Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Qupperneq 13
13
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
I>V
Metnaður í fyrirrúmi
Kammerkórinn Vox academica
Vaxandi kór undir metnaöarfullri kórstjórn Hákonar Leifssonar.
Kammerkór Háskóla íslands,
Vox academica, hélt vortónleika
sína á sunnudaginn var í Seltjarn-
arneskirkju fyrir nokkuð þéttskip-
uðum sal af fólki. Kórinn var stofn-
aður árið 1996 af núverandi kór-
stjóra, Hákoni Leifssyni, og er ætl-
að að vera „vettvangur fyrir fólk
sem vill halda áfram að þróa söng-
hæfileika sina eftir að eiginlegu há-
skólanámi lýkur“, eins og segir á
vefsiðu kórsins. Efnisskrá tónleik-
anna var fjölbreytt og mjög metnað-
arfull og teygði sig allt frá ítölsku
endurreisnartónskáldunum
Monteverdi og Gesualdo til tuttug-
ustu aldar Ameríkananna Samuels
Barber og Randall Thompson. Kór-
inn flutti einnig flamenkómessu eft-
ir spænska flamenkósnillinginn Paco Pefia en að-
alrósin á verkefnaskránni var frumflutningur á
nýju verki eftir Atla Heimi Sveinsson við kvæði
eftir Bjarna Thorarensen.
Tónlist
Það tók Vox academica nokkur lög að syngja
sig í gang og greinilegt var á frammistöðu kórsins
síðar á tónleikunum að byrjunarverkin voru ekki
til marks um það besta sem hann gerði. Raddirn-
ar voru þar almennt talsvert óhreinar og náðu sér
ekki almennilega á strik fyrr en í fjórða laginu,
„Vortíð ársins" eftir Ralph Vaughan Williams.
Þar sneri kórinn við blaðinu og varð nú hljómur-
inn hreinn og tær. Sömu sögu er að segja um ást-
arsönginn „I love my love“ eftir Gustav Holst sem
var mjög fallega sunginn og allar hraða- og styrk-
leikabreytingar afar flnlega gerðar. Kórinn endaði
svo fyrir hlé á nýju verki eftir Atla Heimi Sveins-
son, „Rannveig Filippusdóttir", við samnefnt ljóð
eftir Bjama Thorarensen. Verkið var flutt tvisvar
sökum „mikillar undirbúningsvinnu" að sögn
kórstjóra og sú vinna borgaði sig greinilega því
kórinn skilaði verkinu vel. Lag Atla var stemn-
ingsfullt og andríkt með rammíslenskri hljóman
og flakk laglínunnar milli radda hélst skemmti-
lega í hendur við inntakið í texta Bjarna sem fjall-
aði um innri fegurð hinnar gömlu Rannveigar Fil-
ippusdóttur.
Eftir hlé stigu svo þeir Símon ívarsson gítar-
leikari og Guðni Franzson klar-
ínettuleikari á svið með kórnum í
flamenkómessunni eftir Paco Pefta.
Messunni er lýst í efnisskrá sem
„stefnumóti tveggja meginþátta
spænskrar menningar - hugmynda-
kerfis kaþólsku kirkjunnar annars
vegar og hins alþýðlega hugarheims
flamenkómenningarinnar hins veg-
ar“. Símon ívarsson útsetti verkið og
breytti m.a. upphaflegum einsöngv-
araröddum í eina klarínetturödd
sem er nokkuð vel til fundið þar sem
klarínettan getur að vissu leyti nálg-
ast þann sára tón sem er eitt aðalein-
kenni flamenkósöngsins. Guðni
Franzson náði þessum tóni býsna vel
og Símon ívarsson var hér á heima-
velli enda sérfræðingur íslendinga í
flamenkótónlist og lék af krafti. Erfitt reyndist þó
kór og meðleikurum að fanga það seiðmagn sem
jafnan einkennir þessa tónlist og sennilega er
fáum öðrum en Spánverjum sjálfum það mögu-
legt. Hér var engu að síður um forvitnilega og
skemmtilega tilraun að ræða.
Tónleikum Vox academica lauk með fjórum
verkum frá tuttugustu öldinni og var hvert öðru
fallegra. Kórinn var nú kominn í essið sitt og fóru
allar raddir á kostum, sérstaklega ber að nefna
flutninginn á „Agnus Dei“ eftir Samuel Barber
sem var einkar glæsilegur. Ljóst var af þessum
vortónleikum Vox academica að hann er vaxandi
kór undir metnaðarfullri kórstjórn Hákonar Leifs-
sonar.
Bókmenntir
iSJ.: JSagötóSa
Forn minni eða uppspuni
Þá hneggjaði Freyfaxi er þriðja bók Jóns Hnef-
ils Aðalsteinssonar á fjórum árum. í henni eru
níu gamlar ritgerðir og þrjár nýjar um Hrafnkels-
sögu Freysgoða. Höfundur lýsir bókinni sjálfur
svo að hér vinni hann til fulls úr gömlum og nýj-
um athugunum á sögunni. Má til sanns vegar
færa að gömlu rannsóknirnar leiði að þeim nýju
og þar séu dregnar ályktanir af brotum úr þeim
gömlu.
