Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 26
26
Helgarblað
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
DV
WiíE
TM Racing
JHM-Sport hóf innflutning á TM
Racing totfærumótorhjólum frá ítal-
íu áriö 2000. TM-hjólin hafa reynst
vel, þau eru kraftmikil, sterk, rás-
fóst og flott hjól. TM er handsmíöað
af metnaðarfullu fólki sem kann aö
smíða mótorhjól. TM er smíðað úr
besta fáanlega hráefni og aukahlut-
um sem bjóðast. Chrome Moly-stál,
Perimeter-grind. Excel-gjarðir,
rennd ál-nöf, Öhlins-afturdempari,
Nissin-bremsur, vökvakúpling, USD
Paioli-gaffall, Kokusan-kveikja,
38mm Keihin-blöndungur, 520 O-
Ring keðja, Bensíntankur, glær,
9,8/12 lítra, Michelin Enduro
competion dekk, HGS-pústkerfi, ál-
stýri.
TM Racing enduro og motocross-
mótorhjól, bæði með tví- og fjór-
gengisvélum. Einnig framleiöir TM
Racing-vélar fyrir Gokart og mótor-
hjól, tvígengishjól cross/enduro
mini cross í stæröum 80-100 cc, Stór
hjól í stærðum 80, 85,100,125, 250 og
300 cc. fjórgengis cross/enduro í
stærðum 250, 400 og 530 cc. Heima-
siða: www.mototm.com og
www.jhmsport.com
Kawasaki
Enduro er íslendingum eðlilegt
þar sem þúsundir kíómetra af slóð-
um liggja um landið allt. Vinsæl-
ustu endurohjól Kawasaki síðustu
15 árin eru KDX-hjólin. Þau sam-
eina sérstaklega vel allt sem krafist
er í enduro. Aflið er talsvert, 42 hö,
og þyngd í lágmarki, 101 kg. Keppn-
ismenn velja KDX þegar keppni er
talin í klukkustundum á fullu álagi.
Þá skiptir öllu aö hjóliö reyni ekki
um of á ökumann og orkan endist í
mark. Hjóliö hefur verið í stööugri
þróun og nálgast markmiðið að vera
alhliða endurotæki meira með
hverju ári. Vélin er mild á lágsnún-
ingi sem hentar vel í erfiðar aðstæð-
ur eða „brölt“ eins og kindaslóðir
eða smalamennsku á heiðum en
mýktin gerir einmitt auðvelt að fara
um viðkvæmt land án skemmda.
Eigendur KDX220-hjólanna skipta
gjaman í annað eins af nýrri árgerð
eftir mikla notkun á gamla hjólinu.
Umboðsaðili fyrir Kawasaki á ís-
landi er Vélhjól og sleðar, Stórhöföa
12. Einnig er hægt að kíkja á hjólin
á heimasíðunum, biker.is og kawa-
saki.com.
Husaberg
- mest selda endurohjól Husaberg
frá Svíþjóð. FE501E fjórgengisbylt-
ingin hófst 1989 í þessu litla fyrir-
tæki i Svíþjóð. Nú eru allir stóru
framleiðendurnir komnir með sinar
útgáfur af hugmyndinni en okkar
menn halda sínu striki og eru leið-
andi í tækninýjungum. Hjólin eru
sérsmíðuð keppnishjól og keppend-
ur nota þau óbreytt í keppni sem er
fáheyrt í þessum geira. Ótrúlegt
verður að teljast hve mörg Husa-
berg-hjól hafa ratað til íslands þar
sem verksmiðjan annar aðeins um
2000 hjólum á ári.
Má nefna að KTM keypti meiri-
hluta í fyrirtækinu vegna fjórgengis
tækniþekkingar verkfræðinga
Husaberg. KTM byggir fjórgengis-
línu sína alfariö á þessum vélum
enda skila þær hvað mestu afli pr.
kíló af öllum fjórgengishjólum.
Vélhjól og sleðar eru með umboð
fyrir Husaberg hér á landi.
