Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 50
— 58
LAUGARDAGUR 5. MAI 2001
Tilvera
I>V
HfiíS
Smelltu af
Sýning á ljósmyndum eftir
reykvíska grunnskólanema
veröur opnuö í dag kl. 14 í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Kl. 10 er haldiö málþing
á sama stað um börn og
ljósmyndir og í lok þess verða
veitt verðlaun fyrir bestu
Ijósmynd sýningarinnar.
Sýningin stendur til 2. jixní.
Kabarett
■ SIMON & GARFUNKEL Þeir
-*j Stefán Hllmarsson og Eyjólfur Krist-
jánsson flytja lög Simon &
Garfunkel í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Tónleikar
■ KARLAKOR RANGÆINGA lýkur
vetrartörn sinni meö tónleikum í
Fella- og Hólaklrkju. í dag.
■ UOÐAFLUTNINGUR Listamenn
irnir Cecllla Zwlck Nash, Poul Hal-
berg og Steen E. Koerner mynda
einstakt tríó sem kemur fram í Nor-
ræna húslnu kl. 17.
■ VORTONLEIKAR Tónlistarskóla
Eyjafjaröar veröa á Melum í
Hórgárdal í dag kl. 14 og á morgun
eru tónleikar sóngdeildar í
Freyvangl kl. 20.30
Opnanir
■ ANDSPÆNIS NATTURUNNI er
sumarsýning á verkumí eigu Llsta-
safns íslands, sem hefst i dag í
safninu.
■ A LEIÐINNI heitir sýning sem
Iréne Jensen opnar í dag kl. 16 í sal
félagsins íslensk grafík, Tryggva-
götu 17, Hafnarhúsinu.
■ NORSKIR TEIKNARAR opna sýn
ing á verkum sínum í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsi.
■ ROPI BURP heitir sýning
listamannanna Ólafar Nordal, Önnu
Líndal og Völku sem veröur opnuö í
Nýllstasafninu í dag klukkan 16.
I JOHANNA OG JÓN I ASÍ Sýning
á verkum þeirra Jóns Reykdals og
Jóhönnu Þóröardóttur veröur opnuð
í,dag klukkan 15 í Lfstasafni ASÍ,
Asmundarsai og Gryfju viö Freyju-
götu.
■ BUTASAUMAR I RAÐHUSI
REYKJAVIKUR Islenska búta-
saumsfélagiö stendur nú fyrir sinni
fýrstu sýningu i Ráöhúsi Reykjavík-
ur. Þar getur aö líta 40
bútasaumsteppi, bæöi eftir
byrjendur og lengra komna
bútasaumslistamenn.
jl MYNDIR OG SKULPTUR Hlíf
Asgrimsdóttlr sýnir vatnlitamyndir,
Ijósmyndir og skúlptúr á sýningu
sem opnuð er í dag í Galleríi
Sævars Karls.
■ BUNINGADAGUR verður í
Mlnjasafninu á Akureyri á morgun,
helgaöur íslenskum búningum,
balderingum, kniplingum og
spjaldvefnaöi.
Fundir
■ TUNGUMALAHATH) I GARÐI
veröur haldin í Samkomuhúsinu í
Garöl frá kl. 14-16 í tilefni Evrópska
tungumálaársins. Fulltrúar átján
tungumála opna hátíöina.
■ UM SKRÚÐ Fræðsludaeskrá.
sem tileinkuö er elsta skrúögaröi
landsins, Skrúö í Dýrafiröl. veröur í
húsi Feröafélagsins, Mörkinni 6 á
morgun, sunnudag. kl. 14.30. Þar
kemur landsliðið í skógræk saman
enda er þaö Skógræktarfélag
Islands sem aö dagskránni stendur.
DV-MYNDIR BRINK
Leiöin til iífsins
Söngleikurinn snýst um fólk sem er aö fara í flugferð og til að byrja með kemst vélin ekki á loft vegna þess að
hún er ofhlaöin og þarf því að létta á farangrinum.
Upphaf Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju hefst með söngleik:
Messan færð
í leikbúning
Fyrir nokkrum árum var gerð
könnun í Þýskalandi á því hverjar
væru helstu ástæður þess að fólk
kæmi ekki til kirkju. Þaö kom tölu-
vert á óvart að stór hluti fólks sagð-
ist ekki koma í kirkju vegna þess að
það hreinlega kynni það ekki, bæði
vegna þess að það skildi ekki hvað í
raun og veru messan væri og í öðru
lagi væri það hrætt um að verða sér
til skammar af því það kynni ekki at-
ferlið.
