Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 2
2
Fréttir
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
___________x>v
Samkeppnisstofnun:
I slag við risana
- eftir úttekt á smásöluálagningu
Ráöherrann kynnir álagninguna dv-mynd hari
Valgeröur Sverrisdóttir viöskiptaráöherra kynnir skýrstu Samkeppnisstofnunar
síödegis í gær. Meö henni eru Páll Magnússon, aöstoöarmaöur hennar, og
Atli Freyr Guömundsson, deiidarstjóri í viðskiptaráöuneytinu.
Samkeppnisstofnun blæs til sókn-
ar gegn risunum á matvörumark-
aðnum í skýrslu um smásöluálagn-
ingu sem kynnt var í gær. Hyggst
stofnunin fara af stað með mál í því
skyni að uppræta hugsanleg brot á
samkeppnislögum og mun rann-
sókn stofnunarinnar í því tilviki
beinast að einstökum fyrirtækjum.
Þar eru efstir á blaði mat-
vörurisarnir tveir sem ráða nær því
öllum matvörkumarkaðnum hér á
landi, Baugur og Kaupás.
í skýrslu Samkeppnistofnunar er
ekki dregin dul á að samþjöppun í
formi samruna fyrirtækja á mat-
vörumarkaðnum hafi dregið úr
samkeppni og þar sé hugsanlega að
leita skýringarinnar á hækkuðu
vöruverði. Um 2/3 hlutar smásölu-
markaðarins séu nú í höndum
tveggja fyrrnefndra fyrirtækja og
hafi Baugur til dæmis verið með 60
prósenta markaðshlutdeild í sölu á
matvöru á höfuðborgarsvæðinu
árið 1999 með 35 matvöruverslanir.
Kaupás réð þá tæplega 30 prósent-
um markaðarins með 28 verslanir.
Rannsókn Samkeppnistofnunar á
smásöluálagningu á matvöru var
gerð að beiðni viðskiptaráðherra og
náði yfir tímabilið 1996-2000. Byggð-
ist ósk viðskiptaráðherra á þeirri
staðreynd að verð á matvöru hefði
augijóslega hækkað umtalsvert á
tímabilinu þvert ofan í það sem
ætla hefði mátt með hliðsjón af
gengisþróun og erlendum verð-
breytingum.
I skýrslu Samkeppnisstofnunar
kennir þó ýmissa grasa sem eru á
skjön við þá almennu tilhneigingu
til verðhækkana sem þar er annars
að finna á hverju strái. Meðal ann-
ars kemur á daginn að verð á eggj-
um frá eggjabúum lækkaði á um-
ræddu tímabili um 10-15 prósent og
verð á pasta um 5 prósent út úr búð,
þó svo að pasta hefði á sama tíma
hækkað um álika prósentutölu í
innkaupum frá birgjum.
„Hækkun á smásöluverði á síð-
ustu árum í matvöruverslun um-
fram verðhækkun frá birgjum gefur
ástæðu til að ætla að dregið hafi úr
samkeppni í smásölunni. Samþjöpp-
un í formi samruna er væntanlega
helsta orsökin fyrir minni sam-
keppni," segir í niðurlagi skýrslu
Samkeppnisstofnunar sem í fram-
haldinu blæs til sóknar gegn risun-
um á matvörumarkaðnum ....í því
skyni að uppræta hugsanleg brot á
samkeppnislögum" eins og þar seg-
ir orðrétt.
-EIR
Paul Welch
hættir starfsemi
Landlæknisembættið hefur rætt við
Paul Welch, ameríska græðarann sem
lagt hefur stund á námskeiðahald og
andlega leiðsögn hér á landi undanfar-
in ár. Að sögn Matthíasar Haildórsson-
ar aðstoðarlandlæknis ræddi embættið
„mjög alvarlega" við Welch. Viðræður
voru á góðum nótnm og niðurstaða
þeirra varð sú að Paul Welch kvaðst
myndu hætta allri starfsemi hér.
Landlæknisembættinu höfðu áður
borist kvartanir vegna starfsemi Welch
frá fólki sem telur sig hafa beðið skaða
af námskeiðum hans. í 3-4 tilvikum
hefur fólk sem var á námskeiðum hjá
honum lent inn á geðdeild.