Hvað er enduro?
Enduro-keppnir hafa verið stund-
aðar hér á landi í fjölda ára og voru
fyrstu keppnirnar haldnar í kringum
árin Ö79-Í80. Þó hefur ekki verið
keppt til íslandsmeistara í enduro
nema sl. 3 ár og er þetta því fjórða
árið sem íslandsmeistarakeppni fer
fram. í fyrstu keppninni, sem gilti til
Islandsmeistara árið 1998 og haldin
var við Litlu kaffistofuna, voru 30
keppendur. Síðan hefur keppendum
Qölgað jafnt og þétt og voru keppend-
ur flestir í Snæfells-enduro-keppn-
inni, í fyrra alls 68. í ár er líklegt að
fjöldi keppenda verði nálægt 100 þar
sem þetta sport er í gríðarlegri upp-
sveiflu. Einn helsti hvatamaður að
þessum keppnum hefur verið Hjörtur
L. Jónsson sem kom sportinu aftur á
koppinn nú seinni ár.
Eins og maraþonhlaup
Orðið enduro er upphaflega komið
úr spænsku og þýðir úthald. Orðið
vísar til þess sem enduro-keppnin
gengur út á enda er keppnisleið valin
með því hugarfari að hún sé erfið og
að meðalhraði keppenda sé lítill. Það
má segja að enduro mætti líkja við
maraþonhlaup, torfærukeppni,
motocross og Formúlu 1, allt í sömu
keppninni. Brautin sem er keyrð er
oftast lögð á gömlum slóðum, línu-
vegum, söndum eða öðrum gróður-
lausum stöðum þar sem ekki er
hætta á landskemmdum. Einnig er
sáð í brautir eftir keppnir þannig að
að nokkru leyti er verið að græða
upp landið í bókstaflegri merkingu.
Keppnin krefst mikillar útsjónarsemi
og þurfa menn að vera í góðu formi
til þess að halda út alla keppnina.
Keyrt stanslaust í tvo tíma
Keppnisfyrirkomulag getur veriö
mjög breytilegt, keppnin getur verið
með svipuðu fyrirkomulagi og rall
með mörgum sérleiðum og eru kepp-
endur þá ræstir inn á sérleiðir með
vissu millibili. Einnig er keppt í
hringjakeppnum, þá er keyrt í hringi
í vissan tíma og þurfa keppendur að
stoppa til að taka bensín í miðri
keppni líkt og í Formúlunni. Þetta
hringjafyrirkomulag hentar vel fyrir
íslenskar aðstæöur og hefur verið að-
allega notað hér. Lengd keppna hefur
verið misjöfn og hefur verið keyrt frá
einum og hálfum tíma allt upp i rúm-
lega fjórar klukkustundir. Stundum
hefur átt að klára ákveðinn fjölda
hringja en einnig hefur veriö fyrir-
fram ákveðinn tími keyrður. í Þor-
lákshöfn í fyrra var t.d. keppt í
tvisvar sinnum einn og hálfan tíma
með klukkutíma hléi á milli. Núna
verður keyrt í tvo tíma stanslaust i
A-flokki en í klukkutíma i B-flokki
en keppt er í þeim flokki í fyrsta sinn
í ár. Að sjálfsögðu gengur keppnin út
á það að aka brautina á sem
skemmstum tíma og að ná að keyra
sem flesta hringi á þessum tveimur
tímum.
Keppnisdagatal 2001
Það eru fjórar keppnir á keppnis-
dagatalinu i ár, þar af þrjá sem
gilda til íslandsmeistara og ein bik-
EU’keppni.
5. mai, Þorlákshöfn.
Keppt er í fjörunni austan megin
við Þorlákshöfn og í hólunum þar
fyrir ofan. Brautin er nokkuð fiöl-
breytt með mjög hröðum köflum í
fiörunni en nokkuð erfiðum sandi á
köflum í hólunum. Ekið verður með
hringjafyrirkomulagi í 1 tíma í B-
flokki og í 2 tíma í A-flokki. Keppn-
in hefst á B-flokki kl. 12.00 og A-
flokkur fer af stað kl. 13.15. Ágætis-
aðstaða er fyrir áhorfendur og er
enginn aðgangseyrir.