En guðsþjónusta var ekki samin á
einum degi, heldur hefur hún verið
að þróast um árþúsundaskeiö og má
rekja fyrirmyndir hennar til helgi-
halds gyðinga, sem og annarra trúar-
bragða. Síðast en ekki síst á uppbygg-
ing messunnar rót sína að rekja til
mannlegs atferlis. Líf mannsins birt-
ist í ákveðnu atferli og hægt er að
sýna fram á tengsl mannlegrar hegð-
unar i hinu daglega lífi við atferli
prests og safnaðar í guðsþjónustunni.
Söngleikurinn „Leiðin til lífsins"
byggist á ofangreindri hugmynda-
fræði. Þar er reynt að ljúka upp
merkingu hinna ýmsu liða í messu
kirkjunnar með því að skírskota til
atferlis mannsins, án þess að gera lít-
ið úr dýpri merkingu messunnar. Sr.
Svavar A. Jónsson samdi söngleikinn
en verkefnið nýtur styrks frá Menn-
ingarsjóði bama.
Sungiö í háloftunum
„Við erum sérstaklega og
kannski ekki síst með börn í huga
en líka öll þau hin sem finnst
messan vera framandi og skilja
ekki samhengið í henni. Þaö er
ákveðinn söguþráður i venjulegri
messu, það er t.d. engin tilviljun
að trúarjátningin kemur í beinu
framhaldi af guðspjallinu, þetta á
sér allt sínar skýringar. Við reyn-
um að viðhalda þessum sögu-
þræði messunnar og leyfum
messuliöunum að halda sér en
þeir eru í raun og veru útskýrðir
í leiknum. Söngleikurinn snýst
um fólk sem er að fara í flugferð
og til aö byrja með kemst vélin
ekki á loft vegna þess að hún er
ofhlaðin og þarf því að létta á far-
angrinum. Þessu atferli má líkja
við miskunnarbænina sem alltaf
er í hefðbundnum messum og þeg-
ar vélin er loksins komin á loft
hefst lofsöngurinn. Eftir að hafa
sungið í háloftunum og vélin er
lent þá tekur við gönguferð, því
það er nauðsynlegt að ná sér nið-
ur fyrir predikunina sem kemur
næst á eftir lofsöngnum og þá er
um að gera að vera kominn vel
niður á jörðina. Það eina sem
ekki hefur verið klætt í leikbún-
ing er altarissakramentið en það
er í raun eina helgihaldið sem
Kristur fyrirskipaði og gaf mjög
nákvæm fyrirmæli um hvernig
ætti að bera sig við útdeilingu
þess, þannig að við hreyfum ekk-
ert við því.“
Sjá nánar: Líflö eftir vlnnu á Vísi.ls
Sr. Svavar A. Jónsson
„Mér finnst mjög mikilvægt aö það sé ekki litið á eftirsþil guösþjónustunnar sem
„The end“.“
Eftirspiliö er ekki
„The end“
- Er Kirkjulistavikan vettvang-
ur til þess að hoppa út úr hefð-
bundnu munstri helgihaldsins í
kirkjunni?
„í raun og veru er Kirkjulista-
vikan engan veginn eini vettvang-
urinn til þess að hoppa út úr
þessu hefðbundna. Við erum t.d.
að bjóða upp á æðruleysismessur
sem eru allt öðruvísi en hefð-
bundnar messur. Svo höfum við
líka verið með kvöldmessur þar
sem létt tónlist er höfð í fyrir-
rúmi, fyrir nú utan það að hver
einasta hátíð býður upp á að við
getum gert okkur dagamun í
kirkjunni. Við vildum hins vegar
gjarnan að listamenn og aðrir
sem búa yfir einhverri náðargáfu
myndu veita kirkjunni meira lið
því að í hverjum einasta söfnuði
býr rosalega skapandi máttur en
kirkjunni hefur því miður ekki
tekist að virkja hann nógu vel.
Mér finnst mjög mikilvægt að
það sé ekki litið á eftir-
spil guðsþjónustunnar
sem „The end“, eins og í
bíómyndunum þegar
textinn rennur upp
tjaldið og allt er búið,
heldur að fólk gangi út
úr kirkjunni undir eft-
irspilinu og að guðs-
þjónustan haldi áfram
úti í þjóðfélaginu," seg-
ir sr. Svavar að lokum.
Barna- og unglinga-
kór Akureyrarkirkju
sér um söng og leik.
Strengjasveit úr Tón-
listarskólanum á Akur-
eyri sér um undirspil.
Daníel Þorsteinsson
samdi og útsetti tónlist-
ina. Leikstjóri er Val-
geir Skagfjörð sem jafn-
framt leikur í söng-
leiknum, sem og prest-
arnir.
