Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 44
52 ____________LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 Tilvera I>V Skrímsli og kynjaverur í sjó - rómantísk náttúrufræði Sögur um ógurleg sjóskrímsli og kynjaverur í hafmu hafa fylgt sjófar- endum allt frá því aó fyrsti maóurinn meig í saltan sjó og sigldi um hafiö. Sjórinn er víðáttumikill og ekki skortir dýpi til að hylja œgilegar ófreskjur fyr- ir augum manna ár eftir ár, öld eftir öld. Skrímslin eru jafn breytileg og þau eru mörg og segja má aö kynjadýr hafi sést í hverjum firði á landinu og oftast fleiri en eitt. Flest skrímslin geta gengið á land og eiga þaó til að ráðast á menn og skepnur meö voveiflegum afleiöing- um. Sú trú var landlœg aó sjóskrímsli, hvort heldur þau voru dýr eða andar, þekktu nafn sitt og kœmu um leið og þaó varnefnt. Þetta er í anda ramm- fornar trúar á mátt nafnsins, menn og tamdar skepnur koma þegar þœr heyra nafns sins getið og eóli- legt að álykta sem svo aðrar máttugar verur geri það sama. Þaó má til dœmis ekki nefna nafn hvals til sjós því undir eins og sjó- víti er nefnt kemur það og reynir að granda skipinu. í Árneshreppi á Ströndum er fjall sem nefnist Búrfell en til sjós er þaó œtíó nefnt Matar- fell. Sé það kallað sínu rétta nafni á sjó kemur búrhvalur og rœóst á skipió. Hærra en Heimaklettur Gísli biskup Oddsson segir frá þvi í íslandslýsingu sinni Undur íslands að einu sinni hafi verið stór sjóormur við Vestmannaeyjar. Gísli hefur eftir áreiðanlegum heimildum að ormurinn hafi reist hausinn svo hátt upp í loftið að mönnum virtist hann fara yfir Heimaklett sem er hæstur um 280 metrar. Ellefu fiskiskip munu hafa verið hætt komin í viðureign við orm- inn og líklega öll farist ef ekki hefði komið til sögunnar steypireyður sem skundaði þeim til bjargar. Steypireyð- urin er svo dásamlega sköpuð af guði og náttúrunni að hún vemdar báta fyr- ir þessum manndráps ókindum. Hval- urinn bar sigur af óvættinni eftir harð- ar sviptingar og rak hana langt frá Eyj- unum og hefur hún ekki sést þar síð- an. Eitrað á annarri hliðinni Samkvæmt íslandslýsingu P.H. Resen em nokkur skrímsli við landið. Árið 1347 kom upp úr hafi ófreskja sem var á stærð við tum eða kastala og fómst öll skip sem vom nærri. Resen segir einnig frá ófreskju sem rak á fjöru við Guðmundarlón árið 1397. Skrímslið hafði eitt auga á bak- inu og var kjötið af annarri hliðinni eitrað. Um eitt hundrað manns átu af því vegna hungursneyðar og dóu sam- dægurs. Þeir sem átu af hinni hliðinni kenndu sér aftur á móti einskis meins. Þá mun hafa skotið upp skrímsli úr sjó skammt frá strönd landsins árið 1569. Ekki lýsir Resen sköpulagi þess en ófreskjan mun hafi gefið frá sér svo Trítónar og sírenur Skrímslin hafa hendur en fingurnir eru samtengdir með þunnri himnu eins og fuglafit. Andlit þeirra er hræðilega Ijótt, munnurinn útglenntur, kinnarnar hangandi og svipur- inn illúðiegur. hræðilegt hljóð að allir sem heyrðu fylltust skelflngu. Sæslöngur Sé tekið mark á gömlum sögum eru i hafmu svo stórar sæslöngur að eng- inn hefur hugmynd um stærð þeirra Sagt er að slöngumar hafi stundum ráðist á skip og brotið þau meö allri áhöfn. Sæfarendur hafa í gegnum ald' imar verið mjög hræddir við slöngum- ar