Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV Soha Arafat Segir neöri vör Arafats skjálfa vegna þreytu og álags. Eiginkona Arafats vantrúuð á frið við ísrael Eiginkona Yassers Arafats Palest- ínuleiðtoga, Soha Arafat, trúir ekki á að friðarsamkomulag náist við ísrael. „Það hefur alltaf verið sann- færing mín að friðarferlið mistak- ist,“ segir hún í viðtali við sádi- arabískt kvennablað. Litið er á um- mæli hennar sem óbeina gagnrýni á eiginmanninn. Soha Arafat tjáir sig sjaldan i fjöl- miðlum og greinir næstum aldrei frá skoðunum sínum á stöðunni í pólitikinni. Soha tjáði sig einnig í viðtalinu um heilsu Arafats. Vegna skjálfandi neðri varar hafa verið vangaveltur um að hann sé með Parkinsons- veiki. „Hann á ekki við neina van- heilsu að stríða. Skjálftinn er vegna þess að hann er þreyttur, nánast ör- magna,“ segir Soha sem býr í París með dóttur þeirra hjóna. Flórída: Ný kosningalög Ný kosningalög hafa verið sam- þykkt í Flórída hálfu ári eftir að umdeild atkvæðatalning í ríkinu réð úrslitum í forsetakosningunum. Samkvæmt nýju kosningalögunum á að handtelja atkvæði þegar niður- staðan er hnífjöfn. í desember í fyrra andmæltu George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans handtalningu. Demókratar fullyrtu að handtalning hefði leitt í ljós sigur Als Gores, frambjóðanda þeirra. Bróðir for- setans, Jeb Bush, ríkisstjóri Flór- ída, hlakkar til að undirrita lögin. Margrét Danadrottning Starfsmenn drottningar geta ekki stefnt henni fyrir vinnurétt vegna friöheigi hennar. Kjarabarátta í höll Margrétar Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði á þingi í gær að starfsmenn dönsku hirðar- innar fengju möguleika á að skjóta baráttumálum sínum fyrir gerðar- dóm. Starfsmennirnir höfðu beðið stjórnmálamenn um að tryggja þeim formlegan kjarasamning og tilkynnt að þeir viidu ekki lengur heyra beint undir Margréti Þórhildi Danadrottningu. Vegna friðhelgi drottningarinnar geta starfsmenn- irnir ekki stefnt henni fyrir vinnu- rétt. Starfsmenn hirðarinnar eiga að njóta sömu kjara og embættis- menn. Þeir eru hins vegar á lægri launum. Bílstjóri hirðarinnar er til dæmis með allt að hálfri milljón ís- lenskra króna lægri árslaun en ráð- herrabílstjóri. Skýringa leitað á sætismissi í mannréttindanefnd: Refsing gegn Bandaríkjunum Lönd, sem oft hafa gerst sek um gróf mannréttindabrot og verið refs- að fyrir, hafa nú losað sig við einn helsta gagnrýnanda sinn, Bandarík- in. Fréttaskýrendur segja það hafa tekist með því að mynda bandalag með löndum sem eru reið Banda- ríkjunum af allt öðrum ástæðum. Bandaríkjamenn voru í gær önn- um kafnir við að leita skýringa á því að þeir skuli í fyrsta sinn síðan 1947 ekki verið endurkjörnir í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Við atkvæðagreiðslu á fimmtudagskvöld voru Frakkland, Austurríki og Svíþjóð kjörin fulltrú- ar Vesturlanda. Meðal þeirra mörgu sem undrast niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar er Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir það beinlínis ótrúlegt að Súdan eigi sæti í nefndinni en ekki Bandaríkin. Ótrúleg samþykkt Madeleine Albright segir ótrúlegt aö Súdan skuli vera í mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna en ekki Bandaríkin. Henry Hyde, formaður utanríkis- málanefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, segir þetta tilraun til að refsa Bandaríkjunum vegna kröfu þeirra um að refsað verði fyrir mannréttindabrot hvar sem þau eru framin. Mannréttindasamtökin Human Watch benda á að meðal nefndar- landanna sem nú voru kjörin séu auk Súdans, Úganda, Sierra Leone og Togo. Kína, Kúba, Sýrland, Alsír og Líbýa eiga einnig sæti í nefnd- inni. Talsmaður forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í skyn í gær aö þingið kunni að endurskoða sam- komulagið um greiðslu skulda sinna til Sameinuðu þjóðanna. Ýmsir telja að niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar megi skýra með því hversu Bandaríkin hafi verið neikvæð gagnvart alþjóðlegri sam- vinnu. Hundraö saknaö eftir ferjuslys Björgunarmenn