Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 Útlönd DV Bjargaöi andlitinu Yoshiro Mori, forsætisráöherra Jap- ans, tilkynnti ekki beint afsögn sína en gaf hana samt í skyn. Japanar leita að eftirmanni Moris Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, sagði á laugardaginn að hann væri hlynntur því að flýtt yrði kjöri nýs leiötoga Frjálslynda lýð- ræðisflokksins. Það þýðir i raun að hann ætli að draga sig í hlé eins og margir.hafa vonast til. Fjölmiðlar og stjómmálaskýrendur fógnuðu í gær tilkynningu Moris „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er eins og kjöt úr kæliborðinu sem fyrir löngu er komið fram yfír síð- asta söludag,“ sagði prófessorinn Tetsuro Kato. CIA studdi uppreisn albanskra skæruliða Bandaríska leyniþjónustan, CIA, studdi myndun skæruliðasveita Al- bana sem herja í suðurhluta Serbíu og Makedóníu, aö því er breska blaðið The Observer greinir frá. CIA á að hafa, með stuðningi bandarískra yfirvalda, hvatt fyrr- verandi leiðtoga uppreisnarhers Kosovo-Albana, UCK, til að hefja vopnaða uppreisn í Presevodalnum í Serbíu. Tilgangurinn var að veikja stjórn Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta. The Observer kveðst hafa upplýsingar sínar frá evrópskum liðsforingjum í friðar- gæsluliðinu í Kosovo en einnig frá makedónskum og bandarískum heimildarmönnum. „Nú þegar búið er að bola Milos- evic frá getur bandaríska utanrikis- ráðuneytið ekki sett bönd á skæru- liðana,“ segir evrópskur liðsforingi í viðtali við blaðiö. Heimildarmenn The Observer saka bandaríska friðargæsluliða um í viöbragösstööu Serbneskur lögreglumaður í bænum Lucane í suöurhluta Serbíu. Fulltrúi NATO var í gær bjartsýnn á vopnahlé. að hafa látið sem þeir tækju ekki eftir liösflutningi og flutningi á vopnum yfir landamærin til Serbíu. Presovodalurinn í Serbíu er við það svæði í Kosovo sem Bandaríkja- menn bera ábyrgð á og eiga að hafa eftirlit með. Háttsettur evrópskur liðsforingi segir CIAhafa fengið leyfl til að standa á bak viö uppreisn í Kosovo með einkaher til þess að steypa Milosevic. Mikillar óánægju hafi gætt í fyrra með stuðning Banda- ríkjamanna við albanska uppreisn- armenn. Stefna Bandaríkjanna hafi ekki verið i samræmi við annarra innan NATO. Fulltrúi bandariska utanríkisráöuneytisins skellir skuldinni á stjóm Clintons forseta. Nú séu breyttar áherslur. Fulltrúar NATO voru í gær bjart- sýnir á að það tækist að koma á vopnahléi milli albanskra uppreisn- armanna og serbneskra öryggis- sveita. Rólegt var á svæðinu í gær eftir tveggja daga bardaga. & YAZZ-CARTISE Ný verslun fyrir unglinga og ungar konur á öllum aldri. Lágmarksverð. CARTISE, YAZZ, Hamraborg 1, s. 554 6996 Hamraborg 7, s. 544 4406 Rafmagnsgitar, magnari m/effekt, og snura Aður Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. WWWWWWWWWr Gítarinn títít Laugavegi 45 Kassagítarar Síflli 552“2125 00 895“9376. frá 7*900 kr. Hljómborð frá 3.900^ Rafmagnsgítarar frá 15.900 Trommusett1 - áður 70.000, nú 39.900 HvunnRi BESTIBILLINNIASTRALIU HYuncni Glímt viö bangsa Talapsho Tsjekhov, sem er 72 ára fyrrverandi byggingaverkamaöur, glímir hér viö birnuna Maríu í Dushanbe í Tadsjikistan. Tsjekhov fann Maríu, sem er 9 ára, særöa uppi í fjöllum þegar hún var lítill húnn. Sósíalistar með forystu í París Vinstrimenn voru með