Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Side 14
14 Menning________________________ Listsöfnun og listasaga Meðal alvarlegustu vanrækslusynda ís- lenskra listasafna er skeytingarleysi þeirra um ævistarf margra listamanna sem sannar- lega hafa sett mark sitt á okkar stuttu mynd- listarsögu. Með reglulegu millibili er tekinn púlsinn á sömu listamönnunum: Ásgrími Jónssyni, Gunnlaugi Scheving, Jóni Stefáns- syni, Þórarni B. Þorlákssyni og Kjarval. Nú orðið er harla fátt sem við vitum ekki um þessa listamenn. En hvað um Júlíönu Sveinsdóttur, Jón Þorleifsson, Gunnlaug Blöndal, Ásgeir Bjarn- þórsson, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Guð- mund Einarsson frá Miðdal, Snorra Arin- bjarnar, Jóhannes Geir, Drífu Viðar og ólík- indatólið Kristin Pétursson. Hvers eiga þau að gjalda? Verk flestra þessara listamanna eru þorra íslenskra listunnenda enn sem lok- uð bók, sérstaklega yngri kynslóðinni. Myndlist Meðan þetta ófremdarástand varir er sér- stakur fengur í sýningum Gerðarsafns á einkasöfnum nafnkenndra íslendinga. Þar er oft að finna lykilmyndir vanræktra lista- manna sem annars hefðu aldrei komið fyrir augu okkar. Meðal listaverka úr búi Þor- valds Guðmundssonar í Síld og fisk var til dæmis mynd eftir Mugg sem breytti alfarið viðhorfi mínu til þessa fjölgáfaða lista- manns. Sýningin á myndverkum í eigu Pét- urs Arasonar var vissulega sér á parti í þessu samhengi, en sýndi þó hversu óburðug og hugmyndasnauð innkaupa- og sýningarstefna íslensku safnanna er. Þorvaldur óþekktur Yfirstandandi sýning á verkum í eigu Sverris Sigurðssonar færir okkur heim sann- inn um það hve margt við eigum ólært um einn „þekktasta" listamann þjóðarinnar, Þor- vald Skúlason. Hvenær er það í rauninni sem hann tók þá örlagaríku ákvörðun að gangast óhlutbundnu listinni á hönd? Hvaða þýðingu hafði Cobra-listin fyrir hann á árunum 1946-48? Að hve miklu leyti voru síðari af- straktverk hans náttúruvakin? Og var hann í rauninni sá „guðfaðir" afstrakt-kynslóðarinn- ar sem menn hafa talið hann vera? Litrík málverkin eftir Jóhann Briem í eigu Sverris vekja einnig upp spurningar um list- feril og viðhorf þess ágæta listamanns sem einungis ítarleg yfirlitssýning getur svarað. Og stakt málverk Júlíönu af grárri krukku af bláu borði vakti upp löngun þess sem þetta skrifar til að sjá málverk og vefnað listakon- unnar hlið við hlið, nokkuð sem er orðið löngu tímabært að framkvæma. Af safni Sverris getum við einnig ýmislegt lært um þær kröfur sem listaverkasafnarinn verður að gera til sjálfs sín. Menn eiga ein- ungis að kaupa listaverk sem „tala til“ þeirra, svo notuð séu orð Sverris sjálfs, jafnvel þótt þau séu ekki í tísku. Og jafnvel þótt ýmislegt þrýsti á þá að ganga á svig við hugboð eða myndlistarlega sannfæringu. Kröfuharka Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyr- ir Sverri, sem var nákunnugur öllum Septem- bermönnunum, að beina viðskiptum sínum til þeirra Þorvalds, Karls Kvaran, Guðmundu Andrésdóttur, Hjörleifs Sigurðssonar, Nínu Tryggvadóttur, Kristjáns Davíðssonar og Svavars Guðnasonar, pn sniðganga félaga þeirra, þá Benedikt Gunnarsson, Eirík Smith, Hörð Ágústsson, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson og Valtý Pétursson. Og til marks um rykti Sverris hversu margir þessara „vanræktu" listamanna héldu engu að síður tryggð við hann. En kröfuharkan og sjálfsafneitunin bar þann ávöxt sem við þekkjum í dag. Lista- verkasafn Sverris Sigurðssonar er í senn eitt- hvert persónulegasta og ágætasta samsafn listaverka í einkaeigu á íslandi. Menn skyldu berja það augum áður en það verður sent til síns heima. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin Úr einkasafni Sverris Sigurössonar stendur til 31. mars. Gerðarsafn er opiö kl. 12-18 alla daga nema mán. 20. öldin í myndlist Yfirlitssýningar og ýmiss konar þemasýningar úr myndlistarsögu heimsins draga um þessar mundir til sín mikinn fjölda gesta inn á söfn víös vegar. Sum söfn eiga þá svo gott aö geta gengiö í eigin sjóði, önnurfá lánaöa dýrgripi héðan og þaóan og setja saman á sýningu undir lokk- andi heitum. Um þessar mundir get- um við séö merkilega sýningu á mál- verkum frá Petit Palais-safninu í París í okkar eigin Listasafni ís- lands en ef þiö fariö utan um pásk- ana er upplagt aö sjá fleira. Ef þið eigið leið um New York þá var í febrúar opnuð yfirlitssýning úr eigu Guggenheim-safnanna í Evrópu og Ameríku sem stendur fram yfir páska, eða til 22. april. Sýningin ber heitið The Global Guggenheim og þar eru til sýnis um 175 verk, málverk og höggmyndir, sem saman spanna öld af alþjóðlegum módernisma. Svona stór sýning á 20. aldar verk- um í eigu safnsins hefur ekki verið haldin síðan 1992 en safninu hafa bæst margir dýrgripir síðan þá. Fjöldi verka var fluttur til New York frá útibúum safnsins í Berlín, Bilbao og Feneyjum á sýninguna og auk þess'má þar sjá verk frá Hermitage- safninu í Sankti Pétursborg sem Gug- genheim hefur gert sérstakt sam- komulag við. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Paul Cezanne, Paul Klee, Edouard Manet, Pablo Picasso, Camifle Piss- arro, Jackson Pollock og Robert Rauschenberg. Guggenheimsafnið er á Fimmtu tröð nr. 1071 í New York. Old í borg I Tate Modern-safninu í London hefur verið Henri Rousseau: Fótboltamennirnir. 1908. Verkið er í eigu Guggenheim-safnsins í New York. opnuð sýningin Century City: Art and Culture in the Modern Metropolis. Þar hafa menn hóað saman borgarmyndverkum frá niu stórborgum: Moskvu, Lagos, New York, Vínarborg, Tokyo, París, Rio de Janeiro, Bombay og London, og hefur hver borg valið ákveðið tímabil á 20. öld til að kynna. Jafnan eru það tímabil mik- illar grósku og úr þessu verður „gríðarstór og á endanum ómeltan- leg blanda af hinu fræga og óþekkta, hinu heillandi og hinu yf- irborðslega," segir The Sunday Times. Moskva kaus að sýna verk frá 1916-30 þegar þar var mikil deigla í kjölfar byltingarinnar og borgiri var miðstöð framúrstefnumyndlist- ar, ekki síst veggspjaldalistar. New York sýnir verk frá 1969-74, þegar borgin stóð mjög tæpt fjárhagslega. En listamenn létu ekki hugfallast - þvert á móti varð ótrúlegt líf í list- inni þegar allt i einu varð hundbil- legt að leigja stórt húsnæði undir vinnustofur og sýningar. Femín- isminn fékk byr undir vængi á þessum tíma og má sjá glögg merki þess á sýningunni. Vínarborg fer alla leið aftur til áranna 1908-18, þegar efnahagsá- standið var vissulega grábölvað, húsnæðisekla og hörð stéttabar- átta, en framúrstefnulistin blómstr- aði, myndlist, byggingarlist og tón- list. Lundúnabúar velja líka áratug þegar efnahagurinn var á niður- leið, 1990-2001. Kreppan á 9. ára- tugnum skildi eftir sig ótal tómar skrifstofubyggingar og verslanir sem listamenn gátu flutt inn í gegn lágri leigu og skapað af lyst. í Lund- únadeildinni taka myndbönd og ljósmyndir mest rými. Tate Modern stendur við Themsá, skammt frá Blackfriers-neðanjarðarstöðinni. Það er opið sun.