Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Side 26
42 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001 x>v íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Mánudagurinn 30. apríl 80 ára__________________ Rósa Guömundsdóttir, Geirshlíö, Reykholti. Magnús L. Sveinsson formaöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur 75 ára________________________________ Hannes Hjartarson, Goðheimum 20, Reykjavík. 70 ára________________________________ £inar Benediktsson, Hvassaleiti 28, Reykjavík. Guömunda Katrín Jónsdóttir, Móaflöt 15, Garöabæ. Eiginmaöur hennar er Þorsteinn Sigurös- son. Þau taka á móti ættingjum og vin- um aö heimili sínu í kvöld eftir kl. 19.00. Helga Ósk Margeirsdóttir, Aöalstræti 8, Reykjavík. Hrafnhildur Þóröardóttir, Lækjasmára 2, Kópavogi. Ragnheiöur Guömundsdóttir, Hólavegi 9, Dalvík. 60 ára__________________ Arnar Axelsson, Básenda 4, Reykjavík. Edda Magnúsdóttir, Skjólbraut 16, Kópavogi. 50 ára______________________ Arnar Jósefsson, Hrismóum 9, Garðabæ. Axel Halldór Sölvason, Hólahjalla 6, Kópavogi. Guöbjörn Jónsson, Heiöarlundi 7g, Akureyri. Guðni Guölaugsson, Borg, Hellu. Guörún Magnea Pálsdóttir, Berjarima 36, Reykjavík. Hrefna Óskarsdóttir, Lautasmára 31, Kópavogi. Jón Baldursson, Smiöjuvegi 4c, Kópavogi. Jórunn Rnnbogadóttir, Garöhúsum 47, Reykjavík. Kjartan Kjartansson, Laugarnesvegi 94, Reykjavík. 40 ára Silja Allansdóttir, framkvæmdastjóri Feguröarsamkeppni Vesturlands, Jörundarholti 13, I Akranesi. Eiginmaður hennar er Sigurbjörn Hafsteinsson pípulagningameistari. Anna Björg Siggeirsdóttir, Mjóstræti 3, Reykjavík. Davíö Ómar Þorsteinsson, Grenivöllum 12, Akureyri. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Hagamel 12, Reykjavík. Guömundur Gunnarsson, Miötúni 76, Reykjavík. Guðrún Siguröardóttir, Stuölaseli 5, Reykjavík. Halldóra Magnúsdóttir, Hjaröarhaga 48, Reykjavík. Kristín Elínborg Siguröardóttir, Sogavegi 123, Reykjavík. Óli Jóhann Færseth, Starmóa 18, Njarövík. Sigurbjörg Alfonsdóttir, Lambastekk 5, Reykjavík. Sigurður Björnsson, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Svavar Gislason, Bæjarholti 1, Hafnarfiröi. Unndís Ólafsdóttir, Nónhæö 1, Garðabæ. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrlr Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suöurhllö35 • Slml 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Magnús Leifur Sveinsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og fyrrv. forseti borg- arstjómar, Geitastekk 6, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Magnús fæddist á Uxahrygg i Rangárvallahreppi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum 1951, og stundaði fram- haldsnám í London 1973. Magnús stundaði verkamanna- vinnu á Selfossi samhliða námi 1948-51, var skrifstofumaður á Sel- fossi 1951-58 og í Reykjavík 1958-60, framkvæmdastjóri Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur 1960-80 og hefur verið formaður þess frá 1980. Magnús sat í stjóm Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur frá 1964, var varaformaður þess 1965-80, sit- ur í stjóm Lífeyrissjóðs verzlunar- manna frá 1981 og formaður