Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 15 DV Helgarblað Tina sigraði í Survivor Sjónvarpsþættimir um Survivor eru með vinsælasta sjónvarpsefni í Ameriku á seinni árum. Á íslandi hafa þættimir verið sýndir á Skjá einum við góðar undirtektir. Fyrstu þættimir runnu sitt skeið á enda í fyrra og nú var að ljúka i Ameríku seinni þáttaröðinni þar sem kepp- endur tókust á við óblíða náttúru í afskekktri auðn Ástralíu. Nú liggja úrslitin fyrir og það var hin kurteisa Tina Wesson sem bar sigurorð af Colby hinum hrausta i síðustu atkvæðagreiðslunni. Svo vel tókst að halda úrslitunum leyndum að þótt þættirnir væru teknir upp síðastliðið haust þóttu þessi úrslit stórtíðindi vestur í Ameríku síðast- liðna nótt. Alanis Morrisette: Rífst við Madonnu Madonna er ekki aðeins vinsæll listamaður heldur á hún sitt eigið hljómplötufyrirtæki sem heitir Ma- verick. Nokkrir þekktir listamenn gefa út undir merkjum Maverick en sá frægasti er án efa söngkonan Al- anis Morrisette en plata hennar, Jagged Little Pill, selst í hærra upp- lagi en plötur Madonnu. Nú er allt í háalofti vegna vænt- anlegrar plötu Morrisette sem vill fá meiri peninga fyrirfram en fyrir- tækið er tilbúið til þess að greiða. Vinna við plötuna hefur nær stöðvast meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Sagt er að Alanis hóti að fara annað með hæfileika sína gefi Madonna ekki eftir. Madonna á reyndar ekki upptökin að deilunni heldur kemur þar við sögu yfirmað- ur Warner sem á stóran hlut í útgáf- unni. Alanls Morrisette er vinsæl söng- kona Hún stendur í deilum viö útgáfufyr- irtækiö þar sem Madonna er viö stjórn. Britney Spears er oröinn rithöfundur Viötökurnar hafa veriö misjafnar. Britney Spears: Umdeildur rithöfundur Unglingapoppstirnið Britney Spe- ars er fjölhæfur listamaður sem lætur sér ekki nægja að syngja. Hún hefur nýlega lokið við fyrstu skáldsögu sína sem heitir A Mothers Gift eða Gjöf móður sem hún ritaði reyndar í sam- vinnu við sina eigin móöur. Á vefsíðu Amazon-bókaverslunar- innar má lesa viðbrögð þeirra sem þegar hafa lesið bókina og virðist aug- ljóst að þeir sem elska Britney elska allt sem hún gerir. Sum bréf lesenda eru dálítið yfirdrifin eins og sá sem ritar að þessi bók muni bylta skáld- sagnagerð eins og við þekkjum hana í dag. Hann telur að rithöfundar jafnt og fræðimenn hljóti að fá innblástur og leiðsögn úr þessu tímamótaverki ef þeir hafi gáfur til þess að skilja þetta meistaraverk til hlítar. Getur verið að þarna sé oflof á ferð? websales@airiceland.is sími 570 30 30 - fax: 570 3001 Bókaðu flugið á flugfelag.is einfalt hratt hagkvæmt fljúgðu frekar FLUGFELAG ISLANDS - fyrir fólk eins og þig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.