Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Side 17
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 17 I>V Fréttir Guðjón A. Kristjánsson: Vill leyfa heimabrugg á léttvíni Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frum- varp á Alþingi um að einstak- lingum verið leyft að brugga léttvín til eigin nota með allt að 15% styrkleika alkóhóls. í dag er leyfilegt að kaupa efni og tæki til slíkrar gerðar en ekki er leyfílegt að brugga drykki sem eru með meira en 2,5% styrkleika alkóhóls. Að sögn Guðjóns er ástæðan fyrir frumvarpinu sú að á íslandi sé fjöldi fólks sem áhuga hafi á að brugga eigin matarvín en er með því að fara á skjön við lögin og því þurfi að breyta. „Fólk á að mega framleiða matarvín til eigin nota í heimahúsum eða til að gefa það ætt- ingjum og vinum þó þeir megi ekki selja það,“ segir Guðjón. Hann telur mjög áhugavert að sjá hvernig nota megi íslenskar jurtir og ber í slíkri víngerð og jafnvel sé hægt að þróa hér á landi þekkingu á því hvemig búa megi til af- bragðsvín úr slíku hráefni. Það sé ákveðinn tvískinnungsháttur sem hér ríki því fólk megi kaupa efni og tæki til vínframleiðslu en í raun- inni megi það ekki stunda slíka framleiðslu. „Ég vona að það sé stuðningur við frumvarpið og sé ekki af hverju íslendingar ættu að vera öðruvísi en nágrannaþjóðir okkar þar sem það þykir ekki til- tökumál að fólk framleiði sin eigin borðvin," segir Guðjón. -MA Kosningar að ári: Samfýlkingin í start- holunum DV. AKUREYRI: „Menn eru ekki famir að ræða framboðsmál i kjördæminu vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári en við erum að stofna Samfylkingarfélög i Eyjafirði, bæði á Dalvík og Akureyri um helgina þar sem formaður okkar mun m.a. mæta,“ segir Örlygur Hnefill Jóns- son, formaður Kjördæmisfélags Samfylkingarinnar í Norðurlands- kjördæmi eystra og formaður kjör- dæmisráðs í nýja kjördæminu á Norður- og Austurlandi. Örlygur Hnefill segist ekki eiga von á öðru en Samfylkingin muni bjóða fram á flestum eða öllum stöðum í sveitarstjórnarkosning- unum á næsta ári, en það geti orð- ið eitthvað misjafnt eftir stöðum hvort Samfylkingin býður fram sér eða með öðrum. Aðspurður hvað muni gerast á Húsavík og Akureyri, þar sem boðnir voru fram sameiginlegir listar Alþýðu- ílokks og Alþýðubandalags í síð- ustu kosningum auk Kvennalist- ans á Akureyri, segist hann ekki geta fullyrt neitt um hvað muni gerast. „Á Húsavík var boðinn fram Húsavíkurlisti sem náði meiri- hluta í bæjarstjórn. Síðan hefur landslagið breyst og m.a. orðið til nýtt stjórnmálaafl sem er VG. Menn hafa ekki rætt þetta, en ég held að hugur Samfylkingar- manna muni standa til þess sem víðast að halda því samstarfi sem verið hefur, t.d. á Akureyri. Ég held að þetta sé stefnan en auðvit- að munu félögin á hverjum stað taka endanlega ákvörðun í fram- boðsmálunum," segir Örlygur Hnefill. -gk 99 Radial IVIudder ÍVlest seldu dekkin í yfirstærð Sérverslun jeppamannsins Kringlunni og Vagnhöfða 23 • Sími 590 2000 - www.benni.is - Radial Mudder jp'» Allt milli himins ogjarðar... *mta * Smáauglýsingar DV kðf Z^T*****^*^--.^.. ISfh 550 5000 /L* ‘Qhllr, Skoðaðu smáuglýsingarnar á VISIV1. 2^555-^., ÍSjT fe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.