og til em gamlar myndir sem sýna menn æða stjómlaust í sjóinn þegar þær beina gapandi gini og báandi glymum að þeim. Slöngumar mylja skipin á milli skoltanna eða hringvefla sig utan um þau, leggja skipin saman og mylja í smátt. Dala-Rafn Á 14. öld bjó á Úlfsdölum við Siglu- fjörð bóndi sem hét Rafn. Hann var mjög ríkur og ákafur veiðimaður. Einu sinni sendi hann vinnumenn sína til seladráps út á ís en þegar þeir vom komnir áleiðis sýndist þeim óveður i aðsigi og snera til baka. Þegar þeir komu heim skammaöi Rafn þá heiftarlega og fór sjálfur af stað með syni sína út í ísinn. Brast á vonskuveður og týndust þeir úti á isn- um. Skömmu eftir dauða Rafns sást grið- arstórt skrímsli á sjónum við Úlfsdali. Töldu menn það vera Rafn afturgeng- inn og kölluðu skrimslið Dala-Rafn. Skrímslið sést endrum og sinnum und- an illviðmm. Stundum líkist það hval með tveimur kryppum en öðmm stundum er það líkast löngu tré eða hnyðju. í einni sögu er sagt að Dala-Rafn sé lengsta skepnan á jörðinni og að ekkert kvikindi hafa verið jafn langt síðan líf kviknaði á jörðinni. Steypireyöur til bjargar Ellefu fiskiskip munu hafa verið hætt komin í viðureign við orminn og lík- lega öll farist ef ekki hefði komið til sögunnar steypireyður sem skundaði þeim til bjargar. Sæslanga Áriö 1347 kom upp úr hafi ófreskja sem var á stærð við turn eða kastala og fórust öll skip sem voru nærri. Margt býr í hafinu Sjóskrímsli hafa stundum ráðist á skip og brotið þau með allri áhöfn. Skrímslin mylja skipin á milli skoltanna eða hringvefja sig utan um þau, leggja skipin saman og mylja í smátt. Ormar og glópagull I Ferðabók Ólafs Olavíusar frá 1780 segir að í austanverðri Papey í Múla- sýslu sé flatur klettur við sjóinn sem heitir Ormabæli. Það orð fór af klett- inum að í honum væri að finna gull og að ormur gætti þess. Hollenskur skip- stjóri sem hét Kumper mun hafa fælt orminn úr bæli sínu með fallbyssu- skotum svo hann kæmist yfir gullið. Sagt er að ormurinn hafi hrakist inn á Hamarsfjörð og sýni sig þegar stórvið- burðir eru í vændum, líkt og Lagar- fljótsormurinn. Olavíus kannaði sög- una um gullið en um glópagull var að ræða. Húöln slétt eins hvelja í Patreksfirði mun vera stórt sjó- skrímsli sem nefnist Niðrilega og kemur upp í nokkra klukkutíma á sjö ára fresti. Skrímslið er rúmlega 300 metra langt, svart á litinn með tvo háa hnúka upp úr hryggnum þegar það svamlar um fjörðinn. Skrokkurinn er þaravaxinn, úfinn og óhrjálegur. Sagt er að skrímslið hafi lítið um sig en dæmi em um að það hafi grandað skipum. Samkvæmt sjónarvottum sést stundum sjóskrimsli í Bolungarvík. Það er á stærð við tvo stóra og háfætta hesta. Hausinn er langur, mjór og trjónumyndaður og gengur beint fram úr mjóslegnum skrokknum. Tennurn- ar em stórar en augun lítil og græn. Húð er slétt eins hvelja, hryggurinn boginn og halinn langur og digur. Skrímslið er gráflekkótt á litinn og rennilegt í vatni. Ognir undirdjúpanna Til eru óteljandi sögur um skrímsli sem ráðast á skip og báta. Án efa hafa óþekkt sjávardýr kynt undir ímyndunaraflinu og tekið á sig kynjamyndir í þoku og hafvillu. Hafmenn og meyjar í íslandslýsingu sinni segir Oddur Einarsson frá tvenns konar skrímsl- um sem að hluta til em í mannsmynd. Sum