Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV 37 Helgarblað DV-MYNDIR ÞÓK lungur gætir sín ekki á þessum þremur at- ræöum fjármálalegs eðlis en fyrir allmörgum árum stofnuðu safnað- armenn sparisjóðinn Pundið að sænskri fyrirmynd. Þetta skyldi vera kristilegur banki sem léti ágóða, nokkurs konar tíund af bankastarfsemi, renna til trúboðs- starfa og góðra mála. Pundið komst í þrot og var sameinað öðr- um sparisjóðum og allmargir sem lagt höfðu hlutafé í púkkið töpuðu því. Konur, peningar og völd Fela þessar sögur ekki í sér þann lærdóm að trúarsöfnuðir skyldu forðast fjármálavafstur? „Það er afar hættulegt fyrir trú- arleiðtoga að skipta sér af fjár- málum. Það eru yfirleitt þrjú at- riði sem verða safnaðarleiðtogum að falli. Það er kvenfólk, peningar eða valdagræðgi. Ef safnaðarleið- togi eða öldungur gætir sín ekki á þessum þremur atriðum lendir hann fyrr eða síðar í vandræðum. Þeir sem ætla að leiða safnað- arstarf verða líka að leyfa Guðs orði að leiða sig í sínu lífi því þeir eru fyrirmynd. Ég á ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera en gera sjálfur það sem ég vil. Það er prédikunin í hegðun okkar sem er svo mikilvæg. Verk- in geta talað svo hátt að þau yfir- gnæfi orðin.“ - Hefur þér orðið fótaskortur og sagt eitt en gert annað? „Það má eflaust grafa það upp. Minn söfnuður litur eftir mér og áminnir mig ef honum finnst ég fara offari í orðum til að mynda. Það er ekki illa meint heldur til þess að við getum verið bræður sem saman söfnumst en ekki sundur deilum." Getum ekki mokað yfir - Er þetta mál allt saman vont fyr- ir málstað allra hvítasunnumanna? „Við getum ekkert mokað yfir þetta eins og kartöflubændur hafa verið að gera. Með því að ræða málið af hreinskilni fyrir opnum tjöldum getum við byggt upp okkar ímynd að nýju og öðlast traust fólks að nýju. Við eigum engan tilverurétt ef við erum að þykjast vera kristnir. Það er nóg af því í okkar þjóðfélagi. Við vilj- um ekta boðskap, viljum vera sannir og hreinir." Mörgum finnst efnishyggja og ágirnd einkenna okkar tíma. Þarf að ryðja um borðum víxlaranna og hver á að gera það? „Ef við sem prédikum Guðs orð eigum ekki að gera það, hverjir þá. Við megum ekki bregðast. Nú er gott tækifæri til að leiðrétta okkar sam- tíma. Ég er ekki með hlutabréfa- markaðnum eins og hann er í dag. Þar láta menn stjómast af græðgi og skammtímahugsun. Ég geri greinar- mun á fyrirhyggju og græðgi. Sér- staklega tel ég að grái markaðurinn sé hættulegur. Ég sem kristinn mað- ur vil frekar leggja fé til safnaðarins en að leggja það 1 vogun á hlutabréfa- markaði. Ef við emm sannkristin þá hikum við ekki við að leggja okkar milljónir í hendur Jesú Krists." Jesús var ekki umburðar- iyndur Snorri hefur oft vakið athygli fyrir allt að því vægðarlausan málflutning sem sumum finnst jaðra við ofstæki. Hvemi getur hann verið svona viss? „Ég treysti því að Biblían viti bet- ur. Hún flytur okkur boðskap margra kynslóða sem vegur þyngra en okkar stutta lífsreynsla. Viö getum ekki gef- ið neinn afslátt af því.