Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Page 14
14
Menning__________________
Lifandi litur og um-
merki handarinnar
Verk Hreins hér eru malerísk bæöi í Ijóörænum og analýtískum skilningi.
Petri Hytönen: On an Afternoon Walk
Eitt verkanna á Carnegie-sýningunni i Geröarsafni.
Efasemdamenn meðal norrænna
listunnenda viröast loksins hafa
gert upp við sig að sænsku Carneg-
ie-samsteypunni sé stætt á þvi að
halda úti árlegri samsýningu á
málaralist, jafnvel þótt þeir séu á
þeirri skoðun að slík sýning gangi
þvert á meinta tilhneigingu til
samruna sjónlistanna í nútíman-
um. Að minnsta kosti virðist gagn-
rýni á grundvallarforsendur sýn-
ingarinnar hafa hjaðnað í þeim
norrænu fjölmiðlum sem ég þekki
til. Til þessa hefur sýningin gert í
blóðið sitt, verið þokkalega íjöl-
breytt, oft skemmtileg og umfram
allt faglega unnin. Auk þess hafa
margir þátttakendur í henni borið
háar fjárhæðir úr býtum. Sem er
auðvitað hið besta mál fyrir við-
komandi aðila.
Hins vegar hafa menn velt fyrir
sér hvort vinnulag dómnefndarinn-
ar sé ætíð í samræmi við áður-
nefndar grundvallarforsendur.
Sjálfum þótti mér dómnefndin fara
vill vegar strax á fyrstu Carnegie-
sýningunni árið 1998, er hún valdi
til hennar þrykk eftir Birgi Andr-
ésson. Ekki var það vegna þess að
mér þættu þrykkin vond, heldur
vegna þess að þau eru byggð á hug-
myndalegum grunni, ekki maler-
fskum. Þrykk er einfaldlega ekki
málverk. Á sýningunni 1999 hafði
ég líka efasemdir mn verk Matts
Leiderstams, aðskiljanlegar ljós-
myndir af eftirmynd af frægu mál-
verki eftir Poussin, sömuleiðis
vegna þess að hiö maleríska er þar
viðs fjarri en hugmyndafræðin
allsráðandi. Leiderstam er einnig
valinn til nýjustu Carnegie-sýning-
arinnar, sem nú fer fram í Gerðar-
safni, Listasafni Kópavogs. Þar
sýnir hann tvær ljósmyndir af
ítölsku 16. aldar málverki, fyrir og
eftir forvörslu. Svona myndir birta
vinir mínir í Morkinskinnu öðru hvoru án þess
að kenna sig við málaralist.
Þokki og ofurnæmi
Hér er ég hreint ekki að gera lítið úr þrykkt-
um konseptverkum eða verkum með ljós-
myndalegu ívafl, heldur fer ég fram á áþreifan-
lega nálægð hins maleríska í verkum sem val-
in eru til málverkasýningar: lifandi lit og um-
merki handarinnar. Eftir sem áður geta hug-
myndafræði, ljósmyndir og hvað
sem er verið hrygglengjan í þess-
um verkum. Ég vil sem sagt gera
að tillögu minni að þetta tvennt
sem ég hef nefnt verði lagt til
grundvallar þegar valið er til
næstu Carnegie-málverkasýninga.
Annars er hætta á að þessar sýn-
ingar tapi sérstöðu sinni á norræn-
um sjónlistavettvangi; breytist í
venjulegan samtíning alls konar
listaverka. En ég er ekki ýkja
bjartsýnn á að mér verði að ósk
minni, ef marka má yfirlýsingar
sýningarstjóra og tilvonandi for-
manns dómnefndar, báðar hafa ít-
rekað að það sé listamannanna
sjálfra að skilgreina hvað sé mál-
verk.
Eins og eðlilegt er hafa lista-
menn þessa lands ólíkar skoðanir
á Carnegie-sýningunni 2000. Eftir
forundran í kjölfar tilnefningar
Hreins Friðfinnssonar, sem þekkt-
ur er fyrir flest annað en „venju-
lega“ málaralist, og enn meiri for-
undran eftir að tilkynnt var að
hann hefði hlotið silfurverðlaun
sýningarinnar, sýnist mér að ís-
lenskir kollegar hans í málaralist-
inni hafi tekið framlag hans í sátt.
Verk Hreins hér eru malerísk,
bæði i ljóðrænum og analýtískum
skilningi, og um leið uppfull með
þann þokka og ofurnæmi sem
hann er þekktur fyrir. Tumi
Magnússon er sömuleiðis ágætur
fulltrúi okkar á þessum vettvangi.
Annað á sýningunni er upp og
ofan eins og gengur. Ætti ég að til-
greina verk sem gera hvort tveggja
í senn, að árétta hið maleríska og
auka á þanþol málverksins mundi
ég aðeins nefna til sögunnar þau
Hrein, Tuma, Mari Slaattelid og
kannski Karin Mamma Anderson.
