Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir Kvíaeldi í sjó fer stööugt vaxandi: Samherjafrændur í fiskeldi hver á sínu landshorni Hraöfrystihúsið Gunnvör á ísa- firði hefur hafið sjókvíaeldi á þorski í Skutulsfirði og hyggur á frekara eldi en þá í Álftafirði. Fiskvinnslufyrirtækið Fjölnir á Þingeyri er meö áform um kvía- eldi á þorski í Dýrafirði og Sölvi Pálsson hefur einnig áform um kvíaeldi í Dýrafirði en á laxi. Þeir Samherjafrændur eru því að hasla sér völl í fiskeldi á íslandi þótt þeir séu hver á sinu landshominu i þetta skipti. Samherji, undir forystu þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vil- helmssonar, stefnir að laxeldi í Reyðarfirði en Þorsteinn Vil- helmsson, sem yfirgaf Samherja fyrir nokkrum misservun, er nú aö fara í þorsk- eldi fyrir vestan. Þorsteinn Vil- helmsson er stjómarformaður ins-Gunnvarar. Þorsteinn Már Baldvinsson. fyrir austan Hraðfrystihúss- Þorsteinn Vilhelmsson fyrir vestan mikið, meira er þessu stigi sem Einar Valur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrysti- hússins-Gunn- varar, segir að búið sé að fá leyfi til að setja út kvíar í Skut- ulsfirði fyrir þorsk en á þessu stigi er þetta ekki umsvifa- litið á þetta á tilraunaverkefni en gæti orðið stærra ef vel tekst til. „Fiskeldi hefur verið fyrir vest- an í nokkur ár, m.a. á Tálknafirði og í Bolungarvík en það virðist vera einhver aukning í þessu nú. Þetta er það smátt í sniðum hjá okkur enn þá að það þarf ekki að fara í umhverfismat. Það er komin út kvi á Skutulsfirði utan ísafjarð- ar en ekki inni á Álftafirði en við ætlum að mæla þar frekar sjávar- hita og fleira áður en ráðist verð- ur i það,“ segir Einar Valur Krist- jánsson. -GG Bátahöllin blómstrar: Dyttað að og burðargeta aukin DV, ÓLAFSViK: Mikið er að gera hjá þeim feðgum í BátahöOinni á HeUissandi. Að sögn Páls Viðars Hafsteinssonar, eiganda fyrirtækisins, eru mikil verkefni fram undan. Fiskveiðibann er að skeUa á og margir triUueigendur ætla að láta dytta að bátum sínum. PáU Viðar seg- ir að mest sé um að bátamir séu dekk- aðir og látnir á þá stokkar tU að auka burðargetuna. Þeir geta tekið inn í hús aUt að 6 tonna báta. Einnig segir PáU Viðar að hafm sé hjá þeim smíði hraðbáta sem em frá 3 tU 5 metra langir. Vélamar em frá 5 og upp í 120 hestöfl. Einnig hafa fiskikör verið smíðuð hjá þeim og fleiri smærri hlutir. PáU Viðar hannar sjálfur mikið af því sem BátahöUin franúeiðir. Báta- höllin er í góðu húsnæði sem tekið var í notkun í október 1999. -PSJ DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Breyta bátum og bæta Hér eru þeir feðgar í Bátahöllinni - frá vinstri Páll Viðar Hafsteinsson, eig- andi, Hlynur bróðir hans og Hafsteinn Björnsson. Fyrir aftan þá er bátur sem þeir feðgar ætla að breyta. Hver annarri fegurri Stúlkurnar 12 voru við æfingar á Selfossi. DV-MYND NJORÐUR HELGASON Sunnlenskar keppa DV, SELFOSSI:___________ Tólf sunnlenskar stúlkur æfa nú af kappi fyrir keppnina Ungfrú Suð- urland sem haldin verður á Hótel Selfossi næstkomandi miðvikudags- kvöld. Stúlkumar, sem eru af öUu Suðurlandi, leggja nú nótt við dag til að vinna hug og hjörtu áhorfenda og dómnefndar í keppninni sem einnig er undankeppni að keppn- inni Ungfrú ísland. Hér er mynd af hinum fongulega hópi. -NH Páskafríið fram undan: Straumurinn til Akureyrar DV, AKUREYRI:________________________ Svo virðist sem mikiU straumur fóUrs muni liggja tU Akureyrar næstu daga, í bænum er nú mikiU fjöldi fólks vegna skíðalandsmótsins sem stendur yfir fram á helgi og fljótlega eftir helgina fer skíðafólk og aðrir sem hyggjast eyða páskum í bænum að streyma þangað. Rúnar Kristjánsson, vaktstjóri hjá Flugfélagi íslands á Akureyrarflugvelli, sagði i samtali við DV að mikið yrði flogið á næstunni tU og frá Akureyri. „Við sjáum að nú fyrir og um helgina er mjög mikið um að skólafóUt, sem hér stundar nám, sé á leiðinni heim í frí og við fljúgum mikið t.d. héðan frá Akur- eyri tU Isafjarðar og EgUsstaða. Strax eftir helgina er svo mjög mikið bókað í ferðir tU Akureyrar og alveg fram á fimmtudag og fóstudag en við fljúgum í fyrsta skipti nú fóstudaginn langa.