„Við lýstum yfir okkar skoðun á því
að þessi starfsemi gæti verið fólki til
verulegs tjóns og hann væri kominn
inn á brautir sem við álitum að hann
hefði ekki þekkingu á,“ sagöi Matthías.
„Við sögðum honum að eins og þessir
sjúklingar hefðu lýst þessu fyrir okkur
og þeim afleiðingum sem þetta hefur
haft á þá teldum við að þetta ætti ekki
rétt á sér og væri í mörgum tilvikum
skaðlegt. Hann kvaðst taka það mjög
nærri sér að við værum að kvarta yfir
þessu en sagði jafnframt að hann
myndi hætta þessari starfsemi hér á
landi.“
Matthías sagði því ekki að leyna að
landlæknisembættið hefði ekki einung-
is fengið kvartanir vegna starfsemi
Paul Welch hér á landi heldur einnig
stuðningsbréf þar sem fólk hefði talið
sig hafa gagn af meðhöndlun hans. En
hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun í
kjölfar viðræðna sinna við embættið að
hætta starfi hér.
Matthías sagði að málinu yrði fylgt
eftir ef tilefni gæfist til.
DV tókst ekki að ná tali af Paul
Welch. -JSS
Mælt með Guðmimdi Einarssyni sem rektor Skálholtsskóla:
Biskup víkur sæti
- vegna tengsla við umsækjanda
Skólaráð Skál-
holtskóla hefur
beint þeim tilmæl-
um til Kirkjuráðs
að Guðmundur
Einarsson, fyrrum
framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar
kirkjunnar, verði
ráðinn næsti rekt-
or Skálholtsskóla.
Sex sóttu um stöð-
una, þar á meðal séra Bernharður
Guðmundsson, sem er mágur herra
Karls Sigurbjömssonar biskups.
Þar sem biskup situr í forsæti i
Kirkjuráði sem ræður rektor hefur
biskup ákveðið að víkja sæti vegna
tengsla sinna við séra Bemharð og
tekur Bolli Gústafssson, vígslu-
biskup á Hólum, sæti hans. Kirkju-
ráð verður kallað saman til fundar
dagana 10.-11. maí og þar verður
gengið frá ráðn-
ingu nýs rektors í
Skálholti.
Formaður skóla-
ráðs Skálholtsskóla
er séra Sigurður
Sigurðarson,
vígslubiskup í
Skálholti. Hann og
aðrir skólanefndar-
menn þurftu að
gera upp hug sinn
gagnvart sex umsækjendum áður
en þeir veittu Guðmundi Einars-
syni stuðning sinn. Aðrir umsækj-
endur voru séra Torfi Hjaltalín
Stefánsson, fyrrum sóknarprestur
á Möðruvöllum, Árni Svanur Daní-
elsson guðfræðingur, séra Bern-
harður Guðmundsson, verkefnis-
stjóri á Biskupsstofu, Baldur Gaut-
ur Baldursson guðfræðingur og
Smári Ólason organisti.
Guömundur
Einarsson.
Guðmundur Ein-
arsson varð lands-
þekktur er hann
veitti Hjálparstofn-
un kirkjunnar for-
stöðu fyrir margt
löngu og lét þar af
starfi eftir uppþot
sem varð vegna
Herra Karl Sig- fiármála stofnunar-
urbjörnsson. innar. Þá sneri
hann sér að við-
skiptum og útflutningi á fiski en
hefur síðastliðinn vetur starfað
sem kennari í Reykholtsskóla í
Biskupstungum.
Fráfarandi rektor Skálholtsskóla
er doktor Pétur Pétursson, sonur
herra Péturs Sigurgeirssonar bisk-
ups, en Pétur mun hverfa aftur til
fyrri starfa við guðfræðideild Há-
skólans.
-EIR
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna:
Grænmetistillögurnar slá ryki í augu neytenda
í nýútkominni
áfangaskýrslu græn-
metisnefndarinnar
svokölluðu, sem land-
búnaðarráðherra
skipaði tii að leita
lausna varðandi hátt
grænmetisverð, koma
fram hugmyndir þess
efnis að afnema beri
Gunnarsson. toUa af þeim tegund-
um grænmetis sem ekki eru framleidd-
ar hér. Auk þess er talið hugsanlegt að
beina styrkjum til grænmetisbænda.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir tiilögur
grænmetisnefndarinnar vera tilraun til
að slá ryki í augu neytenda.
