Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 23
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
DV
Helgarblað
23
íslenskur tölvunarfræðingur hjá NASA um gervigreind:
Bílstjórar og
flugmenn óþarfir
- pirraðar tölvur sem áreita fólk
„Ég get séð fyrir mér að bílstjórar
og jafnvel flugmenn verði óþarfir
innan einhverra ára en gervigreind
komi í staðinn," segir dr. Ari Krist-
inn Jónsson, 33 ára tölvunarfræð-
ingur hjá bandarísku geimferða-
stofnuninni, NASA, Amis, Research
Center, í Kaliforníu. Hann hefur
undanfarið haldið röð fyrirlestra
um gervigreind í Háskólanum i
Reykjavík.
Ari Kristinn er fæddur á Akur-
eyri en ólst upp í Reykjavik. Hann
nam tölvunarfræði og stærðfræði
við Háskóla íslands en lauk doktors-
gráðu i tölvunarfræði frá Stan-
fordháskóla í Kaliforníu. Dr. Ari er
kvæntur Sarah Herrmann-Jónsson
og þau búa i Kalifomíu.
DV sat fyrirlestur Ara á fimmtu-
dagskvöld. Svo mikill var áhuginn
að skipta varð um sal og sá fylltist á
augabragði.
Ari lýsti verkefnum sínum hjá
NASA sem felast í að þróa gervi-
greind fyrir geimferðir. Hann lýsti
því að gervigreind væri fólgin í því
að láta tölvur taka ákvarðanir mið-
að við breytilegar aðstæður og ná
markmiðum án þess að allur ferill-
inn sé ákveðinn fyrir fram - sem
sagt að tölvur geti skipt um skoðun
og lagt mat á alls konar aðstæður án
þess að mannshugurinn komi þar
nærri. Hann segir gervigreind eiga
eftir að hjálpa til við flugumferðar-
stjórn og á fleiri sviðum. Þrátt fyrir
að hugsanlegt sé að flugmenn verði
óþarfir verði hægt að nota gervi-
greind til hjálpar í flugi. Hún gæti
tekið við af flugmanni við að fljúga
laskaðri flugvél, t.d. þar sem væng-
ur væri brotinn. Auk tölvunarfræð-
inganna sem vinna að þróun gervi-
greindar sagði Ari að sálfræðingur
hefði unnið með hópnum. Dæmi eru
um að forrit verði „pirruð“ ef ekki
eru samskipti við þau. Þá áreita þau
jafnvel fólk í leit að samskiptum.
Dimmblá gott dæmi
Hópurinn hjá NASA vinnur að
því að búa til greind geimfór. Hann
sagði eitt besta dæmið um gervi-
greind vera skáktölvuna Dimmblá
sem stæði flestum mönnum framar
í skák. Hann segir að þó markmiðið
sé að búa til greind geimför þá sé
einnig unnið að því aö þróa gervi-
greind til að aðstoða geimfara. Þar
nefndi hann kúlu sem svifið gæti
um í geimfari og tekið við skipun-
um geimfaranna og spjallað við þá,
Hann sagði að gervigreind hefði
verið prófuð í geimferð 17. til 21.
maí 1999. Þrátt fyrir smávægileg
vandamál hefði allt gengið upp á
endanum og tilraunin hefði tekist
vel: „Verst að þeir hjá NASA tíma
ekki aö senda okkur sem vinnum að
þessarri þróun út í geiminn," sagði
hann og hló.
Dr. Ari segir að draumaferð sem
hann sjái fyrir sér verði greint
geimfar sem yrði sent til tunglsins
Evrópu sem hringsólar í kringum
Júpiter. Geimfarið myndi bora sig í
gegnum þriggja kílómetra ishellu í
því skyni að finna út hvort þar sé líf
að fmna.
Greind fyrir geimfara
Dr. Ari benti á að stærstur hluti
kostnaðarins við að senda geimfar
frá jörðu kæmi til af því að geimfar-
arnir væru svo viökvæmir eins og
mannverur almennt.
„Hagkvæmast væri að þurfa ekki
að senda neina geimfara en notast
þess í stað við gervigreind," segir
hann og bendir á að færu geimfarar
til Mars í ferð sem tæki hátt á ann-
að ár yrði líkamlegt ástand þeirra
afar bágborið og þeir þyrftu langa
þjálfun til að læra að ganga á ný eft-
ir þyngdarleysi svo lengi.
Dr. Ari var spurður að því hvern-
ig menn færu að því að fá vinnu hjá
NASA. Eftir nokkra umhugsun
svaraði hann: „Með því að sækja
um“ og uppskar skellihlátur áheyr-
enda. Hann benti jafnframt á að
vegna góðærisins í bandarísku efna-
hagslífi vantaði tölvufræðinga til
NASA. Þannig gætu íslendingar sótt
um starf og ættu ágæta möguleika.
Dr. Ari heldur af landi brott á
þriðjudag en um helgina skoðaði
hann sig um á gamla landinu þar
sem hann meðal annars áformaði að
fara á Langjökul. -rt
DV-MYND HILMAR ÞÖR
Húsfyllir hjá Ara
Dr. Ari Kristinn Jónsson vinnur aö þróun gervigreindar sem nýtast mun
úti í geimnum jafnt sem á jöröu niöri. Hér talar hann fyrir fullum sal í Há-
skólanum í Reykjavík.
CARNEGIE
A R T
AWA R D
2 0 0 0
LISTASAFNI KÓPAVOGS
GERÐARSAFNI, HAMRABORG 4, KÓPAVOGI
7 APRÍL-6 MAÍ 2001
opnunartímar:
ÞRIÐJUDAGA — SUNNUDAGA K L . II-I7
leiðsögn:
FIMMTUDAGA, LAUGARDAGA OG
SUNNUDAGA KL. I 5
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.carnegieartaward.com