Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 10
10
Fréttir
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
ÐV
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
Suzuki Grand Vitara V6 Excl., skr. 4/98,
ssk., ek. 36 þús.Verð kr. 2100 þús.
Toyota Yaris Sol, skr. 9/99, ek. 16 þús.,
5 d., bsk. Verð kr. 990 þús.
Opel Corsa Swing, skr. 10/97, ek. 60 þús.,
3 d., bsk. Verð kr. 590 þús.
Suzuki Grand Vitara, skr. 3/00, ek. 15 þús.
3 d., bsk. Verð kr. 1590 þús.
Suzuki Swift GLX, skr. 1/98, ek. 51 þús.,
5 d., bsk. Verð kr. 640 þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 4/99, ek. 12 þús.,
4d., ssk.Verðkr. 1120 þús.
Fiat Punto 75 ELX, skr. 9/97, ek. 46 þús„
5 d„ bsk. Verð kr. 630 þús.
Honda Civic Sl, skr. 10/98, ek. 44 þús„ 4 d„
bsk. Verð kr. 1020 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 3/98, ek. 43 þús„
5 d„ ssk. Verð kr. 1340 þús.
Suzuki Jimny JLX, skr. 6/00, ek. 19 þús„
3 d„ bsk. Verð kr. 1290 þús.
Suzuki Wagon R+ 4WD, skr. 5/00,
ek. 8 þús„ 5 d. Verð kr. 1140 þús.
Toyota Corolla Luna L/B, skr. 9/97,
ek. 50 þús„ ssk. Verð kr. 990 þús.
Chrysler Stratus LE, skr. 2/96, ek. 74 þús„
4 d„ bsk. Verð kr. 740 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
----////---------------------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
Kristinn Pétursson vill samkeppnislög á sjávarútveg:
Sjómannadeilan yrði leyst
- ef tekið yrði upp viðmiðunarverð líkt og á olíumarkaði
„Fyrst Samkeppnisstofnun
er farin að skipta sér af verði
á gúrkum og tómötum finnst
mér rétt að benda á að sam-
keppnilöggjöfin er ekki bara
fyrir gúrkur, tómata og
GSM-síma. Hún hlýtur líka
að eiga gilda fyrir viðskipti
með fisk,“ segir Kristinn Pét-
ursson, fiskverkandi á
Bakkafirði. „Ef samkeppnis-
lögin væru virk í sjávarút-
vegi myndi sjómannadeilan leysast
að mestu leyti af sjálfu sér.“
Hvorki hefur gengið né rekið í
deilu sjómanna og útgerðarmanna.
Eitt stærsta ágreiningsefnið er um
verðmyndun á fiski. Kristinn segir
að fiskur sem ekki fer í gegnum
markað gæti vel tekið mið af vegnu
meðalverði markaðarins. Það væri
skráð viðmiðunarverð sem hægt
væri að skrá vikulega, líkt og gert
er t.d. varðandi heimsmarkaðsverð
Kristinn
Pétursson.
á olíu I Rotterdam.
Kristinn segir sjómanna-
deilu i raun snúast um verð-
lagningu á hráefni á milli
skyldra aðila í sjávarútvegi.
Þar séu úgerðarmenn með
fiskvinnslu að verðleggja
eigin vöru frá skipshlið til
að selja sjálfum sér til
vinnslunnar í landi. Slíkt
hljóti að vera í hæsta máta
óeðlilegt og hugtakið frjálst
fiskverð hljóti þar alltaf að vera
innan gæsalappa. Útgerðarmenn í
þessari stöðu séu eðliiega ekki að
selja vöruna á hæsta verði sem
hægt er að fá. Um þetta snúist deil-
an.
„Ef menn næðu samkomulagi
um viðmiðunarverð og einhvers
konar markaðsvæðingu viðskipta-
skyldra aðila, þá myndi sjómanna-
deilan kannski leysast,“ segir
Kristinn Pétursson.
Hafa breytt um stefnu
Friðrik J. Amgrímsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna,
segir enn langt í land að menn
nái saman í sjómannadeii-
unni. „Við höfum hingað til
ekki viljað miða við fiskmark-
aðsverð vegna þess að þetta er
jaðarmarkaður og því óæski-
legt að tengjast sliku. Við höf-
um þó verið að fallast á að
reyna að fara þessa leið til að
ná framtíðarsátt við sjómenn um
þetta. Þess vegna erum við farnir að
vinna á þessum grunni sem við höf-
um ekki gert áður. Við erum að von-
ast til þess að einhvers konar við-
miðunarverð í þorskinum gæti leyst
deiluna. Við höfum hins vegar ekki
náð saman um fjárhæðirnar þó að-
ferðafræðin sé nokkuð mótuð. Við
erum þó að tala um að útgerðir og
áhafnir geti áfram samið sín á milli
um fiskverð í beinum við-
skiptum útgerðar og fisk-
vinnslu," segir Friðrik og tel-
ur ekki koma til greina að
semja um eitt meðalverð sem
gildi yfir alla línuna.
Samkeppnisráð með
silkihanska
Óskar Þór Karlsson, fram-
kvæmdastjóri ísfisks hf. í
Kópavogi og formaður Sam-
taka vinnslustöðva án út-
gerða, segir núverandi ástand þvert
brot á samkeppnislögum. „En því
miður setti samkeppnisráð upp silki-
hanska þegar við leituðum þangað
með þetta mál 1995. Við höfum fullar
heimildir fyrir því að það var stjórn-
valdsþrýstingur sem kom í veg fyrir
það þá að samkeppnisráð úrskurðaði
í málinu í samræmi við lögin,“ segir
Óskar og tekur undir hugmyndir
Kristins Péturssonar. -HKr
Falteg
fermingargjöf
krista Iskrossa r
Frá fundinum í Sandgerði
Mikill hugur er í smábátasjómönnum gegn kvótasetningu á utankvótafiski.