skrímslin hafi vöxt karlmanns- líkama, alskeggjað höfuðið er keilu- laga eins og það beri biskupsmítu. Hálsinn og herðamar eru eins og á manni en fyrir neðan geirvörtur er eitthvað sem likist trégjörðum eins og beykjar girða með tunnur. Önnur hafa sköpulag kvenmanns. Þau hafa kvenhöfuð með sítt hár, háls og herð- ar og konubrjóst. Neðri hluti líkam- ans endar á sporði. Þessi skrímsli hafa hendur en fingumir eru sam- tengdir með þunnri himnu eins og fuglatær. Andlit þeirra er hræðilega ljótt, munnurinn útglenntur, kinnam- ar hangandi og svipurinn illúðlegur. Oddur bætir við að þessi kvikindi reki upp ógurlegt öskur eða harma- kvein þegar þau fara frá skipunum og að sjómenn dragi af þeim iyrirboða. Ef ófreskjunar snúa sér að skipinu um leið og þær halda burt óttast skip- verjar að það boði skaða og flýta sér í land. Snúi skrímslin aftur á móti frá skipinu þegar þau fara verða sjó- mennirnir hughraustir og telja sér borgið. Hann segir að sjómenn taki einnig mark á því hvernig skrímslin leika sér með fisk. Ef ófreskjurnar ota fiski að skipinu og kasta slori i það telja sjómennimir úti um sig. Éti skrímslin aftur á móti fiskinn eru þeir óhræddir og telja það góðs viti. Oddur dregur þá ályktun að skrímsli séu sömu trítónar og sirenur og sáust við landið árin 1305 og 1328 samkvæmt annálum. Skrímslafjörður Guðmundur nokkur í Naustvíkum á Ströndum sagðist hafa séð fótspor eftir sjóskrímsli í fiörunni við Naust- vík í kringum 1925. Sporin voru vel afmarkaðar kringlóttar og djúpar holur. Naustvíkurbóndinn sagðist ekki hafa séð skrímslið sjáft en taldi sporin engu að síður vera eftir slíka skepnu. Til er svipuð saga frá Víga- nesi í sömu sveit. Bæöi Naustvík og Víganes em við Reykjarfiörð sem stundum var kallaður Skrímslafiörð- ur. Árið 1770 rak á land í Kálfafells- fiöru skepnu sem var tæpir tveir metrar á lengd og álíka gild og mað- ur. Hún var ferfætt og líktust fætum- ir rollufótum, rófan var stutt. Höfuð- ið var líkast mannshöfði. Kvikindið var með stórt og ljóst hreistur um all- an skrokkinn og skömðust hreistur- plöturnar hver við aðra. Þær vom þykkar og harðar viðkomu. Hvorki hundar né hræfuglar komu nálægt skrímslinu og lá það í fiörunni þar til því skolaði út aftur. Einu sinni reið maður i æðarvarp úti í eyju í Húnaflóa. Þegar hann var á leið í land aftur tók hestur hans að ókyrrast. Maðurinn reyndi að róa hestinn þar til hann sá skrímsli koma upp úr sjónum. Hann var með haglabyssu og skaut á ófreskjuna en henni brá ekkert við það né fældist. Skrímslið elti manninn á hlaupum í land en hann komst undan. Seinna lýsti hann því sem gráu á litinn með átta fætur og virtist honum hom- kennd trjóna standa fram úr því. Oþekkt kynjaskepna Áriö 1569 sást við landið ófreskja sem gaf frá sér hræöileg óhljóö og allir sem heyrðu það fylltust skelfingu. Kynjamyndir í þoku og hafvillu Hugmyndafluginu eru lítil takmörk sett. Án efa hafa óþekkt sjávardýr kynt undir imyndunaraflinu og tekið á sig kynjamyndir í þoku og hafvillu. Kannski eru skrímslin útdauð vegna ofveiði eða halda sig til hlés og ef til vill em enn til undraskepnur sem hegða sér eins og skímslið Rafur og breyta sér í allra kvikinda líki. -kip@fr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.