Flestar ritgerðirnar í fyrri hluta bókarinnar
fjalla um staðfræði Hrafnkelssögu og fornar minj-
ar tengdar sögunni. Auk þess birtir Jón Hnefill
grein um útgáfu Halldórs Laxness á Hrafnkels-
sögu árið 1942 og það irafár sem hún vakti. Þá er
þar ágæt grein um Freysminni í fornsögum þar
sem Jón rekur hugsanleg goðsagnaminni á bak
við þrjár íslendingasögur þar sem Freyr kemur
við sögu. Segja má að hún sé að sínu leyti grunn-
ur rannsóknanna i síðari hluta bókarinnar.
í seinni hluta bókarinnar tekur Jón Hnefill til
við að meta þátt höfundar Hrafnkelssögu annars
vegar og arfleifðar hins vegar. Það er vandasamt
verk og slíkar niðurstöður verða trauðla annað en
tilgátur. Jón Hnefill kemur að þessu frá sjónar-
hóli þjóðfræði og trúarbragðafræði og er það ný-
stárlegast við athuganir hans.
í fyrstu ritgerð seinni hluta ræðir Jón Hnefill
kenningar Dietrich Hoffmann og Óskars Halldórs-
sonar um upphaf Hrafnkelssögu. Þeir töldu báðir
að þáttur Hallfreðar, fóður Hrafnkels, í sögunni
væri byggður á arfsögnum. Jón Hnefill færir hins
vegar rök fyrir því að fyrri tilgáta Sigurðar Nor-
dals sé rétt, að höfundur hafi skáldað upp Hallfreð
út frá örnefnum. Er þetta vel rökstudd og sennileg
kenning.
í annarri ritgerðinni ræðir Jón Hnefill goð-
sagnaminni og einkum blótminni í Hrafnkelssögu
og reynir að greina milli fornra minna og upp-
spuna sem ekki ætti rætur í arfsögnum. Áhuga-
vert er hvernig hann rekur hengingu Hrafnkels á
vaðásnum til fomrar trúararfsagnar en telur til
að mynda að tortíming Freyfaxa sé unglegt minni.
Eins og Jón Hnefill orðar það: „Þjóstarssynir, sem
hafa aldrei verið til, hrintu Freyfaxa fram af
hamri, sem hefur aldrei verið til.“ (183)
í þriðju ritgerðinni rekur Jón Hnefill hvað
muni gamalt og hvað nýtt í mynd Hrafnkels í sög-
unni. Þannig telur hann ofbeldissegginn og yfir-
gangsmanninn Hrafnkel yngri smíð en að sá
Hrafnkell sem bjó við mikla landkosti og búsæld
eigi sér gamlar rætur.
Jón Hnefill leitast við að sundurgreina söguleg-
an kjama Hrafnkelssögu og smíð höfundarins.
Hér vinnur hann í anda íslenska skólans en nýt-
ur að auki hins þjóðfræðilega sjónarhorns og hef-
ur verið brautryðjandi í að sundurgreina goðsög-
ur á bak við íslendingasögur. Þessar rannsóknir
hans á Hrafnkelssögu eru merkar og taka eflaust
sinn sess í umræðunni.
Ármann Jakobsson
Jón Hnefill Aðalsteinsson: Þá hneggjaði Freyfaxi. Frá
staöfræði til uppspuna í Hrafnkels sögu Freysgoða. Há-
skólaútgáfan, Reykjavík 2000.
Norræn barnaleikhúshátíð í Falun:
Völuspá valin
Völuspá Þórarins Eldjárns og Möguleikhúss-
ins hefur verið valin af sjö manna dómnefnd
leiklistargagnrýnenda og fleiri aðila sem full-
trúi íslands á norrænni barnaleikhúshátíð
Assitej-samtakanna í Falun 18.-21. maí. John
Swedenmark þýddi textann á sænsku og hefur
Pétur Eggerz æft upp þennan 45 mínútna ein-
leik á þvf tungumáli.
Sýningin var frumsýnd á Listahátíð í Reykja-
vík vorið 2000 með styrk frá M-2000 og fékk
firnagóðar viðtökur. Leikstjóri var Peter Holst
og þótti stjórn hans hugmyndarík og styrk.
Guðni Franzson samdi og stýrði tónlistinni í
verkinu og fékk lof fyrir, ekki síður en leikar-
amir, Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í
Völuspá og Stefán Öm Amarson sellóleikari
sem galdrar fram úr sellóinu áhrifshljóð og sér-
stakt stef handa hverri persónu verksins. Leik-
mynd gerði norski leikmyndahönnuðurinn
Anette Werenskiold.