16. júni, Reykjavík
Keppnin verður haldin í nágrenni
Hengilsins og verður með hringja-
fyrirkomulagi. Aksturstími og ann-
að hefur ekki verið ákveðið.
4. ágúst, Ólafsfiörður, bikar-
mót
Keppnin verður haldin sömu
helgi og vatnacross á vélsleðum o.fl.
18. ágúst, Hella
Ætlunin er að tengja keppnina
töðugjöldum sem verða á Hellu á
þessum tíma ásamt torfærukeppni.
Líklega veröa eknar sérleiðir en það
á eftir að koma betur í ljós.
-MS
Nokkur atriði úr
enduro-reglunum
Keppnisform: Keppt verður í A-
og B-flokki. Öllum er frjálst að skrá
sig í A-flokk í ár. Þeir sem hafa
lægra númer en 45 er ekki heimilt
að skrá sig í B-flokk. Eftir keppnis-
tímabilið verða 45 efstu í A-flokk
áfram og 5 efstu úr B-flokki koma
upp í A-flokki þannig aö í A-flokki
að ári verða 50.
A-flokkur:
1. Tvígengishjól með vél stærri en
220cc og með 1 strokk.
2. Tvígengishjól með vél minni en
220cc.
3. Fjórgengishjól með hámarks
strokkafiölda 2.
4. 40+ flokkur fyrir keppendur sem
eru 40 ára og eldri á
yfirstandandi keppnisári.
5. Opinn flokkur.
B-flokkur:Þar er eingöngu 1 flokk-
ur. Aðeins efstu 3 fá verðlaun og er
að öðru leyti sama fyrirkomulag og
í A-flokki.
Ökumenn skulu nota eftirfarandi
útbúnað við keppni og æfingar:
Hlífðarhjálm af viðurkenndri
gerð. Skal höfuö keppanda mælt fyr-
ir keppni með málbandi og má
hjálmur ekki vera stærri en einu
númeri en höfuðmæling gefur til
kynna. Bijóstvörn með axlarhlífum
og helst bakhlif.
Nýrnabelti.
Peysu eða jakka sem nær alveg að
verja handleggi í akstri.
Buxur úr leðri eða öðru sterku
efni, t.d. motocrossbuxur.
Hnéhlífar úr harðplasti er verja
sköflung og hné.
Hlífðarstígvél úr leðri eða öðru
sambærilegu efni sem veita vörn
um ökklalið og sköflung.
Hlífðarhanska.
Hlífðargleraugu.
Keppandi sem ekki gætir þess að
númer sjáist greinilega getur átt á
hættu að falla úr keppni eða verða
ekki talinn með.
Keppnisbrautin skal vera fær
endúróhjólum í öllum veðrum.
Brautin skal vera hringur eða eins
og 8 í laginu. Einnig getur brautin
samanstaðið af sérleiðum og ferju-
leiðum. Skal þaö fyrirkomulag
kynnt keppendum sérstaklega fyrir
keppni.
Reynt skal af fremsta megni við
að halda meðalhraða undir 60
km/klst. svo sem með hindrunum,
hliðum, stoppum og /eða þrenging-
um o.fl.
Ef sleppt er úr hliði skal reikna 5
mín. í refsingu. Einnig ef leiða á
hjól yfir veg og ekki er gert reiknast
5 mín. refsing.
Sé ekið utan augljósrar brautar
án þess að um sé að ræða hlið er
það í höndum dómara og keppnis-
stjómar að ákveða refsingu. Lág-
marksrefsing er 10 mín. og há-
marksbrottvísun úr keppni.
Rásröð ökumanna ákvarðast af
stöðu keppanda í íslandsmeistara-
mótinu hverju sinni. -MS