Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 X>V__________________________________________________________________________________________ Menning Gullfiskar í búri DV-MYND INGÓ Af gömlum vana safnast þau saman í sumarhúsinu þegar sumrar Ragnheiöur Steindórsdóttir, Stefán Jónsson, Guörún S. Gísladóttir og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum. „Gamanleikur með þremur kvenhlutverkum og sex karlhlutverkum, i íjórum þáttum, með landslagi (útsýni yfir vatn), mikið tal um bók- menntir og fimm tonn af ást.“ Þessi orð eru úr bréfi þar sem Tsjekhov lýsir Mávinum en þau passa álíka vel við leikritið Laufin í Toscana sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á fóstudag. Þrátt fyrir gamansaman undirtón myndum við seint flokka verk Tsjekhovs sem gamanleiki og sama á við um leikrit Svíans Lars Norén, sem í hverju verkinu á fætur öðru lýsir upplausn nú- tímaijölskyldunnar á napran og kaldhæðinn hátt. Laufin i Toscana er reyndar í sjö atriðum en hlutverkin eru níu, það er mikið talað um bókmenntir, enda tveir leikritahöfundar meðal persónanna líkt og í Mávinum, og ástin er á sínum stað þó yfirleitt sé hún vangoldin eða beinist að röngum aðila. Leikkonurnar eru tvær eins og í leikriti Tsjekhovs og margar sen- ur kallast beint á við atriði í Mávinum. Þekking á þvi verki er þó ekki forsenda til skilnings á Laufunum í Toscana sem gerist í sumarhúsi í sænska skerjagarðinum. Húsið á að selja og allar persónurnar standa á tímamót- um. Ættfaðirinn Jóhannes er kominn að fótum fram, eldri dóttirin Sonja er í þann mund að flytjast búferlum með FViðriki manni sínum, sonurinn Gabríel hefur fengið tilboð frá banda- rískum háskóla og leikkonan Lena sem er í tygjum við leikskáldið Ólaf er komin á þann aldur að tækifærum innan leikhússins fer að fækka. Samúel, sonur Sonju og Friðriks, er far- inn að vekja athygli sem leikskáld en dóttir Gabríels, Klara, fékk taugaáfaU þegar hún var að leika í Mávi Tsjekhovs og hefur síðan átt við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylduvinur- inn Húbert þarf líka að endurmeta líf sitt því hann er nú atvinnulaus. En margt fer öðruvisi en ætlað var og helsti örlagavaldurinn er Klara. Hún verður völd að því að sumarhúsið brennur en kveikir líka því- líkan ástareld í hjörtum þeirra Friðriks og Ólafs að hvorugur bíður þess bætur. Mögnuð persónusköpun Laufin i Toscana er margslungið verk og fjallar ekki síður um leikhúsið sem slíkt en átök fjölskyldunnar. Þetta er undirstrikað i leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar sem er eins og framlenging á sal Þjóðleikhússins. Hús- ið sem er hallandi og táknrænt fyrir skipbrot fjölskyldunnar er með sams konar klæðningu og veggir salarins og leikrýmið er brotið upp með því að hafa dymar fram á gang opnar. Svalirnar eru sömuleiðis nýttar og tiltölulega natúralískur leikurinn er frystur á stöku stað. Áhorfendur eru þannig stöðugt minntir á að þeir séu að horfa á leiksýningu. Það er ekki hægt að lýsa þessu verki sem skemmtilegu, þrátt fyrir hnyttin tilsvör, en það sem heldur áhorfendum föngnum er mögnuð persónusköpun Noréns og frábær túlkun leik- aranna. Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurð- ur Skúlason eru enn að eflast sem leikarar eins og þessi uppfærsla sannar. Ragnheiður náði mikilli tilfmningalegri dýpt í Sonju og ástin var jafn greinileg í hverjum drætti Sigurðar í fyrri hlutanum og sársaukinn í þeim síðari. Lena Guðrúnar S. Gísladóttur er sterk og ákveðin en í áhrifaríkum senum milli hennar og Ólafs birtist örvænting hennar ljóslega. Valdimar Örn Flygenring náði góðum tökum á Ólafi í fyrri hlutanum en var ekki jafn sannfær- andi þegar sálarangist hans var í hámarki. Ólafur er