Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 51 Útgáfufélag: Frjáls fjölmlölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíðai http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmíölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöiuverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki víömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Ný sókn Eins og fram kom hér í DV í gær hefur sjálfstæöri út- komu dagblaðsins Dags verið hætt en útgáfan sameinuð útgáfu DV. Augljóslega markar þetta þáttaskil í sögu ís- lenskrar blaðaútgáfu. Útgáfa Dags var merkileg tilraun þar sem leitast var við að samhæfa undir merkjum frjálsrar blaðamennsku arfleifð gömlu flokksblaðanna annars vegar og ákveðnar landsbyggðaráherslur hins vegar sem m.a. lýstu sér í því að þetta var eini fjölmið- illinn sem hafði heimili og varnarþing sitt utan Reykja- víkur. Þessi sérkenni birtust síðan í efnistökum og áherslum blaðsins, þar sem umfjöllun um stjórnmál og landsbyggðarmálefni hvers konar voru áberandi ásamt að sjálfsögðu almennum þjóðlífsfréttum. En þrátt fyrir góða spretti og vönduð vinnubrögð gekk Dagskapallinn ekki upp efnahagslega og því varð að stokka upp á nýtt. í þeim kapli sem nú hefur verið lagður hefur sérkenn- um Dags ekki verið kastað fyrir róða. Þvert á móti er hugmyndin sú að varðveita sérkenni blaðsins, þó það verði í nýju samhengi. Þess vegna munu ýmsir efnis- þættir sem voru einkennandi fyrir Dag nú flytjast yfir í DV og vonandi verður niðurststaðan sú að allir geti fundið í sameinuðu blaði fjölmargt við sitt hæfi. Þeir sem voru áskrifendur Dags fá mun stærra og fjölbreytt- ara blað á sama tíma og gamlir DV-áskrifendur fá ferskar áherslur og efnisþætti. Með sameiningu blað- anna er þvi verið að blása til nýrrar sóknar á blaða- markaði þar sem nýtt og endurbætt DV stillir sér upp sem áberandi sterkasta blaðið á landsbyggðinni og einn eftirsóknarverðasti fjölmiðillinn á landsvísu jafnt fyrir lesendur sem auglýsendur. Sérstök ástæða er til að nefna sterka viðveru DV á Akureyri eftir sameininguna. Þar hafði Dagur umtals- verða starfsemi og var um árabil langstærsti og íjöl- mennasti fjölmiðillinn þar í bæ og á landsbyggðinni allri. Slíkt var eðlilegt í ljósi þess að blaðið byggði með- al annars á grunni gamla Dags sem var fyrst og síðast svæðisbundið blað á Norðurlandi. Þetta mun ekki breyt- ast og starfsstöð DV á Akureyri mun áfram verða stærsta ritstjórn nokkurs fjölmiðils utan Reykjavíkur. Blaðið vonast því eftir góðu samstarfi við Norðlendinga í framtiðinni. Því hefur verið haldið fram að sameining síðdegis- blaðs eins og DV og morgunblaðs eins og Dags - blaða sem þar að auki hafa haft talsvert ólíkar áherslur í ýms- um málum - geti ekki gengið. Það er alrangt. Fullyrð- ingar af því tagi eru raunar til vitnis um mikla þröng- sýni og óþarfa takmörkun á hugmyndaflugi. Það er eng- in ástæða til að láta gamlar skilgreiningar um síðdegis- blöð og morgunblöð fjötra sig á timum hraðra breytinga og þróunar í fjölmiðlaheiminum. Það sem máli skiptir er að bæði þessi blöð hafa haft að leiðarljósi almennar grunnreglur frjálsrar og óháðrar fréttamennsku og byggja þar af leiðandi á sömu grundvallaratriðum. Skoðanir einstakra stjórnenda eða blaðamanna eru og hafa í báðum blöðum verið afmarkaðar í sérstökum dálkum og ekki blandað saman við hlutlæga umfjöllun blaðsins um menn og málefni. Svo verður að sjálfsögðu áfram. í þessari nýju sókn sameinaðs DV verður þús- und blómum að sjálfsögðu leyft að spretta! Birgir Guðmundsson I>V Skoðun Eignir lífeyrissjóða Samkvæmt nýlegum upplýsingum var meðal- raunávöxtun lífeyris- sjóða síðustu