í Kongó gáfu í gær upp alla von um aö hægt yröi aö bjarga þeim hundrað manns sem taldir voru inni- lokaðir í ferju er hvolfdi á Kivuvatni viö bæinn Goma á fimmtudagskvöld. Sögðu björgunarmenn skort á iyftibúnaöi hamla björgunaraögeröum. í gær höföu einungis fundist um tuttugu lík í vatninu. Kim ætlaði líklega bara til fundar við Mikka mús Kim Jong Nam, sonur Kims Jongs Ils, leiðtoga N-Kóreu, hafði líklega ekkert slæmt í hyggju þegar hann kom fyrr í vikunni til Japans með falsað vegabréf. Sennilega ætl- aði hann bara að sýna syni sínum Mikka mús og félaga hans í Disneylandi í Tókýó eins og hann greindi japönskum embættismönn- um frá. Enn í gær vildu japönsk yfirvöld ekki staðfesta að maðurinn, sem kvaðst vera sonur Norður-Kóreu- leiðtogans, væri sá sem hann sagð- ist vera. Hann þykir að minnsta kosti ákaflega líkur leiðtoganum. Til þess að koma í veg fyrir að þegar stirð samskipti þjóðanna versnuðu ákváðu japönsk yfirvöld að setja manninn, fjögurra ára son hans, eiginkonu og vinkonu um borð í flugvél til Peking í gær. Þar beið tjórmenninganna bifreið en Vísaö úr landi Fjölskylda Kims fékk ekki aö sjá Disneyland. ekki er vitað hvert var ekið með þá. N-kóreskur stjórnarerindreki tjáði fréttamönnum að sagan um Kim Jong Nam væri „gabb“ og að hann væri ekki í sendiráðinu í Peking. Ekki barst nein tilkynning um hvenær Kim færi aftur heim til Norður-Kóreu. Nokkrir japanskir þingmenn mót- mæltu því í gær að Kim skyldi hafa verið sendur úr landi áður en ljóst var hver tilgangur hans var með Japansheimsókn hans. Sérfræðing- ar í málefnum N-Kóreu hallast margir að þvi að hann hafi liklega sagt satt þegar hann lýsti því yfir að hann hafi ætlaö að skemmta sér í Japan. Tívolíið í útkanti Pyongyang, höf- uðborgar N-Kóreu, er sagt orðið slit- ið. Rússíbaninn þar hefur verið bil- aður í nokkur ár og önnur tæki gömul og slitin. Stuttar fréttir Meðal þeirra fallegustu Forsetafrú Banda- ríkjanna, Laura Bush, er fyrsta for- setafrú Bandaríkj- anna sem kemst á lista tímaritsins People yfir 50 falleg- ustu manneskjur landsins. George W. Bush forseti kveðst ánægður með að Bandaríkin skuli komast að raun um það sem hann hafi vitað í 23 ár. Sprengt á Kýpur Sprengja sprakk í gær utan við heimili „forsætisráðherra Norður- Kýpur“. Vörður særðist lítilsháttar í árásinni. Samtök frelsa börn Nýstofnuð samtök í Danmörku, Daphne, frelsaði þrjá drengi sem rænt hafði verið til Marokkó. Yfir- völd í Kaupmannahöfn styrktu að- gerð samtakanna sem skipuleggja nú frelsun barna í öðru arabalandi. Bresk stjórnvöld fordæmd Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í gær bresk yfirvöld vegna drápa breskra hermanna á tíu IRA-félögum og tveimur óbreytt- um borgurum á N-írlandi á níunda og tíunda áratugnum og ónógrar rannsóknar á drápunum. Voru hverri fjölskyldu fórnarlambanna dæmd 10 þúsund pund í bætur. Grunaður um hryðjuverk Fyrrverandi þýskur sérsveitar- maður hefur verið handtekinn í Kosovo vegna gruns um hryðjuverk gegn Serbum. Hækkar bensínskatt Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, itrekaði í gær að stjórnvöld myndu ekki hætta við áætl- un um hækkun bens- ínskatts á næsta ári þrátt fyrir að hækk- að eldsneytisverð kunni að valda kjósendum gremju. Sókn gegn skæruliðum Stjórnarher Makedóniu hélt í gær áfram árásum á stöðvar albanskra skæruliða í fjalllendi skammt frá bænum Vakcince. Sá engar spurningar Fjölmiðlakóng- urinn Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra- efni miðju- og hægrimanna á Ítalíu, kvaðst í gær ekki hafa fengið lista tíma- ritsins The Economist með 50 spurningum sem það kveðst hafa sent honum. Sakaði Berlusconi tímaritið um að gera vinstrisinnuð- um vinum sínum greiða. Söguleg afsökunarbeiðni Jóhannes Páll páfi kom grísku réttrúnaðarkirkjunni á óvart í heimsókn sinni til Grikklands í gær er hann bað guð fyrirgefningar á syndum rómversk-kaþólsku kirkj- unnar gagnvart þeirri grísku. Baðst páfi afsökunar eftir fund með erki- biskup Aþenu. Á eftir foðmuðust páfi og erkibiskupinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.