“ Þinn máiflutningur gegn t.d. sam- kynhneigðum hefur ekki þótt vera í takt við tíðarandann og ekki eins umburðarlyndur og Biblían boðar. Er þetta rétt? „Jesús var ekki umburðarlyndur. Farísearnir kvörtuðu undan honum og hann velti borðum víxlaranna. Hann er okkar fyrirmynd." Samkynhneigð er hættuleg - Stafar okkur hætta af samkyn- hneigðum sem hafa skilgreint sig sem minnihlutahóp sem berst fyrir réttindum sínum? „Þetta er hættulegur lífsstíll og menn umbera hann vegna þekking- arleysis. Hið svokallaða umburðar- lyndi felst í því að menn vilja leyfa þessu að vera meðan það snertir ekki þá sjálfa. Samkynhneigðir deyja upp úr fertugu vegna þess að likaminn þolir ekki það sem lagt er á hann. Að- eins 1% samkynhneigðra nær gamals aldri. Samkynhneigð byggist á laus- læti og sjúkdómum." Horfi ekki á naktar konur - Nú hafa nektarstaðir rutt sér mjög tO rúms á íslandi og þó þá sé ekki að finna í Vestmannaeyjum eru þeir á Akureyri. Muntu láta til þín taka gegn þessari starfsemi fyrir norðan? „Ég er þessu andvígur og horfi yf- irleitt ekkert á naktar konur. Ég við- urkenni þó að þetta er mjög nálægt eðli karlmannsins að horfa á bert holdið og menn virðast vera tilbúnir að halda fram hjá þegar því er að skipta. En þetta er ekki það sem Guð vill. Þessar stúlkur eru yfirleitt kallað- ar meyjar eða dansmeyjar. Þama er verið að taka meyjarhugtakið og gera úr því eitthvað útskryppi. Þessar stúlkur eru dætur og systur einhvers og það er verið að eyðileggja sál þeirra fyrir peninga. 60% kvenna í klámiðnaði hafa verið eyðilagðar sem stúlkubörn. Klámiðnaðurinn sýkir hug drengja sem skipuleggja hópnauðganir. Klámmyndir eru kennslumyndbönd á þessu sviði. Ég vil loka þessum stöðum og ég vil banna þetta. Ég veit að það er á bratt- ann að sækja og þess vegna er brýnt að tala gegn þessu. Ég mun tala gegn nekt og klámi á Akureyri og bræður okkar í Reykja- vik hafa skipulagt mótmæli gegn stöðum eins og þessum. En hér er mikilvægt að málflutningur okkar sé trúverðugur og við séum samkvæmir sjálfum okkur.“ „Við getum ekkert mokað yfir þetta eins og kart- öflubœndur hafa verið að gera. Með því að rœða mdlið af hreinskilni fyrir opnum tjöldum getum við byggt upp okkar ímynd að nýju og öðlast traust fólks að nýju. Við eigum engan tilverurétt ef við erum að þykjast vera kristnir. Það er nóg af því í okkar þjóðfélagi. “ Verri en dönsk einokun Snorri er sjómannssonur og alinn upp við sjósókn og hann er harðvítug- ur andstæðingur kvótakerfis í sjávar- útvegi sem hann segir hliðstæðu dönsku einokunarverslunarinnar og íbúar Vestmannaeyja séu í varðhaldi kvótaeigenda. „Þetta er versta tegund einokunar sem til er. Það tók okkur tvöhundruð ár eða meira að losa okkur undan jessu. Eftir 12 ár undir kvótakerfi prédikari Einar Gíslason, sem leiddi hann árum sam- an, var föðurbróðir Snorra. Móðir Snorra var fyrsti ung- lingurinn i Vestmannaeyj- um sem frelsaðist inn í söfn- uðinn aðeins 14 ára gömul en móðir hennar var virk í söfnuðinum. Sjálfur frelsað- ist Snorri aðeins níu ára. „Ég man eftir minni frels- isstund. Það var á samkomu i Betel og prédikarinn hvatti mig til að gefast Kristi. Ég rétti upp hendina og við báð- um saman. Það streymdi um mig gríðarlegur friður og ég man þegar ég hljóp frá Betel