Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Side 29
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001
DV
45
Tilvera
Þær dansa á morgun
Sýningin öll er litrík og þar eiga glæsilegir búningar Dóru Einarsdóttur sinn stóra þátt.
Jazzballettskólinn með hátíðarsýningu:
Sólargeislar og
grænar pöddur
ÁRMÚLA 19 • 108 REYKJAVÍK . S. 553 9595 / 553 9060
Opið mán.-föstud. 8-18. • ATH., opið 1. maí,
Sólargeislar, indíánar, grænar
pöddur, allskyns fólk og fyrir-
bæri verða svífandi um svið
Borgarleikhússins á hátíðarsýn-
ingu Jazzballettskóla Báru í Borg-
arleikhúsinu á morgun, 1. maí.
Þar koma um fjögur hundruð
manns fram og er þetta fjölmenn-
asta nemendasýning á 35 ára ferli
skólans . „Þarna er veriö að sýna
afrakstur vetrarstarfsins og börn
og unglingar, allt frá 7 ára aldri
koma fram,“ segir Bára.
Sjóöheitt atriði
Við opnun sýningarinnar á
morgun verður dansverkið Þrá
eftir Irmu Gunnarsdóttur flutt af
yngri kennurum skólans og síðan
taka nemendurnir við. Regnbog-
inn heitir sýningaratriði 7-12 ára
nemenda og Salsa er suðrænt og
sjóðheitt atriði nemdenda á aldr-
inum 13-20 ára. Framhaldsnem-
endur sýna Show Jazz sem fjallar
um stórdansleik á frægasta næt-
urklúbbi New York borgar, Tón-
listin er frá striðsárunum og eru
ballgestir i sínu fínasta pússi.
„Sýningin öll er litrík og þar eiga
glæsilegir búningar Dóru Einars-
dóttur sinn stóra þátt,“ segir
Bára og bætir við: „Svo er mikil
gleði sem svífur yfir vötnunum."
Bára segir nemendasýningar
alltaf hafa verið vinsælar og á
sviði leikhússins njóti þær sín
sérlega vel. „Það kemur yfir þær
viss ljórni," segir hún og augun
tindra.
Skólinn byrjaöi með bravúr
Þar sem Jazzballettskólinn
fagnar nú 35 ára afmæli er stofn-
andi hans og stjórnandi beðinn
að rifja aðeins upp hvernig ævin-
týrið byrjaði. „Það vantaði
greinilega eitthvað nýtt í menn-
ingu barna og unglinga og um
leið og boðið var upp á þetta nám
þyrsti krakkana í það,“ segir
Bára og heldur áfram: „Strax á
fyrsta vetri voru yfir 200 manns.
Þannig að skólinn byrjaði með
bravúr."
-Gun
Bara Magnúsdóttir dansskólastjóri dv-mynd þok
„Um leiö og boöiö var upp á þetta nám þyrsti krakkana í þaö. “
r_
<6