„Það er fiflagangur að ætla að al-
menningur hagnist á þvi að tekið sé úr
vinstri vasanum og sett i þann hægri.
Og ég efast um að þessi styrkjapólitík
sem gefin er í skyn í skýrslunni stand-
ist skuldbindingar Islendinga.“
Að sögn Jóhannesar mun niðurfell-
ing tolla á grænmetistegundum sem
eingöngu eru framleiddar erlendis
koma fiölskyldum lítið til góða.
„Þær tegundir sem íslenskar fjöl-
skyldur eru með á borðum eru lang-
flestar framleiddar innanlands. Hitt er
annað mál að það á löngu að vera búið
að afnema þessa umræddu tolla.“ -jtr
Jóhannes
Blaðiöídag
Eldklerkurinn
farinn frá
Vestmanna-
eyjum
Snorri í Betel
Dreymir um
eldflauga-
varnakerfi
Erlent fréttaljós
Handrukkarar
á íslandi
Innlent fréttaljós
Stórt orð
listamaður
Óskar Pétursson
Hann er
meðferðin
Þórarinn á Vogi
Kynja-
verur í sjó
Kjötmarkaður
Ragnhel&ur Elríksdóttir
Shell tapar
Ehaldinn var í gær
kom fram að áætl-
að gengistap Skelj-
nemi um hálfum
Verkfalli frestað
Verkfalli nokkurra hópa starfs-
manna Hafnarfjarðarbæjar, þar á
meðal ófaglærðra starfsmanna á
leikskólum, sem hófst í gær, hef-
ur verið frestað til 10. maí
Búnaöarbankinn líka
230 milljóna króna tap varð af
rekstri Búnaðarbankans á fyrsta
fjórðungi ársins samkvæmt óend-
urskoðuðu bráðabirgðauppgjöri.
Þetta er tvöfalt meira tap en áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
Minni innflutningur
Almennur vöruinnflutningur
dróst saman um liðlega 6% að
raungildi í apríl og er þá átt við
vöruinnflutning án skipa og flug-
véla.
Yfirvinnubann slökkvili&s
Kjararáð Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna ákvað í gær að boða til
yfirvinnubanns eftir að talið var
fullreynt að ekki næðist saman
með launanefnd sveitarfélaga.
Krónan braggast - ögn
Gengi íslensku krónunnar
hækkaði lítillega í gær, eða um
0,08%. Gengisvísitala krónunnar
stóð í gær í 140 stigum.
5,7 prósent verðbólga
Seðlabankinn
birti nýja verð-
bólguspá siðdegis
í gær og spáir því
að verðbólgan
verði 5,7% á ár-
inu, Það er ríflega
einu prósentustigi
meira en síðasta
spá sagði til um.
Já við líknardrápi
Tæplega helmingur þjóðarinn-
ar, 46,5%, er fylgjandi líknardráp-
um en þriðjungur andvígur þeim,
samkvæmt niðurstöðum nýrrar
skoðanakönnunar þar um.
Dýrar skrifstofur
Kostnaður við
nýtt skrifstofuhús-
næði Alþingis í
Austurstræti fór
tugi prósenta fram
úr áætlun. Ekki
bætir úr skák að
óánægja er meðal
margra þing-
manna með nýja húsnæðið og
hyggjast nokkrir neita að flytja í
nýju skrifstofurnar.
Járnbraut - Keflavík
Stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hefur ákveðið
að semja við tvö erlend ráðgjafa-
fyrirtæki og ístak um að kanna
hagkvæmni þess að leggja járn-
braut milli Reykjavíkur og Kefla-
víkur.
Messías í Fríkirkjunni
Kór Fríkirkjunnar í Reykjavik,
ásamt kammersveit og einsöngv-
urum flytur nú um helgina
óratoríuna Messías eftir Haendel
í Fríkirkjunni. Stjórnandi er Kári
Þormar. Tónleikarnir eru í dag
og á morgun og hefjast kl. 17 báða
dagana.