Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Side 32
r~A
é
Svartklædd hersing niður Laugaveg:
400 lögreglumenn í kröfugöngu
- koma víðs vegar af landinu og mótmæla samningsleysi
Um 400 lögreglumenn, eða um
70% allra lögreglumanna hérlendis,
munu í dag kl. 14.00 ganga frá lög-
reglustöðinni á Hlemmi niöur
Laugaveg að Alþingishúsinu, stilla
sér þar upp og afhenda Geir Haarde
fjármálaráðherra og Sólveigu Pét-
ursdóttur dómsmálaráðherra mót-
mæli vegna þess að ekki hafi verið
rætt við lögreglumenn um nýja
kjarasamninga en lögreglumenn
hafa ekki verkfallsrétt. Umferð um
Laugaveg teppist á meðan en fyrir
göngunni fara lögregluhjól eins og
venjan er þegar kröfugöngur fara
niður Laugaveginn. Samningar
runnu út á síðasta ári.
Lögreglumenn víðs vegar af land-
inu taka þátt í þessari göngu og t.d.
taka um 30 lögreglumenn frá Akur-
eyri, Húsavík, Sauðárkróki, Blöndu-
ósi og víðar sig saman í bilum og
aka til Reykjavíkur og sameinast
þar félögum sínum víðs vegar af
landinu. Einnig er búist viö þátt-
töku sunnan, vestan og austan af
landinu. Gengnar verða vaktir með-
an á þessum mótmælum stendur en
lágmarksþjónustu aðeins sinnt.
Haukur Óskarsson, varðstjóri hjá
lögreglunni í Reykjavík, segir að lít-
ið sem ekkert sé talað við samninga-
nefnd lögreglumanna um nýjan
kjarasamning þrátt fyrir að búið sé
að halda ótal málamyndafundi og
það sé bara lítilsvirðing við stéttina.
Haukur byrjaði í lögreglunni árið
1971 og hann segir að kaupmáttur
launa hafi þá verið mun meiri en
hann sé í dag. Áriö 1987 gengu lög-
reglumenn fylktu liði niður að Arn-
arhvoli til þáverandi fjármálaráð-
herra og kröfðust samninga.
Skömmu síðar var samið við þá.
-GG
FRETTASKOTIÐ
SIMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 30. APRIL 2001
Háskólakennarar:
Viðræður
mjakast
Flugslysaæfing:
Slökkviliðs-
maður lést
Viðamikilli flugslysaæfingu,
sem haldin var á Sauðárkróki á
laugardag, var aflýst þegar hún
stóð sem hæst eftir að einn þátttak-
enda, 47 ára gamall slökkviliðs-
maður á Króknum, fékk hjartaáfall
og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi.
Um 300 manns tóku þátt í æfing-
unni. -sbs
Akureyri:
Fjórir með
fíkniefni
Lögreglan á Akureyri handtók í
fyrrinótt fjóra menn sem voru með
fikniefni undir höndum. Mennim-
ir voru á tveimur bílum en þegar
lögreglan sá hverjir vom þarna á
ferö stöðvaði hún mennina enda
lék grunur á að þeir væru með
fíkniefni. Reyndist sá grunur á
rökum reistur.
Að sögn lögreglu reyndust
mennimir vera meö á sér um 20 g
af hassi og smáræði af amfetamíni.
Mennirnir fengu að fara frjálsir
ferða sinna eftir að rannsókn máls-
ins var lokið og botn kominn í það.
-sbs
DV kemur næst út miðvikudag-
inn 2. maí. Smáauglýsingadeild DV
er opin til kl. 22 í kvöld og þriðju-
daginn 1. maí kl. 16-22.
Síminn er 550 5000.
Brotist inn í
Allgóður gangur var í gærkvöld
í kjaraviðræðum Félags háskóla-
kennara og Launanefndar ríkis-
ins. Samningafundir stóðu yfir hjá
Ríkissáttasemjara alla helgina.
„Þetta er að mjakast," sagði Geir
Gunnarsson vararíkissáttasemj-
ari, sem stýrir viðræðunum, í
samtali við DV í gærkvöld. Hann
vildi ekki upplýsa hvaða efn-
isatriöi helst stæðu út af borðinu,
nema hvað tíminn til viðræðn-
anna áður en verkfall ætti að
skella á væri orðinn naumur.
Verkfall er boðað á miðnætti 2.
mai og stendur til þess 16.
„Mér finnst frekar bjart yfír
þessum viðræðum núna og þetta
er í góðum farvegi," sagði vararík-
issáttasemjari. -sbs.