og hingað heim þá fannst mér ég svífa. Þetta var sterk og ógleymanleg upplifun. Ég lét svo niðurdýfast þegar ég var 11 ára gamall og þá gagnrýndu margir það og töluðu um innrætingu. En Gegn nekt Snorri segist munu prédika gegn starfsemi nektardansstaöa á Akur- eyri en þangaö mun hann fiytja. „Ég viöurkenni þó að þetta er mjög ná- lægt eðli karlmannsins aö horfa á bert holdiö og menn viröast vera til- þúnir aö halda fram hjá þegar því er að skipta. En þetta er ekki þaö sem Guö vill. “ eru yngstu skipstjórar hér í Vest- mannaeyjum rúmlega fertugir. Stýri- mannaskólinn stendur auður og þarna er þekkingin að hverfa og það fer að verða of seint að bjarga útgerð- inni. Það er ekki vafi á því að núver- andi sjómannaverkfall er búið að valda miklu tjóni nú þegar, Við ætt- um að líta til Færeyja og sjá hvernig þeir hafa það. Við höfum sett traust okkar á sérfræðinga og menntaða menn en þekking okkar á Guðs orði er í molum.“ Biessað vínarbrauð Snorri býður okkur til eldhúss í kaffisopa og hefur borðhaldið með borðbæn eins og hann hefur alltaf gert. Við gæðum okkur á blessuðu vínarbrauði og sterku kaffi við eld- húsborðið í þessu gamla fjölskyldu- húsi. En hvemig vildi það til að hús- ið komst í eigu fjölskyldunnar? „Þegar faðir minn og móðir voru búin að missa sitt fyrsta barn vildu þau endilega komast í betra húsnæði. Hann var skipstjóri svo það varð að ráði að hann snaraði kaupverði húss- ins, 96 þúsund krónum, á borðið. Konan sem seldi varð svo ánægð að hún sagðist láta gluggatjöld og fleira innanstokks fylgja húsinu. Pabbi sagðist þá hefði keypt það þótt það verðið hefði verið 104 þúsund og þá varð konan afskaplega reið og sár,“ segir Snorri þegar hann segir okkur fjölskyldusögu hússins. „Þau byggðu ofan á húsið 1965 og þetta hefur verið okkar fjölskylduhús þótt við byggjum lengi annars staðar. 'Ég var á Vopnafirði og byggði mér svo hús hér annars staðar í bænum. Svo þegar pabbi lá banaleguna kom Einar Gíslason prédikari til hans og sagði: Óskar bróðir, ert þú búinn að gera það sama og Hyskía, að ráðstafa húsi þínu. Það varð að ráði að þau báðu okkur að koma og búa héma. Pabba haföi dreymt fyrir því að þau byggju hér til síðasta dags og það kom fram. Þegar við fluttum inn eftir að hann dó 1991 þá vildi ég að mamma kæmi sér vel fyrir því hún átti aö búa hjá okkur áfram. Þá sagð- ist hún verða í mesta lagi hjá okkur í átta ár. Hana hafði dreymt fyrir því lika. Þegar hún dó þá sat hún hjá mér í eldhúsinu og ég var að laga mat og við voram að spjalla saman á meðan. Hún þagnaði skyndilega og þegar ég leit við sá ég að höfuð hennar var fall- ið að veggnum og hún reyndist vera látin. Hún hafði beðið Drottin um að fá að fara með þessum hætti en hún var rúmlega níræð þegar hún dó. Þannig kom fram draumurinn um að þau yrðu hér til síðasta dags í þessu húsi.