fulltrúi hefðarinnar í leikritun en Samúel nýjunganna og báðir eiga þeir sér ein- hverja samsvörun í Norén. Samúel sem Atli Rafn Sigurðarson túlkar af öryggi er töff á yfir- borðinu en þorir samt ekki að horfast í augu við sannleikann. Erlingur Gíslason sem nöldur- seggurinn Jóhannes og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverki forsmáða sonarins Gabríels voru báð- ir trúverðugir og sama má segja um Stefán Jónsson sem fór á kostum sem hinn dæmalaust óaðlaðandi Húbert. Túlkun Nönnu Kristínar Magnúsdóttur er kapítuli út af fyrir sig því hún er að leika konu sem er að leika og því margfaldur botn í per- sónunni. Nanna Kristín var stórkostleg í hlut- verki Klöru og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Sérlega vel heppnaðir búningar Filippíu I. Elísdóttur og fyrirtaks gervi styrkja og skerpa karaktereinkenni hverrar persónu fyrir sig og er óhætt að fullyrða að Viðar Eggertsson leik- stjóri getur verið stoltur af þessari uppfærslu sinni. Sýningin vekur fleiri spurningar en hún svarar og ég er ekki enn búin að gera upp við mig hvað það er sem Norén og Viðar eru að segja okkur. Eru leikarar á sviði bara eins og hverjir aðrir gullfiskar í búri? Er hið sökkvandi hús á einhvern hátt táknrænt fyrir Þjóðleikhúsið? Og er velgengni Samúels til marks um að við göngum alltaf markaðsöflun- um á hönd? Svari hver fyrir sig. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóöleikhúsið sýnir á stóra sviöinu Laufin í Toscana eftir lars Norén. Þýöing: Hlín Agnarsdóttir. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Lýsing: Björn B. Guömundsson. Tón- list: Siguröur Bjóla. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. „Tvær íslenskar ljóðabæk- ur sem ekki aðeins hefur ver- ið snúið á þýsku (og gefnar út tvítyngdar) heldur líka þýdd- ar i vatnsliti af málaranum Bernd Koberling," segir gagn- rýnandi þýska stórblaðsins Súddeutsche Zeitung, Her- mann Wallmann, hrifinn í umsögn um tvær glæsilegar ljóðabækur eftir Snorra Hjart- arson og Baldur Óskarsson. Greinin heitir „Upp í blá- mann. Litir íslands í ljóðum og vatnslitamyndum“ og Her- mann heldur áfram: „Ljóðið „Hrossagaukur" eft- ir Snorra Hjartarson er líka mynd fyrir þau margræðu geðhvörf sem hellast yfir les- andann/áhorfandann: „Hrossagaukur ílýgur / undan fótum þér í blánni // þú hrekkur við / hlustar // er það hjartað í brjósti þér / eða hnegg hans við ský.“ Og hjá Baldri Óskarssyni vitnar ljóð- ið „Hylur“ um það hve vel Bernd Koberling hefur „hlust- að“ á skáldin sin. „Grænleitar varir teyga djúp- an himin, / dimmbláa veig - og fylla svartar kverkar. / Loft er kyrrt og kalt. / Þú festir augu / við úfinn svarta innvið himindjúpið. - / sínu leyti myndvefseðli sínu - og maður gæti litið á þær sem „helgisagnir". „Á grunnsævi kvölds / flæðir gullinn straum- ur / um þéttriðin net / nakinna trjánna / og fyllir þau ljóskvik- um fiskum,“ segir Snorri Hjart- arson og hjá Baldri Óskarssyni hefst eitt ljóðið svona: „Fjar- lægðarbláminn / og blekking öll // blekking er þekking, bláminn hér“ - og endar svona: „Hönd mín varð segl /AÉg sá. // Hvít örk / heimurinn." Bernd Koberling virðist æ ofan í æ hafa flokkað og skráð slíka fundi. Og þama eru blöð sem hafa lotiö skipan náttúrufræði- legrar alfræðibókar. Lauf í öll- um litbrigðum, æðar í burkn- um, handlitaðar eylendur sem seytla í pappírinn, vængja“munstur“. ... Nokkrar línur eftir Baldur klæða líka verkáætlun hans í orð: „Svarta og hvíta fleti / felli ég saman / fleyga svart með grænu / kem- ur rautt í hvítt / hef upp litróf nýtt.