-fim., kl. 10-18, en kl. 10-22 fös. og laug. MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Eftir skáldsögu Hallgríms var gerö sam- nefnd kvikmynd sem í ár hlaut Menning- arverðlaun DV í kvikmyndalist. 101 til Ameríku Breska forlagið Faber og Faber hefur nú selt útgáfuréttinn á skáldsögunni 101 Reykjavik eftir Hallgrím Helgason til for- lagsins Scribner í Bandaríkjunum. Scribner er hluti af Simon & Schuster keðjunni sem er ein sú stærsta í Banda- ríkjunum. Það á sér meira en 150 ára sögu og er þekkt fyrir að uppgötva nýja hæfileikaríka rithöfunda. Bókin mun koma út á svipuðum tíma í Bretlandi og Bandaríkjunum. Nú hefur útgáfurétturinn að 101 Reykjavík verið seldur til 12 landa, Dan- merkur, Svíþjóðar, Finnlands, Þýska- lands, Hollands, Póllands, Rúmeníu, Frakklands, Spánar, Ítalíu, Englands og Bandaríkjanna. Vilt þú vera með? í kvöld kl. 20.30 verður efnt til um- ræðukvölds um islenskar dansstuttmynd- ir í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Spurt verður m.a. hvernig dansstuttmynd verð- ur til, hvernig fæst fé til að gera þær, hvar er hægt að koma þeim á framfæri og hver er reynsla þeirra sem þegar hafa haslað sér völl á þessum vettvangi? Meðal þeirra sem leggja orð í belg eru Kristín Pálsdóttir sem veitir forstöðu nýrri stuttmynda- og heimildamynda- deild Kvikmyndasjóðs, Helena Jónsdóttir dansari og danshöfundur, Reynir Lyng- dal sem gerði ásamt Katrinu Ólafsdóttur Slurpinn og co., en sú mynd hefur náð lengst íslenskra dansstuttmynda á er- lendum vettvangi og Sveinbjörg Þórhalls- dóttir sem tók þátt í gerð „Örsagna úr Reykjavík". Fulltrúi kvikmyndagerðar- manna verður Hálfdán Theodórsson sem fjallar um stuttmyndina frá sjónarhóli tökumannsins. Húsið verður opnað kl. 19.30. Fyrirlestrar Inga Svala Þórsdóttir myndlistarmað- ur Qallar um eigin verk í fyrirlestri við Opna listaháskólann að Laugarnesvegi 91, stofu 024, í dag kl.12.30. Inga Svala stundaði framhaldsnám við Listaakadem- íuna í Hamborg, útskrifaðist þaðan 1995 og kennir í sama skóla frá 1999. Hún er gestakennari við Listaháskóla íslands um þessar mundir. Miðvikudagsfyrirlesturinn í Skipholti 1, stofu 113 kl. 12.30, heldur John Tree, breskur iðnhönnuður sem hefur meðal annars unnið fyrir FM Design Center í London, hjá Sony og San Francisco Design Center. Um þessar mundir vinnur hann hjá Jasper Morrisons Studio í London auk þess sem hann er gestakenn- ari við hönnunardeild LHÍ. í fyrirlestrin- um fjallar hann um hönnun og samvinnu hönnuða. Umbrot Námskeið í umbroti prentgripa hefst í tölvuveri Listaháskóla Islands, Skipholti 1,19. mars. Kennd verða undirstöðuatriði umbrots í QuarkXPress umbrotsforrit- inu. Þetta er grunnnámskeið, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum. Kennt verður að setja upp bæklinga og frétta- blöð, unnið með leturbreytingar og liti, myndir og uppsetningar. Kennari er Mar- grét Rósa Sigurðardóttir, prentsmiður og kennari í graflskri hönnun í LHÍ. Rýmishönnun Á námskeiði í rýmishönnun, sem hefst í LHÍ í Skipholti 1 21. mars, verða kynnt- ir helstu frumþættir hönnunar og hvern- ig þeir koma fram í allri hönnun. Aðalá- hersla verður á þrívíða hönnun, einkum rýmishönnun, og fjallað um samspil ljóss, lita og forma. Umíjöllunin verður tengd ýmsum dæmum úr hönnunarsögunni og tilraunum þátttakenda. Kennari er Elísa- bet V. Ingvarsdóttir innanhússarkitekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.