Ýmislegt annað er hér prýðisvel
gert, þótt það sæti tæplega tíðind-
um. Svo ég yfirfæri fleyg orð Ein-
ars Más Guðmundssonar á nor-
rænu málaralistina: Norden er i orden.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin stendur til 6. maí og Geröarsafn er opiö kl.
11-17 þriö. til sunn.
Tónlist
Upprisa í Fossvogi
Það voru glaðlegir kórfélagar sem stilltu sér
upp fyrir framan áltarið í Fossvogskirkju síð-
astliðið miðvikudagskvöld á tónleikum sem
báru yfirskriftina Skálholtskórinn og Diddú.
Verkefnaskráin samanstóð af sjö upprisuverk-
um í anda árstíöarinnar og því fór vel á að
fyrstu tónar kvöldsins skyldu berast tónleika-
gestum eins og af himnum ofan. Söngkonan
góðkunna, Sigrún Hjálmtýsdóttir, hafði komið
sér fyrir á svölum kirkjunnar og hóf upp raust
sína ósýnileg öllum. Upphafsverkið var Ave
María eftir Sigurð Þórðarson sem Diddú söng
ein við orgelundirleik Kára Þormars og hlýddu
kór og tónleikagestir andaktugir á flutning
hennar rétt eins og engill hefði stigið niður.
Verkið var fallegt og kom skemmtilega á óvart
en tónskáldið er sjaldséð hér á verkefnaskrám.
Þá söng Diddú á sinn frábæra máta með
kórnum verk eftir Bizet, Mozart og Fauré en
kórinn söng einn Hallelújakórinn eftir Handel.
Lengsta og viðamesta verkið á tónleikunum
var Gloria eftir Vivaldi sem jafnframt var loka-
verkið en í því söng, auk Diddúar, Anna Sigríð-
ur Helgadóttir. Kammersveit vel valinna hljóð-
færaleikara lék með.
Skálholtskórinn hefur ekki á að skipa þraut-
þjálfuðum röddum enn sem komið er og bar
flutningurinn þess auðvitað merki. Framan af
var hann nokkuö ósamstilltur og flöktandi í
taktinum; einkum mátti greina óöryggi í byrj-
un, t.d. í Heill þér himneska orð eftir Fauré og
Agnus Dei eftir Bizet. Kórnum óx þó ásmegin í
síðastnefnda verkinu og Sigrún Hjálmtýsdóttir
- sem nú var „niðurstigin" - eins og hefllaði
hann með sér. Laudate Dominum eftir Mozart
var mjög vel sungið og þar naut rödd Diddúar
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona
Hún hóf sönginn af himnum ofan.
sín einstaklega vel í hljómmiklum sal Fossvogs-
kirkjunnar. Kórinn söng einnig vel í Ave Ver-
um eftir Fauré, einkum þegar verkið var end-
urtekið í lokin, og var þá greinlegt að menn
voru búnir að hita sig vel upp. Um var að ræða
frumflutning verksins hér á landi en það hefur
aldrei verið gefið út a nótum og skrifaði Skarp-
héðinn Hjartarson það upp eftir upptöku Dóm-
kórsins i Riga. Töluverð vinna lá því hér að
baki og verkefnavalið í heild mjög metnaðar-
fullt.
Hallelújakórinn frægi eftir Handel var nokk-
uð óstyrkur framan af og máttlaus en yfirleitt
heyrist hann líka sunginn af mun stærri kór,
raddirnar voru þó vel samstilltar undir lokin.
Söngkonumar tvær fóru svo á kostum í Gloria
eftir Vivaldi en kórnum veittust sumir kaflarn-
ir erfiðir. Einkum bar á óöryggi í karlaröddun-
um en undir lokin komst hann þó á flug og
sýndi þá í raun hvers hann getur verið megn-
ugur. Leikur hljómsveitarinnar var fínlegur og
fallegur og sérstaklega ber að neíha fallegt sam-
spil nokkurra hljóðfæraleikara með söngvur-
unum í Vivaldi, t.d. Kristjáns Stephensens óbó-
leikara og Bryndísar Höllu Gylfadóttur selló-
leikara.
Kórstjórinn á heiður skilinn fyrir þessa tón-
leika því ljóst var að hér lá mikil vinna að baki
sem á köflum skilaði sér í mjög góðum flutn-
ingi. Að loknum tónleikunum hefur sjálfsagt
mörgum tónleikagestum verið orðið það ljóst
að hljómburðurinn í Fossvogskirkju er með því
betra sem gerist hér í borginni og að vel mætti
nýta hana meira til tónleikahalds, a.m.k. með-
an við bíðum enn þolinmóð eftir „upprisu" tón-
listarhúss.