afgerandi forystu í fyrri hluta borgarstjórnar- kosninganna í París í gær sam- kvæmt fyrstu útgönguspám sem birtar voru í gærkvöld. Frambjóð- andi sósíalista, Bertrand Delanoe, hlýtur 32 til 36 prósent atkvæða en opinber frambjóðandi gaullista, Philippe Seguin, 23 til 27 prósent. Það verður mikið áfall fyrir Jacques Chirac Frakklandsforseta sigri sósí- alistar í París. Flokkur Chirac hefur stýrt í París síðan 1977. Litið er á París sem stökkpall upp í forseta- höllina. Chirac var sjálfur borgar- stjóri í 18 ár áður en hann varð for- seti 1995. Ýmis hneykslismál hafa orðið tO að veikja stöðu hægri manna í Par- ís. Sitjandi borgarstjóri, Jean Tiberi, hefur verið bendlaður við spillingarmál. Þrátt fyrir andstöðu gaullista býður Tiberi sig fram. Honum er spáð 17 prósenta fylgi. Reyndar þykir frambjóðandi sósí- alista, Delanoe, sem er 51 árs þing- Jean Tiberi Núverandi borgarstjóri býöur sig fram þrátt fyrir andstööu gaullista. maður, svo litlaus að það hafði varla nokkur áhrif þegar hann greindi frá samkynhneigð sinni fyr- ir tveimur árum. Heim af sjúkrahúsi Borís Jeltsín, fyrrverandi Rúss- landsforseti, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu sem hann var lagð- ur inn á skömmu fyrir sjötugsaf- mæli sitt vegna veirusýkingar. Veikir kálfar aflífaðir Grunur leikur á gin- og klaufa- veiki hafi komið upp á búi í Þýska- landi með 99 kálfum. Slátrun dýr- anna hófst í gær. í Bretlandi höfðu í gær greinst nær 170 tilfelli af veik- inni. Myrkur í Stokkhólmi Rafmagnslaust varð í gærmorgun hjá 50 þúsund íbúum í norðurhluta Stokkhólms vegna bruna á kapli. Rafmagn kemst ekki á fyrr en ann- að kvöld. Síma- og farsímasam- bandslaust er og ekkert heitt vatn. Banaö með naglaskotum Palestínskur bóndi, sem var jarð- settur á Gazasvæðinu í gær, var drepinn með nýrri ísraelskri vopna- tegund, eins konar naglaskotum. Vel heppnað konukvöld Karlalaust kvöld á fóstudagskvöld í Bogota í Kólumbíu tókst vel. Borg- arstjórinn setti útgöngubann á karla til að benda þeim á að þeir bæru ábyrgö á 18.500 af 21 þúsundi dauðsfaOa af völdum ofbeldis í borg- inni síðustu 5 árin. Lögreglan til- kynnti um 1 dráp um kvöldið. Á venjulegi föstudagskvöldi eru þau 5. Hægt að bjarga Díönu Christian Barn- ard, læknirinn sem framkvæmdi fyrstu hjartaígræðsluna, skrifar i væntan- legri bók sinni aö hægt hefði verið að bjarga lífi Díönu prinsessu hefði hún komist á sjúkrahús innan 10 mín- útna eftir bOslysið í París og fengið rétta meðferð. Höfnuðu beiðni Annans Leiðtogar Talebana í Afganistan höfnuðu í gær beiðni Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, um að stöðva eyðOeggingu búddalíkneskja. Nota rödd Kennedys ÖldungadeOdar- þingmaðurinn Ed- ward Kennedy hef- ur harðlega mót- mælt notkun á rödd bróður sins, Johns F. Kennedys, fyrr- verandi Bandaríkja- forseta, í auglýsingu repúblikana. Notuð eru ummæli Kennedys um skattalækkun í aug- lýsingu tO aö þrýsta á demókrata- þingmann til að greiða atkvæði með skattalækkun Bush forseta. Edward segir bróður sinn ekki myndu hafa stutt tOlögu Bush. Zapatistar í höfuðborginni Gífurlegur manníjöldi fagnaöi leiðtogum zapatista-skæruliða er þeir komu til miðborgar Mexíkó- borgar í gær. Leiðtogar skærulið- anna heíja friðarviðræður við yfir- völd í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.