-W
Myndbandarýni
Leiöin heim -kirk
Einstök ást
m
Vegurinn heim
(Wode fu quin mu
quin) er nýjasta
kvikmynd eins
þekktasta leikstjóra
Kína, Zhang Yimou
(Rauði lampinn,
Sagan af Qui Ju).
Nú er engin Gong
Li til að flagga, en
hún hefur verið hans aðalleikkona í
gegnum tíðina heldur hefur Yimou
fundið unga leikkonu, Zhang Ziyi, til
að leika aðalhlutverkið, unga stúlku
sem finnur hina einu sönnu ást. Ziyi,
sem minnir óneitanlega á Gong Li, er
hjarta myndarinnar, einstaklega gef-
andi í öllu sem hún gerir og er eftir-
minnilegust í annars frekar látlausri
kvikmynd frá Yimou.
Leiðin heim segir frá heimkomu
sonar til lítils þorps þar sem foreldrar
hans hafa búið. Sonurinn kemur í
jeppa og er greinilegt að um biss-
nesmann er að ræða. Heim kemur
hann vegna þess að faðir hans er lát-
inn. Móðir hans vill að lík föður hans,
sem var kennari í þorpinu, sé borið í
heimabyggð hans að fomum sið. Til að
svo geti orðið þarf mikinn mannskap
sem ekki er fyrir hendi. Þegar sonur-
inn reynir að fá móður sina af þessum
áformum er rifjað upp hvernig foreldr-
ar hans kynntust, faðirinn kennari og
móðirin ómenntuð bóndadóttir, feg-
ursta stúlkan i þorpinu, sem fær ást á
kennaranum um leið og hún lítur
hann augum. í framhaldi fylgjumst við
með einlægum tilraunum hennar til
að láta taka eftir sér.
The Road Home er ekki i hópi bestu
kvikmynda Zhang Yimou en er samt
sem áður falleg og ljúf kvikmynd sem
öllum ætti að liða vel yfir. -HK
Utgefandl: Skífan. Leikstjóri: Zhang Yimou.
Handrit: Shi Bau. Leikarar: Zhang Ziyi, Sun
Hanglei og Zheng Hao. Kína, 1999. Lengd:
93 mín. Leyfð öllum aldurshópum.
Nora
★★
sÉty
Skáldið og
þjónustustúlkan
James Joyce er
einn af skáldrisum
tuttugustu aldar-
innar og hafa verið
skrifuð mörg lærð
rit um hann og verk
hans. í Noru, sem
byggð er á ævisögu
Noru Barnacle, er
farin önnur leið að
Joyce, í gegnum Noru sem hann
kynntist árið 1904 í Dublin. Nora var
þjónustustúlka og voru vinir skáldsins
sem héngu með honum á krám ólatir
við að lasta stúlkuna sem þeir töldu
vera lauslætisdrós. Kynni þeirra urðu
samt að sambandi sem stóð með hléum
allt þar til James Joyce dó og ól hún
honum tvö börn. Nora og James voru
ólík og er hann sýndur sem áttavilltur
og afbrýðisamur í sambandi sínu við
hana en hún gæti verið kona úr nútim-
anum. Ef mark er takandi á því sem
kemur fram i myndinni þá hafa þau
verið háð hvort öðru, sérstaklega kyn-
ferðislega, og því gat Joyce aldrei slit-
ið sig frá henni þótt hann gerði til-
raunir til þess. Það sama má segja um
hana. Hún gerði sér grein fyrir því
áliti sem vinir hans höfðu á henni og
þoldi illa drykkjuskap hans en samt
sem áður gat hún ekki losað sig frá
honum fyrir fullt og allt.
Nora er fyrst og fremst athyglisverð
út frá umfjöllunarefninu en er að öðru
leyti dæmigert breskt drama sem hef-
ur fáa hápunkta. Það er mikill kraftur
í leik Susan Lynch og útlit hennar er í
skemmtilegu mótvægi við listaspirun-
ar sem hún umgengst. James Joyce
var aldrei mikið fyrir augað og má
segja að útlit Ewans McGregor vinni
gegn honum í hlutverki Joyce. Það
tekst aldrei að fela hinn sjarmerandi
leikara þótt ýmsum gerðum af ljótu
skeggi sé klínt á hann. -HK
Utgefandi: Skífan. Lelkstjóri: Pat Murphy.
Handrit: Pat Murphy og Gerard Stembridge.
Leikarar: Ewan McGregor, Susan Lynch og
Peter McDonald. Bresk, 2000. Lengd: 106
mín. Leyfð öllum aldurshópum.
4