Leikverkið er byggt á Völuspá og sögum úr
norrænni goðafræði og veitir skemmtilega inn-
sýn í þann sagnaheim. Óðinn er aðalpersóna
verksins og áhorfandinn fylgist með
linnulausri ásókn hans í þekkingu. Um síðustu
helgi hlaut Þórarinn viðurkenningu íslands-
deildar IBBY fyrir Völuspá og
segir í rökstuðningi að þar
færi Þórarinn norræna goða-
fræði til nútímans á listilegan
hátt svo bæði börn og full-
orðnir hafi gaman af.
Frá því að Völuspá var
frumsýnd hefur hún verið
sýnd á tæplega 70 sýningum
um allt ísland og auk þess á
leiklistarhátíð í Rostov on
Don í Rússlandi. Þar hlaut
hún mikið lof þeirra er nutu,
þó leikið væri á íslensku. í
sumar er stefnt að sýningum í
Árbæjarsafni á íslensku en
einnig er í ráði að sýna ferða-
fólki hana á ensku.
Stefán Örn Arnarson og Pétur
Eggerz í Völuspá
Þeir halda ungum sem öldnum í
spennu yfir örlögum fornra
goöa.
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Stefánsdagur
10. maí var efnt til árlegrar hátíðar í Aust-
urbæjarskólanum 1 minningu Stefáns Jóns-
sonar rithöfundar sem kenndi við skólann
allan sinn starfsferil. Á kvöldskemmtun
sungu nemendur á öllum aldri, dönsuðu,
léku á hljóðfæri, lásu upp frumsamin ljóð og
léku leikrit sem þeir sömdu sjálfir. Skemmti-
atriðin og kynningar á milli atriða voru flutt
af börnum af ýmsu þjóðerni og gestir fengu
að sjá og heyra flutning barna á að minnsta
kosti 10 þjóðtungum og krakkarnir sveifluðu
sér léttilega milli íslensku og annarra mála.
Allir skemmtu sér hið besta og fóru heim
bjartsýnir á samkennd þjóðanna.
í tilefni Stefánsdags afhenti Blindrabóka-
safn íslands Austurbæjarskólanum Hjalta-
bækurnar þrjár á snældum, Söguna hans
Hjalta litla, Mamma skilur allt og Hjalti kem-
ur heim. Lesari er Gísli Halldórsson. Hjalta-
bækurnar voru framhaldssögur í barnatim-
anum á sunnudögum á árunum 1972-74 og
þótti lesturinn stórviðburður sem enginn
vildi missa af, ekki síst vegna þess djúpa inn-
sæis sem einkennir lestur Gísla. Snældurnar
með lestri hans á Hjaltabókunum má fá í
bókabúðum og á Blindrabókasafni íslands.
Einsöngur
Davíð Ólafsson bassasöngvari og Ólafur
Vignir Albertsson píanóleikari halda tón-
leika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur,
annað kvöld kl. 20.30.
Davíð er ungur
Keflvíkingur sem
hefur verið að
hasla sér völl sem
óperusöngvari í
Þýskalandi. Þetta
eru fyrstu einsöngs-
tónleikar Davíðs á
íslandi en nýverið
hélt hann tónleika í
óperuhúsinu í
Lúbeck þar sem
hann starfar um
þessar mundir. Á dagskrá tóneikanna eru ís-
lenskar og norrænar söngperlur og svo auð-
vitað óperuaríur.
Skytturnar þrjár
í ritröðinni Sígildar sögur er komin út
bókin Skytturnar þrjár eftir Alexandre
Dumas, ein vinsælasta bók allra tíma auk
þess sem ævintýralegt líf þessara fræknu
liðsmanna Lúðvíks XIH Frakklandskonungs
hefur orðið efniviður i fjölda kvikmynda og
sjónvarpsþátta. í bókinni er sagan endursögð
fyrir lesendur
á aldrinum
8-12 ára og
aukin margs
konar fróðleik
um skyttur og
aðalsmenn í
Frakklandi á
17. öld þegar
launráð voru
brugguð í
hverju horni
og einvígi voru
daglegt brauð.
Victor
Ambrus myndskreytti söguna sem Michael
Leitch endursagði. Bókin er í sömu ritröð og
Arthúr konungur sem kom út 1999. Þor-
steinn G. Jónsson íslenskaði.
Mál og menning gefur Skytturnar þrjár út.
Tess
Filmundur heldur áfram að kynna leik-
stjórann Roman Polanski á sýningum sinum
í Háskólabíói. í kvöld og mánudagskvöld kl.
22.30 verður sýnd stórmyndin Tess frá 1979.
Þetta er söguleg mynd sem gerist í Englandi
í kringum 1890, byggð á skáldsögu eftir
Thomas Hardy, um hina fógru Tess Dur-
beyfield sem er dóttir fátækra bóndahjóna en
lendir í klónum á ríkum óþokka. Gömul saga
en þó alltaf ný...
Kvikmyndatakan þykir afar fáguð og listi-
lega unnin og vann Tess til óskarsverðlauna
fyrir kvikmyndatöku, leikmyndahönnun og
búningahönnun auk þess sem hún var til-
nefnd sem besta myndin. Með aðalhlutverk
fara: Nastassja Kinski, Peter Firth og Leigh
Lawson.