DV-MYND ÞGK
Alft truflar umferð
Það varö uppi fótur og fit á Víkurbrautinni í Grindavík þegar álft ein mikil og bústin stöövaöi alia umferö og taldi sig eiga
fullan tilverurétt þarna innan um blikkbeljurnar. Hópuöust aö krakkar til aö kenna henni umferöarreglurnar og tókst aö
iokum aö koma henni af veginum án teljandi vandræöa. Ekki fer fleiri sögum af því hvaö álftinni gekk til en vel gæti ver-
iö aö hún hafi veriö í makaleit eöa þá aö þetta hafi veriö heimilisvön álft að skoöa mannlífiö í Grindavík.
Hleypt var af skotum í grennd við
íþróttavöll ÍR í Breiðholti seint i
gærkvöld. Lögreglan í Reykjavík
kom fljótlega á vettvang og var önn-
um kafin við að rannsaka málið og
leita að byssumönnum. Fólk var á
svæðinu þar sem skotin riðu af og
karlmaður var fluttur á slysadeild
en þó ekki með skotáverka. Ekki
fengust nánari upplýsingar af at-
burðunum í Breiðholti áður en blað-
ið fór í prentun. -Gun.
Bjartsýni í Karphúsi:
Monnunartilboð i dag
- sem mikið veltur á. Úthafskarfinn í veði.
„Mér finnst held-
ur vera að lifna
yfir viðræðum okk-
ar við útvegs-
menn,“ segir Helgi
Laxdal, formaður
Vélstjórafélags ís-
lands. Sjómenn
funduðu með út-
vegsmönnum alla
helgina og þegar
Helgi Laxdal.
fundum lauk síðdegis í gær lá fyrir
að þeir syðu saman samræmt tilboð
til viðsemjenda sinna um mönnun-
armál. Til stendur að afhenda til-
boðið í dag. Mönnunarþátturinn
hefur í raun verið stóri ásteytingar-
steinninn í öllum viðræðunum en
það sem liðkar fyrir nú er meðal
annars að í frumvarpi til laga um
áhafnir skipa, sem nú liggur fyrir
Alþingi, hefur verið tekið út allt það
sem snýr að fiskiskipum.
„Ef við náum saman við útvegs-
menn um mönnunarþáttinn er það
Friðrik
Arngrímsson.
mín tilfinning að
þetta fari að
druslast saman.
Ef ekki bið ég guð
að hjálpa okkur
eftir mánaðar-
langt sjómanna-
verkfall," segir
Helgi Laxdal.
Hann segir til-
finningu sína vera
þá að gangi út-
vegsmenn að tilboði sjómanna um
mönnun skipa ættu menn, hvorum
megin við samningaborðiö sem þeir
sitja, að geta farið að ganga í takt og
hægt væri að ná kjarasamningum á
einni viku eða svo.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, talar á svipuð-
um nótum. Hann segir að alltaf hafi
veriö ljóst að mikilvægt væri fyrir
gang viðræðnanna að menn næðu
saman um mönnunina. Ekki sé við-
unandi fyrir útgerðina að kostnaður
Tilboö um mönnunarmál
Sjómenn funduöu meö útvegsmönnum alla helgina og þegar fundum lauk í
gær lá fyrir aö þeir syöu saman samræmt tilboö um mönnunarmál.
hennar aukist þótt fækki i áhöfnum.
Friðrik treysti sér ekki til að segja
fyrir um hve langan tíma þurfi til
að semja viö sjómenn þótt mönnun-
arþátturinn væri frá, talsvert væri
þá óleyst enn. - Hins vegar voru
bæði Helgi og Friðrik sammála um
að mikilvægt væri að ná samning-
um hið fyrsta, ekki síst vegna
úthafskarfaveiðanna sem mestar
eru og bestar í maímánuði
-sbs
Brotist var inn í marga sumarbú-
staði á Suður- og Vesturlandi í síðustu
viku og stolið þaðan sjónvarps- og
hljómflutningstækjum, rafmagnsá-
höldum og öðrum verðmætum. Brá
því mörgum i brún er þeir komu í
sumarhúsin sín á fóstudag í þeirri
góðu trú að ánægjuleg helgi væri fram
undan. Lögreglunni í Borgarnesi var
tilkynnt um innbrot í átta bústaði í
Svarfhólsskógi i Svínadal og að sögn
lögreglunnar á Selfossi hafði verið
farið inn í sex hús í Úthlíð í Biskups-
tungum. Verksummerki voru svipuð
alls staðar. Gluggar höfðu verið
spenntir upp en litlar skemmdir unn-
ar að öðru leyti. Ekki er ljóst hvert
verðmæti þýfisins er. Rannsókn á inn-
brotunum stendur yfir. -Gun.
brother P-touch 1250
Lítil en STÓRmerkileq merkivél
5 leturstæröir
9 leturstillingar
prentar i 2 linur
boröi 6, 9 og 12 mm
4 geröir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443
Veffang www.if.is/rafport