Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV Soha Arafat Segir neöri vör Arafats skjálfa vegna þreytu og álags. Eiginkona Arafats vantrúuð á frið við ísrael Eiginkona Yassers Arafats Palest- ínuleiðtoga, Soha Arafat, trúir ekki á að friðarsamkomulag náist við ísrael. „Það hefur alltaf verið sann- færing mín að friðarferlið mistak- ist,“ segir hún í viðtali við sádi- arabískt kvennablað. Litið er á um- mæli hennar sem óbeina gagnrýni á eiginmanninn. Soha Arafat tjáir sig sjaldan i fjöl- miðlum og greinir næstum aldrei frá skoðunum sínum á stöðunni í pólitikinni. Soha tjáði sig einnig í viðtalinu um heilsu Arafats. Vegna skjálfandi neðri varar hafa verið vangaveltur um að hann sé með Parkinsons- veiki. „Hann á ekki við neina van- heilsu að stríða. Skjálftinn er vegna þess að hann er þreyttur, nánast ör- magna,“ segir Soha sem býr í París með dóttur þeirra hjóna. Flórída: Ný kosningalög Ný kosningalög hafa verið sam- þykkt í Flórída hálfu ári eftir að umdeild atkvæðatalning í ríkinu réð úrslitum í forsetakosningunum. Samkvæmt nýju kosningalögunum á að handtelja atkvæði þegar niður- staðan er hnífjöfn. í desember í fyrra andmæltu George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans handtalningu. Demókratar fullyrtu að handtalning hefði leitt í ljós sigur Als Gores, frambjóðanda þeirra. Bróðir for- setans, Jeb Bush, ríkisstjóri Flór- ída, hlakkar til að undirrita lögin. Margrét Danadrottning Starfsmenn drottningar geta ekki stefnt henni fyrir vinnurétt vegna friöheigi hennar. Kjarabarátta í höll Margrétar Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði á þingi í gær að starfsmenn dönsku hirðar- innar fengju möguleika á að skjóta baráttumálum sínum fyrir gerðar- dóm. Starfsmennirnir höfðu beðið stjórnmálamenn um að tryggja þeim formlegan kjarasamning og tilkynnt að þeir viidu ekki lengur heyra beint undir Margréti Þórhildi Danadrottningu. Vegna friðhelgi drottningarinnar geta starfsmenn- irnir ekki stefnt henni fyrir vinnu- rétt. Starfsmenn hirðarinnar eiga að njóta sömu kjara og embættis- menn. Þeir eru hins vegar á lægri launum. Bílstjóri hirðarinnar er til dæmis með allt að hálfri milljón ís- lenskra króna lægri árslaun en ráð- herrabílstjóri. Skýringa leitað á sætismissi í mannréttindanefnd: Refsing gegn Bandaríkjunum Lönd, sem oft hafa gerst sek um gróf mannréttindabrot og verið refs- að fyrir, hafa nú losað sig við einn helsta gagnrýnanda sinn, Bandarík- in. Fréttaskýrendur segja það hafa tekist með því að mynda bandalag með löndum sem eru reið Banda- ríkjunum af allt öðrum ástæðum. Bandaríkjamenn voru í gær önn- um kafnir við að leita skýringa á því að þeir skuli í fyrsta sinn síðan 1947 ekki verið endurkjörnir í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Við atkvæðagreiðslu á fimmtudagskvöld voru Frakkland, Austurríki og Svíþjóð kjörin fulltrú- ar Vesturlanda. Meðal þeirra mörgu sem undrast niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar er Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir það beinlínis ótrúlegt að Súdan eigi sæti í nefndinni en ekki Bandaríkin. Ótrúleg samþykkt Madeleine Albright segir ótrúlegt aö Súdan skuli vera í mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna en ekki Bandaríkin. Henry Hyde, formaður utanríkis- málanefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, segir þetta tilraun til að refsa Bandaríkjunum vegna kröfu þeirra um að refsað verði fyrir mannréttindabrot hvar sem þau eru framin. Mannréttindasamtökin Human Watch benda á að meðal nefndar- landanna sem nú voru kjörin séu auk Súdans, Úganda, Sierra Leone og Togo. Kína, Kúba, Sýrland, Alsír og Líbýa eiga einnig sæti í nefnd- inni. Talsmaður forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í skyn í gær aö þingið kunni að endurskoða sam- komulagið um greiðslu skulda sinna til Sameinuðu þjóðanna. Ýmsir telja að niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar megi skýra með því hversu Bandaríkin hafi verið neikvæð gagnvart alþjóðlegri sam- vinnu. Hundraö saknaö eftir ferjuslys Björgunarmenn