“ Dreymdi konuefnið - En hefur þig dreymt fyrir óorðn- um hlutum? „Það hefur nokkrum sinnum kom- ið fyrir og ég lít á það sem hluta af guðlegri blessun. Mig dreymdi fyrir því hvert yrði konuefnið mitt. Ég var í Kennaraskólanum í Reykja- vík og bjó við Hverfisgötu. Eina nóttina dreymdi mig að þakið opnaðist og ég sá stjörnubjartan himininn yfir mér. Ein stjarnan sveif niður til mín og rétt fyrir ofan mig breyttist hún í gló- andi hring og ég sá nafnið Brynja grafið innan í hann. Þá þekkti ég verðandi eigin- konu mína en það var að- eins vináttusamband. Þama sá ég hvað myndi verða og þakkaði Guði því hann er mér vitrari og hefði ekki getað valið mér betri konu.“ Frelsaöist níu ára Betel-söfnuðurinn í Vest- mannaeyjum var nokkurs konar fj ölskyldusöfnuður í tilfelli Snorra en hinn frægi þetta hefur dugað til þessa dags og á eftir að duga lengur." Snorri ólst upp við að Einar frændi hans var leiðtogi safnaðarins og Ósk- ar faðir hans var hans hægri hönd. Þeir bræður rera saman og um þá sköpuðust sögur í samfélaginu í Vest- mannaeyjum. Snorri tók við söfnuð- inum 1975, fyrst með föður sínum en 1983 var formlega gengið frá stöðu hans sem forstöðumanns með fullum réttindum til að skíra, gifta og jaröa. „Ég er alinn upp við að hafa skoð- anir og hér byrjaði Hvitasunnusöfn- uðurinn á íslandi. Hér er gígm-inn sem hraunið rann úr og streymdi um allt land.“ Trúboðinn fljúgandi Snorri er á föram til Akureyrar. Ástæður þess era ákveðin kaflaskil í lífi þeirra hjóna en Brynja eiginkona hans hefur setið á skólabekk einn vet- ur í Háskólanum á Akureyri og numið iðjuþjálfun og á eftir tvo vetur. Þau hjónin eiga fimm börn sem mega heita uppkomin og fara tvö þau yngstu til náms í Reykjavík á vetri komanda. Snorri hyggst starfa við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði en hversu endanleg er þessi ákvörðun. Kemur þú aldrei aftur til Vestmannaeyja? „Við munum leigja húsiö fyrst um sinn og lítum ekki á þessa ákvörðun sem endanlegan brottflutning en ger- um okkur grein fyrir því að svo getur þó vel orðið. Það veit enginn sína æv- ina fyrr en öll er. Ég er 49 ára og Gyð- ingar skiptu alltaf um leiðtoga á 49 ára fresti til foma og gafst vel. Guð ræður okkar för, hann er okkar leið- togi. Við eigum böm í Eyjum, Vopna- firði og Reykjavík. Mig dreymir um að eignast litla flugvél sem ég geti notað til að ferðast um landið og boða Guðs orð. Ég sé mig í hlutverki hjá söfnuðum landsins því ég er ekkert hættur að prédika þó ég fari héðan. Það er söfnuður á Akureyri og þar mun ég vonandi njóta mín.“ - Ertu sáttur við að yfirgefa Vest- mannaeyjar? „Nei, ekki að öllu leyti. En kannski er maður eins og kanarífuglinn í búr- inu, maöur er ánægður í sínum litla innilokaða heimi meðan maður veit ekki hvað er fyrir utan.“ Ég vei ekki arftaka Betel-söfnuðurinn telur 75 manns um þessar mund- ir. Flest var í honum í kringum 1990 þegar 110 meðlimir vora þar innan veggja. En hvað verður um söfnuðinn, hver tekur við honum af Snorra? „Ég vel ekki arftaka minn. Við verðum að treysta því að Guð hafi eitt- hvað um málið að segja og safnaðarstjórnin telur sex trausta menn svo þetta er ekkert í lausu lofti. Fólk er vant ákveðnum manni og það hugsar ekkert um breyt- ingar fyrr en hann fer. Þeg- ar ég tók við af Einari frænda mínum þá datt mér ekki í hug að fara í fötin hans. Hans tími var liðinn og minn kominn og þannig verður það líka með arftaka minn.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.