Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Page 14
14
Útlönd
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
I>v
Egyptar leyfa út-
flutning til íraks
Egyptar hafa leyft útflutning á
innlendum vörum til íraks, að því
er fram kemur í frétt írösku frétta-
stofunnar INA. Egyptar höfðu áður
skrifað undir samning þess efnis í
janúar síðastliðnum.
Búist er við að útflutningstekjur
Egypta aukist um 1 milljarð dollara
í kjölfarið. Útflutningur til íraks
hefur tii þessa verið fyrir tilstilli
samningsins „olíu fyrir matvæli"
sem undirritaður var árið 1995.
Samkvæmt honum hafa alls verið
flutt út matvæli fyrir 1,3 milljarða
Bandaríkjadollara til íraks. Egyptar
vona að samningurinn verði til þess
að bæta opinber tengsl þjóðanna.
Stærðin 15“ 16“ 17“
Æ Gúmmíviimnstofan ehf.
Réttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35, sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt
Cheney um árekstur kínversku og bandarísku flugvélanna:
Berum ekki fulla
ábyrgð á slysinu
Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær
að samskipti Kína og Bandarikj-
anna væru í hættu vegna banda-
rísku njósnaflugvélarinnar og
áhafnar hennar sem Kínverjar hafa
undir höndum á Hainan-eyju undan
ströndum Kína.
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, og Colin Powell utanrikis-
ráðherra voru harðorðir í garð Kín-
verja í gær og sögðu að deilan væri
að eyðileggja samskipti ríkjanna.
Tuttugu og fjórir bandarískir her-
menn eru í áhöfn njósnaflugvélar-
innar.
„Því lengur sem deilan dregst á
langinn því erfiðara verður augljós-
lega að stjórna samskiptunum og
koma í veg fyrir að þau versni enn
frekar,“ sagði Dick Cheney i viðtals-
þætti á ABC-sjónvarpsstöðinni.
Hann bætti við að stjórnvöldum
hefði orðið ágengt í deilunni við
Kínverja en undirstrikaði að Banda-
ríkin myndu ekki biðjast afsökunar
Dick Cheney
Enn bólar ekkert á sameiginlegri
yfirlýsingu ríkjanna vegna
flugslyssins.
á árekstri bandarísku njósnaflug-
vélarinnar og kínversku herflugvél-
arinnar.
Colin Powell tók í sama streng í
viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina.
Sagði Powell mestu skipta að deil-
unni yrði lokið hið fyrsta.
Cheney sagði ljóst að Bandaríkin
bæru ekki fulla ábyrgð á árekstrin-
um.
„Forsetinn hefur lagt á það
áherslu að við hörmum dauða kín-
verska flugmannsins í kjölfar
árekstursins. Sú hugmynd að við
eigum að biðjast afsökunar á því að
vera í alþjóölegri lofthelgi er nokk-
uð sem við getum ekki fallist á,“
sagði Cheney í samtali við NBC-
sjónvarpsstöðina.
Kínversk stjórnvöld hafa krafist
þess að Bandaríkjamenn biðjist af-
sökunar á árekstrinum og taki á sig
fulla ábyrgð. Bandarískir stjórn-
málaskýrendur óttast að deilan geti
dregist á langinn.
Mótmæli í New York
Hópur mótmælenda, yfir 1000 manns, kom saman við byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York um helgina og
krafðist þess að ísraelar létu af aðgerðum sínum gegn Palestínumönnum í Miðausturlöndum.
ÍlsVE Wr mMÍIJIlML’U M* - ... 1
'iwm
Eigum allar stærðir á lagerlll
Einnig hestakerrur og bílakerrur.
Minnst: 110 sm x 90 sm
borðhæð 38 sm
Burður. 350 kg.
Verð kr. 33.500
Stærst: 230 sm x 135 sm
borðhæð 45 sm.
Buröur. 1.000 kg.
Verð: 167.700,-
í öllum stærðum!
Fjöldamótmæli í Sankti Pétursborg:
Leggja frétta-
mönnum NTV lið
Þúsundir fylgismanna einka-
reknu sjónvarpsstöðvarinnar NTV
gengu um götur Sankti Pétursborg-
ar í gær og lögðu með því lið frétta-
mönnum NTV sem hafa sagt stjórn-
völdum í Kreml strið á hendur og
berjast fyrir frelsi fjölmiðla.
