Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Side 15
15
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
PV__________________________ " Útlönd
Ummæli Sophie Rhys-Jones í garð breskra yfirvalda umdeild:
Víkur sæti úr stjórn al-
mannatengslafyrirtækis
Játvaröur prins og Sophie Rhys-Jones
Sophie Rhys-Jones hefur lýst því yfir aö hún vilji gjarnan starfa við aimannatengsiafyrirtæki sitt í framtíöinni. Elísabet
Englandsdrottning hefur lýst yfir stuöningi viö tengdadóttur sína.
Sophie Rhys-Jones, eiginkona
Játvarðar prins, yngsta sonar Elísa-
betar Englandsdrottningar, sagði í
gær að hún mundi víkja sæti úr
stjórn almannatengslafyrirtækis
sem hún á hlut í. Ákvörðunin kem-
ur í kjölfar frétta af ummælum
hennar um ýmsa meðlimi bresku
konungsíjölskyldunnar og um
breska stjómmálaleiðtoga.
Sjálf segist Sophie Rhys hafa ver-
ið „leidd í gildru“ eftir að blaðamað-
ur hjá News of the World þóttist
vera arabískur fursti sem sóttist eft-
ir ráögjöf almannatengslafyrirtæk-
isins.
í samtali „furstans" og Sophie
Rhys lét Sophie gamminn geisa og
talaði opinskátt um ýmsa meðlimi
bresku konungsfjölskyldunnar en
einnig um stjórnmálamenn. Sagöi
hún m.a. að eiginkona Tonys Blairs,
Cherie, hefði augljóslega ekki trú á
langlífi bónda síns í stjómmálum
þar sem hún væri enn útivinnandi.
Um John Major, fyrrverandi forsæt-
isráðherra og ríkisstjórn hans,
sagði Sophie Rhys að Major hefði
oftsinnis notað konungsfjölskyld-
una sér til framdráttar, auk þess aö
beina athyglinni að meðlimum fjöl-
skyldunnar til að draga athyglina
frá eigin embættisafglöpum.
í fréttatilkynningu frá Sophie
Rhys-Jones sagði m.a.: „Ég er miður
mín vegna þess að fyrirtæki mitt og
ég skyldum hafa verið leidd í gildru
en ég harma einnig eigið dóm-
greindarleysi sem varð til þess að ég
lét til leiðast," sagði Sophie meðal
annars.
„Ég hef rætt málin við drottning-
una og hef ákveðið að víkja sæti úr
stjórn RJH (almannatengslafyrir-
tækisins) á meðan farið verður í
saumana á því máli sem upp hefur
komið,“ sagði enn fremur í fréttatil-
kynningunni.
í fréttatilkynningu frá Elísabetu
Englandsdrottningu kom fram að
drottningin styddi tengdadóttur
sína heils hugar og harmaði þær að-
farir og lygar sem beitt hefði verið
gegn henni. Sagði drottningin að
vinna og konungleg skyldustörf
gætu vel farið saman.
Radovan Karadzic
Fyrrum leiötogi Serba er eftiriýstur
fyrir stríösglæpi.
Spáir því að
hann fái
nóbelsverðlaun
Radovan Karadzic, fyrrum leið-
togi Bosníu-Serba, sem eftirlýstur
er af stríðsglæpadómstóli Samein-
uðu þjóðanna vegna þátttöku sinnar
í Bosníustríðinu, segir í nýlegu við-
tali við vikublaðið Danas að hann
muni aldrei nást og spáir því jafn-
framt að hann verði tilnefndur til
nóbelsverðlauna. Viðtalið var tekið
í litlu ónefndu þorpi í Suður-
Hersegóvínu og var blaðamaðurinn,
sem tók viðtalið, fluttur þangað með
bundið fyrir augun.
„Ég er ekki í felum, það er fólkið
mitt sem er að fela mig,“ sagði
Karadzic og kvaðst ekki mundu láta
ná sér lifandi. Karadzic vinnur um
þessar mundir hörðum höndum að
útgáfu sjálfsævisögu, Radovan og
Serbía, sem gefin verður út síðar á
árinu. „Þetta verður metsölubók og
ég er sannfærður um aö ég verði til-
nefndur til nóbelsverölauna í bók-
menntum," sagði hann.
Go mætir á nýjan leik
verð frá
i
14.750kr
með flugvallarsköttum
báðar leiðir
i ferðamátinn til london
TM
ódýri
tryggðu þér lægsta fargjaldið
. núna á www.go-fly.com
W eða hringdu í síma +44 1279 66 63 88 (250 kr. símaþóknun bætist við) • samkvæmt skilmálum • 350 kr. greiðslukorts kostnaður • flogið er til stanstedflugvallar í I ondon