flmm árin jákvæð um 7-8%. Út- koman á síðasta ári var þó slök og hlutabréfa- eign sjóðanna skilaði neikvæðri ávöxtun. Af- koma margra lífeyris- sjóða var semsé undir væntingum þó að skráð- um félögum fjölgaði í flestum þeirra. Lífeyrissjóðir eru til orðnir vegna þess að vinnandi fólk í landinu leggur mánaðarlega ákveðna prósentu af launum sínum í sjóði. Þar á móti kemur framlag atvinnu- rekanda. Ekki eru mörg ár síðan þau lög voru sett að allir væru skyldugir aö greiða í lífeyrissjóði en ánægjuleg er sú staðreynd að margir sjóðir eru nú þegar orðnir öflugir og veita laun- þegum öryggiskennd. Af hálfu sjóð- anna eru ööru hvoru send bréf til fé- lagsmanna þar sem þeim er sýnt svart á hvítu að þeir geti litið róleg- ir til ævikvöldsins þvi þá fái þeir greitt úr sínum sjóði miðað við framlag. Vekurfurðu Kynslóðir forfeðra okkar þekktu ekki slíkan munað. Ömmur margra okkar áttu ekki annan kost viö fráfall maka en að bregða búi og leggjast í flakk á milli bama sinna. þegar fyrirvinnan var fallin frá. Möguleikar þeirra til að sjá sér farborða voru tak- markaðir. Þær sem voru svo lánsamar að komast i vinnu urðu að lúta því að laun þeirra voru langt undir launum karla þótt þær ynnu sambærileg störf. Tækifæri karla voru fleiri því þeir voru úti á vinnumarkaðnum meðan konur unnu launalausar heima við bú og bamauppeldi. Það vekur furðu að heyra þau tíð- indi að þingmaður Vinstri grænna skuli stíga í pontu og flytja tillögu þess efnis að eignir lífeyrissjóða skuli notaðar til að standa undir byggingum félagslegra íbúða. Ekki svo að skilja að þeir sem þurfa á fé- lagslegri þjónustu að halda séu ekki Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur alls góðs verðir. Mér er bara fyrirmunað að koma auga á arðsemi þess að ávaxta pen- inga í félagslegum íbúðum nema kannski í gleðinni yfir að létta áhyggjum af sam- ferðafólki. Dæmið frá Vestfjörðum Það er svo stutt síðan stjómendur bæjarfélaga á landsbyggðinni voru og eru kannski enn í erfiðleikum vegna reksturs félagslegs húsnæðis. Byggðarlag á Vestfjörðum réðst í bygg- ingu slíkra íbúða. Voru þær seldar á góðum kjörum en ef eigandinn kaus að losa sig við eign sína þá var bæjarfé- lagið skyldugt aö kaupa hana aftur. Sömu sögu er að segja um önnur bæjarfélög víðs vegar um landiö. Þau sitja uppi með íbúðir sem eru baggi á bæjar- og sveita- sjóðum. Hugsanlega vakir fyrir Vinstri grænum að um- ræddar byggingar verði „Af hálfu sjóðanna eru öðru hvoru send bréf til félagsmanna þar sem þeim er sýnt svart á hvítu að þeir geti litið rólegir til œvikvöldsins því þá fái þeir greitt úr sín- um sjóði miðað við framlag. “ reistar í Reykjavík. Þar sem fjármunir lífeyris- sjóða eru ávaxtaðir á ýmsa vegu megi allt eins lána til íbúðabygginga eins og kaupa hlutabréf, innlend eða erlend. Stað- reyndin er sú að það er sama hvar félagslegar íbúðir verða reistar, rekst- ur þeirra skilar tæplega þeim arði sem lífeyrissjóð- irnir þurfa á að halda. Gleðin yfir að létta undir með saferðafólkinu yröi dýru verði keypt ef hún sviptir launþega í landinu vissunni um öruggar tekj- ur að starfsdegi loknum. Áhyggjulaust ævikvöld er máltæki sem oft er not- að. í hraða og verðbólgu þjóðfélagsins þarf að ávaxta fjármuni með gætni og skynsemi til að skila eig- endum þeim greiðslum sem þarf til að þeir geti rólegir litið til rólegra stunda að loknum löngum starfsferli. Gunnhildur Hrólfsdóttir Framsókn fékk þó Schengen Það hlýtur að verða mörgum ís- lendingum ráðgáta nú og framvegis, hvemig þaö mátti verða að eyríkið í Norður-Atlantshafi skyldi innlimað i þann sérkennilega óskapnað sem gengur undir nafninu Schengen og greiði háan