Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV Helgarblað 23 íslenskur tölvunarfræðingur hjá NASA um gervigreind: Bílstjórar og flugmenn óþarfir - pirraðar tölvur sem áreita fólk „Ég get séð fyrir mér að bílstjórar og jafnvel flugmenn verði óþarfir innan einhverra ára en gervigreind komi í staðinn," segir dr. Ari Krist- inn Jónsson, 33 ára tölvunarfræð- ingur hjá bandarísku geimferða- stofnuninni, NASA, Amis, Research Center, í Kaliforníu. Hann hefur undanfarið haldið röð fyrirlestra um gervigreind í Háskólanum i Reykjavík. Ari Kristinn er fæddur á Akur- eyri en ólst upp í Reykjavik. Hann nam tölvunarfræði og stærðfræði við Háskóla íslands en lauk doktors- gráðu i tölvunarfræði frá Stan- fordháskóla í Kaliforníu. Dr. Ari er kvæntur Sarah Herrmann-Jónsson og þau búa i Kalifomíu. DV sat fyrirlestur Ara á fimmtu- dagskvöld. Svo mikill var áhuginn að skipta varð um sal og sá fylltist á augabragði. Ari lýsti verkefnum sínum hjá NASA sem felast í að þróa gervi- greind fyrir geimferðir. Hann lýsti því að gervigreind væri fólgin í því að láta tölvur taka ákvarðanir mið- að við breytilegar aðstæður og ná markmiðum án þess að allur ferill- inn sé ákveðinn fyrir fram - sem sagt að tölvur geti skipt um skoðun og lagt mat á alls konar aðstæður án þess að mannshugurinn komi þar nærri. Hann segir gervigreind eiga eftir að hjálpa til við flugumferðar- stjórn og á fleiri sviðum. Þrátt fyrir að hugsanlegt sé að flugmenn verði óþarfir verði hægt að nota gervi- greind til hjálpar í flugi. Hún gæti tekið við af flugmanni við að fljúga laskaðri flugvél, t.d. þar sem væng- ur væri brotinn. Auk tölvunarfræð- inganna sem vinna að þróun gervi- greindar sagði Ari að sálfræðingur hefði unnið með hópnum. Dæmi eru um að forrit verði „pirruð“ ef ekki eru samskipti við þau. Þá áreita þau jafnvel fólk í leit að samskiptum. Dimmblá gott dæmi Hópurinn hjá NASA vinnur að því að búa til greind geimfór. Hann sagði eitt besta dæmið um gervi- greind vera skáktölvuna Dimmblá sem stæði flestum mönnum framar í skák. Hann segir að þó markmiðið sé að búa til greind geimför þá sé einnig unnið að því aö þróa gervi- greind til að aðstoða geimfara. Þar nefndi hann kúlu sem svifið gæti um í geimfari og tekið við skipun- um geimfaranna og spjallað við þá, Hann sagði að gervigreind hefði verið prófuð í geimferð 17. til 21. maí 1999. Þrátt fyrir smávægileg vandamál hefði allt gengið upp á endanum og tilraunin hefði tekist vel: „Verst að þeir hjá NASA tíma ekki aö senda okkur sem vinnum að þessarri þróun út í geiminn," sagði hann og hló. Dr. Ari segir að draumaferð sem hann sjái fyrir sér verði greint geimfar sem yrði sent til tunglsins Evrópu sem hringsólar í kringum Júpiter. Geimfarið myndi bora sig í gegnum þriggja kílómetra ishellu í því skyni að finna út hvort þar sé líf að fmna. Greind fyrir geimfara Dr. Ari benti á að stærstur hluti kostnaðarins við að senda geimfar frá jörðu kæmi til af því að geimfar- arnir væru svo viökvæmir eins og mannverur almennt. „Hagkvæmast væri að þurfa ekki að senda neina geimfara en notast þess í stað við gervigreind," segir hann og bendir á að færu geimfarar til Mars í ferð sem tæki hátt á ann- að ár yrði líkamlegt ástand þeirra afar bágborið og þeir þyrftu langa þjálfun til að læra að ganga á ný eft- ir þyngdarleysi svo lengi. Dr. Ari var spurður að því hvern- ig menn færu að því að fá vinnu hjá NASA. Eftir nokkra umhugsun svaraði hann: „Með því að sækja um“ og uppskar skellihlátur áheyr- enda. Hann benti jafnframt á að vegna góðærisins í bandarísku efna- hagslífi vantaði tölvufræðinga til NASA. Þannig gætu íslendingar sótt um starf og ættu ágæta möguleika. Dr. Ari heldur af landi brott á þriðjudag en um helgina skoðaði hann sig um á gamla landinu þar sem hann meðal annars áformaði að fara á Langjökul. -rt DV-MYND HILMAR ÞÖR Húsfyllir hjá Ara Dr. Ari Kristinn Jónsson vinnur aö þróun gervigreindar sem nýtast mun úti í geimnum jafnt sem á jöröu niöri. Hér talar hann fyrir fullum sal í Há- skólanum í Reykjavík. CARNEGIE A R T AWA R D 2 0 0 0 LISTASAFNI KÓPAVOGS GERÐARSAFNI, HAMRABORG 4, KÓPAVOGI 7 APRÍL-6 MAÍ 2001 opnunartímar: ÞRIÐJUDAGA — SUNNUDAGA K L . II-I7 leiðsögn: FIMMTUDAGA, LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. I 5 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.carnegieartaward.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.