Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Side 6
6 _______MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001 Fréttir I>V Hitafundur um lyfjareglugerð heilbrigðisráðhera í Borgarnesi: Eg er lögbrjótur - segir dýralæknir og á yfir höfði sér fangelsisdóm DV-MYNDIR DANÍEL V. ÖLAFSSON. Reiöir kúabændur Mikill fjöldi kúabænda mætti á fundinn eins og sjá má á myndinni. Menn voru haröoröir um lyfjareglugeröina sem ætlaö er aö draga úr notkun sýklalyfja. DV, BORGARBYGGÐ: \ & „Lyfjareglugerðin er vantraust á dýra- lækna og bændur," sagði Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir á fundi með kúabænd- um á Vesturlandi. • •• Menn fjölmenntu á Rúnar funti í Hótel Borgar- Gíslason. nesi á fimmtudags- kvöldiö. Þar var út- skýrð og kynnt lyfjareglugerð sem Ingi- björg Pálmadóttir, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, setti í ágúst sl. og hef- ur vakið reiði meðal bænda og óánægju dýraiækna. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir var gagnrýndur bæði af bændum og dýralæknum vegna reglugerðarinnar sem er sambærileg reglum á Evrópska efnahagssvæðinu og á Norðurlöndum, reynt er að draga úr sýklalyfjagjöf og sýklaónæmi. í dag eru íjórar af hverj- um tíu kúm ónæmar fyrir sýklalyfjum. Kom fram á fundinum að þær lyfjagjaf- ir sem menn hafa verið að nota undan- farin ár hafa verið til einskis. Gagnrýnt er að bændur mega ekki hafa lyf á lager en verða að kalla á dýralækni sem meðhöndlar dýrið og gefur tilvísun á lyfrn. Siðan má bónd- inn taka við og gefa lyfin , ef júgur- bólga eða annar sjúkdómur kemur upp sem bóndinn veit hvemig á að bregðast við. Allt aö 2 ára fangelsi „Dýralæknar, vitið þið hver viðurlög eru við brotum á reglu- gerðinni? Jú, við fyrsta brot allt að tveggja ára fangelsi og við ann- að brot eða ítrekuð brot allt að fjögurra ára fangelsi," sagði Sig- urður Helgason bóndi. Hann kvaðst hafa rætt við Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra og hún hefði lýst því yfir að hún hefði viljað rýmri reglu- gerð en ekki fengið hana. „Það er ekkert sem segir í til- skipun frá EES að bændur megi ekki eiga lyf á lager,“ sagði Sig- urður. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir sagði að dýralæknar væru yfirleitt sammála reglugerðinni en tveir dýralæknar sem lýstu skoðun sinni og sá þriðji frá Hvammstanga sem sendi skilaboð á fundinn voru ósammála yfir- dýralækninum. Vantraust á dýralækna og bsndur Dýralæknirinn á Hvammstanga bar kveðjur til fundarins sagðist ekki hafa farið eftir reglugerðinni og ætlaði ekki að gera það. Rúnar Gíslason héraðsdýra- læknir á Snæfellsnesi sagði að reglugerðin væri vantraust á bændur og dýralækna. Hann sagðist hafa fylgt reglugerðinni frá 1. september en hann sagði það augljóst mál að það gætu komið verri vetur en í vetur og þá væri erfitt að fylgja reglugerð- inni. „Þessar reglur setja mér og okk- ur dýralæknum skorður. Ég treysti mér ekki til að mæla með reglugerðinni þetta er vantraust á mig og mina stöðu og það get ég ekki sætt mig við,“ sagði Rúnar. Gunnar Gauti Gunnarsson hér- aðsdýralæknir sagðist ekki hafa getað fylgt reglugerðinni i vetur. „Ég breytti ekki minni lyfjapólitík og hef ekki farið eftir reglugerðinni og þar af leiðandi er ég orðinn lögbrjótur," sagði Gunnar Gauti á fundinum. -DVÓ Frjósöm gylta: Eignaöist 22 grísi DV, HORNfíRDI:_ Gyltan Lukka, sem er eins og hálfs árs, er heldur betur fijósöm því á dög- unum eignaðist hún 22 grísi. Allir voru þeir lifandi en tveir dóu skömmu eftir fæðinguna. Sex þeir minnstu eru enn í hitakassa og fá mjólkina úr pela. Sjaldgæft er að gylt- ur fæði svona mörg lifandi afkvæmi í einu en þetta er annað got Lukku. Eigendur Lukku eru hjónin Sævar Kristinn Jónsson og Pálína Bene- diktsdóttir, bændur á Miðskeri í Nesj- um. Ekki er þetta afrek Lukku íslands- met. Geir Geirsson á Vallá á Kjalar- nesi segir i samtali við DV að á búinu þar hafi fæðst 25 grísir en algengast sé að gylta gjóti 13 til 15 grísum. Gylt- an er með 16 spena og góð gylta getur nýtt þá alla. Geir segir það þó afar sjaldgæft að gylta komi svo mörgum grisum upp eins og gerðist hjá Lukku á Miðskeri. -JI WtF 1 - i, DV-MYNDIR JÚLlA IMSLAND Gott samkomulag Lukka getur ekki látiö allan hópinn drekka í einu en samkomutagiö viröistgott hjá þeim litlu, a.m.k. enn þá. Á innfelldu myndinni er veriö aö gefa einum af minnstu grísunum aö drekka úr pela. Sinueldur hjá Selfossi: Reykinn lagði yfir bæinn ÐV. SELFOSSI: Slökkvilið Bruna- vama Ámessýslu barðist í síðustu viku við sinueld sunnan við byggðina á Sel- fossi. Þar höfðu