aðgangseyri í þokkabót. Pólitíska röksemdin hefur verið að með Schengen væri verið að bjarga því ferðafrelsi sem fram að þessu hefur gilt á milli Norðurlanda. Samlíkingin er þó langsótt, því að Schengen-kerfið á fátt ef nokkuð sameiginlegt með því frjálsræði sem komið var á milli norrænu rikjanna á 6. áratugnum. Kjarninn í Schengen er hins vegar að ná fram mikilvægu skrefi í þróun Evrópusambandsins í átt að ríkisheild, þ.e. afnám landmæraeftirlits milli aðildarlanda en hærri og þéttari girðingar út á við. Halldór í fótspor krata Kratar, sem lengi hafa iátið sig dreyma um aðild íslands að Evrópu- sambandinu, eru auðvitað himinlif- andi yfir Schengen. Málið var á „Við skuldbindum okkur til að hœkka hér girðingar gagnvart ferðamönnum frá öðrum heimshlutum, í raun sérstaklega til og frá Norður-AmerCku, einnig að því er íslendinga varðar. “ - Unnið að stœkkur Leifs- stöðvar, m.a. með tilliti til Schengen-samkomulagsins. fullri ferð þegar Halldór Ás- grímsson tók við af Jóni Hannibalssyni sem hús- bóndi í utanríkisráðuneyt- inu 1995. Formaður Framsóknar- flokksins var þá þegar engu minni áhugamaður um að- ild Islands að ESB en núver- andi sendiherra í Was- hington. Aðeins þurfti Hall- dór að ganga varlegar irni gáttir vegna baklands i eig- in flokki og stjórnarsam- starfs við Sjálfstæðisflokk- inn. Schengen var tækifæri til að tengja ísland fastari böndum við Brussel og þaö eftirlét Davíð leik- bræðrum sínum í ríkisstjóm. Aðeins örfáir þingmenn nenntu að setja sig inn i málið og koma nú af fjöllum rétt eins og almúginn þegar Schengen-netið steypist yfir okkur. Stóri bróðir inn á gafl Schengen hefur lítið með frelsi að gera þótt svo sé látið í veðri vaka. í stað eftirlits á innri landamærum kemur margeflt eftirlit gagnvart öll- um sem hreyfa sig inn og út af svæð- inu og gífurleg söfnun upplýsinga um einstaklinga inn í risatölvukerfi Schengen þar sem engin trygging er fyrir lýðræðislegu eftirliti. Þegar hafa um 10 milljón manns verið skráðir inn í móðurtölvu SIS (Schengen Information System) í Strasburg, sumpart vegna þess að HUGSANLEGT er talið að þeir ÆTLI AÐ fremja afbrot eða beita sér gegn allsherjarreglu. Stóri bróðir hefur með Schengen heldur betur sótt i sig veðrið. Fjölmargir, þar á meðal norska Persónuverndin og lögmannasamtökin i Nor- egi, hafa varað við afleið- ingum af Schengen-kerfinu fyrir réttaröryggi almenn- ings. Landamæravarsla fyrir Evrópusambandið Með skilyrtri Schengen- aðild eru íslendingar að taka að sér landamæra- vörslu fyrir Evrópusam- bandið og borga sjálfir háar fúlgur fyrir! Við skuldbind- um okkur til að hækka hér girðingar gagnvart ferðamönnum frá öðrum heimshlutum, í raun sérstak- lega til og frá Norður-Ameríku, einnig að því er íslendinga varðar. Það vegabréfaeftirlit sem við hefð- um þurft að fara í gegnum við komu inn á Schengen-svæðið breytist nú í framvísun persónuskilríkja í langt- um meira mæli en áður af alls konar tilefni, svo sem við gistingu og lyfja- kaup. Eftirlit sem farangri Schengen-farþega við komu til lands- ins, meðal annars vegna fikniefna, á eftir að verða erfiðara en áður þótt tolleftirlit sé áfram að nafninu til. Um breytingu á Schengen-reglum höfum við engin úrslitaáhrif og verð- ur kastað út úr samstarfinu umyrða- laust, ef við höfnum þeim. í vandræðum sínum vegna yfir- þyrmandi kostnaðar af Schengen hefur ríkisstjórnin nú falið Dönum að annast vegabréfaáritanir fyrir ís- lands hönd á 70 stöðum víða um heim, því að kjörræðismenn Islands mega ekki lengur sinna slíku! Er ekki ástæða til að óska Framsóknar- flokknum til hamingju með afrekið? Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur Með og á móti tulaginu í handboltanum? Ummæli Flugvallarkosningin og leikreglur lýöræðisins „Til atkvæða- greiðslunnar var boðað með lýðræð- islegum hætti af til þess bærum yf- irvöldum. Öllum var tryggður að- gangur að greinar- góðum upplýsing- um, kostirnir sem um var kosið voru skýrir og allir borgarbúar áttu jafna möguleika á því að nýta sér atkvæð- isréttinn. Þrjátíu þúsund borgarbúar gerðu það og tóku efnislega afstöðu til málsins. Líta verður svo á, að hin- ir sem ekki fóru á kjörstað, hafi ákveðið að láta sig málið ekki varða, og þ.a.l. lagt það í hendur annarra að taka ákvörðun. Þannig framseldu þeir rétt sinn, en það er fráleitt að í því felist réttur einhverjum til handa til að slá eign sinni á eða túlka skoð- anir þessa hóps.“ Ingibjörg Sölrún Gtsladóttir borgarstjóri I Mbl.-grein 20. mars. Kosningin um Reykja- víkurflugvöll „Hér var á ferð tilraun til að auka þátttöku borgaranna í töku ákvarð- ana. Vona verður að hér sé aðeins um að ræða upphaf og kjósendur fái ekki á tilfmninguna að framlag þeirra sé léttvægt fundið. Þeir, sem ekki kusu, ættu hins vegar að hafa hugfóst þau orð breska sagnfræð- ingsins Arnolds Toynbees, aö það eru örlög þeirra að vera stjórnað af þeim, sem neyta atkvæðisréttar síns ... Úrslit þessarar kosningar voru ekki afgerandi, en engu að síður fékkst niðurstaöa. Þegar gengið hef- ur verið til lýðræöislegra kosninga er aðeins spurt hvernig atkvæði voru greidd, ekki hversu stór meiri- hlutinn var.“ Úr forystugreinum Mbl. 20. mars. Lífgar mótið við Alls ekki hrifinn jÉ— „Keppnin í efstu I deild hefur verið IP deyjandi síðustu árin og lið sem hafa fallið hafa misst alla tekjumöguleika. Með þessu nýja fyrirkomulagi erum við að taka dramatískt stökk sem á að gera mótið líflegra og leikina mikilvægari. Það mun skipta liðin mjög miklu máli að komast í styrkleika eitt. Mikilvægi leikjanna eykst mjög mikið. Það mun til dæmis skipta gríðarlega miklu máli fyrir liðin Valdimar Grímsson handknattleiks- maöur í Val hvort þau ná þriðja eða fjórða sæti og eins hvort lið ná sjötta eða sjöunda sæti. Liðin verða sífellt að keppa um sæti til að tryggja sér betri aðstöðu í framhaldinu. Síðan má líka nefna nýja keppni, deildabikarinn. Það eru fjögur efstu liðin i styrk- leika eitt sem komast í þaö mót. Þa verður til mikils að vinna en stefnt er að peninga- verðlaunum í deildabikarnum sem leikinn verður á einni og sömu helg- inni.“ r„Ég er alls ekki hrifinn af þessu nýja fyrirkomu- lagi. Ég hefði vilj- að fá tíu liða efstu deild. Átta lið hefðu komist áfram í úr- slitakeppni eins og nú er og þau tvö lið sem neöst yrðu léku þá í úrslitakeppni við tvö eða fjögur efstu liðin i l. deild. Með þessu yrði tryggt að tíu bestu liðin væru alltaf í efstu deild. I dag eru fin lið að falla og lið að koma upp sem hafa ekkert upp að gera. Ætlunin er að Þorieífur Ananíasson umsjónarmaöur heimasíöu KA ems og þetta spilist í framtíðinni út og suður og enginn skilur neitt í neinu. Ég get ekki ímyndað mér að venjulegur maður sem fylgist eitthvað aðeins með íþróttum skilji upp né niður í þessu enda er þetta afar ruglings- legt fyrirkomulag. Þetta verður til þess að eng- inn áhugi verður á íslands- mótinu fyrr en rétt áður en úrslitakeppnin hefst, alveg þetta er í dag.