Fleiri gegn kvótasetningarlögum:
SWAROVSKI
Fjórar gerðir,
verð frá 4.990.-
eyrnalokkar í stíl
Fermingargjöf sem er
framtíðareign
^KRISTALL
Kringlunni - Faxafeni
Óskapnaðurinn dynur
yfir 1. september
- verði ekkert gert, segir Gunnar Birgisson
Augljós brestur er kominn í
stuðning við lög um kvótasetningu
á steinbít, ýsu og ufsa sem frestað
var gildistöku á í fyrra en eiga að
öðlast gOdi 1. september. Sjálfstæð-
ismenn hafa hingað til staðið
nokkuð samstiga að baki sjávarút-
vegsráðherra ef undan er skilin yf-
irlýst andstaða Vesttjarðaþing-
mannanna Einars K. Guðfinnsson-
ar og Einars Odds Kristjánssonar.
Meö þeim hefur staðið þriðji
stjórnarþingmaðurinn á Vesttjörð-
um, Kristinn H. Gunnarsson Fram-
sóknarflokki.
Á fundi Smábátafélagsins
Reykjaness í Sandgerði á dögunum
bættist í hóp kvótasetningarand-
stæðinga úr röðum stjórnarliða er
Gunnar
Birgisson.
Gunnar Birgisson lýsti eindreginni
andstöðu sinni við gildistöku lag-
anna. Tók hann svo djúpt i árinni
að vilja láta afnema þessi „ólög,“
og að lög um smábátaveiðar frá
1996 frá ráðherratíð Þorsteins Páls-
sonar verði látin gilda áfram.
„Ég vil að sú sátt
sem þá náðist
haldi. Ég tel veiðar
smábátanna mjög
vistvænar og hag-
kvæmasta útgerð-
arformið í dag. Þá
eru þetta mjög
mikilvægar veiðar
fyrir frumkvöðla
sem eru að koma
nýir inn í greinina.
Þetta er lykilatriði fyrir þá sem má
ekki drepa niður.“
Gunnar segist vonast til að end-
urskoðunarnefndin, sem starfað
hefur i tæp tvö ár, nái loks að skila
af sér fyrir vorið. „Ef ekki þá verða
menn að afgreiða mál smábátanna
sér. Það tifar á okkur klukkan og
ef ekkert verður að gert þá dynur
þessi óskapnaður yfir 1. septem-
ber.“ Gunnar telur að allir útgerð-
arþættir eigi að geta þrifist hér
hlið við hlið. Hann segist vonast til
að LÍÚ gleðjist því yflr þessari bar-
áttu sinni og annarra.
Gunnar Ari Harðarson, formað-
ur Smábátafélagsins Reykjaness,
segir smábátasjómenn um allt land
sitja við sama borð. Þó byggðir
muni kannski ekki hrynja á Suö-
urnesjum líkt og búast megi við á
Vestfjörðum við gildistöku lag-
anna, þá verði grundvellinum
samt kippt undan tilveru smábáta-
útgerða. -HKr.
I |þ —r---------
H' ; 'i gptiLáT. «
, * * II ittVAJXM
VW CARAVELLE 2,5 turbo dísil,
árg 1997, tölvukubbur, 9 farþega,
5 gíra, rafdrifnar rúöur, CD, álfelgur.
Verð aðeins 1.390.000.
Til sölu og sýnis á JR Bílasölu,
Bíldshöfða 3,
567-0333, 897-2444.
Opið til kl. 21 til páska.
J. R. BILASALAN
www.jrbilar.is
Visa/Euro raðgreíðslur
---7----------
IJrval
góður ferðafélagi
- til fróðleiks og
skemmtunar á ferðalagi
eða bara heima í sófa
Alpar Austfjarða dv-mvnd elma guðmundsdóttir
Þaö var sannarlega „alpalegt“ á skíöasvæöinu í Oddsskaröi í gærdag þegar
þessi mynd var tekin, sól og blíða. Fyrir nokkrum dögum kom óveöurskafli en
veturinn hefur veriö einmuna blíður á Austurlandi eins og víöar.
Páskafjörið í Fjarðabyggð skipulagt:
Óska eftir sól og
snjó um páskana
DV, NESKAUPSTAÐ: ___________
Hlý vorsól yljaði Austfirðingum í
gær og var talsvert „alpalegt" um
að litast á skíðasvæðinu í Odds-
skarði. í Fjarðabyggð eru menn
bjartsýnir á páskahaldið. Þar hefur
verið komið upp sérstakri páska-
dagskrá og er þetta þriðja árið sem
það er gert. Góð aðsókn var að fyrri
páskafjörsdögum og virðist sem
þessi þáttur menningarlífsins sé að
festa sig í sessi. Allt veltur þetta þó
að mestu leyti á því að góður snjór
verði á skíðasvæðinu í Oddsskarði,
sem er eitt fjölbreyttasta og áhuga-
verðasta skíðasvæði landsins.
Dagskrá páskafjörsins byrjar á
skírdag á skíðasvæðinu og þar
verður mikið um að vera alla dag-
ana, auk þess sem menning og
skemmtanalíf staðanna mun
blómstra.
Hefðbundin páskaganga verður
að morgni páskadags. Gengið verð-
ur frá vitanum á Norðfirði út í
Páskahelli. Þar verður leitast við að
sjá sólina dansa og dætur Faraós
lika. Allar frekari upplýsingar má
flnna á heimasíðu Fjarðabyggðar,
fjardabygg.is. -EG