra Egils, Geirs og Sverris Þórs, Rimax efh., nú Blásúlur ehf., sætti einnig upptöku á einni millj- ón króna. Siguröur Guðmundsson lögmað- ur var sýknaður af aðild sinni en hann hafði skrifað upp kaupsamn- ing á milli Sverris Þórs og Egils og tekið bankahólfslykil í sína vörslu en í hólfinu var fé frá Sverri Þór. Hinir sjö ákærðu í síðari ákærunni, sem tekin var fyrir í héraðsdómi í gær, þrír karlmenn og fjórar konur, eru flestir tengdir venslaböndum. Tveir karlmannanna voru dæmdir i 16 og 14 mánaða fangelsi en þriðji maður- inn var fundinn sýkn saka. Sjötug kona var sakfelld en hlaut ekki sér- staka refsingu. Tvær kon- ur sættu hvor um sig fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár. Sambýliskona Ólafs Ágústs. Ægissonar, sem dæmdur var í 9 ára fang- elsi í fyrri hluta málsins, var dæmd í 10 mánaða fangelsi skilorðsbundið í Ein kona ÞÓú ár. Jafnframt var fólkið dæmt til upptöku á sam- tals 6,765 milljónum króna og einn maðurinn var dæmdur til upptöku á fikniefnum, hnif og grammavog. Þrjár ákærur í viðbót í þessum hluta málsins eru enn til meðferð- ar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem peninga- þvættisákærur koma fyrir ís- lenska dómstóla og lagði Jón Snorrason saksóknari því norska dóma fram til stuönings máli sínu. -SMK Veðjar á vinstri-græna EI insson, formaður m Samfylkingarinnar, ■ segist ekki trúa öðru 11 en vinstri grænir S jjj verði með í Reykja- .# víkurlistanum, enda væri annað mikill ábyrgðarhluti. - Dag- ur greindi frá. Lést við Gunnólfsvíkurfjall Maðurinn sem lést í umferðarslys- inu við Gunnólfsvíkurijall, milli Þórs- hafnar og Bakkafjarðar, á þriðjudag hét Kristján Gunnar Magnússon. Hann var 28 ára gamall og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú böm. Gin- og klaufaveikigreining Engin aðstaða er hérlendis tO að greina eða rannsaka gin- og klaufa- veikiveim. Kæmi upp grunur um að smit hefði borist hingað til lands yrði að taka sýni og senda til greiningar til Danmerkur. Tilraunastöð á Keldum hefur óskað eftir aukafjárveitingu til að reisa rannsóknahús. - RÚV greindi frá. Ótti hjá póstfölki um allt land Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands, telur ekki útilokað að óánægja með niðurskurð hjá íslandspósti hafi haft einhver áhrif á að kjarasamningur var felldur í vik- unni. Kusu friðinn Halldór Bjömsson, formaður Starfs- greinasambandsins og starfandi forseti ASÍ, segist vera sannfærður um að kennarasamningarn- ir með lífeyrisskuld- bindingum hafi farið fram úr þeim samningsforsendum sem samið var um á almenna mark- aðnum í fyrra. - Dagur greindi frá. Svaraði loks en treglega Búnaðarbankinn þarf bara að gera grein fyrir sínum málum á hluthafa- fúndum eða svara hluthöfum á annan hátt. Bankanum er ekki skylt að veita viðskiptaráðherra upplýsingar um viðskiptamálefni bankans utan hlut- hafafundar, þó svo að ráðherra óski eftir þeim. - Dagur greindi frá. Pálmi áfram? Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, hafnar því ekki að sitja áfram i ráðinu ef honum verð- ur boðið það á aðalfundi bankans á laugardag. Hann segist þó ekki sækj- ast sérstaklega eftir því enda hafi hann reiknað með að hætta sökum aldurs. - RÚV greindi frá. Óvissa um fióttamenn Alls ekki er víst hvort sveitarfélag- ið Skagafjörður hýsir flóttamennina sem von er á til landsins í sumar. Reiknað er með að taka á móti 20 tO 25 flóttamönnum. - Dagur greindi frá. Fleiri sjálfsmorð Fleiri íslendingar faUa fyrir eigin hendi en farast í um- ferðarslysum og er þó engin samræmd neyðarlína rekin hér á landi aOan sólar- hringinn. Þetta kom fram i máli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur á Alþingi í dag. Skattalækkun Tekjuskattsprósentan verður lækk- uð um næstu áramót vegna útsvars- hækkunar sveitarfélaganna. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir stjóm- völd með þessu vera að koma tO móts við óskir verkalýðshreyfmgarinnar. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.