“ Bækurnar tvær eru sjötta og sjöunda bindið í ritröð Josefs Kleinheinrichs, íslenskar nú- tímabókmenntir, sem Gert Kreuzer annast af andagift." Ein mynda Bernds Koberlings í bók Snorra Hjartarsonar Myndirnar eru yfirleitt á sér síöum og halda þannig myndvefseöli sínu. Kvöldrauð tunga seilist hægt um herðar. / And- gustur fer um vatnið, / augun bresta." Vatnslitamyndunum er sjaldan stillt upp frammi fyrir ljóðunum. Þannig halda þær að Upp í blámann Dansað í Kanada íslenski dans- flokkurinn heldur nú um helgina í sína stærstu sýn- ingarferð til þessa og þá fýrstu til N- Ameríku. Hann verður alls með sex sýningar i Kanada frá 13. til 20. mars og sýnir NPK eftir Katrínu Hall, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og nýju sýningam- ar, Kraak een eftir Jo Stromgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Dansflokkurinn hefur á undanföm- um þremur áram farið til Avignon, Bergen, Bologna, Caen, Helsinki, París, Prag, Riga and Vilnius og sýnt jafhólík verk og Kippu/Sixpack við lifandi tónlist Múm og Baldur eftir Jorma Uotinen við tónlist Jón Leifs. Þessi ferðalög hafa vakið verðskuldaða athygli á flokknum og hann á nú í viðræðum við aðila víðsvegar um heim um sýningar. Enda er flokki sem þessum lifsnauðsyn að sýna víðar en heima til að sýna hvað hann getur og máta sig við grónari listdansflokka. Norrœn kvikmynda- hátíð Einkennilegt er hvað íslensk kvikmynda- hús era treg til að taka norrænar kvikmynd- ir til sýninga, jafnvel þær sem hafa rokgeng- ið í heimalandinu. Brennandi spuming er til dæmis núna hvenær við fáum að sjá dönsku kvikmyndina Bænken sem fékk um daginn Bodilverðlaunin sem besta danska myndin á sömu hátíð og okkar eigin Björk fékk Bodil sem besta leikkonan í aðalhlutverki. En aðdáendur norrænna kvikmynda geta huggað sig við að kvikmyndaklúbburinn Fil- mundur og sendikennarar í norrænum tungumálum við Háskóla íslands ætla að halda norræna kvikmyndahátíð 22.-26. mars og sýna fimm nýlegar kvikmyndir: 0en i fuglegaden frá Danmörku (Soren Kragh-Jac- obsen), Litlu systur frá Finnlandi (Taru Mákela), Á köldum klaka frá íslandi (Friðrik Þór Friðriksson), Sondagsengle frá Noregi (Berit Nesheim) og loks Tilsammans frá Sví- þjóð sem Lukas Moodysson leikstýrir, sá sem þekktastur varð fyrir unglingamyndina stórgóðu Fucking Ámál. Leikstjórarnir fylgja allir myndum sínum hingað til lands nema Lukas og taka þátt i umræðum eftir sýningar. Einnig verður málþing í Norræna húsinu sunnudaginn 25. mars þar sem leik- stjórarnir sitja fyrir svöram. Dauðir rísa upp Almenna bókafé- lagið hefúr tekið til starfa á ný undir hatti Eddu - miðlun- ar og útgáfu og mun í ár standa fyrir öfl- ugri bókaútgáfu. Á útgáfulista eru skáldverk, ævisög- ur, fræðibækur og handbækur af ýmsu tagi og útgáfustjóri hefur verið ráðinn Bjami Þorsteinsson cand. mag. Almenna bókafélagið var stofhað á 6. ára- tug 20. aldar, ekki síst til höfuðs forlaginu Máli og menningu sem þótti óþarflega valda- mikið í íslenskri bókaútgáfu. Það lognaðist út af fyrir nokkrum árum en hefur nú starf- semi sína aftur í kompaníi við Mál og menn- ingu og Vöku-Helgafell. Ekki Tsjekhov Það er fyllilega þess virði að fara í Tjam- arbíó og sjá Platonov Tsjekhovs hjá Herra- nótt, þó ekki sé nema til að njóta ævintýra- legrar sviðsmyndar Sigurðar Kaisers. Fáir era honum nú fremri í þeirri kúnst á landi hér. Heilt völundarhús verður til á þessu pínulitla sviði með furðumörgum inn- og út- gönguleiðum eins og verkið þarfnast. En Tsjekhov reynist erfiðari en jafnvel Shakespeare og ungmennin ná engu tar.gar- haldi á margföldum persónum hans þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Eða er kannski uppsetning Kjartans Ragnarssonar í Borgar- leikhúsinu með Þresti Leó og Guðrúnu S. í aðalhlutverkum bara of fersk í minning- unni? Hildur Óttarsdóttir dansar í Pocket Oce- an.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.