Hrafnhildur Hagalín
Hrafnhildur Hagalín er nýr tónlistargagnrýnandi blaös-
ins. Hún er betur þekkt sem leikskáld en á aö baki
langt tónlistarnám. Hrafnhildur tók burtfararpróf f
klassískum gítarleik frá tónlistarskólanum i Reykjavík
áriö 1986 og stundaöi framhaldsnám á Spáni.
_______MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2000
_______________________x>v
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Sálumessa
Annað kvöld kl. 20
verður Requiem eftir
Szymon Kuran flutt
aftur í Landakots-
kirkju en það var
frumflutt þar í gær.
Verkið samdi hann á
árunum 1994-2000 í
minningu vinar síns
sem lést úr krabba-
meini og hefur það verið gefið út á hljóm-
plötu hjá Ómi. Flytjendur eru Kammer-
sveit Reykjavíkur, Kvennakór Reykjavík-
ur, Drengjakór Laugameskirkju, Karlakór
Reykjavíkur, einsöngvari og einleikarar.
Tónskáldið
Szymon Kuran er
löngu landsþekktur
fyrir fiðluleik sinn
því bæði hefur hann
leikið með öllum
helstu sinfóníuhljóm-
sveitum og kammer-
sveitum landsins og skemmt landsmönn-
um með diliandi spili með sinni eigin
sveit, Kuran Swing. Við tónsmíðar leggur
hann áherslu á að tónmálið sé gegnsætt og
óháð tima.
Tónleikar
og opið hús
Annað kvöld og 2.
maí munu, Rannveig
Friða Bragadóttir
messósópran, Gerrit
Schuil píanóleikari og
Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari
halda tónleika í tón-
listarhúsinu Ými. Á
efnisskránni verða
margar af perlum tónbókmenntanna. Tón-
leikamir hefiast kl. 20.30 báða dagana.
Á morgun kl. 13.30-16 verður opið hús í
Ými þar sem kynntir verða kostir Ýmis
sem tónlistarhúss. Þar kemur fram fiöldi
þekktra tónlistarmanna, t.d. Tríó Reykja-
víkur, Elín Ósk Óskarsdóttir og Signý Sæ-
mundsdóttir og er aðgangur ókeypis að
opna húsinu.
Irons í Beckett
Jeremy Irons leikur í einni af sjö stutt-
myndum eftir leikritum Samuels Becketts
í kvöld í sjónvarpinu og hann er ekki eina
stjaman sem þar sést því Julianne Moore
á munninn í „Ekki ég“ og John Gielgud og
Harold Pinter leika báðir i „Katastrófu",
hinu eina af leikritum Becketts sem hefur
pólitískan boðskap. Þetta varð allra síðasta
hlutverk Gielguds. Síðasta verk kvöldsins,
Andardráttur, er „samþjappaðasta" leikrit
meistarans, innan við mínúta að lengd...
Kennslufræði lista
Listaháskóli ísland býður nú í fyrsta
sinn nám í kennslufræði til kennslurétt-
inda sem einkum er ætlað verðandi list-
greinakennurum í efstu bekkjum grunn-
skóla, framhaldsskólum og kennurum við
listaskóla. Sérstök áhersla er lögð á stöðu
og þróun viðkomandi listgreinar sem
kennslugreinar og menntunarhlutverk
hennar. Háskólapróf í listgrein eða list-
fræði er sá grunnur sem nemendur byggja
á. Við mat á umsóknum er tekið tillit til
námsárangurs og starfsreynslu auk með-
mæla og greinagerðar. Umsóknarfrestur
er til 3. maí 2001. Upplýsingar á heimsíðu
Listaháskóla Islands, www.lhi.is er slóð-
in.
Kurans
Upprisuhátíð
Upprisuhátíð
Hljómahndar hefst í
kvöld með hinum ár-
lega verkalýðsdans-
leik Hljómalindar í
þágu alþýðunnar á
Kaffi Reykjavík. Fyr-
ir dansi leika og
syngja hinir al-
ræmdu en elskuðu
Lúdó-sextett og Stef-
án, uppreisnarseggirnir í dægurlaga-
punksveitinni Húfu, að ógleymdum al-
þýðuhetjunum í funk-ærslaflokknum
Jagúar! Húsið verður opnað kl. 23 með ljúf-
um tónum frá úrvals plötusnúðum en ball-
ið hefst stundvíslega þegar klukkan slær
inn 1. maí.
Næsti viðburður hátíðarinnar verður 9.
maí í norðurkjallara MH þar sem Blonde
Redhead stígur á svið ásamt glænýju ís-
lensku eðalrokkbandi sem kemur verulega
á óvart. Væntið nánari upplýsinga!