litlar hendur farið óvar- lega með eld sem fór Bar*®t viö úr böndunum og eldinn. brenndi hátt í einn hektara lands. Á svæðinu er búið að planta trjágróðri sem líklegt er að skemmst hafl talsvert af völdum elds- ins. Mikinn reyk lagði yfir hluta byggð- arinnar sem hætt er við að hafl valdið einhverjum vandræðum því margir notuðu góða veðrið í gær til að viðra út hjá sér og hengja þvott til þerris í blíð- unni. -NH Stolið frá Sindra-stúlkum - nánast öllum farangri þeirra rænt úr búningsklefa DV, HORNAFIRDI: Fótboltastelpurnar í Sindra sem fóru að keppa við Þrótt og HK-Vík- ing á dögunum, urðu fyrir þvi að nánast öllum farangri þeirra var stoliö á meðan þær voru að keppa við Þrótt. „Við vorum í Þróttar- heimilinu í Laugardal og .skildum dótið okkar eftir í búningsklefan- um,“ sagði Hjördis Hjartardóttir sem var ein keppenda. Klefinn var ekki læstur en allt læst nema dyr út að vellinum og enginn vöröur var inni. „Við urðum þarna fyrir miklu tjóni því þjófamir tóku farsímana okkar, úr, fatnað, snyrtivörur og ýmislegt fleira og einnig lykla að tveim bílum. Við fréttum það eftir á að þjófar væru tíðir gestir í bún- ingsklefunum þarna og okkur fannst það fúlt að við skyldum ekki vera varaðar við. Þegar við kærðum þetta og tilkynntum hverju hefði ver- iö stolið kom heimaliðið með lista yfir það sem áður hafði verið stolið frá því,“ sagði Hjör- dís. Svolítil sára- bót var fyrir stelpumar úr Sindra að þær sigruðu i báðum leikjum, með 3-2 við Þrótt og 5-0 við HK-Víking. -JI Reynslunni ríkari DV'MYND Júlía imsland Kvennaliö Sindra æfir á fullu, reynslunni ríkara þegar næsta ferö veröur farin. Barist um hylli Davíös Framsóknar- menn eru farnir að velta vöngum yfir næstu ríkis- stjórnarmyndun og hafa þeir mundað skotfærin á vinstri græna I sem þykja skeinu-1 hættir keppinautar' um hylli Sjálfstæðisflokksins. Ung- liðar SUF furða sig á vangaveltum Sverris Jakobssonar sagnfræð- ings, sem birtust á vefritinu Múr- inn.is, um að Samfylkingin sé farin að biðla til Sjálfstæðisflokksins. Rök Sverris séu að nokkrir sam- fylkingarmenn hafi verið fengnir til að ritstýra Fréttablaðinu. Ergo: Samfylkingin sé því komin í bull- andi tilhugalif með Davíð Odds- syni. Benda Framarar á að Stein- grímur J. Sigfússon hafi sjálfur gengið með grasið í skónum á eftir Davíð og telja nafn flokksins einmitt dregið af því græna grasi... Kiddi í vanda Greinilegt er að staða Kristins H. Gunnarssonar varðandi þingsæti á lista Framsókn- arflokksins í nýja norðvesturkjör- dæminu er ekki talin ýkja sterk um þessar mundir. Uppreisn hans gegn flokksformann- inum í kvótamálunum virðist síður en svo hafa styrkt stöðu hans til metorða. f uppreisnartilraun sinni til að breyta stefnu flokksins naut hann stuðnings Reykvíkinga og því var talið næsta borðleggjandi að ■Kiddi vippaði sér yfir í annað tveggja Reykjavíkurkjördæmanna. Staðhæft er að Kristinn hafi rætt við trúnaðarmenn flokksins um slíkan flutning. Ekki virðist hrifn- ingin þó mikil fyrir þessari hug- mynd því að á Hriflu, vef Reykja- víkurfélagsins, er þess hreiniega óskað að menn hætti að úthluta sætum í Reykjavík. Þeir séu full- færir um það, sjálfir Reykjavíkur- frammarar... Helv... þorskurinn étur allt Togararall Haf- rannsóknastofn- unar gekk að von- um afskaplega vel fyrir utan eitt. Fjárans þorskur- inn lét varla sjá sig og lítið af þeim gula var á hefð- bundnum aflaslóð- um. Hins vegar segja hafrann- sóknamenn að þorskurinn sem fannst hafi verið í góðum holdum. Sagt er að Jóhann Sigurjónsson sé þvi þokkalega hress með niður- stöðuna. Svo mun ekki vera um þá sem gagnrýnt hafa fiskveiðistjórn- unarkerfið. Segja þeir ástæðuna fyrir góðu holdafari vera þá að þorskurinn hafi tilhneigingu til að éta fiska af sama stofni ef annað er ekki á boðstólum. Því sé þorskur- inn á góðri leið með að eyða sjálf- um sér vegna of lítiliar veiði... Upp með kaupið...! Nokkur fólks- flutningafyrir- j tæki, þeirra á meðal Kynnisferð- ir, neita að ráða félaga í Bifreiða- stjórafélaginu Sleipni til starfa og bjóða þeim Sleipnisfélögum sem hjá þeim vinna launahækkun segi þeir sig úr félaginu. Hjá fyrir- tækinu starfar einmitt Óskar Stef- ánsson, formaður Sleipnis, sem nú horfir á starfsfélaga sína fá 40.000 kr. launahækkun fyrir það eitt að segja sig úr Sleipni. í heita pottin- um þykir mönnum einsýnt að þarna sé búið að finna nýja leið fyrir Óskar í baráttu bílstjóra fyrir bættum launum. Sagt er að kröfu- spjöld bílstjóra í Sleipni 1. maí verði því: „Upp með kaupið - niður með Sleipni..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.