hans 1995-98 og 2001. Magnús var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1974-94, forseti borgarstjórnar 1985-94, sat í borgar- ráði 1974-78 og 1982-92, var formað- ur Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1969-70, formaður Atvinnumála- nefndar Reykjavíkur 1975-78 og 1982-86, í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1978-94 og for- maður 1982-94 og hefur auk þess átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Magnús var varaformaður FuU- trúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavík 1972-78, í stjóm Menn- ingar- og fræðslusambands alþýðu 1968-80, í stjóm verkamannabú- staða í Reykjavík 1972-81 og vara- formaður 1975-78, og situr í Kjara- rannsóknarnefnd. Magnús sat í stjórn Heimdallar FUS 1959-63, í stjórn Landsmálafélagsins Varðar 1966-73, varaformaður 1971-73, for- maður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík 1971-73, á sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og var í miðstjórn flokksins 1989-96, var formaður SlysavarnardeUdar- innar Tryggvi Gunnarsson, Selfossi, 1953-58, í stjórn Samtaka sykur- sjúkra frá stofnun 1971-79 og er heiðursfélagi samtakanna. Magnús var ritstjóri VR blaðsins 1960-80 og aðalritstjóri Handbókar verkalýðsfélaganna, 1976. Hann hef- ur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um kjara- og félagsmál, borgarmál og þjóðmál. Fjölskylda Magnús kvæntist 14.4. 1957 Hönnu Sigríði Hofsdal Karlsdóttur, f. 10.4. 1931, verslunarmanni. Hún er dóttir Karls Guðmundssonar, f. 9.10. 1908, d. 8.10. 1986, útgerðar- manns í Ólafsvík, og Sólveigar Bergþóm Þorsteinsdóttur, f. 31.7. 1915, d. 15.5. 1998, húsfreyju. Böm Magnúsar og Hönnu Sigríð- ar eru Sveinn f. 4.9. 1957, fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði, kvænt- ur Sólveigu A. Skúladóttur, f. 2.10. 1957, skrifstofumanni, og eru böm þeirra Magnús Leifur, f. 29.2. 1980, og Þorsteinn Skúli, f. 15.1. 1987; Sól- veig, f. 25.10. 1959, flugfreyja á Sel- tjarnarnesi en sambýlismaður hennar er Bjarni Dagur Jónsson, f. 29.5. 1950, markaðsfuUtrúi, og er dóttir þeirra Hanna Rakel, f. 7.3. 1998; Einar Magnús f. 10.10. 1966, auglýsinga- og kvikmyndagerðar- maður í Reykjavík, kvæntur Hrund Gunnarsdóttur, f. 3.10. 1969, grafísk- um hönnuði. Sonur Hönnu er Ágúst Kvaran, f. 19.8. 1952, efnafræðingur. Systkini Magnúsar eru Jón Þór- arinn, f. 11.4.1925, tæknifræðingur í Garðabæ; Kristján Grétar, f. 9.3. 1927, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Bjarni Hafsteinn, f. 28.10. 1929, bú- settur í Reykjavík; Matthías Böðv- ar, f. 1.5. 1931, kaupmaður í Garða- bæ. Hálfbróðir Magnúsar, samfeðra, var Ólafur Konráð, f. 18.7. 1920, d. 9.3.1988, rafvirkjameistari í Reykja- vik. Foreldrar Magnúsar voru Sveinn Böðvarsson, f. 20.11. 1895, d. 10.8. 1985, bóndi að Uxahrygg og skrif- stofumaður á Selfossi, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20.4. 1901, d 8.3. 