í Kongó gáfu í gær upp alla von um aö hægt yröi aö bjarga þeim hundrað manns sem taldir voru inni- lokaðir í ferju er hvolfdi á Kivuvatni viö bæinn Goma á fimmtudagskvöld. Sögðu björgunarmenn skort á iyftibúnaöi hamla björgunaraögeröum. í gær höföu einungis fundist um tuttugu lík í vatninu. Kim ætlaði líklega bara til fundar við Mikka mús Kim Jong Nam, sonur Kims Jongs Ils, leiðtoga N-Kóreu, hafði líklega ekkert slæmt í hyggju þegar hann kom fyrr í vikunni til Japans með falsað vegabréf. Sennilega ætl- aði hann bara að sýna syni sínum Mikka mús og félaga hans í Disneylandi í Tókýó eins og hann greindi japönskum embættismönn- um frá. Enn í gær vildu japönsk yfirvöld ekki staðfesta að maðurinn, sem kvaðst vera sonur Norður-Kóreu- leiðtogans, væri sá sem hann sagð- ist vera. Hann þykir að minnsta kosti ákaflega líkur leiðtoganum. Til þess að koma í veg fyrir að þegar stirð samskipti þjóðanna versnuðu ákváðu japönsk yfirvöld að setja manninn, fjögurra ára son hans, eiginkonu og vinkonu um borð í flugvél til Peking í gær. Þar beið tjórmenninganna bifreið en Vísaö úr landi Fjölskylda Kims fékk ekki aö sjá Disneyland. ekki er vitað hvert var ekið með þá. N-kóreskur stjórnarerindreki tjáði fréttamönnum að sagan um Kim Jong Nam væri „gabb“ og að hann væri ekki í sendiráðinu í Peking. Ekki barst nein tilkynning um hvenær Kim færi aftur heim til Norður-Kóreu. Nokkrir japanskir þingmenn mót- mæltu því í gær að Kim skyldi hafa verið sendur úr landi áður en ljóst var hver tilgangur hans var með Japansheimsókn hans. Sérfræðing- ar í málefnum N-Kóreu hallast margir að þvi að hann hafi liklega sagt satt þegar hann lýsti því yfir að hann hafi ætlaö að skemmta sér í Japan. Tívolíið í útkanti Pyongyang, höf- uðborgar N-Kóreu, er sagt orðið slit- ið. Rússíbaninn þar hefur verið bil- aður í nokkur ár og önnur tæki gömul og slitin. Stuttar fréttir Meðal þeirra fallegustu Forsetafrú Banda- ríkjanna, Laura Bush, er fyrsta for- setafrú Bandaríkj- anna sem kemst á lista tímaritsins People yfir 50 falleg- ustu manneskjur landsins. George W. Bush forseti kveðst ánægður með að Bandaríkin skuli komast að raun um það sem hann hafi vitað í 23 ár. Sprengt á Kýpur Sprengja sprakk í gær utan við heimili „forsætisráðherra Norður- Kýpur“. Vörður særðist lítilsháttar í árásinni. Samtök frelsa börn Nýstofnuð samtök í Danmörku, Daphne, frelsaði þrjá drengi sem rænt hafði verið til Marokkó. Yfir- völd í Kaupmannahöfn styrktu að- gerð samtakanna sem skipuleggja nú frelsun barna í öðru arabalandi. Bresk stjórnvöld fordæmd Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í gær bresk yfirvöld vegna drápa breskra hermanna á tíu IRA-félögum og tveimur óbreytt- um borgurum á N-írlandi á níunda og tíunda áratugnum og ónógrar rannsóknar á drápunum. Voru hverri fjölskyldu fórnarlambanna dæmd 10 þúsund pund í bætur. Grunaður um hryðjuverk Fyrrverandi þýskur sérsveitar- maður hefur verið handtekinn í Kosovo vegna gruns um hryðjuverk gegn Serbum. Hækkar bensínskatt Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, itrekaði í gær að stjórnvöld myndu ekki hætta við áætl- un um hækkun bens- ínskatts á næsta ári þrátt fyrir að hækk- að eldsneytisverð kunni að valda kjósendum gremju. Sókn gegn skæruliðum Stjórnarher Makedóniu hélt í gær áfram árásum á stöðvar albanskra skæruliða í fjalllendi skammt frá bænum Vakcince. Sá engar spurningar Fjölmiðlakóng- urinn Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra- efni miðju- og hægrimanna á Ítalíu, kvaðst í gær ekki hafa fengið lista tíma- ritsins The Economist með 50 spurningum sem það kveðst hafa sent honum. Sakaði Berlusconi tímaritið um að gera vinstrisinnuð- um vinum sínum greiða. Söguleg afsökunarbeiðni Jóhannes Páll páfi kom grísku réttrúnaðarkirkjunni á óvart í heimsókn sinni til Grikklands í gær er hann bað guð fyrirgefningar á syndum rómversk-kaþólsku kirkj- unnar gagnvart þeirri grísku. Baðst páfi afsökunar eftir fund með erki- biskup Aþenu. Á eftir foðmuðust páfi og erkibiskupinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.