“ Rúnar segir að sumaráætlun hafi þegar tekið gUdi en það þýðir að virka daga er flogið tU Akureyrar frá Reykja- vík níu sinnum Scunkvæmt áætlun. Strax á þriðjudag eru komnar inn Úr Hlíöarfjalli Þar verður væntanlega Ijölmennt um páskana. aukaferðir og verður væntanlega eitt- hvað áfram fram eftir vikunni. Svo virðist sem hótelin á Akureyri séu einnig að fyUast eða orðin fuUbók- uð. „Við erum að fara yfir lista okkar en samkvæmt bókunum er aUt fuUt hjá okkur og biðlistar," sagði Tómas Sigurðarson en hann starfar hjá Hótel KEA og svarar einnig fyrir Hótel Hörpu og Hótel Björk. Á þessum hótel- um þremur eru aUs 115 herbergi, flest tveggja manna, þannig að gestir verða á þriðja hundrað. Sömu sögu var að segja á Hótel Norðurlandi. „Það er aUt að fyUast hjá okkur eða orðið fuUt,“ sagði Kristín Rafnsdóttir sem þar varð fyrir svörum. Auk hótelanna er fjöldi annarra gisti- möguleika á Akureyri, s.s. stúdíó-íbúð- ir og fjölmörg gistiheimUi og er aðsókn einnig mjög góð þar samkvæmt okkar heimUdum. Þá gistir að sjálfsögðu mikUl fjöldi í heimahúsum hjá vinum og ættingjum. Það stefnir því áflt i að mjög mikiU fjöldi bæjargesta verði á Akureyri um páskana. -gk MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 DV Þórir þreyttur Þórir Einarsson ríkissáttasemjari er sagður maður sein- þreyttur tU vandræða enda sjálfsagt eins gott i því starfi sem hann gegnir. Honum mun hins vegar hafa fundist nóg komið af árangurslausum setum samningamanna í sjómanna- deUimni þegar hann sleit fundi þeirra á fimmtudag og sendi þá til síns heima án þess að boða nýjan fund. Ótrúleg stífni mun hafa verið í viðræð- unrnn og hefur I ástandið reyndar I verið orðað þannig | opinberlega að eng- inn deUuaðUa geti gefið eftir og haldið um leið „reisn sinni“ gagnvart hinum. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hversu mikU reisn sé yfir því að sitja vikum og mánuðum saman á svoköUuðum samningafundum og gefa ekki tommu eftir í neinu einasta máli sem deUt er um. Spurningin er reyndar hvort slíkt getur flokkast undir það að heita samningaviöræður. Ekkí með typpi Það vakti nokkra athygli á dögun- um þegar knattspymufélagið á Hofs- ósi bauð Vöndu Sigurgeirsdóttur að þjálfa karlalið félagsins í knatt- spyrnu í sumar en ! Vanda hefur þegar ! tekið við liðinu og 1 er um leið fyrsta konan sem þjálfar meistaraflokkslið karla hér á landi. í þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp ummæli Vöndu i íþróttablaðinu árið 1996 en þar sagðist hún halda að eng- inn hefði hugrekki tU að ráða sig sem þjálfara meistaraflokks karla.og það er synd að maður skuli hugsan- lega líða fyrir það að hafa ekki typpi,“ sagði Vanda þá. En nú hafa Hofsósingar riðið á vaöið og setja ekki fyrir sig hvort þjálfarinn þeirra hefur typpi eða ekki. Spennandi Það er ekki bara í höfuðborginni sem menn eru byrjaðir að velta fyrir sér sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Norður á Akureyri em hafnar boUalegg- ingar um það | hvort Akureyrar- listinn muni bjóða I fram aftur en að baki þeim lista | stóðu Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag I og Kvennalisti.' „Landslagið" í póli- tíkinni hefur breytst talsvert síðan í kosningunum árið 1998 og t.d. eru vinstri-grænir komnir tU sögunnar. Það gengur fjöUunum hærra á Akur- eyri að Ásgeir Magnússon, sem leiddi Akureyrarlistann og er for- maður bæjarráðs, sé foringjaefni VG í kosningunum á næsta ári, en Ás- geir, sem er gamaU alþýðubandalags- maður, gekk til liðs við Samfylking- una á sínum tíma. Flóttamannavandinn Það vandamál hvar flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu, sem rikisstjórnin ætlar sér að taka á móti á árinu, eigi að búa er að verða að hálfgerðum farsa, eða jafnvel harmleik, eftir því hvemig litið er á málið. Flótta- mannaráð, með Árna Gunnarsson í fararbroddi, virt- ist á góðri leið með að „ljúga“ flótta- mennina upp á sveitarfélagið Skagafjörð en í ljós kom að þar höfðu menn farið fram úr sjáUum sér og Skagfirðingar vildu ekki flóttamennina. Síðast er fréttist var veriö að reyna við forsvarsmenn Reykjanesbæjar og fá þá til að taka við flóttafólkinu en óvíst um árang- ur. Menn velta því nú yfir sér hvort umræðan um „ísland fyrir íslend- inga“ sé að kristallast og sveitarfélög- in á íslandi vilji hreinlega ekki hóp útlendinga i sín byggðarlög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.