1990, húsfreyja. Fimmtug Guðbjörg Þórðardóttir y f irf élagsráðgj af i Guðbjörg Þórðar- dóttir, yfirfélagsráð- gjafi Krabbameins- lækningadeildar Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss við Hring- braut, Tröllagili 2, MosfeUsbæ, er fimm- tug í dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist að Bjargi í MosfeUs- sveit og ólst upp í MosfeUssveit. Hún sótti þar bamaskóla, lauk landsprófi frá Kvennaskólan- um 1966, stúdentsprófi frá ML 1971, stundaði nám í uppeldis- og sálfræði við HÍ og Lundarháskóla í Svíþjóð, stundaði nám í félagsráðgjöf og lauk embættisprófi í Lundi 1982 og síöar mastersprófl þaðan 1997. Guðbjörg var meðferðarfulltrúi við Unglingaheimili ríkisins 1980-83, vann viö sálfræðideild skóla á Norðurlandi eystra 1983-85, var deildarstjóri á Sólborg á Akur- eyri til 1988 og hefur verið félagsráð- gjafi við Krabbameinslækninga- deild Landsspítalans frá 1988 og yf- irfélagsráðgjafi þar frá 1990 og starfsþjálfunarkennari í félagsráð- gjöf við HÍ síðustu árin. Guðbjörg sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa 1988-90, í fræðslunefnd þess félags 1990-92, í stjóm Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, 1991-93, hef- ur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um málefni krabbameins- sjúkra, tekið þátt i fræðslustarfsemi og námskeiðum og samið kynning- arrit um málefnið. Hún hefur sótt nor- rænar og alþjóðleg- ar ráðstefnur um sálfræðiþjónustu við krabbameins- sjúka og fjölskyldur þeirra og var full- trúi íslands og vara- maður í stjórn Nor- disk förening för Psykosocial On- kology 1990-95. FJölskylda Guðbjörg giftist Hilmari Magnússyni, f. 30.9.1948, yl- ræktartæknifræðingi. Þau skildu. Sonur þeirra er Þórður Freyr, f. 9.1. 1970, flugnemi, en synir hans eru Guðmundur Jón, f. 5.4. 1995, og Haukur Ingi, f. 6.2. 1998. Sambýlismaður Guðbjargar; Guðni Már Henningsson, f. 9.6.1952, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Dóttir þeirra er Katrín ísafold, f. 3.5. 1994. Bræður Guðbjargar: Kjartan Þórðarson, f. 9.12. 1953, deildarsér- fræðingur hjá Umferðarráði; Guð- mundur Jón Þórðarson, f. 4.9. 1957, d. 4.7. 1979. Foreldrar Guðbjargar eru Freyja Norðdahl, f. 28.12. 1926, húsmóðir, og Þórður Guðmundsson, f. 13.4. 1926, vélfræðingur og fyrrv. svæðis- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur við Dælistöðina á Reykjum. Guðbjörg verður að heiman á afmælisdaginn. Ætt Föðurbróðir Magnúsar var Böðv- ar, faðir Áma málfarsráðunautar. Sveinn var sonur Böðvars, b. á Þor- leifsstöðum, Jónssonar. Móðir Böðvars var Ingibjörg Böðvarsdótt- ir, b. á Reyðarvatni, Tómassonar og Guðrúnar Halldórsdóttur, hálfsyst- ur Guðbjargar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráðherra og Kristínar, móður Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagstofnunar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Sigurðar- dóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guöbjargar var Salvör, amma Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðir Sveins var Bóel Sigurðar- dóttir, b. í Múlakoti, bróður Þor- leifs, afa Ólafs Túbals listmálara. Sigurður var sonur Eyjólfs, b. í Múlakoti, Arnbjörnssonar, bróður Ólafs, langafa Bergsteins Gizurar- sonar brunamálastjóra. Móðir Bóel- ar var Þórunn Jónsdóttir, b. í Hlið- arendakoti Ólafssonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, eldprests