Að sögn lögreglu voru 4000
manns samankomnir á Trotskaja-
torgi í miðborg Pétursborgar.
Mannfjöldinn veifaði kröfuspjöldum
og rússneska fánanum en í fyrradag
var efnt til sams konar mótmæla í
Moskvu. Mótmælin í gær og
fyrradag eru tilkomin vegna
óánægju starfsmanna fréttastofu
NTV með skyndileg stjómarskipti
fyrr í vikunni. Stofnanda fyrirtæk-
isins, Vladímír Gúsinskíj, og fram-
kvæmdastjóra þess, Jevgenníj Kís-
eljov, var þá vikið úr stjóm þess.
Bandaríski fjölmiðlarisinn Ted
Turner hefur boðist til að kaupa
hlut Gúsinskíjs í fyrirtækinu en
segist eingöngu getað tryggt sjálf-
stæði stöðvarinnar ef olíufyrirtækið
Gazprom, sem á hluta í NTV og gaf
fyrirmæli um stjórnarskiptin, sam-
þykkir kaup hans á hluta Gúsin-
skíjs. Gazprom hefur lofað að svara
tilboði Turners á morgun. í mót-
mælunum í gær hélt fólk á kröfu-
spjöldum þar sem stóð m.a.: „Ekkert
sjónvarp án NTV“ og „Við munum
ekki láta Pútín eftir NTV.“ Pútín
hefur verið gagnrýndur fyrir að
hlutast til um starfsemi fjölmiðla.
Átti fund meö Arafat
Hosni Mubarak,
forseti Egyptalands,
átti í gær fund með
Yasser Arafat, for-
seta Palestínu, í
Kairó. Meðal þess
sem rætt var um
voru „eldfim" sam-
skipti ísraela og
Palestínumanna og efnahagslegar
refsiaðgerðir ísraela í garð Palest-
ínumanna.
Engan aukafund, takk
Forseti OPEC, samtaka olíurikja,
Chakib Khelil, segir ekki þörf á
aukafundi samtakanna fyrir fund-
inn í júní nk. Að mati Khelil er ol-
íuverð stöðugt um þessar mundir og
ekkert sem bendir til að breyting
verði þar á.
Slæmt veður eða bilun
Að sögn yfirvalda í Víetnam kann
slæmt veður eða bilun í vélarbúnaði
að hafa orsakað þyrluslysið sem
varð 16 manns að bana, þar af 7
bandarískum hermönnum, í mið-
hluta Víetnam á laugardag. Vélin
var notuð við leit að líkum banda-
rískra hermanna frá tímum Víet-
namstríðsins.
Gassprenging í Kína
38 létust í gassprengingu í kola-
námum í norðurhluta Kína í síð-
ustu viku. Nokkuð hefur verið um
slys í kolanámum þar í landi að
undanfórnu en eftirliti er víða
ábótavant.
Fordæmir fjöldahandtökur
íranskar öryggis-
sveitir handtóku 40
„útlaga“ í Teheran í
gær. Handtökurnar
eru liður í aðgerð-
um dómstóla til að
draga úr afskiptum
frjálslyndra af
stjórnmálum lands-
ins. Mohammad Khatami, forseti
írans, hefur fordæmt handtökurnar.
Vopn í stað orða
Tveir menn létust og að minnsta
kosti 10 særðust í skotbardaga milli
tveggja hópa sem jafnframt eru póli-
tískir andstæðingar. Atvikið átti sér
stað í hafnarborginni Chittagong í
Bangladess.
Tyrkir sýni stillingu
Forsætisráðherra
Tyrklands, Bulent
Ecevit, hefur beðið
tyrknesku þjóðina
að sýna stillingu og
draga úr götumót-
mælum vegna fjár-
málakreppunnar
þar í landi. Ecevit
vonar að takast megi að fá erlenda
fjárfesta til að lána fé meöan Tyrkir
rétta úr kútnum.
Eldur í Schiphol
Eldur kom upp í Schiphol-
flugstöðinni í Amsterdam í gær.
Flugstöðinni var lokað á meðan
byggingar voru reykræstar. Þetta er
annar eldurinn sem kemur upp í
flugstöðinni á þessu ári. Engan
sakaði.
Ekkert lát á átökum
Palestínumaður var skotinn til
bana í gær í bænum Tulkaram á
Vesturbakkanum.