“ Á nýafstöönu ársþingi Handknattleikssambands íslands var ákveöiö aö breyta keppnisfyrirkomulaginu í 1. deild karla. Þegar eru komnar fram óánæE'iuraddir meö brevtinguna og skoöanir manna eru miög skiptar. Hjartað er vinstra megin „Sums staðar hafa hugmynda- fræðingar brugðið á það ráð að reyna að færa miðborgarlífið úr sínum gömlu kjörnum á rúmbetri svæði í stækkandi borgum. Gjarnan undir þak. Þetta hefur tekist misjafnlega, sennilega af þeirri ástæðu að mið- borg á ævinlega hlutverk sitt að þakka sögu og hefð. Eða eins og maður nokkur sagði í sjónvarpinu um daginn: Hjartað verður alltaf vinstra megin, sama hvað maður bætir á sig mörgum kílóum." Úr pistli Sigurbjargar Hjartardóttur, skálds og blm., í Mbl. 20. mars. fer um greiddi atkvæði á móti vellinum. Allir sjá aö þetta er hrikaleg útkoma. Hins vegar varast hollvinurinn að minnast á að skoðanabræður hans fengu enn minna. Þaö er engu líkara en að maðurinn sé fullfær um að út- lista ársreikninga i hlutafélögum. Einföld jafntefll Það er með ólíkindum hvað hægt er að vinna marga sigra í gagnslaus- um kosningum. En það er líka hægt að sætta sig við jafntefli. Fullyrðing- ar um að úrslitin séu hnífjöfn eru al- gengar. Eins og allir hljóta að sjá er 28 og 29 mörk í handbolta jafntefli, að minnsta kosti þegar tekið er tillit til þess, að hefði leikurinn staðið yf- ir hálfri mínútu lengur hefðu okkar menn náð að jafna. Svona einfalt er það. Kosningin um Vatnsmýrina mun gleymast eins fljótt og flugfélögin sem nú eru að fara á hausinn vegna tapreksturs í innanlandsflugi. Hún er eins marklaus og rökin sem vesl- ings atkvæðunum er boðið upp á um framtíð byggðarlaga. En kannski er þetta holl æfing í lýðræði. Verði það raunin hefur öll þjóðin sigrað. Oddur Ólafsson verður og Segja má með sanni að það sé gleðilegur endir á kosningum þegar allir málsaðilar fara með sigur af hólmi. Lýðræðið bæði sigraði og tap- aði í flugvallarkappleiknum mikla og niðurstaðan er ýmist engin eða að borgarskipulagið er leyst úr álögum. Enginn játar sig sigraðan en samt hafa allir gengið á milli bols og höf- uðs á andstæðingunum. Ef einhverj- ir eru með allt niður um sig eftir rammaslaginn um Vatnsmýrina eru það þeir sem önnuðust skoöanakann- anir um kjörsókn og fleira, sem komust upp í að vera 50% vitlausar. R-listinn sannaði lýðræðisást sína með því að efna til kosninga sem enginn þarf að taka mark á. íhalds- minnihlutinn vann sinn stóra sigur með því aö sýna sönnum sjálfstæðis- mönnum fram á að þeir gengju er- inda Ingibjargar Sólrúnar með því að láta í ljósi skoðun á hvort flugvöll- urinn á að vera eða fara þegar kem- ur fram á öldina. Og Inga Jóna skor- aði á þá að sitja heima og taka enga afstöðu til eins mesta deilumáls sem upp hefur komið í borgarstjórninni síðan hendur voru látnar skipta i Gúttóslagnum sæla í fyrir- stríðskreppunni. Af öllu þessu rugluðust D-lista at- kvæðin svo í skoðanakönnun um hvern þau vildu helst fá sem borgarstjóraefni flokksins, að 2,5% þeirra vilja helst sjá Ingi- björgu Sólrúnu leiða íhaldið til sigurs og tóku hana fram yfir þungavigtar- Oddur Ólafsson mennina Árna blaöamaöur Sigfússon Og .......'Vilhjálm Vil- hjálmsson. Létt reikningsdæmi Borgarstjórinn er hárviss um að lýðræðið sigraði í flugvallarkosning- unni, en það vefst fyrir henni sem fleirum hvað á að gera við vinning- inn, ef einhver er. Flugvöllurinn er nefnilega jarðfastur i mýrinni í hálf- an mannsaldur til að byrja með. Sportflugmaðurinn, sem er hollast- ur vina malbiksflæma og ryðbrunn- inna skúra í Miðbænum, fer létt með að reikna út hvemig andstæðingar vallarins skítlágu í kosningunni þótt þeir hafi fengið meirihluta atkvæða. Þeir fengu innan við 50% atkvæða vegna þess hve mörg voru ógild og aðeins einn af hverjum sex borgarbú- „Sportflugmaðurinn, sem er hollastur vina malbiksflœma og ryðbrunninna skúra í Miðbœnum, fer létt með að reikna út hvemig andstæðingar vallarins skítlágu í kosningunni þótt þeir hafi fengið meirihluta atkvœða. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.