Steingrímssonar. Guðbjörg var dóttir Jóns, b. í Ey í Landeyjum, Gislasonar, og Þór- unnar ljósmóður Jónsdóttir, b. á Sleif, Nikulássonar. Móðir Þórunn- ar var Þorbjörg ljósmóðir Jónsdótt- ur. Móðir Jóns var Þorbjörg Guð- mundsdóttir, systir Brynjólfs, langafa Magnúsar Stephensens landshöfðingja og Þuríðar, móður Þorsteins Erlingssonar skálds. Móð- ir Þorbjargar var Hallbera Erlends- dóttir, systir Helga, langafa Sig- mundar, afa Sigmundar Guðbjama- sonar, formanns Orðunefndar. Móðir Þórunnar var Sigríður Sig- urðardóttir, b. í Miðkoti, Ólafsson- ar, b. í Ey, Gestssonar, pr. á Móum á Kjalamesi, Þorlákssonar, bróður Ástríðar, langömmu Þorláks Ó Johnsons, kaupmanns í Reykjavík. Móðir Sigurðar var Halldóra Þór- halladóttir, systir Guðrúnar, langömmu Kjartans, fóður Magnús- ar ráðherra. Magnús og Hanna verða í útlöndum á afmælisdaginn. Fimmtugur Emil Björnsson framkvæmdastjóri Fræðslunets Austurlands Emil Björnsson, kennari og fram- kvæmdastjóri Fræðslunets Austurlands, til heimilis að Brávöll- um 10 á Egilsstöðum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Emil fæddist snjóa- veturinn mikla í Birkihlíð í þáverandi Skriðdalshreppi í Suður-Múlasýslu og ólst þar upp. Hann gekk í farskóla Skriðdals- hrepps og síðan í Alþýðuskólann á Eiðum. Frá Eiðum lá leiðin í Kenn- araskóla íslands og íþróttakennara- skólann á Laugarvatni. Emil út- skrifaðist kennari 1973 og stundaði framhaldsnám í kennslufræði, íþróttum og stjórnun í Noregi, Dan- mörku og Kanada. Emil hefur kennt viö Kirkjubæj- arskóla á Síðu, Iþróttakennaraskóla íslands og Egilsstaðaskóla. Við stofnun Menntaskólans á Egilsstöð- um gerðist hann kennari við skól- ann og kenndi þar tæp tuttugu ár, og var aðstoðarskólameistari við skólann 1990-99. Hann er nú fram- kvæmdastjóri Fræöslunets Austur- lands. Fjölskylda Eiginkona Emils er Laufey Ei- ríksdóttir, f. 26.10. 1951, kennari og ráðgjafi við Skólaskrifstofu Austur- lands. Foreldrar hennar eru Eirikur Þorleifsson, f. 23. 5.1913, d. 6.3.1992, rafvirki, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. 8. 1921, húsmóðir. Börn Emils og Laufeyjar eru Eirík- ur Bjarkar Emilsson, f. 24.10. 1973, sölumaður í Reykjavík; Jón Arn- ar Emilsson, f. 3.2. 1977, vélfræðingur í Danmörku, en sam- býliskona hans er Margrét Kristins- dóttir; Hulda, nemi við ME, en hún dvel- ur nú í Seattle í Bandaríkjunum og er sambýlismaður hennar Joshua W. Klein, mannfræðingur og kerfis- fræðingur. Systkini Emils eru Rósa Krist- in, f. 31.1. 1942, býr á Egilsstöðum; Bjarni, f. 25.11.1943, býr á Fáskrúðs- firði; Páll Arnar, f. 12.10. 1947, býr í Reykjavík; Ásta Ingibjörg, f. 29.10. 1953, býr í Reykjavík; Björn Heimir, f. 4.11. 1954, býr í Reykjavík; Bjarn- gerður, f. 23.2.1957, býr í Bandaríkj- unum; Hulda Svanhildur, f. 14.11. 1958, býr í Birkihlíð á Austur-Hér- að. Foreldrar Emils eru Hulda Emils- dóttir, f. 1.3.1915 á Ósi í Breiðdal, og Björn Bjamason f. 18.3. 1914 að Hryggstekk í Skriðdal. Hulda og Björn bjuggu mestan sinn búskap í Birkihlíð í Skriðdal og dvelja þar hjá Huldu Svanhildi, dóttur sinni. Emil verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.